Innlent

Umferðarþungi á Látrum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Margir leggja leið sína gegnum sumarbústaðabyggðina á Látrum til að komast að bjargbrúninni.
Margir leggja leið sína gegnum sumarbústaðabyggðina á Látrum til að komast að bjargbrúninni. Hákon Ásgeirsson
„Þetta hefði hljómað eins og skrýtla fyrir nokkrum árum,“ segir Gísli Már Gíslason, formaður Bjargtanga sem er félag landeigenda á Látrum, um þá þungu bílaumferð sem fer gegnum sumar­bústaðabyggðina á Látrum.

Hákon Ásgeirsson landvörður segir nýlega talningu sýna að um 120 bílar að meðaltali á dag keyri í gegnum sumarbústaðabyggðina áleiðis að Látrabjargi. Um ellefu þúsund manns fóru að bjarginu í júlí síðastliðnum.

„Við í bústöðunum erum bara í reykmekkinum,“ segir Gísli Már. Gert er ráð fyrir nýjum vegi fyrir ofan sumarbústaðabyggðina á vegaáætlun en þó er töluverð vinna eftir til að hægt sé að hefjast handa við gerð hans.

Eins er verið að kanna áhuga landeigenda á því hvort vilji standi til þess að gera svæðið að þjóðgarði. Þar ber að ýmsu að hyggja. Gísli Már segir að ef það verði til þess að landeigendur, ásamt öðrum, geti ekki nýtt landið eins og til dæmis til eggjatöku verði sú vegferð ekki farin til enda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×