Innlent

Úlfi spáð góðu gengi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Myndasíða Úlfs
Vefmiðillinn Flavorwire segir Úlf Hansson einn þeirra tónlistamanna sem vert sé að fylgjast með og sjá á tónleikum árið 2013.

Tom Hawking, pistlahöfundur á Flavorwire, segir að nú þegar Úlfur hafi slegið í gegn í Japan sé stutt í velgengni í Bandaríkjunum. Nýjasta plasta Úlfs, White Mountain, verður gefin út vestanhafs í mars.

Í umsögninni segir að um heillandi og fallegt verk sé að ræða sem byggi á upptökum hvaðanæva úr heiminum. Þá segir hann orðróm fyrir hendi um áframhaldandi samstarf Úlfs við Jónsa á árinu. Úlfur var hluti af hljómsveit Jónsa á tónleikaferðalögum á sínum tíma.

Hér má sjá umfjöllun Flavorwire.

Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband við lag Úlfs, Black Shore.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×