Tugmilljarða framkvæmdir í borginni á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2015 19:15 Ferðaþjónustan hefur dregið vagninn í atvinnumálum borgarinnar. 35 milljarðar í uppbyggingu hótela á þessu ári og næsta auk annarra framkvæmda upp á milljarða króna. vísir/valli Miklum samdrætti sem varð í framkvæmdum í Reykjavík eftir hrun er lokið því áætlanir eru uppi um tugmilljarða framkvæmdir á þessu ári. Borgarstjóri segir ferðaþjónustuna mikilvæga í endurreisninni eftir hrun en að mjög fjölbreytt verkefni séu framundan. Á opnum kynningarfundi borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun kom fram að gríðarlegar framkvæmdir eru framundan í borginni á þessu ári, á vegum borgarinnar sjálfrar en ekki hvað síst á vegum einkaaðila. Það vekur athygli að það er ferðaþjónustan sem heldur áfram að draga vagninn eins og öll árin eftir hrun. „Reykjavík mun draga hagvöxt á Íslandi alla vegna næstu fimm til tíu ár sýnist okkur. Í fyrsta lagi eru þetta miklar fjárfestingar í hótelum og ferðaþjónustu. Um fimmtán hundruð herbergi sem eru að klárast eða fara af stað á þessu ári og næsta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þar af 817 hótelherbergi á þessu ári víðs vegar um miðborgina og segir borgarstjóri að ákveðið hafi verið að takmarka hótelrými við 23 prósent húsnæðis í Kvosinni og til greina komi að takmarka það einnig við Laugaveginn. Fjárfestingin í hótelum á þessu ári og næsta er um 35 milljarðar króna. Í öðru lagi segir borgarstjóri miklar framkæmdir framundan í þekkingariðnað í tengslum við háskólana og Landsspítalann. „Í þriðja lagi eru mjög mörg ný verkefni að koma inn á hafnarsvæðin. Það eru mjög stórar tölur þar ef allt gengur eftir og við erum líka að vinna í haginn fyrir grænan iðnað á nýjum atvinnusvæðum,“ segir borgarstjóri. Þá séu einkaaðilar með í bígerð fjölda íbúða víðs vegar um borgina þar sem byggð verði þéttt og þar komi borgin sums staðar að málum varðndi félagslégt húsnæði og leiguhúsnæði og sömuleiðis verði miklar framkvæmdir við skóla og tómstundahúsnæði sem og gatnakerfið. En borgin ein og sér mun framkvæma fyrir tæpa tíu milljarða á þessu ári.Fyrir hrun var talað um kranahagfræði, þar sem fjöldi byggingarkrana gat gefið vísbendingu um ofþennslu. Er engin hætta á henni í framkvæmdum nú? „Jú, það er alltaf hætta á því. Þess vegna er svona fundur svo mikilvægur. Við erum að gefa upplýsingar um það sem er í pípunum til að við getum öll tekið betri ákvarðanir,“ segir Dagur.Um átta þúsund aðilar stunda ferðaþjónustu í borginni og hvergi hefur störfum fjölgað eins mikið og tekjur aukist með sama hætti.Má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað Reykjavík út úr kreppunni? „Hún var eitt af því, alveg klárlega. En ég vil samt ekki gera lítið úr því að öll fyrirtækin í borginni þurftu að hugsa sitt og fara í gegnum ákveðna endurskipulagningu. Við erum öll að koma út úr ákveðnu fjárfestinga- og framkvæmdastoppi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Miklum samdrætti sem varð í framkvæmdum í Reykjavík eftir hrun er lokið því áætlanir eru uppi um tugmilljarða framkvæmdir á þessu ári. Borgarstjóri segir ferðaþjónustuna mikilvæga í endurreisninni eftir hrun en að mjög fjölbreytt verkefni séu framundan. Á opnum kynningarfundi borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun kom fram að gríðarlegar framkvæmdir eru framundan í borginni á þessu ári, á vegum borgarinnar sjálfrar en ekki hvað síst á vegum einkaaðila. Það vekur athygli að það er ferðaþjónustan sem heldur áfram að draga vagninn eins og öll árin eftir hrun. „Reykjavík mun draga hagvöxt á Íslandi alla vegna næstu fimm til tíu ár sýnist okkur. Í fyrsta lagi eru þetta miklar fjárfestingar í hótelum og ferðaþjónustu. Um fimmtán hundruð herbergi sem eru að klárast eða fara af stað á þessu ári og næsta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þar af 817 hótelherbergi á þessu ári víðs vegar um miðborgina og segir borgarstjóri að ákveðið hafi verið að takmarka hótelrými við 23 prósent húsnæðis í Kvosinni og til greina komi að takmarka það einnig við Laugaveginn. Fjárfestingin í hótelum á þessu ári og næsta er um 35 milljarðar króna. Í öðru lagi segir borgarstjóri miklar framkæmdir framundan í þekkingariðnað í tengslum við háskólana og Landsspítalann. „Í þriðja lagi eru mjög mörg ný verkefni að koma inn á hafnarsvæðin. Það eru mjög stórar tölur þar ef allt gengur eftir og við erum líka að vinna í haginn fyrir grænan iðnað á nýjum atvinnusvæðum,“ segir borgarstjóri. Þá séu einkaaðilar með í bígerð fjölda íbúða víðs vegar um borgina þar sem byggð verði þéttt og þar komi borgin sums staðar að málum varðndi félagslégt húsnæði og leiguhúsnæði og sömuleiðis verði miklar framkvæmdir við skóla og tómstundahúsnæði sem og gatnakerfið. En borgin ein og sér mun framkvæma fyrir tæpa tíu milljarða á þessu ári.Fyrir hrun var talað um kranahagfræði, þar sem fjöldi byggingarkrana gat gefið vísbendingu um ofþennslu. Er engin hætta á henni í framkvæmdum nú? „Jú, það er alltaf hætta á því. Þess vegna er svona fundur svo mikilvægur. Við erum að gefa upplýsingar um það sem er í pípunum til að við getum öll tekið betri ákvarðanir,“ segir Dagur.Um átta þúsund aðilar stunda ferðaþjónustu í borginni og hvergi hefur störfum fjölgað eins mikið og tekjur aukist með sama hætti.Má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað Reykjavík út úr kreppunni? „Hún var eitt af því, alveg klárlega. En ég vil samt ekki gera lítið úr því að öll fyrirtækin í borginni þurftu að hugsa sitt og fara í gegnum ákveðna endurskipulagningu. Við erum öll að koma út úr ákveðnu fjárfestinga- og framkvæmdastoppi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira