Tvær konur í varðhald grunaðar um stórfelldan þjófnað
Mynd/Heiða
Héraðsdómari úrskurðaði í dag tvær konur í gæsluvarðhald til 2. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um stórfelldan þjófnað úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Hluti af þýfinu sem konurnar voru með.Í tilkynningu frá lögreglu segir að lagt hafi verið hald á umtalsvert magn af því sem talið er vera þýfi en lögreglan hefur framkvæmt tvær húsleitir í þágu rannsóknarinnar. Að sögn lögreglu er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þremur útlendingum, sem eru búsettir hér á landi, vegna mjög umfangsmikils búðaþjófnaðar að undanförnu.