Tvöfalt meira borðað af íslensku skyri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. ágúst 2013 07:00 Þróun í fjölda seldra skyrdósa á Norðurlöndunum utan Íslands. Til samanburðar eru seldar 11,7 milljónir skyrdósa á Íslandi. Heimild/Mjólkursamslan. „Þetta er gott vandamál,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, um gríðarlega aukningu í sölu á íslensku skyri annars staðar á Norðurlöndum. Að sögn Einars eru nú framleiddar um 36 milljónir dósa af íslensku skyri árlega. Af þeim neyta Íslendingar um 11,7 milljón dósa. Afgangurinn er að langmestu leyti borðaður í hinum norrænu ríkjunum. „Við höfum 380 tonna tollfrjálsan kvóta inn í Evrópusambandið og erum löngu búnir að sprengja hann. Í Danmörku og í Noregi er því verið að framleiða skyr með leyfum frá okkur og undir eftirliti okkar,“ segir Einar og útskýrir að notaðir séu mjólkursýrugerlar sem MS hafi einkaleyfi á sem og uppskriftir og vörumerki fyrirtækisins sem fái þóknun fyrir hverja dós. „Það vissulega hjálpar upp á sakirnar,“ segir hann um tekjurnar.Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, býst við að mikill vöxtur í skyrsölu á Norðurlöndum haldi áfram.Fréttablaðið/Vilhelm Á Norðurlöndunum býst Einar við að á þessu ári verði seld á bilinu 4.300 til 4.500 tonn af íslensku skyri. Í Finnlandi hafi salan tvöfaldast frá í fyrra. „Þetta hefur vaxið svo hratt að það er farið að hrikta í framleiðslugetunni og við erum farin að skoða möguleika á að auka hana. Við munum leysa það vegna þess að við höldum að það verði áframhaldandi mjög góður vöxtur í skyrsölunni,“ segir Einar sem rekur aukna skyrneyslu ytra meðal annars til áhuga á Íslandi og breytinga á lífsstíl. „Fólk sækir meira í próteinríkar vörur á borð við skyr.“Íslensk skyr selst vel á Norðurlöndunum í takt við breytta neysluhætti þar sem áhersla er á próteinríkt og fitusnautt fæði. Önnur mjólkurvörufyrirtæki sækja nú á sömu mið. „Við héldum fyrst að það myndi ganga á okkar markaðshlutdeild en sókn þeirra virðist bara stækka heildarmarkaðinn mjög hratt,“ segir Einar, sem hefur ekki áhyggjur af öðrum skyrtegundum. „Það eru til eftirlíkingar af skyri á Norðurlöndunum en engin af þeim hefur náð þessari fótfestu vegna þess að það er einfaldlega ekki eins vel þróuð og bragðgóð vara og íslenska skyrið,“ segir forstjóri MS. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Þetta er gott vandamál,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, um gríðarlega aukningu í sölu á íslensku skyri annars staðar á Norðurlöndum. Að sögn Einars eru nú framleiddar um 36 milljónir dósa af íslensku skyri árlega. Af þeim neyta Íslendingar um 11,7 milljón dósa. Afgangurinn er að langmestu leyti borðaður í hinum norrænu ríkjunum. „Við höfum 380 tonna tollfrjálsan kvóta inn í Evrópusambandið og erum löngu búnir að sprengja hann. Í Danmörku og í Noregi er því verið að framleiða skyr með leyfum frá okkur og undir eftirliti okkar,“ segir Einar og útskýrir að notaðir séu mjólkursýrugerlar sem MS hafi einkaleyfi á sem og uppskriftir og vörumerki fyrirtækisins sem fái þóknun fyrir hverja dós. „Það vissulega hjálpar upp á sakirnar,“ segir hann um tekjurnar.Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, býst við að mikill vöxtur í skyrsölu á Norðurlöndum haldi áfram.Fréttablaðið/Vilhelm Á Norðurlöndunum býst Einar við að á þessu ári verði seld á bilinu 4.300 til 4.500 tonn af íslensku skyri. Í Finnlandi hafi salan tvöfaldast frá í fyrra. „Þetta hefur vaxið svo hratt að það er farið að hrikta í framleiðslugetunni og við erum farin að skoða möguleika á að auka hana. Við munum leysa það vegna þess að við höldum að það verði áframhaldandi mjög góður vöxtur í skyrsölunni,“ segir Einar sem rekur aukna skyrneyslu ytra meðal annars til áhuga á Íslandi og breytinga á lífsstíl. „Fólk sækir meira í próteinríkar vörur á borð við skyr.“Íslensk skyr selst vel á Norðurlöndunum í takt við breytta neysluhætti þar sem áhersla er á próteinríkt og fitusnautt fæði. Önnur mjólkurvörufyrirtæki sækja nú á sömu mið. „Við héldum fyrst að það myndi ganga á okkar markaðshlutdeild en sókn þeirra virðist bara stækka heildarmarkaðinn mjög hratt,“ segir Einar, sem hefur ekki áhyggjur af öðrum skyrtegundum. „Það eru til eftirlíkingar af skyri á Norðurlöndunum en engin af þeim hefur náð þessari fótfestu vegna þess að það er einfaldlega ekki eins vel þróuð og bragðgóð vara og íslenska skyrið,“ segir forstjóri MS.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira