Tugum tilkynnt um hleranir 12. janúar 2012 09:00 Ólafur Hauksson Tugum einstaklinga hefur á síðustu vikum verið tilkynnt um símhleranir sérstaks saksóknara. Langur tími getur liðið frá því hlerað er þar til tilkynning berst. Símhleranirnar á gráu svæði segir hæstaréttarlögmaður. Dæmi eru um að meira en eitt og hálft ár líði frá því að embætti sérstaks saksóknara fær heimild til að hlera síma þar til eiganda símans er tilkynnt um hleranirnar. Tugum manna sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu hefur verið tilkynnt um að símar þeirra hafi verið hleraðir á síðustu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa til dæmis þeir sem eru til rannsóknar vegna falls Kaupþings og Sjóvár fengið slík bréf undanfarið. „Það hefur verið unnið að þessu jafnt og þétt upp á síðkastið, í þeim málum þar sem menn sjá til lands og telja ekki ástæðu til að beita þessu úrræði frekar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Samkvæmt lögum ber að tilkynna þeim sem hlerað er hjá um hleranirnar svo fljótt sem verða má. Fréttablaðið hefur upplýsingar að rúmlega eitt og hálft ár sé liðið frá því hlerað var hjá einhverjum þeirra sem fengu bréf frá saksóknara nýverið. „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við tilkynntum of snemma um hleranir, þetta byggir á því að viðkomandi viti ekki að síminn sé hleraður,“ segir Ólafur. Hann segir að tilkynnt sé um hleranir um leið og ljóst sé að hlerunum verði ekki beitt frekar við rannsókn hvers máls. Í umfangsmiklum rannsóknum geti því liðið nokkur tími þar til upplýst er um hleranirnar. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir sérstakan saksóknara á gráu svæði þegar komi að símhlerunum. Hann segir enga af sínum umbjóðendum hafa fengið tilkynningu um símhleranir, en hann viti engu að síður af slíkum málum. Sigurður segir dæmi um mann sem heimilt hafi verið að hlera símann hjá í maí 2010, og hann yfirheyrður haustið 2011. Engu að síður hafi hann ekki verið upplýstur um hleranirnar fyrr en síðar. Þá bendir Sigurður á að til að dómstólar veiti heimild til símhlerana þurfi annað hvort að liggja átta ára fangelsisdómur við meintum brotum, eða ríkir almanna- eða einkahagsmunir krefjist þess. Erfitt sé að sjá að það geti átt við í þessum tilvikum. Hámarksrefsing við auðgunarbrotum er sex ára fangelsi.- bj Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Tugum einstaklinga hefur á síðustu vikum verið tilkynnt um símhleranir sérstaks saksóknara. Langur tími getur liðið frá því hlerað er þar til tilkynning berst. Símhleranirnar á gráu svæði segir hæstaréttarlögmaður. Dæmi eru um að meira en eitt og hálft ár líði frá því að embætti sérstaks saksóknara fær heimild til að hlera síma þar til eiganda símans er tilkynnt um hleranirnar. Tugum manna sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu hefur verið tilkynnt um að símar þeirra hafi verið hleraðir á síðustu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa til dæmis þeir sem eru til rannsóknar vegna falls Kaupþings og Sjóvár fengið slík bréf undanfarið. „Það hefur verið unnið að þessu jafnt og þétt upp á síðkastið, í þeim málum þar sem menn sjá til lands og telja ekki ástæðu til að beita þessu úrræði frekar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Samkvæmt lögum ber að tilkynna þeim sem hlerað er hjá um hleranirnar svo fljótt sem verða má. Fréttablaðið hefur upplýsingar að rúmlega eitt og hálft ár sé liðið frá því hlerað var hjá einhverjum þeirra sem fengu bréf frá saksóknara nýverið. „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við tilkynntum of snemma um hleranir, þetta byggir á því að viðkomandi viti ekki að síminn sé hleraður,“ segir Ólafur. Hann segir að tilkynnt sé um hleranir um leið og ljóst sé að hlerunum verði ekki beitt frekar við rannsókn hvers máls. Í umfangsmiklum rannsóknum geti því liðið nokkur tími þar til upplýst er um hleranirnar. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir sérstakan saksóknara á gráu svæði þegar komi að símhlerunum. Hann segir enga af sínum umbjóðendum hafa fengið tilkynningu um símhleranir, en hann viti engu að síður af slíkum málum. Sigurður segir dæmi um mann sem heimilt hafi verið að hlera símann hjá í maí 2010, og hann yfirheyrður haustið 2011. Engu að síður hafi hann ekki verið upplýstur um hleranirnar fyrr en síðar. Þá bendir Sigurður á að til að dómstólar veiti heimild til símhlerana þurfi annað hvort að liggja átta ára fangelsisdómur við meintum brotum, eða ríkir almanna- eða einkahagsmunir krefjist þess. Erfitt sé að sjá að það geti átt við í þessum tilvikum. Hámarksrefsing við auðgunarbrotum er sex ára fangelsi.- bj
Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira