Um tilfinningar og staðreyndir Sigrún Blöndal skrifar 26. mars 2013 06:00 Þær hafa verið í meira lagi skáldlegar fyrirsagnirnar og yfirlýsingar fólks í fjölmiðlum undanfarna daga eftir að það virtist verða því ljóst að Lagarfljót hefði breyst við það að Jökulsá á Dal var veitt þangað. Undirrituð hefur búið á bökkum Lagarfljóts í á fjórða áratug og veit því fullvel hvaða áhrif vatnaflutningarnir höfðu á þetta fagra vatn. Fljótið er á sínum stað en ásýnd þess hefur breyst og lífríki sömuleiðis þó að það sé fjarri því „dautt“ eins og sumir halda fram. Hvað gengur mönnum til með þessum yfirlýsingum? Koma upplýsingar um ástand lífríkis Lagarfljóts stórkostlega á óvart? Það er harla ólíklegt nema kannski fólki sem býr utan svæðisins og á sjaldan – eða aldrei leið um Fljótsdalshérað. Væri ekki nær að fólk kynnti sér raunveruleikann og reyndi að horfa á málið frá sjónarhorni íbúa á svæðinu? Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og framkvæmdir í framhaldinu voru hugsaðar til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Austurlandi. Framkvæmdirnar ollu gríðarlegum deilum, bæði innan fjórðungs og utan og enn er umræðuefnið eldfimt í sumum fjölskyldum. En horfum á stöðuna árið 2013. Finnst þeim sem gráta Lagarfljót skipta einhverju að atvinnutækifærin sem framkvæmdirnar sköpuðu gerðu fjölda fólks kleift að snúa aftur til sinna heimahaga og nýta margvíslega menntun sína? Finnst þeim einhverju skipta að um 800 manns á Austurlandi hafa atvinnu í álverinu eða við afleidd störf. Finnst þeim einhverju skipta að nú eru að verða mögulegar almenningssamgöngur á Austurlandi vegna stærðar atvinnusvæðisins? Skiptir einhverju að atvinnuleysi á Austurlandi er aðeins um 3%? Er það til hins verra fyrir lífríki landsins að Jökulsá á Dal stefnir í að verða góð laxveiðiá?Rangar fullyrðingar Í umræðunni undanfarna daga hafa menn dregið ýmislegt fram máli sínu til stuðnings um að á Fljótsdalshéraði sé allt á fallandi fæti; svo mjög að þar standi fjöldi auðra bygginga - með myglusveppi. Það er dapurlegt að menn skuli ekki einu sinni hafa fyrir að afla sér upplýsinga þannig að farið sé með rétt mál. Hér eru íbúðir, líkt og á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki er búið í. Hér, eins og annars staðar, ætluðu menn sér um of og byggðu umfram þörf. Fullyrðingar um að húsnæði sé allt undirlagt af myglusveppi eru beinlínis rangar. Oft er talað um umræðuhefð á Íslandi og notkun gífuryrða. Fullyrðingar um að Lagarfljót sé „dautt“ eru dæmi um slíkan málflutning og engum til framdráttar. Rannsóknir voru gerðar og ályktanir dregnar um umhverfisáhrif sem margar hafa gengið eftir. Segja má að ýmislegt hefði mátt rannsaka betur sem hugsanlega hefði leitt til ákvörðunar um frekari mótvægisaðgerðir. Það er þó ekki hægt að segja nú hvort frekari upplýsingar hefðu breytt einhverju um lokaákvörðunina. Margt hefði þurft að undirbúa betur í framkvæmdaferlinu, t.d. að styrkja heilbrigðisstofnanir, vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit til að takast á við stóraukin verkefni. Starfsfólk margra stofnana vann þrekvirki meðan á framkvæmdunum stóð en stofnanirnar sitja að nokkru leyti enn uppi með fjárhagshalla sem erfitt hefur reynst að fá leiðréttan. Staðreyndin er sú að á bökkum Lagarfljóts lifir fólk ágætu lífi. Að tala eins og sumir undanfarið er fjarstæða. Hér er fádæma náttúrufegurð og gott mannlíf sem við njótum og bjóðum öðrum að njóta með okkur við fljótsins dreymnu ró. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þær hafa verið í meira lagi skáldlegar fyrirsagnirnar og yfirlýsingar fólks í fjölmiðlum undanfarna daga eftir að það virtist verða því ljóst að Lagarfljót hefði breyst við það að Jökulsá á Dal var veitt þangað. Undirrituð hefur búið á bökkum Lagarfljóts í á fjórða áratug og veit því fullvel hvaða áhrif vatnaflutningarnir höfðu á þetta fagra vatn. Fljótið er á sínum stað en ásýnd þess hefur breyst og lífríki sömuleiðis þó að það sé fjarri því „dautt“ eins og sumir halda fram. Hvað gengur mönnum til með þessum yfirlýsingum? Koma upplýsingar um ástand lífríkis Lagarfljóts stórkostlega á óvart? Það er harla ólíklegt nema kannski fólki sem býr utan svæðisins og á sjaldan – eða aldrei leið um Fljótsdalshérað. Væri ekki nær að fólk kynnti sér raunveruleikann og reyndi að horfa á málið frá sjónarhorni íbúa á svæðinu? Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og framkvæmdir í framhaldinu voru hugsaðar til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Austurlandi. Framkvæmdirnar ollu gríðarlegum deilum, bæði innan fjórðungs og utan og enn er umræðuefnið eldfimt í sumum fjölskyldum. En horfum á stöðuna árið 2013. Finnst þeim sem gráta Lagarfljót skipta einhverju að atvinnutækifærin sem framkvæmdirnar sköpuðu gerðu fjölda fólks kleift að snúa aftur til sinna heimahaga og nýta margvíslega menntun sína? Finnst þeim einhverju skipta að um 800 manns á Austurlandi hafa atvinnu í álverinu eða við afleidd störf. Finnst þeim einhverju skipta að nú eru að verða mögulegar almenningssamgöngur á Austurlandi vegna stærðar atvinnusvæðisins? Skiptir einhverju að atvinnuleysi á Austurlandi er aðeins um 3%? Er það til hins verra fyrir lífríki landsins að Jökulsá á Dal stefnir í að verða góð laxveiðiá?Rangar fullyrðingar Í umræðunni undanfarna daga hafa menn dregið ýmislegt fram máli sínu til stuðnings um að á Fljótsdalshéraði sé allt á fallandi fæti; svo mjög að þar standi fjöldi auðra bygginga - með myglusveppi. Það er dapurlegt að menn skuli ekki einu sinni hafa fyrir að afla sér upplýsinga þannig að farið sé með rétt mál. Hér eru íbúðir, líkt og á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki er búið í. Hér, eins og annars staðar, ætluðu menn sér um of og byggðu umfram þörf. Fullyrðingar um að húsnæði sé allt undirlagt af myglusveppi eru beinlínis rangar. Oft er talað um umræðuhefð á Íslandi og notkun gífuryrða. Fullyrðingar um að Lagarfljót sé „dautt“ eru dæmi um slíkan málflutning og engum til framdráttar. Rannsóknir voru gerðar og ályktanir dregnar um umhverfisáhrif sem margar hafa gengið eftir. Segja má að ýmislegt hefði mátt rannsaka betur sem hugsanlega hefði leitt til ákvörðunar um frekari mótvægisaðgerðir. Það er þó ekki hægt að segja nú hvort frekari upplýsingar hefðu breytt einhverju um lokaákvörðunina. Margt hefði þurft að undirbúa betur í framkvæmdaferlinu, t.d. að styrkja heilbrigðisstofnanir, vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit til að takast á við stóraukin verkefni. Starfsfólk margra stofnana vann þrekvirki meðan á framkvæmdunum stóð en stofnanirnar sitja að nokkru leyti enn uppi með fjárhagshalla sem erfitt hefur reynst að fá leiðréttan. Staðreyndin er sú að á bökkum Lagarfljóts lifir fólk ágætu lífi. Að tala eins og sumir undanfarið er fjarstæða. Hér er fádæma náttúrufegurð og gott mannlíf sem við njótum og bjóðum öðrum að njóta með okkur við fljótsins dreymnu ró.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun