Innlent

Um fjörutíu fíkniefnamál á Sónar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Gestir hátíðarinnar voru um 3500.
Gestir hátíðarinnar voru um 3500.
Fjögur fíkniefnamál komu upp við Hörpu í nótt en þar var tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík haldin um helgina. Í öllum tilvikum var um vörslu fíkniefna að ræða.

Samtals hafa því komið upp 39 fíkniefnamál á hátíðinni eða við hana. Hátíðin hófst á fimmtudag en lokakvöld hátíðarinnar var í gær. Þetta er í annað skipti sem hátíðin er haldin hér á landi.

Tónleikagestir voru um 3500 samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum hátíðarinnar og þar af voru rúmlega eitthundrað erlendir blaðamenn.

Skipuleggjendur hátíðarinnar voru í nánu samstarfi við fíkniefnadeild lögreglunnar að sögn Steinþórs Helga Arnsteinssonar, upplýsingafulltrúa Sónar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×