Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fram - Breiðablik 3-2 Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 20. ágúst 2012 18:45 Framarar unnu í kvöld frábæran sigur, 3-2, gegn Breiðablik í 16. umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar lentu undir í síðari hálfleiknum en gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk sem tryggði þeim stigin þrjú. Leikurinn hófst með krafti og voru bæði lið nokkuð ákveðin. Framarar voru ívið sterkari og pressuðu oft á tíðum mikið í bakið á Blikum í upphafi fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu fyrsta markið þegar Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, skoraði potaði boltanum yfir línuna eftir frábæra fyrirgjöf frá Kristni Ingi Halldórssyni. Blikar létu markið ekki slá sig útaf laginu og tóku völdin á vellinum eftir að heimamann höfðu komist yfir. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleiknum og magnað að Blikar hafi ekki náð að jafna metinn fyrr. Jöfnunarmarkið kom aftur á móti á 45. mínútu leiksins þegar Arnar Már Björgvinsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir annars góðan markvörð Framara. Staðan var 1-1 í hálfleik en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka strax eftir mark Blika. Síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun og liðin sóttu bæði stíft. Blikar tóku frumkvæðið og skoruðu þetta mikilvæga þriðja mark knattspyrnuleikja þegar Nichlas Rohde prjónaði sig í gegnum alla vörn Framara og hamraði boltann í netið. Framarar létu markið ekki setja sig útaf laginu og komu sterkir til baka með tveimur mörkum síðasta hálftímann og tryggðu sér ótrúlega mikilvægan sigur og þrjú mikilvæg stig. Fallbaráttan er því sem fyrr spennandi og Framara ekki dauður úr öllum æðum. Þorvaldur: Sýnum mikinn karakter í kvöld„Ég er aðallega ánægður með vinnusemina og karakterinn hjá strákunum," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við spiluðum á köflum mjög vel og leikmenn lögðu sig allir gríðarlega mikið fram." „Við þurftum að bæta okkar leik verulega eftir skelfinguna úr síðustu umferð og það hafðist í kvöld. Strákarnir sýndu mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir í byrjun síðari hálfleiksins." „Við þurfum núna að ná í eins mikið af stigum og við getum og auðvitað verða önnur úrslit að spilast með okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur: Höfðum ekki andlegan styrk í að klára þennan leik„Þessi leikur tapaðist uppí hausnum á okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ósigurinn í kvöld. „Við náum að jafna rétt undir lok fyrr hálfleiks og komumst síðan yfir í upphafi síðari. Þá hefði liðið átt að láta kné fylgja kviði en við höfðum einfaldlega ekki andlegan styrk í það." „Við fengum bara það útúr þessum leik sem við áttum skilið. Framarar voru grimmari og voru greinilega að keppa að meiru en við."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Ögmundur: Sigur og ekkert annað kom til greina„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og þau þrjú stig sem við þurftum svo sannarlega," sagði Ögmundur Kristinsson, markmaður Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við skitum rækilega í brækurnar í síðustu umferð og þurftum að sína okkar rétta andlit í kvöld." „Við vorum virkilega vel stefndir fyrir leikinn og létum Blikana aldrei slá okkur útaf laginu í kvöld." „Þessi sigur sýnir mikinn karakter og að liðið eigi ekki heima svona neðarlega í deildinni."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Fleiri fréttir Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Sjá meira
Framarar unnu í kvöld frábæran sigur, 3-2, gegn Breiðablik í 16. umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar lentu undir í síðari hálfleiknum en gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk sem tryggði þeim stigin þrjú. Leikurinn hófst með krafti og voru bæði lið nokkuð ákveðin. Framarar voru ívið sterkari og pressuðu oft á tíðum mikið í bakið á Blikum í upphafi fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu fyrsta markið þegar Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, skoraði potaði boltanum yfir línuna eftir frábæra fyrirgjöf frá Kristni Ingi Halldórssyni. Blikar létu markið ekki slá sig útaf laginu og tóku völdin á vellinum eftir að heimamann höfðu komist yfir. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleiknum og magnað að Blikar hafi ekki náð að jafna metinn fyrr. Jöfnunarmarkið kom aftur á móti á 45. mínútu leiksins þegar Arnar Már Björgvinsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir annars góðan markvörð Framara. Staðan var 1-1 í hálfleik en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka strax eftir mark Blika. Síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun og liðin sóttu bæði stíft. Blikar tóku frumkvæðið og skoruðu þetta mikilvæga þriðja mark knattspyrnuleikja þegar Nichlas Rohde prjónaði sig í gegnum alla vörn Framara og hamraði boltann í netið. Framarar létu markið ekki setja sig útaf laginu og komu sterkir til baka með tveimur mörkum síðasta hálftímann og tryggðu sér ótrúlega mikilvægan sigur og þrjú mikilvæg stig. Fallbaráttan er því sem fyrr spennandi og Framara ekki dauður úr öllum æðum. Þorvaldur: Sýnum mikinn karakter í kvöld„Ég er aðallega ánægður með vinnusemina og karakterinn hjá strákunum," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við spiluðum á köflum mjög vel og leikmenn lögðu sig allir gríðarlega mikið fram." „Við þurftum að bæta okkar leik verulega eftir skelfinguna úr síðustu umferð og það hafðist í kvöld. Strákarnir sýndu mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir í byrjun síðari hálfleiksins." „Við þurfum núna að ná í eins mikið af stigum og við getum og auðvitað verða önnur úrslit að spilast með okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur: Höfðum ekki andlegan styrk í að klára þennan leik„Þessi leikur tapaðist uppí hausnum á okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ósigurinn í kvöld. „Við náum að jafna rétt undir lok fyrr hálfleiks og komumst síðan yfir í upphafi síðari. Þá hefði liðið átt að láta kné fylgja kviði en við höfðum einfaldlega ekki andlegan styrk í það." „Við fengum bara það útúr þessum leik sem við áttum skilið. Framarar voru grimmari og voru greinilega að keppa að meiru en við."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Ögmundur: Sigur og ekkert annað kom til greina„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og þau þrjú stig sem við þurftum svo sannarlega," sagði Ögmundur Kristinsson, markmaður Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við skitum rækilega í brækurnar í síðustu umferð og þurftum að sína okkar rétta andlit í kvöld." „Við vorum virkilega vel stefndir fyrir leikinn og létum Blikana aldrei slá okkur útaf laginu í kvöld." „Þessi sigur sýnir mikinn karakter og að liðið eigi ekki heima svona neðarlega í deildinni."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Fleiri fréttir Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Sjá meira