Tyrkir reiddust Frans páfa guðsteinn bjarnason skrifar 13. apríl 2015 07:00 Frans páfi ásamt Karekin II., æðsta patríarka armensku rétttrúnaðarkirkjunnar, í Péturskirkjunni í Róm. fréttablaðið/EPA Tyrknesk yfirvöld kölluðu í gær sendiherra Páfagarðs á sinn fund vegna ummæla Frans páfa, sem hafa farið mjög fyrir brjóstið á Tyrkjum. Árið 1915 voru hundruð þúsunda Armena myrt í Tyrklandi. Í ávarpi á sunnudag sagði páfi þetta hafa verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar. Þetta hafði forveri hans, Jóhannes Páll II., reyndar einnig sagt í yfirlýsingu árið 2001. Frans páfi tók í gær á móti Karekin II., æðsta partíarka armensku rétttrúnaðarkirkjunnar. Báðir tóku þeir þátt í messu í Péturskirkjunni í Róm í tilefni þess að hundrað ár eru nú liðin frá fjöldamorðunum í Tyrklandi. Tyrkir hafa aldrei viljað nefna þetta fjöldamorð, heldur tala þeir um gríðarlegt mannfall á báða bóga í hörðum átökum. Bæði Tyrkir og Armenar hafi þar gerst sekir um fjöldamorð, en mannfallið hafi samt ekki verið jafn mikið og Armenar hafi viljað vera láta. Tyrkneskum yfirvöldum er þetta svo mikið hjartans mál að þar í landi er hreinlega bannað með lögum að tala opinskátt um þessa atburði. Fyrir níu árum var blaðamaðurinn Hrant Dink, sem var bæði af tyrkneskum og armenskum ættum, dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að gagnrýna þessa afneitun Tyrkja á þjóðarmorðinu á Armenum. Hann var svo myrtur árið eftir. Frans páfi hikar þó ekki við að kalla þetta þjóðarmorð, en minnti í ávarpi sínu í gær á fleiri voðaverk á okkar tímum, þar á meðal útrýmingarherferðir á hendur kristnu fólki. Hann sagði morðin á Armenum hafi verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar, en á eftir hafi fylgt voðaverk bæði nasista og stalínista. „Og síðar hafa verið framin fjöldamorð víðar, eins og í Kambódíu, Rúanda, Búrúndí og Bosníu. Svo virðist sem mannkynið sé ófært um að stöðva úthellingu á saklausu blóði,“ sagði páfi í gær. „Enn höfum við ekki áttað okkur á því að stríð er brjálæði, tilgangslaus slátrun.“ Það var Levant Murat Burhan, aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands, sem tók á móti Antonio Lucibello, sendiherra Páfagarðs, og sagði ummæli páfa um þjóðarmorðið á Armenum hafa valdið tyrkneskum stjórnvöldum djúpri sorg og vonbrigðum. Hann sagði að Tyrkir myndu örugglega bregðast við með einhverjum hætti. Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld kölluðu í gær sendiherra Páfagarðs á sinn fund vegna ummæla Frans páfa, sem hafa farið mjög fyrir brjóstið á Tyrkjum. Árið 1915 voru hundruð þúsunda Armena myrt í Tyrklandi. Í ávarpi á sunnudag sagði páfi þetta hafa verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar. Þetta hafði forveri hans, Jóhannes Páll II., reyndar einnig sagt í yfirlýsingu árið 2001. Frans páfi tók í gær á móti Karekin II., æðsta partíarka armensku rétttrúnaðarkirkjunnar. Báðir tóku þeir þátt í messu í Péturskirkjunni í Róm í tilefni þess að hundrað ár eru nú liðin frá fjöldamorðunum í Tyrklandi. Tyrkir hafa aldrei viljað nefna þetta fjöldamorð, heldur tala þeir um gríðarlegt mannfall á báða bóga í hörðum átökum. Bæði Tyrkir og Armenar hafi þar gerst sekir um fjöldamorð, en mannfallið hafi samt ekki verið jafn mikið og Armenar hafi viljað vera láta. Tyrkneskum yfirvöldum er þetta svo mikið hjartans mál að þar í landi er hreinlega bannað með lögum að tala opinskátt um þessa atburði. Fyrir níu árum var blaðamaðurinn Hrant Dink, sem var bæði af tyrkneskum og armenskum ættum, dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að gagnrýna þessa afneitun Tyrkja á þjóðarmorðinu á Armenum. Hann var svo myrtur árið eftir. Frans páfi hikar þó ekki við að kalla þetta þjóðarmorð, en minnti í ávarpi sínu í gær á fleiri voðaverk á okkar tímum, þar á meðal útrýmingarherferðir á hendur kristnu fólki. Hann sagði morðin á Armenum hafi verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar, en á eftir hafi fylgt voðaverk bæði nasista og stalínista. „Og síðar hafa verið framin fjöldamorð víðar, eins og í Kambódíu, Rúanda, Búrúndí og Bosníu. Svo virðist sem mannkynið sé ófært um að stöðva úthellingu á saklausu blóði,“ sagði páfi í gær. „Enn höfum við ekki áttað okkur á því að stríð er brjálæði, tilgangslaus slátrun.“ Það var Levant Murat Burhan, aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands, sem tók á móti Antonio Lucibello, sendiherra Páfagarðs, og sagði ummæli páfa um þjóðarmorðið á Armenum hafa valdið tyrkneskum stjórnvöldum djúpri sorg og vonbrigðum. Hann sagði að Tyrkir myndu örugglega bregðast við með einhverjum hætti.
Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Sjá meira