Innlent

Umboðsmaður barna hefur fengið ábendingu um brjóstaskorubannið

Boði Logason skrifar
"Við höfum fengið ábendingu um þetta," segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.
"Við höfum fengið ábendingu um þetta," segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.
„Við höfum fengið ábendingu um þetta og eigum eftir að skoða hvernig við bregðumst við," segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.

Í morgun sögðum við frá því að unglingar sem ætla á dansleik á vegum Samfés á föstudaginn verði að fara eftir ákveðnum klæðareglum sem Samfés hefur sett. Til dæmis mega stelpur ekki sýna brjóstaskoru og strákar mega ekki hneppa skyrtum frá.

Margrét María segir að eftir að málið sé komið inn á borð til þeirra en það sé óljóst hvert framhald þess verður. „Það er mjög mismunandi hvað gerist eftir að við fáum ábendingar. Ég mun líklega ræða málið við ráðgjafarhóp minn en það eru ungmenni á aldrinum 13-17 ára," segir hún.

Meginregluna segir hún vera að klæðaburður fólks falli undir tjáningarfrelsi. „En svo geta verið takmarkanir á því, ef það brýtur gegn blygðunarsemi eða eitthvað slíkt. Þar vegast þau sjónarmið á. Ég tel eðlilegast þegar verið er að setja reglu varðandi klæðnað að það sé gert í samráði við krakkana - en þar verða að vera málefnaleg sjónarmið bakvið," segir Margrét María.


Tengdar fréttir

Brjóstaskorur bannaðar á unglingaballi

"Við höfum ekki fengið neinar athugasemdir við þetta, fólk er almennt séð mjög ánægt með þetta," segir Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hið árlega Samfés-ball verður haldið á föstudaginn í Laugardalshöll þar sem yfir 4500 unglingar koma saman víðsvegar að af landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×