Innlent

Tvö blind börn á ári á Íslandi

SV skrifar
Talið er að um 108 blind og sjónskert börn séu á Íslandi í dag. Á hverju ári fæðast sex til sjö blind og sjónskert börn hér á landi, þar af að meðaltali tvö alblind. Viðbótarfötlun meðal barnanna er algeng, til dæmis heyrnarskerðing, að því er fram kemur í tilkynningu frá Blindrafélaginu.

Meðferð blinduvaldandi sjúkdóma hjá börnum hefur þó fleygt fram á síðustu áratugum og mun Guðmundur Viggósson augnlæknir ræða á fundi Blindrafélagsins í dag um orsakir blindu og sjónskerðingar hjá börnum. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við Dag hvíta stafsins, sem er á mánudaginn næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×