Um réttar og rangar upplýsingar Andrés Pétursson skrifar 2. apríl 2012 06:00 Það er í raun kostulegt en um leið sorglegt að sjá geðshræringu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu við opnun svokallaðrar Evrópustofu. Það er eins og fjandinn sjálfur hafi opnað skrifstofu á Íslandi miðað við viðbrögð sumra Nei-sinna. Það kom mér hins vegar á óvart að Björn Bjarnason skyldi bætast í þennan hóp þegar hann virtist fara alveg úr sambandi þegar fréttaskýringaþátturinn „Landinn“ fjallaði á yfirvegaðan hátt um möguleika Íslendinga á landsbyggðarstyrkjum frá Evrópusambandinu ef landið gengi í ESB. Björn Bjarnason hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem styðja vestræna samvinnu. Hann er meðal annars núverandi formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Ég geng út frá því að Björn hafi nokkrum sinnum farið í kynnisferðir á vegum NATO til Washington, Brussel og London, sérstaklega þegar hann var starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Mér dettur ekki í hug eina einustu mínútu að jafn vel gefinn maður og Björn hafi tekið fréttatilkynningar frá Atlantshafsbandalaginu og birt þær gagnrýnislaust í blaðinu. Hann notaði auðvitað þessar ferðir sínar til að bæta við þekkingu sína á eðli og uppbyggingu NATO. Það gerði hann hæfari til að vega og meta breytingar í alþjóðamálum og þannig miðla betri upplýsingum til Íslendinga. Á sama hátt og Björn hefur gert með styrk þann sem hann fékk frá Alþingi til að kynna sér eðli og uppbyggingu Evrópusambandsins. Ekki virðist sá styrkur hafa breytt skoðun Björns á Evrópumálum mikið né gert hann að Evrópusinna! En styrkurinn og þær upplýsingar sem hann hefur fengið í kjölfarið af ferð sinni til Brussel hefur örugglega hjálpað honum að móta skoðun sína á ESB. Á sama hátt mun almenningur, fjölmiðlafólk og aðrir geta fengið upplýsingar frá Evrópustofu og öðrum aðilum og þannig myndað sér upplýsta skoðun á því hvort það telji hag Íslendinga betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Niðurgreitt Bændablað, ótrúlegar mýtur sem Útvarp Saga endurvarpar gagnrýnislaust og fjandsamlegir leiðarar og fréttaskýringar Morgunblaðsins sjá alveg um að koma neikvæðum fréttum um Evrópusambandið á framfæri. Ég er enginn sérstakur talsmaður Evrópustofu eða Evrópusambandsins í sjálfu sér en ég held að ég geti fullyrt að Evrópustofa muni ekki í sínum gögnum á neinn hátt taka afstöðu til þess hvort Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Evrópustofa mun reyna að birta raunsæja mynd af því fyrirbæri sem Evrópusambandið er. Það er hins vegar ekki létt verk því ESB er í raun flókið samband af frjálsu samstarfi fullvalda ríka en á sama tíma ákveðin samþætting á hlutverki þjóðríkja. Ég er hins vegar sannfærður eftir að hafa menntað mig sérstaklega í þessum málaflokki og starfað að Evrópumálum í næstum því tuttugu ár að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði landi og þjóð til góðs. Það eru hins vegar ekki allir sammála mér og virði ég þær skoðanir. Það virðast hins vegar flestir vera á þeirri skoðun að það vanti meiri upplýsingar um Evrópusambandið. Það sætir því furðu að ákveðinn hópur manna virðist sannfærður að einungis neikvæðar og jafnvel rangar upplýsingar um Evrópusambandið séu þær einu sem megi birta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er í raun kostulegt en um leið sorglegt að sjá geðshræringu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu við opnun svokallaðrar Evrópustofu. Það er eins og fjandinn sjálfur hafi opnað skrifstofu á Íslandi miðað við viðbrögð sumra Nei-sinna. Það kom mér hins vegar á óvart að Björn Bjarnason skyldi bætast í þennan hóp þegar hann virtist fara alveg úr sambandi þegar fréttaskýringaþátturinn „Landinn“ fjallaði á yfirvegaðan hátt um möguleika Íslendinga á landsbyggðarstyrkjum frá Evrópusambandinu ef landið gengi í ESB. Björn Bjarnason hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem styðja vestræna samvinnu. Hann er meðal annars núverandi formaður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Ég geng út frá því að Björn hafi nokkrum sinnum farið í kynnisferðir á vegum NATO til Washington, Brussel og London, sérstaklega þegar hann var starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Mér dettur ekki í hug eina einustu mínútu að jafn vel gefinn maður og Björn hafi tekið fréttatilkynningar frá Atlantshafsbandalaginu og birt þær gagnrýnislaust í blaðinu. Hann notaði auðvitað þessar ferðir sínar til að bæta við þekkingu sína á eðli og uppbyggingu NATO. Það gerði hann hæfari til að vega og meta breytingar í alþjóðamálum og þannig miðla betri upplýsingum til Íslendinga. Á sama hátt og Björn hefur gert með styrk þann sem hann fékk frá Alþingi til að kynna sér eðli og uppbyggingu Evrópusambandsins. Ekki virðist sá styrkur hafa breytt skoðun Björns á Evrópumálum mikið né gert hann að Evrópusinna! En styrkurinn og þær upplýsingar sem hann hefur fengið í kjölfarið af ferð sinni til Brussel hefur örugglega hjálpað honum að móta skoðun sína á ESB. Á sama hátt mun almenningur, fjölmiðlafólk og aðrir geta fengið upplýsingar frá Evrópustofu og öðrum aðilum og þannig myndað sér upplýsta skoðun á því hvort það telji hag Íslendinga betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Niðurgreitt Bændablað, ótrúlegar mýtur sem Útvarp Saga endurvarpar gagnrýnislaust og fjandsamlegir leiðarar og fréttaskýringar Morgunblaðsins sjá alveg um að koma neikvæðum fréttum um Evrópusambandið á framfæri. Ég er enginn sérstakur talsmaður Evrópustofu eða Evrópusambandsins í sjálfu sér en ég held að ég geti fullyrt að Evrópustofa muni ekki í sínum gögnum á neinn hátt taka afstöðu til þess hvort Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Evrópustofa mun reyna að birta raunsæja mynd af því fyrirbæri sem Evrópusambandið er. Það er hins vegar ekki létt verk því ESB er í raun flókið samband af frjálsu samstarfi fullvalda ríka en á sama tíma ákveðin samþætting á hlutverki þjóðríkja. Ég er hins vegar sannfærður eftir að hafa menntað mig sérstaklega í þessum málaflokki og starfað að Evrópumálum í næstum því tuttugu ár að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði landi og þjóð til góðs. Það eru hins vegar ekki allir sammála mér og virði ég þær skoðanir. Það virðast hins vegar flestir vera á þeirri skoðun að það vanti meiri upplýsingar um Evrópusambandið. Það sætir því furðu að ákveðinn hópur manna virðist sannfærður að einungis neikvæðar og jafnvel rangar upplýsingar um Evrópusambandið séu þær einu sem megi birta.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun