Túlka má ákvörðun ESB sem viðræðuslit við Ísland Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2013 13:43 Utanríkisráðherra segir ákvörðun Evrópusambandins um að hætta fjármögnun IPA verkefna koma á óvart og um stefnubreytingu sé að ræða af hálfu sambandsins. Á myndinni sést Gunnar Bragi á blaðamannafundi síðastliðið sumar ásamt Štefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins. mynd/european commission Utanríkisráðherra segir óvissu ríkja um það hvort Evrópusambandið lítur áfram á Íslands sem umsóknarríki, eftir að sambandið ákvað að hætta fjármögnun á IPA-verkefnum sem þegar eru hafin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tikynnti íslenskum stjórnvöldum á mánudag að sambandið hefði ákveðið að hætta fjármögnun á verkefnum sem þegar eru hafin og styrkt hafa verið með svo kölluðum IPA styrkjum. En áður hafði sambandið ákveðið að stofna ekki til nýrra verkefna eftir að íslensk stjórnvöld tilkynntu sl. sumar að aðildarviðræðum væri hætt af þeirra hálfu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta koma á óvart í ljósi þess sem á undan væri gengið í viðræðum hans við sambandið. „Vegna þess að við höfum átt samtöl og fundi og margrætt þessi mál við Evrópusambandið og þeir hafa áður gefið út að þeir myndu klára þessi verkefni með okkur. Þannig að þetta kemur verulega á óvart. Þetta er stefnubreyting af þeirra hálfu,“ segir utanríkisráðherra. Í opinberri afstöðu framkvæmdastjórnarinnar um þessa ákvörðun segir að tilgangur styrkjanna sé að styðja umsóknarríki í samræmingu þeirra á lögum, stöðlum og stefnu sambandsins, þannig að þau geti orðið fullgildir meðlimir að sambandinu. Í skýrslu framkvæmdastjórnar á þessu ári hafi komið fram að í ljósi ákvörðunar íslenskra stjórnvalda yrði undirbúningi IPA verkefna hætt og ekki stofnað til nýrra IPA verkefna. Með tilliti til tilgangs IPA styrkjanna og skilyrði þeirra fyrir traustri fjármögnun hafi framkvæmdastjórnin síðan farið vandlega yfir málið og komist að þeirri niðurstöðu að ekki skuli haldið áfram að fjármagna verkefni sem þegar eru í gangi.Þannig aðþeir eru aðdragaþáfjármuni til bakaíverkefnum sem núþegar eruígangi?„Þeir munu að minnsta kosti ekki halda áfram að greiða inn í þau verkefni sem þýðir að þau stoppa þá væntanlega,“ segir Gunnar Bragi.Öll IPA verkefni í óvissuFramkvæmdastjórnin hefur greint íslenskum stjórnvöldum frá því að hún vonaði að íslensk stjórnvöld sæju sér hag í að halda sumum IPA verkefnunum áfram og tækju yfir fjármögnun og umsjón þeirra. „Það verður að skoða hvert verkefni fyrir sig, hvernig menn líta á það. En mér finnst mjög bratt af Evrópusambandinu að henda boltanum til íslenskra stjórnvalda. Þetta eru verkefni sem þeir standa fyrir í rauninni. Verkefni sem lúta að því að aðlaga íslenskt samfélag eða breyta ákveðnum kerfum hjá okkur til þess að við getum verið þátttakendur í þessu Evrópusambandi,“ segir utanríkisráðherra. Það ríki því óvissa um öll þessi verkefni. Evrópusambandið hljóti að vera að senda þau skilaboð að Ísland fjarlægist það að vera umsóknarríki af þeirra hálfu.Er þá að hálfu sambandsins, að þínu mati, aðildarviðræðum slitið?„Ég ætla nú að reyna að segja ekki of mikið varðandi þetta. En ég er alveg klár á því að það er hægt að líta á þetta með þeim hætti. Ég ætla nú að skoða málið aðeins frekar áður en ég segi eitthvað dýpra um þetta. En þetta eru ákveðin skilaboð um að við séum ekki lengur í þessu ferli,“ segir Gunnar Bragi.Glerperlur og eldvatn fráESBÍ umræðum á Alþingi hinn 24. janúar 2012 sagði Gunnar Bragi, þá í stjórnarandstöðu: „Þeir styrkir sem um er að ræða eru vitanlega ætlaðir til þess að byggja hér upp og auka trú á að Evrópusambandið sé komið til að vera og komið til þess að laga hér allt sem hægt er að laga á þessu blessaða landi okkar. Það er ekki eðlilegt. Það getur ekki verið eðlilegt að við tökum við fjármunum frá ríki sem við erum að semja við. Við erum væntanlega að semja við þessi ríkjasambönd eða hvað á eiginlega að kalla þetta fyrirbæri. Og þau koma með peninga til okkar. Það er miklu eðlilegra að allar breytingar sem þurfa að verða ef að samningi verður komi eftir á og þá peningarnir. Þetta eru ekkert annað en glerperlur og eldvatn sem er verið að bera hér fram,“ sagði Gunnar Bragi fyrir tæpum tveimur árum.Sem andstæðingur umsóknarinnar yfirleitt og ríkisstjórnin búin aðákveða aðhætta viðræðum, væriþaðþáekki fagnaðarefniíþínum huga efþessar viðræður eru endanlega dauðar?„Ég hef auðvitað alltaf verið skýr með það að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið. Og ef menn túlka þessi skilaboð frá þeim með þeim hætti að við séum ekki velkomin lengur, þá hugnast það mér alveg ágætlega. En ákvörðun um það af Íslands hálfu að hætta viðræðum verður að taka að mínu viti af Alþingi. Það er þá eitthvað sem Alþingi verður að fjalla um á síðari tímum,“ segir Gunnar Bragi. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Utanríkisráðherra segir óvissu ríkja um það hvort Evrópusambandið lítur áfram á Íslands sem umsóknarríki, eftir að sambandið ákvað að hætta fjármögnun á IPA-verkefnum sem þegar eru hafin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tikynnti íslenskum stjórnvöldum á mánudag að sambandið hefði ákveðið að hætta fjármögnun á verkefnum sem þegar eru hafin og styrkt hafa verið með svo kölluðum IPA styrkjum. En áður hafði sambandið ákveðið að stofna ekki til nýrra verkefna eftir að íslensk stjórnvöld tilkynntu sl. sumar að aðildarviðræðum væri hætt af þeirra hálfu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta koma á óvart í ljósi þess sem á undan væri gengið í viðræðum hans við sambandið. „Vegna þess að við höfum átt samtöl og fundi og margrætt þessi mál við Evrópusambandið og þeir hafa áður gefið út að þeir myndu klára þessi verkefni með okkur. Þannig að þetta kemur verulega á óvart. Þetta er stefnubreyting af þeirra hálfu,“ segir utanríkisráðherra. Í opinberri afstöðu framkvæmdastjórnarinnar um þessa ákvörðun segir að tilgangur styrkjanna sé að styðja umsóknarríki í samræmingu þeirra á lögum, stöðlum og stefnu sambandsins, þannig að þau geti orðið fullgildir meðlimir að sambandinu. Í skýrslu framkvæmdastjórnar á þessu ári hafi komið fram að í ljósi ákvörðunar íslenskra stjórnvalda yrði undirbúningi IPA verkefna hætt og ekki stofnað til nýrra IPA verkefna. Með tilliti til tilgangs IPA styrkjanna og skilyrði þeirra fyrir traustri fjármögnun hafi framkvæmdastjórnin síðan farið vandlega yfir málið og komist að þeirri niðurstöðu að ekki skuli haldið áfram að fjármagna verkefni sem þegar eru í gangi.Þannig aðþeir eru aðdragaþáfjármuni til bakaíverkefnum sem núþegar eruígangi?„Þeir munu að minnsta kosti ekki halda áfram að greiða inn í þau verkefni sem þýðir að þau stoppa þá væntanlega,“ segir Gunnar Bragi.Öll IPA verkefni í óvissuFramkvæmdastjórnin hefur greint íslenskum stjórnvöldum frá því að hún vonaði að íslensk stjórnvöld sæju sér hag í að halda sumum IPA verkefnunum áfram og tækju yfir fjármögnun og umsjón þeirra. „Það verður að skoða hvert verkefni fyrir sig, hvernig menn líta á það. En mér finnst mjög bratt af Evrópusambandinu að henda boltanum til íslenskra stjórnvalda. Þetta eru verkefni sem þeir standa fyrir í rauninni. Verkefni sem lúta að því að aðlaga íslenskt samfélag eða breyta ákveðnum kerfum hjá okkur til þess að við getum verið þátttakendur í þessu Evrópusambandi,“ segir utanríkisráðherra. Það ríki því óvissa um öll þessi verkefni. Evrópusambandið hljóti að vera að senda þau skilaboð að Ísland fjarlægist það að vera umsóknarríki af þeirra hálfu.Er þá að hálfu sambandsins, að þínu mati, aðildarviðræðum slitið?„Ég ætla nú að reyna að segja ekki of mikið varðandi þetta. En ég er alveg klár á því að það er hægt að líta á þetta með þeim hætti. Ég ætla nú að skoða málið aðeins frekar áður en ég segi eitthvað dýpra um þetta. En þetta eru ákveðin skilaboð um að við séum ekki lengur í þessu ferli,“ segir Gunnar Bragi.Glerperlur og eldvatn fráESBÍ umræðum á Alþingi hinn 24. janúar 2012 sagði Gunnar Bragi, þá í stjórnarandstöðu: „Þeir styrkir sem um er að ræða eru vitanlega ætlaðir til þess að byggja hér upp og auka trú á að Evrópusambandið sé komið til að vera og komið til þess að laga hér allt sem hægt er að laga á þessu blessaða landi okkar. Það er ekki eðlilegt. Það getur ekki verið eðlilegt að við tökum við fjármunum frá ríki sem við erum að semja við. Við erum væntanlega að semja við þessi ríkjasambönd eða hvað á eiginlega að kalla þetta fyrirbæri. Og þau koma með peninga til okkar. Það er miklu eðlilegra að allar breytingar sem þurfa að verða ef að samningi verður komi eftir á og þá peningarnir. Þetta eru ekkert annað en glerperlur og eldvatn sem er verið að bera hér fram,“ sagði Gunnar Bragi fyrir tæpum tveimur árum.Sem andstæðingur umsóknarinnar yfirleitt og ríkisstjórnin búin aðákveða aðhætta viðræðum, væriþaðþáekki fagnaðarefniíþínum huga efþessar viðræður eru endanlega dauðar?„Ég hef auðvitað alltaf verið skýr með það að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið. Og ef menn túlka þessi skilaboð frá þeim með þeim hætti að við séum ekki velkomin lengur, þá hugnast það mér alveg ágætlega. En ákvörðun um það af Íslands hálfu að hætta viðræðum verður að taka að mínu viti af Alþingi. Það er þá eitthvað sem Alþingi verður að fjalla um á síðari tímum,“ segir Gunnar Bragi.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira