Innlent

Tveir mannanna frá Suðurnesjum

Hallgrímur SI-77
Hallgrímur SI-77 Mynd/Jón Sigurður Eyjólfsson
Tveir af sjómönnunum þremur sem eru taldir af eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 fórst í Noregshafi í gærdag, eru frá Suðurnesjum. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Það var skömmu fyrir hálf tvö í gærdag þegar Landhelgisgæslunni, bæði í Noregi og á Íslandi, barst neyðarkall frá skipinu. Sá sem lifði af horfði á eftir tveimur félögum sínum hverfa í hafið. Sá þriðji sem lést, komst í lekan flotgalla og er það líklega ástæðan fyrir því að hann drukknaði.

Sjómanninum var flogið til Álasunds í gær eftir að honum var bjargað. Hann fær svo áfallahjálp í dag. Mennirnir sem létust voru allir á sextugsaldri. Sá sem lifði var á fertugsaldri.


Tengdar fréttir

Sjómaðurinn var í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum

Íslenski sjómaðurinn, sem var bjargað úr Noregshafi í gærdag, var búinn að vera í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum þegar þyrlu norsku gæslunnar fann hann. Maðurinn var vel búinn enda komst hann í flotbúning áður en togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×