Um háskólamenntun í tónlist – menntun tónlistarkennara Þóra Einarsdóttir skrifar 27. júlí 2016 06:00 Frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands. Allt frá stofnun skólans árið 1999 hefur verið rætt um mikilvægi þess að LHÍ bjóði upp á menntun fyrir tónlistarkennara. Kröfur um menntun grunn- og framhaldsskólakennara hafa sömuleiðis verið auknar. Þeir þurfa að vera með meistaragráðu í kennslufræði. Þetta á við um tónlistarkennara eins og aðra kennara. Um tónlistarskólakennara gegnir öðru máli þar sem starfsheiti þeirra er ekki lögverndað. Í raun eru ekki gerðar kröfur um að tónlistarskólakennarar séu með kennaramenntun en margir þeirra eru menntaðir hljóðfæraleikarar. Það er í valdi stjórnenda tónlistarskólanna hvaða kröfur þeir gera varðandi kennaramenntun. Þessi staðreynd kann að einhverju leyti að skýra hvers vegna svo löng bið varð á meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu. Fram til ársins 2004 hafði Tónlistarskóli Reykjavíkur séð um að mennta tónlistarkennara til kennslu í grunnskólum sem og í tónlistarskólum en námið lagðist af þar sem ljóst var að menntun tónlistarkennara ætti heima innan LHÍ. Það var miður að LHÍ bauð á þeim tíma ekki upp á kennaranám og um nokkurra ára skeið var takmarkað framboð á menntun fyrir tónlistarkennara. Söngskólinn í Reykjavík bauð þó upp á menntun söngkennara og FÍH hefur menntað tónlistarkennara. Hafa þessir skólar því sinnt menntun söngkennara og annarra tónlistarkennara þó ekki hafi verið um meistaragráðu eða háskólapróf að ræða.Horfir til betri vegar Möguleikar þeirra sem hyggja á tónlistarkennslu til menntunar hér á landi hafa þó smám saman aukist og nú horfir til betri vegar. LHÍ hefur boðið upp á meistaranám í listkennslu sem veitir kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla og hefur útskrifað listgreinakennara frá 2009. Þar á meðal eru listgreinakennarar með grunn í tónlist sem margir hverjir sinna tónlistarkennslu í grunnskólum. Háskóli Íslands útskrifar einnig kennara með tónlist sem kjörsvið. Skapandi tónlistarmiðlun er bakkalárnám við LHÍ með sterka áherslu á miðlun og hentar því vel þeim sem hyggja á kennslu. Allir söng- og hljóðfæranemendur á bakkalárstigi læra sértæka kennslufræði og hljóðfæranemendur geta einnig valið að gera kennaranám að stærri þætti bakkalárnámsins. Í tónlistarskólum um allt land starfa færir hljóðfæraleikarar/söngvarar og hæfir kennarar. Starf þeirra er gríðarlega mikilvægt og möguleikar á menntun og endurmenntun tónlistarskólakennara mikið hagsmunamál fyrir tónlistarlífið í landinu. Mikilvægt er að fagmennska og framþróun eigi sér stað á sviði tónlistarkennslu eins og annars staðar í skólakerfinu. Stofnun meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu við LHÍ er framfaraskref og mun vonandi skila miklu inn í þróun söng- og hljóðfærakennslu og ýta undir rannsóknir á því sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands. Allt frá stofnun skólans árið 1999 hefur verið rætt um mikilvægi þess að LHÍ bjóði upp á menntun fyrir tónlistarkennara. Kröfur um menntun grunn- og framhaldsskólakennara hafa sömuleiðis verið auknar. Þeir þurfa að vera með meistaragráðu í kennslufræði. Þetta á við um tónlistarkennara eins og aðra kennara. Um tónlistarskólakennara gegnir öðru máli þar sem starfsheiti þeirra er ekki lögverndað. Í raun eru ekki gerðar kröfur um að tónlistarskólakennarar séu með kennaramenntun en margir þeirra eru menntaðir hljóðfæraleikarar. Það er í valdi stjórnenda tónlistarskólanna hvaða kröfur þeir gera varðandi kennaramenntun. Þessi staðreynd kann að einhverju leyti að skýra hvers vegna svo löng bið varð á meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu. Fram til ársins 2004 hafði Tónlistarskóli Reykjavíkur séð um að mennta tónlistarkennara til kennslu í grunnskólum sem og í tónlistarskólum en námið lagðist af þar sem ljóst var að menntun tónlistarkennara ætti heima innan LHÍ. Það var miður að LHÍ bauð á þeim tíma ekki upp á kennaranám og um nokkurra ára skeið var takmarkað framboð á menntun fyrir tónlistarkennara. Söngskólinn í Reykjavík bauð þó upp á menntun söngkennara og FÍH hefur menntað tónlistarkennara. Hafa þessir skólar því sinnt menntun söngkennara og annarra tónlistarkennara þó ekki hafi verið um meistaragráðu eða háskólapróf að ræða.Horfir til betri vegar Möguleikar þeirra sem hyggja á tónlistarkennslu til menntunar hér á landi hafa þó smám saman aukist og nú horfir til betri vegar. LHÍ hefur boðið upp á meistaranám í listkennslu sem veitir kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla og hefur útskrifað listgreinakennara frá 2009. Þar á meðal eru listgreinakennarar með grunn í tónlist sem margir hverjir sinna tónlistarkennslu í grunnskólum. Háskóli Íslands útskrifar einnig kennara með tónlist sem kjörsvið. Skapandi tónlistarmiðlun er bakkalárnám við LHÍ með sterka áherslu á miðlun og hentar því vel þeim sem hyggja á kennslu. Allir söng- og hljóðfæranemendur á bakkalárstigi læra sértæka kennslufræði og hljóðfæranemendur geta einnig valið að gera kennaranám að stærri þætti bakkalárnámsins. Í tónlistarskólum um allt land starfa færir hljóðfæraleikarar/söngvarar og hæfir kennarar. Starf þeirra er gríðarlega mikilvægt og möguleikar á menntun og endurmenntun tónlistarskólakennara mikið hagsmunamál fyrir tónlistarlífið í landinu. Mikilvægt er að fagmennska og framþróun eigi sér stað á sviði tónlistarkennslu eins og annars staðar í skólakerfinu. Stofnun meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu við LHÍ er framfaraskref og mun vonandi skila miklu inn í þróun söng- og hljóðfærakennslu og ýta undir rannsóknir á því sviði.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun