Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fram - Breiðablik 3-2 Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 20. ágúst 2012 18:45 Framarar unnu í kvöld frábæran sigur, 3-2, gegn Breiðablik í 16. umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar lentu undir í síðari hálfleiknum en gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk sem tryggði þeim stigin þrjú. Leikurinn hófst með krafti og voru bæði lið nokkuð ákveðin. Framarar voru ívið sterkari og pressuðu oft á tíðum mikið í bakið á Blikum í upphafi fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu fyrsta markið þegar Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, skoraði potaði boltanum yfir línuna eftir frábæra fyrirgjöf frá Kristni Ingi Halldórssyni. Blikar létu markið ekki slá sig útaf laginu og tóku völdin á vellinum eftir að heimamann höfðu komist yfir. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleiknum og magnað að Blikar hafi ekki náð að jafna metinn fyrr. Jöfnunarmarkið kom aftur á móti á 45. mínútu leiksins þegar Arnar Már Björgvinsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir annars góðan markvörð Framara. Staðan var 1-1 í hálfleik en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka strax eftir mark Blika. Síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun og liðin sóttu bæði stíft. Blikar tóku frumkvæðið og skoruðu þetta mikilvæga þriðja mark knattspyrnuleikja þegar Nichlas Rohde prjónaði sig í gegnum alla vörn Framara og hamraði boltann í netið. Framarar létu markið ekki setja sig útaf laginu og komu sterkir til baka með tveimur mörkum síðasta hálftímann og tryggðu sér ótrúlega mikilvægan sigur og þrjú mikilvæg stig. Fallbaráttan er því sem fyrr spennandi og Framara ekki dauður úr öllum æðum. Þorvaldur: Sýnum mikinn karakter í kvöld„Ég er aðallega ánægður með vinnusemina og karakterinn hjá strákunum," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við spiluðum á köflum mjög vel og leikmenn lögðu sig allir gríðarlega mikið fram." „Við þurftum að bæta okkar leik verulega eftir skelfinguna úr síðustu umferð og það hafðist í kvöld. Strákarnir sýndu mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir í byrjun síðari hálfleiksins." „Við þurfum núna að ná í eins mikið af stigum og við getum og auðvitað verða önnur úrslit að spilast með okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur: Höfðum ekki andlegan styrk í að klára þennan leik„Þessi leikur tapaðist uppí hausnum á okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ósigurinn í kvöld. „Við náum að jafna rétt undir lok fyrr hálfleiks og komumst síðan yfir í upphafi síðari. Þá hefði liðið átt að láta kné fylgja kviði en við höfðum einfaldlega ekki andlegan styrk í það." „Við fengum bara það útúr þessum leik sem við áttum skilið. Framarar voru grimmari og voru greinilega að keppa að meiru en við."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Ögmundur: Sigur og ekkert annað kom til greina„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og þau þrjú stig sem við þurftum svo sannarlega," sagði Ögmundur Kristinsson, markmaður Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við skitum rækilega í brækurnar í síðustu umferð og þurftum að sína okkar rétta andlit í kvöld." „Við vorum virkilega vel stefndir fyrir leikinn og létum Blikana aldrei slá okkur útaf laginu í kvöld." „Þessi sigur sýnir mikinn karakter og að liðið eigi ekki heima svona neðarlega í deildinni."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Framarar unnu í kvöld frábæran sigur, 3-2, gegn Breiðablik í 16. umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar lentu undir í síðari hálfleiknum en gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk sem tryggði þeim stigin þrjú. Leikurinn hófst með krafti og voru bæði lið nokkuð ákveðin. Framarar voru ívið sterkari og pressuðu oft á tíðum mikið í bakið á Blikum í upphafi fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu fyrsta markið þegar Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, skoraði potaði boltanum yfir línuna eftir frábæra fyrirgjöf frá Kristni Ingi Halldórssyni. Blikar létu markið ekki slá sig útaf laginu og tóku völdin á vellinum eftir að heimamann höfðu komist yfir. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleiknum og magnað að Blikar hafi ekki náð að jafna metinn fyrr. Jöfnunarmarkið kom aftur á móti á 45. mínútu leiksins þegar Arnar Már Björgvinsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir annars góðan markvörð Framara. Staðan var 1-1 í hálfleik en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka strax eftir mark Blika. Síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun og liðin sóttu bæði stíft. Blikar tóku frumkvæðið og skoruðu þetta mikilvæga þriðja mark knattspyrnuleikja þegar Nichlas Rohde prjónaði sig í gegnum alla vörn Framara og hamraði boltann í netið. Framarar létu markið ekki setja sig útaf laginu og komu sterkir til baka með tveimur mörkum síðasta hálftímann og tryggðu sér ótrúlega mikilvægan sigur og þrjú mikilvæg stig. Fallbaráttan er því sem fyrr spennandi og Framara ekki dauður úr öllum æðum. Þorvaldur: Sýnum mikinn karakter í kvöld„Ég er aðallega ánægður með vinnusemina og karakterinn hjá strákunum," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við spiluðum á köflum mjög vel og leikmenn lögðu sig allir gríðarlega mikið fram." „Við þurftum að bæta okkar leik verulega eftir skelfinguna úr síðustu umferð og það hafðist í kvöld. Strákarnir sýndu mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir í byrjun síðari hálfleiksins." „Við þurfum núna að ná í eins mikið af stigum og við getum og auðvitað verða önnur úrslit að spilast með okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur: Höfðum ekki andlegan styrk í að klára þennan leik„Þessi leikur tapaðist uppí hausnum á okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ósigurinn í kvöld. „Við náum að jafna rétt undir lok fyrr hálfleiks og komumst síðan yfir í upphafi síðari. Þá hefði liðið átt að láta kné fylgja kviði en við höfðum einfaldlega ekki andlegan styrk í það." „Við fengum bara það útúr þessum leik sem við áttum skilið. Framarar voru grimmari og voru greinilega að keppa að meiru en við."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Ögmundur: Sigur og ekkert annað kom til greina„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og þau þrjú stig sem við þurftum svo sannarlega," sagði Ögmundur Kristinsson, markmaður Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við skitum rækilega í brækurnar í síðustu umferð og þurftum að sína okkar rétta andlit í kvöld." „Við vorum virkilega vel stefndir fyrir leikinn og létum Blikana aldrei slá okkur útaf laginu í kvöld." „Þessi sigur sýnir mikinn karakter og að liðið eigi ekki heima svona neðarlega í deildinni."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira