Innlent

Um 80 skjálftar í Bárðarbungu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gervitunglamynd frá sl. föstudegi sem sýnir gosið og útlínur hraunsins.
Gervitunglamynd frá sl. föstudegi sem sýnir gosið og útlínur hraunsins. Mynd/NASA, USGS og Jarðvísindastofnun
Um 80 skjálftar hafa mælst í Bárðarbungu síðastliðinn sólarhring. Sá stærsti varð snemma í morgun og var 5,3 að stærð.

Gosið í Holuhrauni heldur áfram en hefur varla sést vegna slæms skyggnis það sem af er degi.

Á meðfylgjandi gervitunglamynd frá USGS og NASA sem birt var á Facebook-síðu Jarðvísindastofnunar má sjá gosið og vel greina útlínur nýja hraunsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×