Tvöfalt meira hraun en í Kröflueldum Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2014 11:45 Vísir/Egill/Bítið „Það sem er óvenjulegt við þetta gos er að það heldur áfram af fullum krafti þó það sé búið að vera í gangi í mánuð. Langflest gos eru eins og það springi blaðra. Það er mikið gangi fyrst og síðan hægir og svo seitlar það í lokin og hættir síðan.“ Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann jarðhræringarnar við norðanverðan Vatnajökul. Hann sagði að enn sem komið væri hefði gosið ekki framleitt nema um einn tuttugasta af því hrauni sem varð til í Skaftáreldum. Þó væri magnið orðið tvöfalt meira en í Kröflueldum. „Sem stendur er þetta orðið þokkalega stórt hraungos, en flokkast ekkert með stórgosum ennþá.“ Spurður út í jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu og mögulegt eldogs þar sagði Magnús Tumi slíkt vera einan af þremur möguleikum í stöðunni. Einn væri að gosið haldi áfram eins og það er í dag og hætti fyrr eða síðar. „Síðan gæti líka, ef meira losnar um tappann í Bárðarbungu, pípan brostið á nýjum stað og undir jöklinum líklegast. Þá fengjum við aðra mynd. Þá færi af stað gos undir jökli og svo sprengigos með öskufalli eins og við sáum í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli. Þriðji möguleikinn er að það losni um kvikuna undir Bárðarbungu og hún fari beint upp í öskjuna og þar er hins vegar 800 metra þykkur ís og gosið þarf að vinna sig í gegnum það. Það er eitthvað sem getur vel gerst og gerðist reyndar fyrir átján árum í gjálpargosinu. Þá fór gosið á 30 klukktímum í gegnum 600 metra þykkan ís. Það getur verið, ef það gýs í Bárðarbungu að það bræði ís og þá safnast saman vatn í öskjunni og það gæti komið miklu stærra hlaup að lokum. Það eru margir óvissuþættir,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að gliðnun landsins við gosstöðvarnar sé mikil. „Það má ekki gleyma því að landið er alltaf að stækka og það gleikkar um tvo sentímetra á ári.“ Hann sagði þá teygingu sem hafi orðið á landinu í kringum jarðhræringarnar samsvari meðalgliðnun hundrað til hundrað og fimmtíu ára. Bárðarbunga Tengdar fréttir Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" "Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. 19. september 2014 17:15 Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58 Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. 24. september 2014 08:00 Engin breyting á jarðhræringum Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. 24. september 2014 07:16 Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Það sem er óvenjulegt við þetta gos er að það heldur áfram af fullum krafti þó það sé búið að vera í gangi í mánuð. Langflest gos eru eins og það springi blaðra. Það er mikið gangi fyrst og síðan hægir og svo seitlar það í lokin og hættir síðan.“ Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann jarðhræringarnar við norðanverðan Vatnajökul. Hann sagði að enn sem komið væri hefði gosið ekki framleitt nema um einn tuttugasta af því hrauni sem varð til í Skaftáreldum. Þó væri magnið orðið tvöfalt meira en í Kröflueldum. „Sem stendur er þetta orðið þokkalega stórt hraungos, en flokkast ekkert með stórgosum ennþá.“ Spurður út í jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu og mögulegt eldogs þar sagði Magnús Tumi slíkt vera einan af þremur möguleikum í stöðunni. Einn væri að gosið haldi áfram eins og það er í dag og hætti fyrr eða síðar. „Síðan gæti líka, ef meira losnar um tappann í Bárðarbungu, pípan brostið á nýjum stað og undir jöklinum líklegast. Þá fengjum við aðra mynd. Þá færi af stað gos undir jökli og svo sprengigos með öskufalli eins og við sáum í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli. Þriðji möguleikinn er að það losni um kvikuna undir Bárðarbungu og hún fari beint upp í öskjuna og þar er hins vegar 800 metra þykkur ís og gosið þarf að vinna sig í gegnum það. Það er eitthvað sem getur vel gerst og gerðist reyndar fyrir átján árum í gjálpargosinu. Þá fór gosið á 30 klukktímum í gegnum 600 metra þykkan ís. Það getur verið, ef það gýs í Bárðarbungu að það bræði ís og þá safnast saman vatn í öskjunni og það gæti komið miklu stærra hlaup að lokum. Það eru margir óvissuþættir,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að gliðnun landsins við gosstöðvarnar sé mikil. „Það má ekki gleyma því að landið er alltaf að stækka og það gleikkar um tvo sentímetra á ári.“ Hann sagði þá teygingu sem hafi orðið á landinu í kringum jarðhræringarnar samsvari meðalgliðnun hundrað til hundrað og fimmtíu ára.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" "Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. 19. september 2014 17:15 Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58 Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. 24. september 2014 08:00 Engin breyting á jarðhræringum Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. 24. september 2014 07:16 Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" "Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. 19. september 2014 17:15
Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58
Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. 24. september 2014 08:00
Engin breyting á jarðhræringum Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. 24. september 2014 07:16
Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07