Lífið

Tvíburar aðskildir við fæðingu brotnuðu niður þegar þær hittust í fyrsta skipti eftir tíu ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnað augnablik.
Magnað augnablik.
Fyrir tíu árum síðan voru tvær kínverskar stelpur gefnar til ættleiðingar og enduðu þær báðar í Bandaríkjunum. Um er að ræða tvíbura sem hittust í fyrsta skipti í morgunþættinum Good Morning America í gær en þær heita Audrey Doering og Gracie Rainsberry.

Þær hafa alist upp sitthvoru megin í Bandaríkjunum en Audrey er frá Wausau, Wisconsin og Gracie frá Richland, Washington og eru því um 2500 kílómetrar á milli þeirra.

Þær föðmuðust í fyrsta skipti á ævinni í beinni útsendingu  en foreldarar Audrey Doering áttuðu sig fyrst á því að dóttir þeirra ætti tvíburasystur í desember.

Hér að neðan má sjá þetta fallega augnablik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×