Tugir þýðenda missa vinnuna vegna verkefnaskorts í utanríkisráðuneytinu Lovísa Eiríksdóttir skrifar 23. ágúst 2013 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að það þurfi að fækka starfsmönnum Þýðingarmiðstöðvar ráðuneytisins. Fréttablaðið/Stefán Starfsfólki á vegum utanríkisráðuneytisins mun fækka umtalsvert á næstu misserum vegna hlés á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ljóst að færa verði rekstrarumfang Þýðingarmiðstöðvar aftur að því sem áður var. „Við, líkt og önnur ráðuneyti, stöndum frammi fyrir því að þurfa að hagræða í rekstri á komandi ári. Í því felst að fækka verður starfsfólki Þýðingarmiðstöðvarinnar að virtu því hléi sem orðið er á aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um áætlaða fækkun starfsfólks á vegum utanríkisráðuneytisins. Í ráðuneytinu starfa um 48 fastráðnir starfsmenn hjá Þýðingarmiðstöð. Ekki er ljóst hversu margir af þeim munu þurfa að láta af störfum en þau svör bárust frá ráðuneytinu að færa þyrfti rekstrarumfang Þýðingarmiðstöðvarinnar aftur að því sem áður var. Samkvæmt þeim upplýsingum verður um 22 starfsmönnum sagt upp, en 26 manns störfuðu við þýðingar hjá ráðuneytinu áður en ráðist var í aðildarviðræður. „Nú er unnið að endurskipulagningu verkefna ráðuneytisins, enda hefur utanríkisráðherra lýst því yfir að auka eigi áherslu á málaflokka á borð við norðurslóðamál, fríverslunarsamninga og EES-mál,“ segir Urður Gunnarsdóttir.Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir tíu starfsmenn þegar vera hætta. Nú þegar hafa tíu starfsmenn ráðuneytisins látið af störfum vegna breytinganna. Um er að ræða tvo sérfræðinga og átta starfsnema sem ráðnir voru sérstaklega til þess að vinna að verkefnum sem varða aðildarviðræðurnar. „Þessir aðilar voru ráðnir tímabundið til þess að vinna að verkefnum tengdum Evrópusambandinu og runnu samningar þeirra út um mitt árið,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Einnig var verktökum sem unnu við þýðingar á textum sem tengjast samningaviðræðum og Evrópusambandslöggjöf tilkynnt í júní á þessu ári að ekki yrði fleiri verkefni að fá hjá ráðuneytinu. Meðal þeirra voru níu þýðendur sem störfuðu hjá fyrirtækinu Sagnabrunni ehf. á Seyðisfirði, sem nú eru verkefnalausir samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Starfsfólki á vegum utanríkisráðuneytisins mun fækka umtalsvert á næstu misserum vegna hlés á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ljóst að færa verði rekstrarumfang Þýðingarmiðstöðvar aftur að því sem áður var. „Við, líkt og önnur ráðuneyti, stöndum frammi fyrir því að þurfa að hagræða í rekstri á komandi ári. Í því felst að fækka verður starfsfólki Þýðingarmiðstöðvarinnar að virtu því hléi sem orðið er á aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um áætlaða fækkun starfsfólks á vegum utanríkisráðuneytisins. Í ráðuneytinu starfa um 48 fastráðnir starfsmenn hjá Þýðingarmiðstöð. Ekki er ljóst hversu margir af þeim munu þurfa að láta af störfum en þau svör bárust frá ráðuneytinu að færa þyrfti rekstrarumfang Þýðingarmiðstöðvarinnar aftur að því sem áður var. Samkvæmt þeim upplýsingum verður um 22 starfsmönnum sagt upp, en 26 manns störfuðu við þýðingar hjá ráðuneytinu áður en ráðist var í aðildarviðræður. „Nú er unnið að endurskipulagningu verkefna ráðuneytisins, enda hefur utanríkisráðherra lýst því yfir að auka eigi áherslu á málaflokka á borð við norðurslóðamál, fríverslunarsamninga og EES-mál,“ segir Urður Gunnarsdóttir.Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir tíu starfsmenn þegar vera hætta. Nú þegar hafa tíu starfsmenn ráðuneytisins látið af störfum vegna breytinganna. Um er að ræða tvo sérfræðinga og átta starfsnema sem ráðnir voru sérstaklega til þess að vinna að verkefnum sem varða aðildarviðræðurnar. „Þessir aðilar voru ráðnir tímabundið til þess að vinna að verkefnum tengdum Evrópusambandinu og runnu samningar þeirra út um mitt árið,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Einnig var verktökum sem unnu við þýðingar á textum sem tengjast samningaviðræðum og Evrópusambandslöggjöf tilkynnt í júní á þessu ári að ekki yrði fleiri verkefni að fá hjá ráðuneytinu. Meðal þeirra voru níu þýðendur sem störfuðu hjá fyrirtækinu Sagnabrunni ehf. á Seyðisfirði, sem nú eru verkefnalausir samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira