Um spjaldtölvur og byltingar 2. apríl 2012 06:00 Halda má því fram með fullgildum rökum að kennsluheimurinn standi á verulegum tímamótum um þessar mundir. Veldur þar mestu um ný tækni, netið í allri sinni dýrð, spjaldtölvur, bæði Kindle en ekki síst græja á borð við Ipad, allar samskiptaleiðirnar, Youtube, Wikipedia, Google, Schooltube, Vimeo og þannig má lengi telja. Í raun hefur kennsla síðustu alda einkennst af sama grunni sem í megindráttum gengur út frá því að eitt skuli yfir alla ganga. Þannig eru nemendur settir saman í hópa eftir aldri, ein kennslubók að mestu fyrir alla, innlagnir fyrir hina ólíku hópa byggðar að mestu á um 40 mínútna lotum o.s.frv. Vissulega hafa ýmsir skólar reynt að brjóta þessa hefð upp en eigi að síður er skólakerfið í heild byggt upp á þessu fyrirkomulagi sem sækir fyrirmynd sína til Forn-Grikkja þar sem hinn fróði stóð uppi á kassa og predikaði yfir hinum fáfróðu. Grunnurinn er í megindráttum enn sá sami. Höfum verið að brjóta lög!Á hinn bóginn segja öll kennslufræði, lög og reglugerðir, að bjóða skuli nemendum einstaklingsmiðað nám. Þessi ákvæði laga og fræða eru í raun margbrotin á degi hverjum í skólum landsins. Ástæðan er fyrst og fremst hin aldagamla hefð er gegnsýrir allt kerfið. Hinn fróði predikar yfir hinum vankunnandi. Eitt skal yfir flesta ganga. Nú hillir undir að hin nýja tækni opni loksins þær dyr er liggja að einstaklingsmiðuðu námi. Tilraunir, sem stundaðar eru í nokkrum skólum um allan heim, lofa sannarlega góðu. Best finnst mér þessu nýja umhverfi lýst með orðum skosks nemanda í Ipad-væddum skóla: „With Ipad I can learn the way I like to learn.“ Í stað þess að leggja fram „eina námsbók“, sem öllum er ætluð, eiga nemendur að leita þeirra heimilda sem hverjum hentar til að ná markmiðum námsins. Þetta snýst ekki um tæknina heldur um námið og leiðirnar til að afla sér þekkingar. Tæknin hins vegar opnar stóra gátt að námsmarkmiðunum og leggur grunn að fjölbreytilegum leiðum hinna lærdómsfúsu. Þannig eru nemendur virkjaðir til að leita sér áhugaverðra leiða til lærdómsins. „Learning by doing“, gæti hæglega átt hér við sem og að virkja hina skapandi hugsun til lærdómsins. Það eru nefnilega svo margar leiðir að sama markmiði. Allar hinar óþrjótandi upplýsingalindir á netinu skapa endalausa möguleika til lærdóms. Og þær þarf að nýta í þágu menntunar. Þetta gerir fólk heima hjá sér á vinnustöðum – svífur um netmiðlana hverju nafni sem þeir nefnast – og leita upplýsinga. Skólakerfið hefur í megindráttum ekki fylgt þessari þróun. Ein skrudda fyrir alla.Kennslubókin, sem úreldist fljótt og hlýtur að vera þröng í eðli sínu, er aðeins ein fjölmargra leiða til að ná settu marki – þ.e. að læra. Margfalt árangursríkara hlýtur að vera að bjóða jafnframt allar hinar upplýsingaleiðirnar hvort heldur eru greinar, myndbönd, ljósmyndir, frásagnir eða hvað annað. Virkjum kraft og áræði fróðleiksfúsra til að finna hver um sig þær keldur sem svala. Með því að virkja leiðirnar til fróðleiks örvum við nemendur. Veruleikinn er líka þannig að flestir afla sér upplýsinga í gegnum ýmsa netmiðla. Og þar eru landamæri upphafin – heimurinn er undir. Því hlýtur það að teljast eðlilegt hlutverk skóla, á hvaða stigi sem er, að þjálfa nemendur sína í að afla sér upplýsinga og ekki síður að skoða þær með gagnrýnum hætti. Þarf mikið meira til að teljast kunna? Að virkja fólk til námsSpjaldtölvan er rétt að hefja innreið sína í skólakerfið. Við heyrum brestina þar sem gamla og þrönga „karlinn-á-kassanum“ aðferðin mun víkja undan gnægð upplýsinga. Danskur skólastjóri, Rasmus Borch, orðaði það svona á ráðstefnu nýlega: „We are going from top-down teaching to more horizontal teaching.“ Og þar gegnir tæknin lykilhlutverki. Þetta er líka kallað „flipped classroom“ þar sem lærdómurinn fer fram heima á netinu en skapandi og ögrandi verkefni eru unnin í skólastofum. Nokkur dæmi hafa sýnt stórstígar framfarir nemenda með því að nálgast lærdóminn með þessu móti, þ.e. kennsla löguð að þörfum hvers og eins í stað einnar aðferðar fyrir alla. Bandarískur skóli var afar lágt metinn árum saman á samræmdum prófum. Stjórnendur þar á bæ stokkuðu allt skipulag skólans upp og lögðu upp með einstaklingsmiðað nám þar sem netið og spjaldtölvur gegndu lykilhlutverki. Á örfáum árum fór skólinn úr 50% falli nemenda í minna en 10% fall, þökk sé breyttum kennsluháttum. Í öðrum skóla náðu rúm 90% nemenda sem notuðu spjaldtölvur en aðeins um 65% þeirra sem voru látin hanga í gömlu aðferðunum. Staðreyndin er einfaldlega sú að fjölbreytileiki í námsefni og námsleiðum eykur áhuga og virkjar fleiri skynfæri við námið. Þetta er einfaldlega svarið við hinni almennt viðurkenndu leið allra fræðikenninga og laga um lærdóm: að sérhverjum einstaklingi skuli sinna við hæfi hvers og eins. Við höfum ekki gert það í árhundruð. Nú er tækifærið að skapast. Mörg ljón eiga eftir að vera í vegi þessa nýja umhverfis enda kerfið verið að byggjast upp í aldir og er orðið innmúrað. Stærsta hindrunin er að losna við hugsun og skipulag hins gamla og bráðum úrelta kerfis. Það eru spennandi tímar framundan í menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Halda má því fram með fullgildum rökum að kennsluheimurinn standi á verulegum tímamótum um þessar mundir. Veldur þar mestu um ný tækni, netið í allri sinni dýrð, spjaldtölvur, bæði Kindle en ekki síst græja á borð við Ipad, allar samskiptaleiðirnar, Youtube, Wikipedia, Google, Schooltube, Vimeo og þannig má lengi telja. Í raun hefur kennsla síðustu alda einkennst af sama grunni sem í megindráttum gengur út frá því að eitt skuli yfir alla ganga. Þannig eru nemendur settir saman í hópa eftir aldri, ein kennslubók að mestu fyrir alla, innlagnir fyrir hina ólíku hópa byggðar að mestu á um 40 mínútna lotum o.s.frv. Vissulega hafa ýmsir skólar reynt að brjóta þessa hefð upp en eigi að síður er skólakerfið í heild byggt upp á þessu fyrirkomulagi sem sækir fyrirmynd sína til Forn-Grikkja þar sem hinn fróði stóð uppi á kassa og predikaði yfir hinum fáfróðu. Grunnurinn er í megindráttum enn sá sami. Höfum verið að brjóta lög!Á hinn bóginn segja öll kennslufræði, lög og reglugerðir, að bjóða skuli nemendum einstaklingsmiðað nám. Þessi ákvæði laga og fræða eru í raun margbrotin á degi hverjum í skólum landsins. Ástæðan er fyrst og fremst hin aldagamla hefð er gegnsýrir allt kerfið. Hinn fróði predikar yfir hinum vankunnandi. Eitt skal yfir flesta ganga. Nú hillir undir að hin nýja tækni opni loksins þær dyr er liggja að einstaklingsmiðuðu námi. Tilraunir, sem stundaðar eru í nokkrum skólum um allan heim, lofa sannarlega góðu. Best finnst mér þessu nýja umhverfi lýst með orðum skosks nemanda í Ipad-væddum skóla: „With Ipad I can learn the way I like to learn.“ Í stað þess að leggja fram „eina námsbók“, sem öllum er ætluð, eiga nemendur að leita þeirra heimilda sem hverjum hentar til að ná markmiðum námsins. Þetta snýst ekki um tæknina heldur um námið og leiðirnar til að afla sér þekkingar. Tæknin hins vegar opnar stóra gátt að námsmarkmiðunum og leggur grunn að fjölbreytilegum leiðum hinna lærdómsfúsu. Þannig eru nemendur virkjaðir til að leita sér áhugaverðra leiða til lærdómsins. „Learning by doing“, gæti hæglega átt hér við sem og að virkja hina skapandi hugsun til lærdómsins. Það eru nefnilega svo margar leiðir að sama markmiði. Allar hinar óþrjótandi upplýsingalindir á netinu skapa endalausa möguleika til lærdóms. Og þær þarf að nýta í þágu menntunar. Þetta gerir fólk heima hjá sér á vinnustöðum – svífur um netmiðlana hverju nafni sem þeir nefnast – og leita upplýsinga. Skólakerfið hefur í megindráttum ekki fylgt þessari þróun. Ein skrudda fyrir alla.Kennslubókin, sem úreldist fljótt og hlýtur að vera þröng í eðli sínu, er aðeins ein fjölmargra leiða til að ná settu marki – þ.e. að læra. Margfalt árangursríkara hlýtur að vera að bjóða jafnframt allar hinar upplýsingaleiðirnar hvort heldur eru greinar, myndbönd, ljósmyndir, frásagnir eða hvað annað. Virkjum kraft og áræði fróðleiksfúsra til að finna hver um sig þær keldur sem svala. Með því að virkja leiðirnar til fróðleiks örvum við nemendur. Veruleikinn er líka þannig að flestir afla sér upplýsinga í gegnum ýmsa netmiðla. Og þar eru landamæri upphafin – heimurinn er undir. Því hlýtur það að teljast eðlilegt hlutverk skóla, á hvaða stigi sem er, að þjálfa nemendur sína í að afla sér upplýsinga og ekki síður að skoða þær með gagnrýnum hætti. Þarf mikið meira til að teljast kunna? Að virkja fólk til námsSpjaldtölvan er rétt að hefja innreið sína í skólakerfið. Við heyrum brestina þar sem gamla og þrönga „karlinn-á-kassanum“ aðferðin mun víkja undan gnægð upplýsinga. Danskur skólastjóri, Rasmus Borch, orðaði það svona á ráðstefnu nýlega: „We are going from top-down teaching to more horizontal teaching.“ Og þar gegnir tæknin lykilhlutverki. Þetta er líka kallað „flipped classroom“ þar sem lærdómurinn fer fram heima á netinu en skapandi og ögrandi verkefni eru unnin í skólastofum. Nokkur dæmi hafa sýnt stórstígar framfarir nemenda með því að nálgast lærdóminn með þessu móti, þ.e. kennsla löguð að þörfum hvers og eins í stað einnar aðferðar fyrir alla. Bandarískur skóli var afar lágt metinn árum saman á samræmdum prófum. Stjórnendur þar á bæ stokkuðu allt skipulag skólans upp og lögðu upp með einstaklingsmiðað nám þar sem netið og spjaldtölvur gegndu lykilhlutverki. Á örfáum árum fór skólinn úr 50% falli nemenda í minna en 10% fall, þökk sé breyttum kennsluháttum. Í öðrum skóla náðu rúm 90% nemenda sem notuðu spjaldtölvur en aðeins um 65% þeirra sem voru látin hanga í gömlu aðferðunum. Staðreyndin er einfaldlega sú að fjölbreytileiki í námsefni og námsleiðum eykur áhuga og virkjar fleiri skynfæri við námið. Þetta er einfaldlega svarið við hinni almennt viðurkenndu leið allra fræðikenninga og laga um lærdóm: að sérhverjum einstaklingi skuli sinna við hæfi hvers og eins. Við höfum ekki gert það í árhundruð. Nú er tækifærið að skapast. Mörg ljón eiga eftir að vera í vegi þessa nýja umhverfis enda kerfið verið að byggjast upp í aldir og er orðið innmúrað. Stærsta hindrunin er að losna við hugsun og skipulag hins gamla og bráðum úrelta kerfis. Það eru spennandi tímar framundan í menntamálum.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar