Um réttar og rangar upplýsingar Andrés Pétursson skrifar 2. apríl 2012 06:00 Það er í raun kostulegt en um leið sorglegt að sjá geðshræringu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu við opnun svokallaðrar Evrópustofu. Það er eins og fjandinn sjálfur hafi opnað skrifstofu á Íslandi miðað við viðbrögð sumra Nei-sinna. Það kom mér hins vegar á óvart að Björn Bjarnason skyldi bætast í þennan hóp þegar hann virtist fara alveg úr sambandi þegar fréttaskýringaþátturinn „Landinn“ fjallaði á yfirvegaðan hátt um möguleika Íslendinga á landsbyggðarstyrkjum frá Evrópusambandinu ef landið gengi í ESB. Björn Bjarnason hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem styðja vestræna samvinnu. Hann er meðal annars núverandi formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Ég geng út frá því að Björn hafi nokkrum sinnum farið í kynnisferðir á vegum NATO til Washington, Brussel og London, sérstaklega þegar hann var starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Mér dettur ekki í hug eina einustu mínútu að jafn vel gefinn maður og Björn hafi tekið fréttatilkynningar frá Atlantshafsbandalaginu og birt þær gagnrýnislaust í blaðinu. Hann notaði auðvitað þessar ferðir sínar til að bæta við þekkingu sína á eðli og uppbyggingu NATO. Það gerði hann hæfari til að vega og meta breytingar í alþjóðamálum og þannig miðla betri upplýsingum til Íslendinga. Á sama hátt og Björn hefur gert með styrk þann sem hann fékk frá Alþingi til að kynna sér eðli og uppbyggingu Evrópusambandsins. Ekki virðist sá styrkur hafa breytt skoðun Björns á Evrópumálum mikið né gert hann að Evrópusinna! En styrkurinn og þær upplýsingar sem hann hefur fengið í kjölfarið af ferð sinni til Brussel hefur örugglega hjálpað honum að móta skoðun sína á ESB. Á sama hátt mun almenningur, fjölmiðlafólk og aðrir geta fengið upplýsingar frá Evrópustofu og öðrum aðilum og þannig myndað sér upplýsta skoðun á því hvort það telji hag Íslendinga betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Niðurgreitt Bændablað, ótrúlegar mýtur sem Útvarp Saga endurvarpar gagnrýnislaust og fjandsamlegir leiðarar og fréttaskýringar Morgunblaðsins sjá alveg um að koma neikvæðum fréttum um Evrópusambandið á framfæri. Ég er enginn sérstakur talsmaður Evrópustofu eða Evrópusambandsins í sjálfu sér en ég held að ég geti fullyrt að Evrópustofa muni ekki í sínum gögnum á neinn hátt taka afstöðu til þess hvort Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Evrópustofa mun reyna að birta raunsæja mynd af því fyrirbæri sem Evrópusambandið er. Það er hins vegar ekki létt verk því ESB er í raun flókið samband af frjálsu samstarfi fullvalda ríka en á sama tíma ákveðin samþætting á hlutverki þjóðríkja. Ég er hins vegar sannfærður eftir að hafa menntað mig sérstaklega í þessum málaflokki og starfað að Evrópumálum í næstum því tuttugu ár að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði landi og þjóð til góðs. Það eru hins vegar ekki allir sammála mér og virði ég þær skoðanir. Það virðast hins vegar flestir vera á þeirri skoðun að það vanti meiri upplýsingar um Evrópusambandið. Það sætir því furðu að ákveðinn hópur manna virðist sannfærður að einungis neikvæðar og jafnvel rangar upplýsingar um Evrópusambandið séu þær einu sem megi birta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það er í raun kostulegt en um leið sorglegt að sjá geðshræringu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu við opnun svokallaðrar Evrópustofu. Það er eins og fjandinn sjálfur hafi opnað skrifstofu á Íslandi miðað við viðbrögð sumra Nei-sinna. Það kom mér hins vegar á óvart að Björn Bjarnason skyldi bætast í þennan hóp þegar hann virtist fara alveg úr sambandi þegar fréttaskýringaþátturinn „Landinn“ fjallaði á yfirvegaðan hátt um möguleika Íslendinga á landsbyggðarstyrkjum frá Evrópusambandinu ef landið gengi í ESB. Björn Bjarnason hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem styðja vestræna samvinnu. Hann er meðal annars núverandi formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Ég geng út frá því að Björn hafi nokkrum sinnum farið í kynnisferðir á vegum NATO til Washington, Brussel og London, sérstaklega þegar hann var starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Mér dettur ekki í hug eina einustu mínútu að jafn vel gefinn maður og Björn hafi tekið fréttatilkynningar frá Atlantshafsbandalaginu og birt þær gagnrýnislaust í blaðinu. Hann notaði auðvitað þessar ferðir sínar til að bæta við þekkingu sína á eðli og uppbyggingu NATO. Það gerði hann hæfari til að vega og meta breytingar í alþjóðamálum og þannig miðla betri upplýsingum til Íslendinga. Á sama hátt og Björn hefur gert með styrk þann sem hann fékk frá Alþingi til að kynna sér eðli og uppbyggingu Evrópusambandsins. Ekki virðist sá styrkur hafa breytt skoðun Björns á Evrópumálum mikið né gert hann að Evrópusinna! En styrkurinn og þær upplýsingar sem hann hefur fengið í kjölfarið af ferð sinni til Brussel hefur örugglega hjálpað honum að móta skoðun sína á ESB. Á sama hátt mun almenningur, fjölmiðlafólk og aðrir geta fengið upplýsingar frá Evrópustofu og öðrum aðilum og þannig myndað sér upplýsta skoðun á því hvort það telji hag Íslendinga betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Niðurgreitt Bændablað, ótrúlegar mýtur sem Útvarp Saga endurvarpar gagnrýnislaust og fjandsamlegir leiðarar og fréttaskýringar Morgunblaðsins sjá alveg um að koma neikvæðum fréttum um Evrópusambandið á framfæri. Ég er enginn sérstakur talsmaður Evrópustofu eða Evrópusambandsins í sjálfu sér en ég held að ég geti fullyrt að Evrópustofa muni ekki í sínum gögnum á neinn hátt taka afstöðu til þess hvort Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Evrópustofa mun reyna að birta raunsæja mynd af því fyrirbæri sem Evrópusambandið er. Það er hins vegar ekki létt verk því ESB er í raun flókið samband af frjálsu samstarfi fullvalda ríka en á sama tíma ákveðin samþætting á hlutverki þjóðríkja. Ég er hins vegar sannfærður eftir að hafa menntað mig sérstaklega í þessum málaflokki og starfað að Evrópumálum í næstum því tuttugu ár að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði landi og þjóð til góðs. Það eru hins vegar ekki allir sammála mér og virði ég þær skoðanir. Það virðast hins vegar flestir vera á þeirri skoðun að það vanti meiri upplýsingar um Evrópusambandið. Það sætir því furðu að ákveðinn hópur manna virðist sannfærður að einungis neikvæðar og jafnvel rangar upplýsingar um Evrópusambandið séu þær einu sem megi birta.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun