Viðskipti innlent

Tugmilljarða tjón vegna kennitöluflakks

Höskuldur Kári Schram skrifar
Tjón íslensks samfélags af völdum kennitöluflakks nemur tugmilljörðum króna á hverju ári. Þetta er mat Alþýðusambands Íslands sem hefur nú lagt fram tillögu í sextán liðum um aðgerðir til að sporna við þessu.

Alþýðusamband Ísland kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í dag. Í skýrslu sem sambandið lét gera kemur fram að kennitöluflakk hafi alvarleg og víðtæk áhrif fyrir atvinnulífið og launafólk í landinu. Tjón samfélagsins af völdum þessa er talið nema um 50 milljörðum króna á ári.

ASÍ telur nauðsynlegt að taka upp strangari relgur varðandi hæfi einstaklinga til að vera í forsvari fyrir félög með takmarkaða ábyrgð. Takmörk verði sett á nafnabreytingar félaga og þá er lagt til að þeir sem ítrekað gerast sekir um kennitöluflakk missi hæfi tímabundið til að stofna eða vera í forsvari fyrir hlutafélög eða einkahlutafélög.

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir kennitöluflakk.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×