Um femínisma Biblíunnar og „bastarða“ Rúnar M. Þorsteinsson skrifar 25. maí 2016 07:00 Venjulega þykir mér það ekki þess virði að bregðast við sleggjudómum fundamentalista eins og bandaríska suðurríkjaprestsins Stevens Anderson sem hér um daginn talaði um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ (í neikvæðri merkingu) vegna hárrar tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, og fullyrti auk þess að femínismi og Biblían færu ekki saman. En fullyrðingar þessar gefa ágætt tilefni til að kanna trúverðugleika og samhengi slíkra fullyrðinga. Eiga femínismi og Biblían samleið? Og hvað má segja um „bastarða“ Biblíunnar? Hér skal einblínt á Nýja testamentið (Nt) og frumkristni. Flest bendir til þess að staða kvenna hafi verið fremur sterk í upphafi frumkristni, a.m.k. á mælikvarða þess tíma. Elstu rit Nt, bréf Páls postula, bera því vitni að konur hafi verið postular og leiðtogar í sumum af hinum fyrstu kristnu söfnuðum, konur eins og Föbe, Priska, María, Tryfæna, Tryfósa, Persis, móðir Rúfusar, Júlía, systir Nerevs, og síðast en ekki síst Júnía, sem „skarar fram úr meðal postulanna“ og gekk Kristi á hönd á undan Páli (Róm 16:1-15). Guðspjöllin vitna líka um sterka stöðu kvenna: Jafnvel þótt postularnir tólf hafi verið karlkyns greina guðspjöllin frá því að þegar á reyndi hurfu postularnir af vettvangi og eftir stóðu konurnar sem fylgdu Jesú alla leið á krossinn og voru auk þess fyrstu vottar upprisunnar. Þegar textar Nt eru skoðaðir nánar verður það ljóst að það er síðar í sögu frumkristni sem karlar taka að ýta konum til hliðar. Þetta sýna yngstu textar Nt, eins og Hirðisbréfin (1-2 Tím og Tít, sem eignuð eru Páli, en Páll skrifaði ekki), þar sem staða kvenna hefur greinilega breyst til hins verra, ásamt textum eins og 1 Kor 14:33b-36 (þar sem konum er sagt að þegja á safnaðarsamkomum), sem margir nýjatestamentisfræðingar eru sammála um að sé seinni tíma viðbót við texta Páls. Femínismi og Biblían virðast því fara ágætlega saman. En hvert skyldi svar Nýja testamentisins vera við fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“? Athugum hvað sagt er um aðalpersónu Nt, Jesú frá Nasaret. Elsta guðspjall Nt, kennt við Markús, inniheldur enga fæðingar- eða bernskufrásögn, heldur birtist Jesús sem fullorðinn maður í upphafi guðspjallsins. Faðir Jesú, sem í Matteusi og Lúkasi er nefndur Jósef, er ekki nefndur í Markúsi. Í Mark 6:3 er Jesús kenndur við móður sína, Maríu, og bræður hans og systur eru tilgreind, en faðirinn hvergi nefndur. Matteusar- og Lúkasarguðspjall byggja bæði á Markúsi, en í þeim guðspjöllum hafa fæðingar- og bernskufrásagnir af Jesú bæst við. Samkvæmt þeim frásögnum var Jósef einungis stjúpfaðir Jesú, þar sem sá síðarnefndi var getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands. Jósef kemur auk þess einungis fyrir í upphafi þessara guðspjalla, en hann hverfur svo nær alfarið af vettvangi. Í Matt 13:55 er Jesús sagður vera „sonur smiðsins“ (upphaflega „smiðurinn“, í Mark 6:3) sem líklega á við stjúpföður hans, Jósef, en það er einungis María, móðir hans, sem er nefnd á nafn, auk bræðra hans. Svipaða sögu er að segja um Lúkas: Jesús er getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands, og Jósef, stjúpfaðir Jesú, kemur eingöngu fyrir í upphafi guðspjallsins. Á fullorðinsárum Jesú eru það m.ö.o. einungis móðir hans og systkini sem láta sig hann varða. (Jóhannesarguðspjall er yngst guðspjalla Nt og síður áreiðanlegt sögulega séð.)Spurningarmerki Ef marka má þessar frásagnir má þannig setja spurningarmerki við það álit að Jósef hafi verið raunverulegur faðir Jesú – ef hann var þá raunveruleg persóna yfirleitt. Ef hann var raunverulegur faðir Jesú eru líkur á því að hann hefði fengið annars konar og ítarlegri umfjöllun en raun ber vitni – munum að í elsta guðspjallinu er ekki minnst á hann einu orði. Matteus og Lúkas virðast auk þess ekki eiga í neinum vandkvæðum með þá söguskýringu að Jósef hafi einungis verið stjúpfaðir Jesú. Vissulega kann Jósef að hafa verið raunverulegur faðir Jesú, líkt og margir nýjatestamentisfræðingar telja. En þau atriði sem ég hef nefnt hér fyrir ofan, þ. á m. alger þögn Markúsar, kunna að benda til þess að svo hafi ekki verið. Það má sem sagt færa rök fyrir því að Jesús frá Nasaret hafi verið getinn utan hjónabands. Með öðrum orðum, hvað svo sem segja má um börn sem fæðast við slíkar aðstæður, í sögulegu ljósi má leiða líkur að því að Jesús hafi sjálfur verið „bastarður“. Sú niðurstaða setur fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ í samhengi sem hann hefur væntanlega ekki gert ráð fyrir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Venjulega þykir mér það ekki þess virði að bregðast við sleggjudómum fundamentalista eins og bandaríska suðurríkjaprestsins Stevens Anderson sem hér um daginn talaði um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ (í neikvæðri merkingu) vegna hárrar tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, og fullyrti auk þess að femínismi og Biblían færu ekki saman. En fullyrðingar þessar gefa ágætt tilefni til að kanna trúverðugleika og samhengi slíkra fullyrðinga. Eiga femínismi og Biblían samleið? Og hvað má segja um „bastarða“ Biblíunnar? Hér skal einblínt á Nýja testamentið (Nt) og frumkristni. Flest bendir til þess að staða kvenna hafi verið fremur sterk í upphafi frumkristni, a.m.k. á mælikvarða þess tíma. Elstu rit Nt, bréf Páls postula, bera því vitni að konur hafi verið postular og leiðtogar í sumum af hinum fyrstu kristnu söfnuðum, konur eins og Föbe, Priska, María, Tryfæna, Tryfósa, Persis, móðir Rúfusar, Júlía, systir Nerevs, og síðast en ekki síst Júnía, sem „skarar fram úr meðal postulanna“ og gekk Kristi á hönd á undan Páli (Róm 16:1-15). Guðspjöllin vitna líka um sterka stöðu kvenna: Jafnvel þótt postularnir tólf hafi verið karlkyns greina guðspjöllin frá því að þegar á reyndi hurfu postularnir af vettvangi og eftir stóðu konurnar sem fylgdu Jesú alla leið á krossinn og voru auk þess fyrstu vottar upprisunnar. Þegar textar Nt eru skoðaðir nánar verður það ljóst að það er síðar í sögu frumkristni sem karlar taka að ýta konum til hliðar. Þetta sýna yngstu textar Nt, eins og Hirðisbréfin (1-2 Tím og Tít, sem eignuð eru Páli, en Páll skrifaði ekki), þar sem staða kvenna hefur greinilega breyst til hins verra, ásamt textum eins og 1 Kor 14:33b-36 (þar sem konum er sagt að þegja á safnaðarsamkomum), sem margir nýjatestamentisfræðingar eru sammála um að sé seinni tíma viðbót við texta Páls. Femínismi og Biblían virðast því fara ágætlega saman. En hvert skyldi svar Nýja testamentisins vera við fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“? Athugum hvað sagt er um aðalpersónu Nt, Jesú frá Nasaret. Elsta guðspjall Nt, kennt við Markús, inniheldur enga fæðingar- eða bernskufrásögn, heldur birtist Jesús sem fullorðinn maður í upphafi guðspjallsins. Faðir Jesú, sem í Matteusi og Lúkasi er nefndur Jósef, er ekki nefndur í Markúsi. Í Mark 6:3 er Jesús kenndur við móður sína, Maríu, og bræður hans og systur eru tilgreind, en faðirinn hvergi nefndur. Matteusar- og Lúkasarguðspjall byggja bæði á Markúsi, en í þeim guðspjöllum hafa fæðingar- og bernskufrásagnir af Jesú bæst við. Samkvæmt þeim frásögnum var Jósef einungis stjúpfaðir Jesú, þar sem sá síðarnefndi var getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands. Jósef kemur auk þess einungis fyrir í upphafi þessara guðspjalla, en hann hverfur svo nær alfarið af vettvangi. Í Matt 13:55 er Jesús sagður vera „sonur smiðsins“ (upphaflega „smiðurinn“, í Mark 6:3) sem líklega á við stjúpföður hans, Jósef, en það er einungis María, móðir hans, sem er nefnd á nafn, auk bræðra hans. Svipaða sögu er að segja um Lúkas: Jesús er getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands, og Jósef, stjúpfaðir Jesú, kemur eingöngu fyrir í upphafi guðspjallsins. Á fullorðinsárum Jesú eru það m.ö.o. einungis móðir hans og systkini sem láta sig hann varða. (Jóhannesarguðspjall er yngst guðspjalla Nt og síður áreiðanlegt sögulega séð.)Spurningarmerki Ef marka má þessar frásagnir má þannig setja spurningarmerki við það álit að Jósef hafi verið raunverulegur faðir Jesú – ef hann var þá raunveruleg persóna yfirleitt. Ef hann var raunverulegur faðir Jesú eru líkur á því að hann hefði fengið annars konar og ítarlegri umfjöllun en raun ber vitni – munum að í elsta guðspjallinu er ekki minnst á hann einu orði. Matteus og Lúkas virðast auk þess ekki eiga í neinum vandkvæðum með þá söguskýringu að Jósef hafi einungis verið stjúpfaðir Jesú. Vissulega kann Jósef að hafa verið raunverulegur faðir Jesú, líkt og margir nýjatestamentisfræðingar telja. En þau atriði sem ég hef nefnt hér fyrir ofan, þ. á m. alger þögn Markúsar, kunna að benda til þess að svo hafi ekki verið. Það má sem sagt færa rök fyrir því að Jesús frá Nasaret hafi verið getinn utan hjónabands. Með öðrum orðum, hvað svo sem segja má um börn sem fæðast við slíkar aðstæður, í sögulegu ljósi má leiða líkur að því að Jesús hafi sjálfur verið „bastarður“. Sú niðurstaða setur fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ í samhengi sem hann hefur væntanlega ekki gert ráð fyrir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun