Tveir milljarðar í IPA-styrki 21. júní 2012 06:00 Meðal verkefna sem IPA-styrkirnir verða nýttir í er að koma upp jarðvangi og þekkingarsetri á Eyjafjallasvæðinu. Vonast er til að það efli ferðamennsku á svæðinu. fréttablaðið/vilhelm Sjö verkefni eru í startholunum eftir að Alþingi samþykkti frumvarp um IPA-styrki frá Evrópusambandinu. Alls koma tæpir 2 milljarðar króna inn í hagkerfið. Matvælaeftirlit og jarðvangur á meðal verkefna.Hvað fæst fyrir IPA-styrkina? Tæplega tveir milljarðar króna af IPA-styrkjum Evrópusambandsins verða nýttir á næstu þremur árum í sjö ólík verkefni. Ljóst er að styrkirnir munu gerbreyta landslaginu hjá þeim stofnunum sem fá þá. Á meðal verkefna sem verða að veruleika er jarðvangur á Eyjafjallajökulssvæðinu. Alþingi samþykkti á mánudag heimild fyrir ríkisstjórnina um að undirrita rammasamning um styrkina. Búist var við þeirri samþykkt í vor, en drátturinn hefur þó ekki afgerandi áhrif á starfsemina. Alls er um 12 milljónir evra að ræða, eða rúmlega 1,9 milljarða króna á núverandi gengi. Styrkirnir eru óafturkræfir. Þó upp úr viðræðum við ESB slitni eða aðild verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, standa greiðslurnar. Skiptir þá engu þótt sjálfum rammasamningnum verði sagt upp, samningur hvers verkefnis stendur. Fréttablaðið leit yfir þau verkefni sem fá styrk.Náttúrufræðistofnun Fær 3 milljónir, 685 þúsund evrur, ásamt Landmælingum og fleiri, til að kortleggja vistkerfi og fuglalíf á Íslandi. Auðkennd verða svæði sem þarfnast verndar.Skrifstofa landtengiliðs 1,5 milljón evra fara í landtengilið sem annast samræmingu, stjórn og eftirlit með stuðningi ESB á sviði byggðamála og atvinnuuppbyggingar.Háskólafélag Suðurlands Fær 560 þúsund evrur til að vinna að verkefninu Katla jarðvangur. Ætlunin er að vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið og uppbyggingu á þekkingarsetri fyrir svæðið.Óákveðið (Matís) 1,9 milljónir evra fara til að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi sem þegar hafa verið innleiddar í gegnum EES. Markmiðið er að tryggja matvælaöryggi og styrkja neytendavernd. Bæta þarf tækjabúnað og þjálfun starfsfólks. Styrkurinn var eyrnamerktur Matís en andstaða þáverandi ráðherra, Jóns Bjarnasonar, veldur því að nú er hann óskilgreindur.Þýðingarmiðstöð Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins og Háskóli Íslands fá 1,5 milljóna evra styrk til að þýða regluverk ESB á íslensku. Hluti fer í tækjakaup við nýja námsbraut fyrir ráðstefnutúlka í HÍ.Hagstofan Fær 825 þúsund evrur til að endurbæta gerð þjóðhagsreikninga, en skortur á mikilvægum hagtölum er talinn valda erfiðleikum við að meta stöðu einstakra atvinnugreina. Styrkurinn gerir Hagstofunni kleift að fjölga starfsmönnum sem er forsenda verkefnisins.Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Fær 1.875 þúsund evrur til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Þróað verður raunfærnimat sem nýtist við mat í framhaldsskóla. Tengdar fréttir Styrkurinn forsenda verkefnisins Háskólafélag Suðurlands fær 90 milljóna króna IPA-styrk til að koma upp Kötlu-jarðvangi og vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið. Hafist verður handa í sumar, verkefnisstjóri ráðinn og einn til tveir starfsmenn til að sinna gerð fræðsluverkefnis. Heimamenn verða síðan ráðnir í uppsetningu fræðsluskilta og fleira. Til að setja 90 milljóna króna styrkinn í samhengi fékk háskólafélagið hálfa milljón króna úr ríkissjóði árið 2012. 21. júní 2012 06:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Sjö verkefni eru í startholunum eftir að Alþingi samþykkti frumvarp um IPA-styrki frá Evrópusambandinu. Alls koma tæpir 2 milljarðar króna inn í hagkerfið. Matvælaeftirlit og jarðvangur á meðal verkefna.Hvað fæst fyrir IPA-styrkina? Tæplega tveir milljarðar króna af IPA-styrkjum Evrópusambandsins verða nýttir á næstu þremur árum í sjö ólík verkefni. Ljóst er að styrkirnir munu gerbreyta landslaginu hjá þeim stofnunum sem fá þá. Á meðal verkefna sem verða að veruleika er jarðvangur á Eyjafjallajökulssvæðinu. Alþingi samþykkti á mánudag heimild fyrir ríkisstjórnina um að undirrita rammasamning um styrkina. Búist var við þeirri samþykkt í vor, en drátturinn hefur þó ekki afgerandi áhrif á starfsemina. Alls er um 12 milljónir evra að ræða, eða rúmlega 1,9 milljarða króna á núverandi gengi. Styrkirnir eru óafturkræfir. Þó upp úr viðræðum við ESB slitni eða aðild verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, standa greiðslurnar. Skiptir þá engu þótt sjálfum rammasamningnum verði sagt upp, samningur hvers verkefnis stendur. Fréttablaðið leit yfir þau verkefni sem fá styrk.Náttúrufræðistofnun Fær 3 milljónir, 685 þúsund evrur, ásamt Landmælingum og fleiri, til að kortleggja vistkerfi og fuglalíf á Íslandi. Auðkennd verða svæði sem þarfnast verndar.Skrifstofa landtengiliðs 1,5 milljón evra fara í landtengilið sem annast samræmingu, stjórn og eftirlit með stuðningi ESB á sviði byggðamála og atvinnuuppbyggingar.Háskólafélag Suðurlands Fær 560 þúsund evrur til að vinna að verkefninu Katla jarðvangur. Ætlunin er að vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið og uppbyggingu á þekkingarsetri fyrir svæðið.Óákveðið (Matís) 1,9 milljónir evra fara til að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi sem þegar hafa verið innleiddar í gegnum EES. Markmiðið er að tryggja matvælaöryggi og styrkja neytendavernd. Bæta þarf tækjabúnað og þjálfun starfsfólks. Styrkurinn var eyrnamerktur Matís en andstaða þáverandi ráðherra, Jóns Bjarnasonar, veldur því að nú er hann óskilgreindur.Þýðingarmiðstöð Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins og Háskóli Íslands fá 1,5 milljóna evra styrk til að þýða regluverk ESB á íslensku. Hluti fer í tækjakaup við nýja námsbraut fyrir ráðstefnutúlka í HÍ.Hagstofan Fær 825 þúsund evrur til að endurbæta gerð þjóðhagsreikninga, en skortur á mikilvægum hagtölum er talinn valda erfiðleikum við að meta stöðu einstakra atvinnugreina. Styrkurinn gerir Hagstofunni kleift að fjölga starfsmönnum sem er forsenda verkefnisins.Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Fær 1.875 þúsund evrur til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Þróað verður raunfærnimat sem nýtist við mat í framhaldsskóla.
Tengdar fréttir Styrkurinn forsenda verkefnisins Háskólafélag Suðurlands fær 90 milljóna króna IPA-styrk til að koma upp Kötlu-jarðvangi og vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið. Hafist verður handa í sumar, verkefnisstjóri ráðinn og einn til tveir starfsmenn til að sinna gerð fræðsluverkefnis. Heimamenn verða síðan ráðnir í uppsetningu fræðsluskilta og fleira. Til að setja 90 milljóna króna styrkinn í samhengi fékk háskólafélagið hálfa milljón króna úr ríkissjóði árið 2012. 21. júní 2012 06:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Styrkurinn forsenda verkefnisins Háskólafélag Suðurlands fær 90 milljóna króna IPA-styrk til að koma upp Kötlu-jarðvangi og vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið. Hafist verður handa í sumar, verkefnisstjóri ráðinn og einn til tveir starfsmenn til að sinna gerð fræðsluverkefnis. Heimamenn verða síðan ráðnir í uppsetningu fræðsluskilta og fleira. Til að setja 90 milljóna króna styrkinn í samhengi fékk háskólafélagið hálfa milljón króna úr ríkissjóði árið 2012. 21. júní 2012 06:00