Um Vaðlaheiðargöng og nokkra áhrifaþætti umferðarþunga Ari Teitsson skrifar 13. febrúar 2012 08:00 Að undanförnu hefur verið rætt hvort réttlætanlegt sé að veita ríkisábyrgð vegna lántöku til gerðar Vaðlaheiðarganga. Þar sem flestir kostnaðarþættir við gerð ganganna liggja fyrir er stærsti óvissuþátturinn, og þar með áhættuþáttur ríkisins, umferðarþungi um göngin á komandi árum. Um þróun umferðar við breyttar aðstæður er auðvitað erfitt að spá, en huga má þó að grunnforsendum: Byggð hefur eflst á Akureyri og nágrenni á undanförnum árum, enda bærinn helsta mótvægi við suðvesturhornið og höfuðstaður Norðurlands. Hvort grundvöllur er fyrir rekstri Vaðlaheiðarganga ræðst hins vegar fremur af því hvort einnig eigi að nýta tækifæri Þingeyjarsýslna þjóðinni til hagsbóta. Til þess stendur vilji beggja vegna Vaðlaheiðar en fleira þarf til: Hagvöxtur og kaupgeta almennings ræður miklu um flutningaþörf og ferðamöguleika fólks. Hvergi á Íslandi finnst meiri óbeisluð orka en í Þingeyjarsýslum. Nýtingu orkunnar heima í héraði hefur miðað hægar en heimamenn hafa kosið. Ljóst má vera að öflugri stuðningur við nýtingu orkunnar myndi styrkja svæðið. Rekstur heilbrigðisþjónustu í Þingeyjarsýslum er nú í óvissu sem verður að eyða, en sú óvissa veikir óneitanlega búsetuskilyrði, þótt auknir flutningar sjúkra og særðra yfir Vaðlaheiði séu sjálfstæð rök fyrir jarðgöngum. Jákvæð viðhorf til nýtingar fjölbreyttra tækifæra ferðaþjónustu í víðlendi Þingeyjarsýslna myndi styrkja svæðið. Einnig mætti nefna skiptingu opinberrar þjónustu og starfa henni tengd milli landsvæða, stjórnun fiskveiða og vafalaust fleiri atriði sem miklu ráða um búsetuþróun. Margt bendir því til að mat á rekstrargrundvelli Vaðlaheiðarganga sé öðru fremur mat á hagvaxtarþróun og vilja ráðandi afla til styrkingar búsetu og nýtingar landsgæða. Á meðan sjálfsforræði héraða er takmarkað eru þessir þættir mjög háðir vilja og stefnu þeirra sömu einstaklinga sem á næstu dögum taka ákvörðun um framgang Vaðlaheiðarganga. Því má ætla að í afgreiðslu málsins á Alþingi megi að nokkru lesa framtíðarsýn þingmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið rætt hvort réttlætanlegt sé að veita ríkisábyrgð vegna lántöku til gerðar Vaðlaheiðarganga. Þar sem flestir kostnaðarþættir við gerð ganganna liggja fyrir er stærsti óvissuþátturinn, og þar með áhættuþáttur ríkisins, umferðarþungi um göngin á komandi árum. Um þróun umferðar við breyttar aðstæður er auðvitað erfitt að spá, en huga má þó að grunnforsendum: Byggð hefur eflst á Akureyri og nágrenni á undanförnum árum, enda bærinn helsta mótvægi við suðvesturhornið og höfuðstaður Norðurlands. Hvort grundvöllur er fyrir rekstri Vaðlaheiðarganga ræðst hins vegar fremur af því hvort einnig eigi að nýta tækifæri Þingeyjarsýslna þjóðinni til hagsbóta. Til þess stendur vilji beggja vegna Vaðlaheiðar en fleira þarf til: Hagvöxtur og kaupgeta almennings ræður miklu um flutningaþörf og ferðamöguleika fólks. Hvergi á Íslandi finnst meiri óbeisluð orka en í Þingeyjarsýslum. Nýtingu orkunnar heima í héraði hefur miðað hægar en heimamenn hafa kosið. Ljóst má vera að öflugri stuðningur við nýtingu orkunnar myndi styrkja svæðið. Rekstur heilbrigðisþjónustu í Þingeyjarsýslum er nú í óvissu sem verður að eyða, en sú óvissa veikir óneitanlega búsetuskilyrði, þótt auknir flutningar sjúkra og særðra yfir Vaðlaheiði séu sjálfstæð rök fyrir jarðgöngum. Jákvæð viðhorf til nýtingar fjölbreyttra tækifæra ferðaþjónustu í víðlendi Þingeyjarsýslna myndi styrkja svæðið. Einnig mætti nefna skiptingu opinberrar þjónustu og starfa henni tengd milli landsvæða, stjórnun fiskveiða og vafalaust fleiri atriði sem miklu ráða um búsetuþróun. Margt bendir því til að mat á rekstrargrundvelli Vaðlaheiðarganga sé öðru fremur mat á hagvaxtarþróun og vilja ráðandi afla til styrkingar búsetu og nýtingar landsgæða. Á meðan sjálfsforræði héraða er takmarkað eru þessir þættir mjög háðir vilja og stefnu þeirra sömu einstaklinga sem á næstu dögum taka ákvörðun um framgang Vaðlaheiðarganga. Því má ætla að í afgreiðslu málsins á Alþingi megi að nokkru lesa framtíðarsýn þingmanna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun