Um óveðursskaða og leka í Hörpu o.fl. Örnólfur Hall skrifar 5. júní 2015 08:00 Þeir sem fara um Hörputorg (malbikstorgið) geta séð þaðan að í óveðrinu 30.11. sl. skemmdist og rifnaði upp nýr þakkantur á alllöngum kafla að vestanverðu. Nú er opið þar inn að pappaþaki Eldborgar. Þetta er annar þakkantur en sá sem var byggður í upphafi og var fjarlægður. Nú þarf að byggja upp þann þriðja. Allt er þá þrennt er! Undir þessu þaksvæði er vinsælt hjá fjölmiðlafólki að spjalla við m.a. Íslandsvini með „stuðla“-vegg í baksýn. Vandræði voru líka áður með sams konar þakkant á austurhlið hússins og mátti sjá hann opinn á kafla, í nokkra mánuði, í bið eftir réttri viðgerð. Það á að hafa tónað í kanti undir tónum Töfraflautunnar að sögn gesta. Þann 16.12.14 komu svo fréttir um lekaflóð (úr loftræsirörum) undir glerplötuþakinu ofurdýra (130 millj.). Margir gestir muna líka þegar þeir lentu í óvæntu steypibaði úr lofti Eldborgarsalar á Abba-tribute tónleikum fyrir fáum árum.Óveðrin Harpa virðist ekki þola veðurofsa eins og sjá mátti líka í óveðri í nóvember 2012: Rúður létu á sjá og klæðning rifnaði undan norðurhlið og fordyri aðfanga- og tæknibíla fuku upp. Það var mikil mildi að brakið frá bílafordyrinu, sem fauk út á austurgarðinn, lenti ekki á túristum í nánd. Það brakaði og ískraði í hjúp, sagði starfsfólk og gestir. Þá voru nánast helgispjöll að flytja annað en mærðarfréttir af Hörpu og ekki mátti vekja athygli á þessu í fjölmiðlum með myndum.Úttektir og ábyrgðir Enn hefur undirritaður og kollegi hans ekki fengið að sjá áður umbeðin úttektar- og ábyrgðargögn um Hörpu. En á fundi okkar með fv. stjórnarformanni Hörpu var okkur sagt að þau væru hjá embætti byggingarfulltrúa. Nýlega var aftur komið að tómum kofa hjá embættinu um þetta, í svonefndum „Erindreka“ (upplýsingaveitu bftr.). Líka finnast ekki enn opinberar upplýsingar um þann hluta kostnaðar (milljónahlut) í fyrri gallavegg Hörpu sem í svari fv. ráðherra menntamála í janúar 2011, (fyrirspurn M.Á. 16.02.11) kom fram að lenti á verkkaupa (ríki og borg). Þ.e.a.s. okkar kostnaðarhluti í klúðri verktaka. Í mars 2014 voru komnar 100.2 milljónir í viðhald á Hörpu (Heimild: Fjárlög 2011-(02-969/6.23) og RÚV-15/5/14. Er þetta Íslandsmet í opinberri byggingu á svo stuttum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Skoðun Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Við kjósum velferð dýra Kristinn Hugason skrifar Sjá meira
Þeir sem fara um Hörputorg (malbikstorgið) geta séð þaðan að í óveðrinu 30.11. sl. skemmdist og rifnaði upp nýr þakkantur á alllöngum kafla að vestanverðu. Nú er opið þar inn að pappaþaki Eldborgar. Þetta er annar þakkantur en sá sem var byggður í upphafi og var fjarlægður. Nú þarf að byggja upp þann þriðja. Allt er þá þrennt er! Undir þessu þaksvæði er vinsælt hjá fjölmiðlafólki að spjalla við m.a. Íslandsvini með „stuðla“-vegg í baksýn. Vandræði voru líka áður með sams konar þakkant á austurhlið hússins og mátti sjá hann opinn á kafla, í nokkra mánuði, í bið eftir réttri viðgerð. Það á að hafa tónað í kanti undir tónum Töfraflautunnar að sögn gesta. Þann 16.12.14 komu svo fréttir um lekaflóð (úr loftræsirörum) undir glerplötuþakinu ofurdýra (130 millj.). Margir gestir muna líka þegar þeir lentu í óvæntu steypibaði úr lofti Eldborgarsalar á Abba-tribute tónleikum fyrir fáum árum.Óveðrin Harpa virðist ekki þola veðurofsa eins og sjá mátti líka í óveðri í nóvember 2012: Rúður létu á sjá og klæðning rifnaði undan norðurhlið og fordyri aðfanga- og tæknibíla fuku upp. Það var mikil mildi að brakið frá bílafordyrinu, sem fauk út á austurgarðinn, lenti ekki á túristum í nánd. Það brakaði og ískraði í hjúp, sagði starfsfólk og gestir. Þá voru nánast helgispjöll að flytja annað en mærðarfréttir af Hörpu og ekki mátti vekja athygli á þessu í fjölmiðlum með myndum.Úttektir og ábyrgðir Enn hefur undirritaður og kollegi hans ekki fengið að sjá áður umbeðin úttektar- og ábyrgðargögn um Hörpu. En á fundi okkar með fv. stjórnarformanni Hörpu var okkur sagt að þau væru hjá embætti byggingarfulltrúa. Nýlega var aftur komið að tómum kofa hjá embættinu um þetta, í svonefndum „Erindreka“ (upplýsingaveitu bftr.). Líka finnast ekki enn opinberar upplýsingar um þann hluta kostnaðar (milljónahlut) í fyrri gallavegg Hörpu sem í svari fv. ráðherra menntamála í janúar 2011, (fyrirspurn M.Á. 16.02.11) kom fram að lenti á verkkaupa (ríki og borg). Þ.e.a.s. okkar kostnaðarhluti í klúðri verktaka. Í mars 2014 voru komnar 100.2 milljónir í viðhald á Hörpu (Heimild: Fjárlög 2011-(02-969/6.23) og RÚV-15/5/14. Er þetta Íslandsmet í opinberri byggingu á svo stuttum tíma.
Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar