Innlent

Tveir á sjúkrahús eftir eldsvoða á Akureyri

Eldur kviknaði í tauþurrkara í þvottahúsi í sambýlishúsi á Akureyri á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Heimilisfólk varð eldsins vart og gat haldið honum í skefjum með slökkvitækjum þar til slökkvilið kom á vettvang og slökkti eldinn endanlega.

Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið til skoðunar, en höfðu ekki hlotið reykeitrun þrátt fyrir að talsverður reykur hafi borist um íbúðina. Hún var reykræst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×