Um trúverðugleika vísindamanna og orðræðu stjórnmálamanna Þórarinn Guðjónsson skrifar 23. janúar 2014 00:00 Í heimi vísinda og fræða skiptir trúverðugleiki miklu máli. Vísindamenn vinna út frá forsendum og tilgátum, greina gögn og draga ályktanir eftir bestu vitund. Skoðanir og niðurstöður vísinda- og fræðimanna eru alls ekki yfir gagnrýni hafnar. Þvert á móti. Vísindi nærast á akademískri gagnrýni sem byggir á rökstuddri umræðu um viðfangsefnin. Í nýlegu viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í þætti Gísla Marteins Baldurssonar „Sunnudagsmorgni“ hinn 12. janúar var hann spurður um álit sitt á athugasemdum sérfræðinga úr faghópi eitt í öðrum áfanga Rammaáætlunar. Athugasemdirnar birtust í DV 10. janúar í kjölfar tillögu ráðherra um breytingar á Rammaáætluninni. Ráðherra dró fagmennsku vísindamannanna í efa án þess að útlista nánar hvað hann ætti við annað en að hugsanlega væru viðkomandi vísindamenn í pólitískum erindagjörðum. Þess ber að geta að hópurinn samanstóð af 11 vísinda- og fræðimönnum frá mismunandi stofnunum og ólíkum fræðasviðum. Ráðherra til hróss sá hann eftir þessum ummælum og baðst afsökunar á þeim (sjá hádegisfréttir RÚV 15. janúar).Bætum umræðuhefðina Sambærileg atvik hafa áður komið upp og vekur þetta spurningar um skyldur vísindamanna til að miðla upplýsingum á opinberum vettvangi um málefni þar sem þeirra sérþekking liggur. Á vísindamaðurinn að þegja þrátt fyrir að hann telji sig búa yfir mikilvægum upplýsingum sem eigi erindi til almennings? Að vegið sé að trúverðugleika fólks án rökstuðnings er óásættanlegt. Slík vinnubrögð hafa hins vegar gjarnan tíðkast meðal stjórnmálamanna þegar þeir berjast innbyrðis og vega hver að öðrum. Kannski er það ein ástæða þess að stjórnmálin skortir trúverðugleika og að Alþingi er sú stofnun sem fólk ber hvað minnst traust til. Auðvitað geta vísindamenn haft rangt fyrir sér eins og aðrir og er það bara mannlegt en þá takast menn bara á í upplýstri umræðu um málefnin. Það eru ákveðin teikn á lofti um að hluti þingmanna vilji breyta orðræðu í stjórnmálum til hins betra og er það gott. Slíkur viðsnúningur mundi skila sér í betri samskiptum manna á milli og án efa efla samskipti og samvinnu stjórnmálamanna við ráðgefandi hópa í þjóðfélaginu hvort sem það eru vísinda- og fræðimenn eða aðrir. Það er afar mikilvægt að við bætum umræðuhefðina í samfélaginu, hættum að fara í manninn og ræðum málefnin á grundvelli raka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi vísinda og fræða skiptir trúverðugleiki miklu máli. Vísindamenn vinna út frá forsendum og tilgátum, greina gögn og draga ályktanir eftir bestu vitund. Skoðanir og niðurstöður vísinda- og fræðimanna eru alls ekki yfir gagnrýni hafnar. Þvert á móti. Vísindi nærast á akademískri gagnrýni sem byggir á rökstuddri umræðu um viðfangsefnin. Í nýlegu viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í þætti Gísla Marteins Baldurssonar „Sunnudagsmorgni“ hinn 12. janúar var hann spurður um álit sitt á athugasemdum sérfræðinga úr faghópi eitt í öðrum áfanga Rammaáætlunar. Athugasemdirnar birtust í DV 10. janúar í kjölfar tillögu ráðherra um breytingar á Rammaáætluninni. Ráðherra dró fagmennsku vísindamannanna í efa án þess að útlista nánar hvað hann ætti við annað en að hugsanlega væru viðkomandi vísindamenn í pólitískum erindagjörðum. Þess ber að geta að hópurinn samanstóð af 11 vísinda- og fræðimönnum frá mismunandi stofnunum og ólíkum fræðasviðum. Ráðherra til hróss sá hann eftir þessum ummælum og baðst afsökunar á þeim (sjá hádegisfréttir RÚV 15. janúar).Bætum umræðuhefðina Sambærileg atvik hafa áður komið upp og vekur þetta spurningar um skyldur vísindamanna til að miðla upplýsingum á opinberum vettvangi um málefni þar sem þeirra sérþekking liggur. Á vísindamaðurinn að þegja þrátt fyrir að hann telji sig búa yfir mikilvægum upplýsingum sem eigi erindi til almennings? Að vegið sé að trúverðugleika fólks án rökstuðnings er óásættanlegt. Slík vinnubrögð hafa hins vegar gjarnan tíðkast meðal stjórnmálamanna þegar þeir berjast innbyrðis og vega hver að öðrum. Kannski er það ein ástæða þess að stjórnmálin skortir trúverðugleika og að Alþingi er sú stofnun sem fólk ber hvað minnst traust til. Auðvitað geta vísindamenn haft rangt fyrir sér eins og aðrir og er það bara mannlegt en þá takast menn bara á í upplýstri umræðu um málefnin. Það eru ákveðin teikn á lofti um að hluti þingmanna vilji breyta orðræðu í stjórnmálum til hins betra og er það gott. Slíkur viðsnúningur mundi skila sér í betri samskiptum manna á milli og án efa efla samskipti og samvinnu stjórnmálamanna við ráðgefandi hópa í þjóðfélaginu hvort sem það eru vísinda- og fræðimenn eða aðrir. Það er afar mikilvægt að við bætum umræðuhefðina í samfélaginu, hættum að fara í manninn og ræðum málefnin á grundvelli raka.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun