Um þriðjungur vill draga umsókn að ESB til baka 24. janúar 2011 05:00 Tæplega tveir af hverjum þremur sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins á miðvikudag vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Um þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka. Alls vilja 65,4 prósent halda viðræðum áfram, sem er örlítið hærra hlutfall en í könnun Fréttablaðsins 23. september síðastliðinn. Þá vildu 64,2 prósent halda áfram. Um 34,6 prósent vilja draga umsóknina til baka, örlítið færri en í september. Í sambærilegri könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna Andríki 8. til 10. júní í fyrra vildu 57,6 prósent draga aðildarumsóknina til baka. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skiptast í tvo jafna hópa. Alls vilja 50,9 prósent slíta aðildarviðræðunum, en 49,1 prósent halda viðræðunum áfram. Færri sjálfstæðismenn vilja draga umsóknina til baka nú en í september í fyrra. Þá vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 50,9 prósent eru þeirrar skoðunar í dag. Hlutfallið er svipað meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Þar vilja 51,3 prósent halda viðræðunum áfram en 48,7 prósent slíta þeim. Fækkað hefur í hópi framsóknarmanna sem vilja slíta viðræðum, en 52,2 prósent voru þeirrar skoðunar í september. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna vill halda aðildarviðræðunum áfram. Alls segjast 67,2 prósent vilja halda viðræðunum áfram en 32,8 prósent vilja slíta aðildarviðræðunum og draga aðildarumsókn Íslands til baka. Í september vildu 36,4 prósent draga umsóknina til baka, og hefur því stuðningur við að ljúka viðræðum við ESB aukist meðal stuðningsmanna Vinstri grænna. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem myndu kjósa Samfylkingu vilja halda aðildarviðræðum við ESB áfram, alls 85,3 prósent. Um 14,7 prósent vilja draga umsóknina til baka. Um 16,2 prósent stuðningsmanna flokksins vildu draga umsóknina til baka í september. Eldra fólk andvígara viðræðumHjá þeim þátttakendum í könnuninni sem ekki taka afstöðu til flokka, myndu skila auðu eða ekki fara á kjörstað vilja um 65,4 prósent halda umsóknarferlinu áfram en 34,6 prósent draga umsóknina til baka. Hlutföllin hafa lítið breyst frá því í september í fyrra, þegar 64,2 prósent vildu halda umsóknarferlinu áfram en 35,8 prósent vildu slíta því. Yngra fólk er líklegra til að vilja halda aðildarviðræðunum áfram en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 68 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára ljúka viðræðunum, en 62 prósent fólks 50 ára og eldri. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 87,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.brjann@frettabladid.is Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Tæplega tveir af hverjum þremur sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins á miðvikudag vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Um þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka. Alls vilja 65,4 prósent halda viðræðum áfram, sem er örlítið hærra hlutfall en í könnun Fréttablaðsins 23. september síðastliðinn. Þá vildu 64,2 prósent halda áfram. Um 34,6 prósent vilja draga umsóknina til baka, örlítið færri en í september. Í sambærilegri könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna Andríki 8. til 10. júní í fyrra vildu 57,6 prósent draga aðildarumsóknina til baka. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skiptast í tvo jafna hópa. Alls vilja 50,9 prósent slíta aðildarviðræðunum, en 49,1 prósent halda viðræðunum áfram. Færri sjálfstæðismenn vilja draga umsóknina til baka nú en í september í fyrra. Þá vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 50,9 prósent eru þeirrar skoðunar í dag. Hlutfallið er svipað meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Þar vilja 51,3 prósent halda viðræðunum áfram en 48,7 prósent slíta þeim. Fækkað hefur í hópi framsóknarmanna sem vilja slíta viðræðum, en 52,2 prósent voru þeirrar skoðunar í september. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna vill halda aðildarviðræðunum áfram. Alls segjast 67,2 prósent vilja halda viðræðunum áfram en 32,8 prósent vilja slíta aðildarviðræðunum og draga aðildarumsókn Íslands til baka. Í september vildu 36,4 prósent draga umsóknina til baka, og hefur því stuðningur við að ljúka viðræðum við ESB aukist meðal stuðningsmanna Vinstri grænna. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem myndu kjósa Samfylkingu vilja halda aðildarviðræðum við ESB áfram, alls 85,3 prósent. Um 14,7 prósent vilja draga umsóknina til baka. Um 16,2 prósent stuðningsmanna flokksins vildu draga umsóknina til baka í september. Eldra fólk andvígara viðræðumHjá þeim þátttakendum í könnuninni sem ekki taka afstöðu til flokka, myndu skila auðu eða ekki fara á kjörstað vilja um 65,4 prósent halda umsóknarferlinu áfram en 34,6 prósent draga umsóknina til baka. Hlutföllin hafa lítið breyst frá því í september í fyrra, þegar 64,2 prósent vildu halda umsóknarferlinu áfram en 35,8 prósent vildu slíta því. Yngra fólk er líklegra til að vilja halda aðildarviðræðunum áfram en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 68 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára ljúka viðræðunum, en 62 prósent fólks 50 ára og eldri. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 87,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.brjann@frettabladid.is
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira