Tyrkir reiddust Frans páfa guðsteinn bjarnason skrifar 13. apríl 2015 07:00 Frans páfi ásamt Karekin II., æðsta patríarka armensku rétttrúnaðarkirkjunnar, í Péturskirkjunni í Róm. fréttablaðið/EPA Tyrknesk yfirvöld kölluðu í gær sendiherra Páfagarðs á sinn fund vegna ummæla Frans páfa, sem hafa farið mjög fyrir brjóstið á Tyrkjum. Árið 1915 voru hundruð þúsunda Armena myrt í Tyrklandi. Í ávarpi á sunnudag sagði páfi þetta hafa verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar. Þetta hafði forveri hans, Jóhannes Páll II., reyndar einnig sagt í yfirlýsingu árið 2001. Frans páfi tók í gær á móti Karekin II., æðsta partíarka armensku rétttrúnaðarkirkjunnar. Báðir tóku þeir þátt í messu í Péturskirkjunni í Róm í tilefni þess að hundrað ár eru nú liðin frá fjöldamorðunum í Tyrklandi. Tyrkir hafa aldrei viljað nefna þetta fjöldamorð, heldur tala þeir um gríðarlegt mannfall á báða bóga í hörðum átökum. Bæði Tyrkir og Armenar hafi þar gerst sekir um fjöldamorð, en mannfallið hafi samt ekki verið jafn mikið og Armenar hafi viljað vera láta. Tyrkneskum yfirvöldum er þetta svo mikið hjartans mál að þar í landi er hreinlega bannað með lögum að tala opinskátt um þessa atburði. Fyrir níu árum var blaðamaðurinn Hrant Dink, sem var bæði af tyrkneskum og armenskum ættum, dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að gagnrýna þessa afneitun Tyrkja á þjóðarmorðinu á Armenum. Hann var svo myrtur árið eftir. Frans páfi hikar þó ekki við að kalla þetta þjóðarmorð, en minnti í ávarpi sínu í gær á fleiri voðaverk á okkar tímum, þar á meðal útrýmingarherferðir á hendur kristnu fólki. Hann sagði morðin á Armenum hafi verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar, en á eftir hafi fylgt voðaverk bæði nasista og stalínista. „Og síðar hafa verið framin fjöldamorð víðar, eins og í Kambódíu, Rúanda, Búrúndí og Bosníu. Svo virðist sem mannkynið sé ófært um að stöðva úthellingu á saklausu blóði,“ sagði páfi í gær. „Enn höfum við ekki áttað okkur á því að stríð er brjálæði, tilgangslaus slátrun.“ Það var Levant Murat Burhan, aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands, sem tók á móti Antonio Lucibello, sendiherra Páfagarðs, og sagði ummæli páfa um þjóðarmorðið á Armenum hafa valdið tyrkneskum stjórnvöldum djúpri sorg og vonbrigðum. Hann sagði að Tyrkir myndu örugglega bregðast við með einhverjum hætti. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld kölluðu í gær sendiherra Páfagarðs á sinn fund vegna ummæla Frans páfa, sem hafa farið mjög fyrir brjóstið á Tyrkjum. Árið 1915 voru hundruð þúsunda Armena myrt í Tyrklandi. Í ávarpi á sunnudag sagði páfi þetta hafa verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar. Þetta hafði forveri hans, Jóhannes Páll II., reyndar einnig sagt í yfirlýsingu árið 2001. Frans páfi tók í gær á móti Karekin II., æðsta partíarka armensku rétttrúnaðarkirkjunnar. Báðir tóku þeir þátt í messu í Péturskirkjunni í Róm í tilefni þess að hundrað ár eru nú liðin frá fjöldamorðunum í Tyrklandi. Tyrkir hafa aldrei viljað nefna þetta fjöldamorð, heldur tala þeir um gríðarlegt mannfall á báða bóga í hörðum átökum. Bæði Tyrkir og Armenar hafi þar gerst sekir um fjöldamorð, en mannfallið hafi samt ekki verið jafn mikið og Armenar hafi viljað vera láta. Tyrkneskum yfirvöldum er þetta svo mikið hjartans mál að þar í landi er hreinlega bannað með lögum að tala opinskátt um þessa atburði. Fyrir níu árum var blaðamaðurinn Hrant Dink, sem var bæði af tyrkneskum og armenskum ættum, dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að gagnrýna þessa afneitun Tyrkja á þjóðarmorðinu á Armenum. Hann var svo myrtur árið eftir. Frans páfi hikar þó ekki við að kalla þetta þjóðarmorð, en minnti í ávarpi sínu í gær á fleiri voðaverk á okkar tímum, þar á meðal útrýmingarherferðir á hendur kristnu fólki. Hann sagði morðin á Armenum hafi verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar, en á eftir hafi fylgt voðaverk bæði nasista og stalínista. „Og síðar hafa verið framin fjöldamorð víðar, eins og í Kambódíu, Rúanda, Búrúndí og Bosníu. Svo virðist sem mannkynið sé ófært um að stöðva úthellingu á saklausu blóði,“ sagði páfi í gær. „Enn höfum við ekki áttað okkur á því að stríð er brjálæði, tilgangslaus slátrun.“ Það var Levant Murat Burhan, aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands, sem tók á móti Antonio Lucibello, sendiherra Páfagarðs, og sagði ummæli páfa um þjóðarmorðið á Armenum hafa valdið tyrkneskum stjórnvöldum djúpri sorg og vonbrigðum. Hann sagði að Tyrkir myndu örugglega bregðast við með einhverjum hætti.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira