Tvíburasystur kynntust fyrir tilviljun í gegnum YouTube Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 12. febrúar 2014 17:00 MYND/KICKSTARTER.COM Tvær konur, önnur alin upp í Los Angeles og hin í París, fengu það staðfest með DNA rannsókn að þær eru tvíburasystur sem voru aðskildar eftir fæðingu. Systurnar kynntust eftir að önnur þeirra sá myndband með hinni á YouTube. Konurnar eru fæddar í Suður Kóreu þaðan sem þær voru ættleiddar. Önnur systirin, Anais Bordier, sendi hinni, Samantha Futerman, tölvupóst í febrúar í fyrra og sagði henni frá því að þær væri mjög líkar. Í kjölfarið komst Bordier að því að þær væru fæddar sama dag í sömu borg í Suður Kóreu og að þær hefðu báðar verið ættleiddar. Bordier ólst upp hjá foreldrum sínum í París en Futerman ólst upp í New Jersey. Hvorug þeirra hafði hugmynd um að þær ættu tvíburasystur. „Ég fékk póst frá konu í London sem sagðist hafa séð myndband með mér á YouTube og að við ættum sama afmælisdag og hefðum fæðst á sama stað,“ sagði Futerman. „Það var skrítið þegar ég sá myndir af henni á Facebook, hún leit út alveg eins og ég.“ „Þetta var skrítið að fá niðurstöðuna um að við værum systur en um leið var það á undarlegan hátt róandi.“ Þegar þær systur kynntust betur kom í ljós að þær áttu ýmislegt sameiginlegt. Báðar eru þær miklir aðdáendur bókanna um Harry Potter, hafa gaman af list og horfa á sömu sjónvarpsþættina. Báðar segjast þær alltaf hafa fundið fyrir því að eitthvað vantaði. „Ég átti ímyndaða vinkonu þegar ég var lítil sem ég kallaði Önnu,“ segir Bordier. Þær systur vinna nú að mynd um söguna en brot úr henni má sjá hér að neðan: Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Tvær konur, önnur alin upp í Los Angeles og hin í París, fengu það staðfest með DNA rannsókn að þær eru tvíburasystur sem voru aðskildar eftir fæðingu. Systurnar kynntust eftir að önnur þeirra sá myndband með hinni á YouTube. Konurnar eru fæddar í Suður Kóreu þaðan sem þær voru ættleiddar. Önnur systirin, Anais Bordier, sendi hinni, Samantha Futerman, tölvupóst í febrúar í fyrra og sagði henni frá því að þær væri mjög líkar. Í kjölfarið komst Bordier að því að þær væru fæddar sama dag í sömu borg í Suður Kóreu og að þær hefðu báðar verið ættleiddar. Bordier ólst upp hjá foreldrum sínum í París en Futerman ólst upp í New Jersey. Hvorug þeirra hafði hugmynd um að þær ættu tvíburasystur. „Ég fékk póst frá konu í London sem sagðist hafa séð myndband með mér á YouTube og að við ættum sama afmælisdag og hefðum fæðst á sama stað,“ sagði Futerman. „Það var skrítið þegar ég sá myndir af henni á Facebook, hún leit út alveg eins og ég.“ „Þetta var skrítið að fá niðurstöðuna um að við værum systur en um leið var það á undarlegan hátt róandi.“ Þegar þær systur kynntust betur kom í ljós að þær áttu ýmislegt sameiginlegt. Báðar eru þær miklir aðdáendur bókanna um Harry Potter, hafa gaman af list og horfa á sömu sjónvarpsþættina. Báðar segjast þær alltaf hafa fundið fyrir því að eitthvað vantaði. „Ég átti ímyndaða vinkonu þegar ég var lítil sem ég kallaði Önnu,“ segir Bordier. Þær systur vinna nú að mynd um söguna en brot úr henni má sjá hér að neðan:
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira