

Um femínisma Biblíunnar og „bastarða“
Flest bendir til þess að staða kvenna hafi verið fremur sterk í upphafi frumkristni, a.m.k. á mælikvarða þess tíma. Elstu rit Nt, bréf Páls postula, bera því vitni að konur hafi verið postular og leiðtogar í sumum af hinum fyrstu kristnu söfnuðum, konur eins og Föbe, Priska, María, Tryfæna, Tryfósa, Persis, móðir Rúfusar, Júlía, systir Nerevs, og síðast en ekki síst Júnía, sem „skarar fram úr meðal postulanna“ og gekk Kristi á hönd á undan Páli (Róm 16:1-15).
Guðspjöllin vitna líka um sterka stöðu kvenna: Jafnvel þótt postularnir tólf hafi verið karlkyns greina guðspjöllin frá því að þegar á reyndi hurfu postularnir af vettvangi og eftir stóðu konurnar sem fylgdu Jesú alla leið á krossinn og voru auk þess fyrstu vottar upprisunnar. Þegar textar Nt eru skoðaðir nánar verður það ljóst að það er síðar í sögu frumkristni sem karlar taka að ýta konum til hliðar. Þetta sýna yngstu textar Nt, eins og Hirðisbréfin (1-2 Tím og Tít, sem eignuð eru Páli, en Páll skrifaði ekki), þar sem staða kvenna hefur greinilega breyst til hins verra, ásamt textum eins og 1 Kor 14:33b-36 (þar sem konum er sagt að þegja á safnaðarsamkomum), sem margir nýjatestamentisfræðingar eru sammála um að sé seinni tíma viðbót við texta Páls. Femínismi og Biblían virðast því fara ágætlega saman.
En hvert skyldi svar Nýja testamentisins vera við fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“? Athugum hvað sagt er um aðalpersónu Nt, Jesú frá Nasaret. Elsta guðspjall Nt, kennt við Markús, inniheldur enga fæðingar- eða bernskufrásögn, heldur birtist Jesús sem fullorðinn maður í upphafi guðspjallsins. Faðir Jesú, sem í Matteusi og Lúkasi er nefndur Jósef, er ekki nefndur í Markúsi. Í Mark 6:3 er Jesús kenndur við móður sína, Maríu, og bræður hans og systur eru tilgreind, en faðirinn hvergi nefndur. Matteusar- og Lúkasarguðspjall byggja bæði á Markúsi, en í þeim guðspjöllum hafa fæðingar- og bernskufrásagnir af Jesú bæst við. Samkvæmt þeim frásögnum var Jósef einungis stjúpfaðir Jesú, þar sem sá síðarnefndi var getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands. Jósef kemur auk þess einungis fyrir í upphafi þessara guðspjalla, en hann hverfur svo nær alfarið af vettvangi.
Í Matt 13:55 er Jesús sagður vera „sonur smiðsins“ (upphaflega „smiðurinn“, í Mark 6:3) sem líklega á við stjúpföður hans, Jósef, en það er einungis María, móðir hans, sem er nefnd á nafn, auk bræðra hans. Svipaða sögu er að segja um Lúkas: Jesús er getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands, og Jósef, stjúpfaðir Jesú, kemur eingöngu fyrir í upphafi guðspjallsins. Á fullorðinsárum Jesú eru það m.ö.o. einungis móðir hans og systkini sem láta sig hann varða. (Jóhannesarguðspjall er yngst guðspjalla Nt og síður áreiðanlegt sögulega séð.)
Spurningarmerki
Ef marka má þessar frásagnir má þannig setja spurningarmerki við það álit að Jósef hafi verið raunverulegur faðir Jesú – ef hann var þá raunveruleg persóna yfirleitt. Ef hann var raunverulegur faðir Jesú eru líkur á því að hann hefði fengið annars konar og ítarlegri umfjöllun en raun ber vitni – munum að í elsta guðspjallinu er ekki minnst á hann einu orði. Matteus og Lúkas virðast auk þess ekki eiga í neinum vandkvæðum með þá söguskýringu að Jósef hafi einungis verið stjúpfaðir Jesú.
Vissulega kann Jósef að hafa verið raunverulegur faðir Jesú, líkt og margir nýjatestamentisfræðingar telja. En þau atriði sem ég hef nefnt hér fyrir ofan, þ. á m. alger þögn Markúsar, kunna að benda til þess að svo hafi ekki verið. Það má sem sagt færa rök fyrir því að Jesús frá Nasaret hafi verið getinn utan hjónabands. Með öðrum orðum, hvað svo sem segja má um börn sem fæðast við slíkar aðstæður, í sögulegu ljósi má leiða líkur að því að Jesús hafi sjálfur verið „bastarður“. Sú niðurstaða setur fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ í samhengi sem hann hefur væntanlega ekki gert ráð fyrir.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Skoðun

Samfélagsþjónusta á röngum forsendum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd
Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar

Stækkum Skógarlund!
Elsa María Guðmundsdóttir skrifar

Hvað eru strandveiðar?
Gísli Gunnar Marteinsson skrifar

Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins
Bolli Héðinsson skrifar

Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz
Hallveig Rúnarsdóttir skrifar

Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum
Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar

Eldurinn og slökkvitækið
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag!
Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar

Umbun er sama og afleiðing
Helgi S. Karlsson skrifar

Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna?
Valdimar Óskarsson skrifar

Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur?
Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag!
Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar

Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn!
Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar

Við viljum jafnan rétt foreldra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Háskóli er samfélag
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi
Axel Sigurðsson skrifar

Auðlind þjóðarinnar
Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Bergljót Borg skrifar

Leiðrétt veiðigjöld
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Táknmálstúlkun
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Tesluvandinn
Alexandra Briem skrifar

Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ
Sóllilja Bjarnadóttir skrifar

Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda
Engilbert Sigurðsson skrifar

Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn
Pétur Henry Petersen skrifar

Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma
Þröstur Ólafsson skrifar

Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael
Ingólfur Gíslason skrifar

Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert
Gabríel Ingimarsson skrifar