Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Fjölnir 2-0 | Blikar berjast fram á haust Tómas Þór Þórðarson á Kópavogsvelli skrifar 13. júlí 2015 22:30 Oliver fagnar marki sínu sem var hans fyrsta í efstu deild. vísir/valli Breiðablik er í þriðja sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta þegar Íslandsmótið er hálfnað, en Blikar unnu 2-0 sigur á Fjölni á heimavelli sínum í kvöld. Blikar töpuðu aðeins einum leik í fyrri umferðinni og héldu áfram að spila nokkuð góðan fótbolta í kvöld þó spilamennska liðsins í heildina hafi oft verið betri. Sterk þrjú stig og liðið með 22 stig eftir ellefu umferðir. Fyrri hálfleikurinn var afskaplega rólegur framan af. Fjölnismenn fengu fyrsta tækifærið þegar Aron Sigurðarson fann Guðmund Karl Guðmundsson í teignum með glæsilegri sendingu en færið rann út í sandinn. Aron spilaði á hægri kantinum í kvöld þar sem hann var settur til höfuðs Kristni Jónssyni. Skynsamleg ákvörðun í raun og veru þar sem Kristinn vill fara mikið fram og myndast oft mikið pláss fyrir aftan hann. Þannig var það í kvöld en Aron náði ekki að búa sér til mikið úr plássinu í fyrri hálfleik. Elfar Freyr Helgason og Damir Muminovic sáu um það, en þessir frábæru miðverðir halda áfram að spila eins og englar. Damir gerði ein mistök í fyrri hálfleik sem Aron átti að refsa fyrir með marki en Gunnleifur Gunnleifsson varði skot hans maður á móti manni meistaralega. Það er erfitt að koma boltanum í markið hjá Blikaliðinu með gamla manninn svona heitan. Hann, eins og nokkrir aðrir Blikar í kvöld, spilaði mjög vel. Hinum megin voru Bergsveinn Ólafsson og Atli Már Þorbergsson einnig góðir. Atli Már sýndi að hann vildi halda byrjunarliðssætinu eftir að félagaskiptaglugginn verður opnaður. Hann og Bergsveinn náðu vel saman í kvöld. Oliver Sigurjónsson átti flottan leik í kvöld og hann skoraði glæsilegt mark á 38. mínútu, beint úr aukaspyrnu. Oliver var áður búinn að finna Kristinn úti á kantinum með glæsilegum, löngum sendingum. Þessi hárprúði miðjumaður fékk oft mikinn tíma til að athafna sig í kvöld þar sem Guðmundur Karl, sem spilaði fyrir aftan Þóri Guðjónsson í framlínunni í kvöld, átti í vandræðum með að hlaupa með honum.Kristinn Jónsson lagði upp annað mark Breiðabliks.vísir/valliBlikar voru án framherja í kvöld þar sem Ellert Hreinsson var meiddur, en Arnþór Ari Atlason spilaði í framlínunni í hans stað þar sem Arnar Grétarsson á ekki annan framherja. Ekki furða að hann sé að reyna að fá Þorstein Má Ragnarsson frá KR. Það var þó ekkert slæmt að hafa Arnþór Ara frammi þar sem hann er hvort sem er alltaf mátulega líklegur til að skora af miðjunni með góðum hlaupum inn á teiginn. Tvö slík í fyrri hálfleik áttu mögulega að skila marki.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvelli í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Fjölnismenn voru í vandræðum inn á miðjunni, en miðjuspil þeirra var ekki í líkingu við það sem hefur verið í sumar. Enda engin furða þar sem Emil Pálsson er, eins og allir vita, farinn heim í FH og þá var Ólafur Páll Snorrason í leikbanni. Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Gunnar Már Guðmundsson spiluðu inn á miðjunni hjá Fjölni í kvöld og áttu, eins og svo mörg önnur lið, í miklum vandræðum með vel spilandi og snjalla miðju Breiðabliks. Sóknarlotur gestanna fóru flestar í gegnum kantana og þaðan komu sendingarnar á framherjana. Fjölnismenn komu sprækir út í seinni hálfleikinn en náðu aldrei að skapa sér nein dauðafæri. Vörn Breiðabliks áfram sterk. Smám saman komst Breiðablik aftur í takt við leikinn og skoraði annað markið á 72. mínútu. Eitt besta bakvarðapar landsins; Kristinn Jónsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson, skilaði því í hús. Arnór lúrði á fjærstönginni á meðan Kristinn Jónsson fór illa með Fjölnisvörnina og hitti svo kollinn á kollega sínum. Kristinn var góður í kvöld og spilaði sóknarhlutverkið af miklum móð á meðan Arnór hélt sig meira til baka. Mikið jafnvægi í leik þeirra tveggja en í kvöld var það Arnór sem skilaði marki með skynsamlegu hlaupi inn í teiginn. Fjölnismenn vöknuðu almennilega við annað markið og hófu mikla orrahríð að marki Blika. Það var einfaldlega of lítið og of seint. Gunnleifur hélt áfram að sjá um langskot gestanna sem hann hélt öllum í rigningunni. Grafarvogsliðið sýndi ágæta spretti við og við í kvöld en vantar að styrkja sig þegar glugginn opnar og það ætlar liðið að gera. Ekki annað hægt enda liðið búið að tapa þremur leikjum í röð í deildinni. Erlendur miðvörður og kantmaður mæta til leiks þegar glugginn opnar og þá hefur Pape Mamadou Faye verið að æfa með liðinu. Blikar þurftu ekki sinn besta leik til að klára Fjölni í kvöld. Leikjaálag liðsins er ekkert þannig ekki þarf mikið að bæta við sig. Fái liðið öflugan framherja og kannski einn afgerandi leikmann til sem spilar framarlega á vellinum getur Breiðablik tekið þátt í toppbaráttunni fram á haust. Það er alveg klárt.Arnar Grétarsson var ánægður með Arnþór Ara.vísir/valliArnar: Vonumst til að geta kynnt nýjan leikmann á næstu dögum "Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum en við fundum engar glufur á þeim," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við fréttamenn eftir leikinn. "Við réðum gangi mála en við áttum undir högg að sækja í seinni hálfleik og Gulli bjargar okkur þegar Damir hittir ekki boltann undir lok þess fyrri. Svo fengu þeir nokkur færi sem þeir hefðu getað nýtt en við vorum sem betur fer með topp markmann sem stóð sig vel í dag," sagði Arnar. Blikar voru betri í fyrri hálfleik en gekk illa að koma boltanum í netið. Oliver Sigurjónsson braut ísinn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. "Við þurftum á einhverju slíku að halda," sagði Arnar og brosti. "Stundum er þetta þannig að hlutirnir falla aðeins með sér. Það hefur ekki verið þannig í allt sumar, en kannski jafnast þetta aðeins út." Fjölnismenn reyndu mikið af langskotum og skotum yst úr teignum sem Gunnleifur Gunnleifsson, sem verður fertugur á morgun, varði. "Við vorum betri í fyrri hálfleik en Fjölnir setti á okkur pressu í seinni hálfleik. Við áttum skilið að sigra fannst mér en kannski ekki að halda hreinu. Það var gaman fyrir Gulla að spila svona vel þar sem hann heldur upp á afmælið sitt á morgun," sagði Arnar. Arnþór Ari Atlason spilaði sem framherji hjá Breiðabliki í kvöld og hefði getað skorað. Blikum vantar þó klárlega framherja og þeir eru að leita að einum slíkum. "Það er alveg vitað að við erum að leita að styrkingu fram á við. Ég vona við getum kynnt einhvern eftir nokkra daga. Ekkert er þó öruggt og því best að segja sem minnst. Ég vona innilega að það komi einhver inn í glugganum og hjálpar okkur því við þurfum á því að halda," sagði Arnar. "Mér fannst Arnþór Ari samt standa sig vel. Hann fékk dauðafæri í fyrri hálfleik og var að hlaupa og opna. Hann hefði getað skorað eitt eða tvö mörk. Það vantaði bara að skora. Hann leysti hlutverkið mjög vel," sagði Arnar Grétarsson.Gunnar Már Guðmundsson í baráttu við Höskuld Gunnlaugsson.vísir/valliÁgúst: Markvörðurinn þeirra maður leiksins "Það er týpíkst fyrir okkur að halda skipulagi og spila vel en fá mark beint í andlitið," sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leik. "Planið var að halda hreinu í dag en að fá svona mark á sig var erfitt. Við komum samt vel út í seinni hálfleikinn og vorum að skapa okkur fín færi." "Síðan fáum við klaufalegt mark á okkur þegar svona 20 mínútur voru eftir og þá var þetta erfitt fyrir okkur. En við héldum áfram og sköpum okkur fullt af færum. Ég er ósáttur að hafa ekki fengið mark í þetta," sagði Ágúst. Þjálfarinn var ekkert hrifinn af fullyrðingu blaðamanns um að meiri brodd hefði vantaði í teiginn hjá Fjölnismönnum sem reyndu mest skot af 15 metra færi. "Mér fannst við eiga þrjú til fjögur mjög góð færi. Markvörðurinn þeirra var nú kjörinn maður leiksins. Hann varði oft frábærlega," sagði Ágúst. Fjölnir er búinn að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og fjórum í öllum keppnum. Liðið hefur orðið fyrir skakkaföllum og er nú að bæta í hópinn fyrir seinni hluta Íslandsmótsins. "Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Nú koma nýir menn inn sem gefa okkur kraft til að vinna fótboltaleiki," sagði Ágúst. "Tveir menn eru tilbúnir sem koma inn í þetta og styrkja okkur. Þeir bætast við annars góðan hóp. Mótið er hálfnað og við erum með 17 stig sem enginn tekur af okkur. Nú er bara að halda áfram." "Það er hörku hafsent búinn að æfa með okkur og svo kemur Kennie Chopart á miðvikudaginn. Illugi Þór Gunnarsson er að spila sinn fyrsta leik í kvöld þannig við erum að styrkja okkur," sagði Ágúst Þór sem staðfesti einnig að Pape Mamadou Faye, sem hætti hjá Víkingi í maí, hefur æft með liðinu.Oliver fagnar sínu fyrsta marki í efstu deild.vísir/valliOliver: Sagði við Atla að ég myndi skora "Það var ekki mikið um færi framan af þannig það var gott að fá þetta mark. Það skiptir engu máli hvenær markið kemur, það er alltaf gott að skora," sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, við Vísi eftir leik. Oliver braut ísinn í kvöld með fallegu marki beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu. Hann skaut með hægri færi hægra megin við teiginn þar sem Atli Sigurjónsson virtist klár að spyrna með þeim vinstri. "Hann spurði hvort þetta væri ekki sín megin en ég sagði að ég væri að fara að skora. Ég tel mig vera betri þarna megin þannig ég ákvað að smella boltanum á markið og það var gott að sjá boltann í netinu," sagði Oliver sem játti því að Fjölnismenn voru betri í byrjun seinni hálfleiks. "Við ætluðum að koma dýrvitlausir til leiks því við vissum að þeir myndu mæta brjálaðir. Þeir voru sterkir framan af í seinni hálfleik en við erum svo sterkir til baka," sagði Oliver. "Allir erum við grjótharðir þarna í vörninni með Gulla í markinu og mig fyrir framan. Allt liðið í heild verst vel. Ef við erum svona sterkir til baka og höldum hreinu er meiri möguleiki á að við vinnum fótboltaleiki." Blikar eru í þriðja sæti eftir ellefu umferðir aðeins tveimur stigum frá toppliði FH. Oliver segir liðið nógu gott til að taka þátt í toppbaráttunni til enda. "Við erum nógu góðir. Við settum okkur það markmið að vera í einu af þremur efstu sætunum. Við teljum okkur vera með mjög gott lið og ef við erum áfram svona sterkir til baka og klárum færin okkar þá vinnum við fleiri leiki í sumar," sagði Oliver Sigurjónsson.vísir/valli Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Hákon og Mannone hetjurnar Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Breiðablik er í þriðja sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta þegar Íslandsmótið er hálfnað, en Blikar unnu 2-0 sigur á Fjölni á heimavelli sínum í kvöld. Blikar töpuðu aðeins einum leik í fyrri umferðinni og héldu áfram að spila nokkuð góðan fótbolta í kvöld þó spilamennska liðsins í heildina hafi oft verið betri. Sterk þrjú stig og liðið með 22 stig eftir ellefu umferðir. Fyrri hálfleikurinn var afskaplega rólegur framan af. Fjölnismenn fengu fyrsta tækifærið þegar Aron Sigurðarson fann Guðmund Karl Guðmundsson í teignum með glæsilegri sendingu en færið rann út í sandinn. Aron spilaði á hægri kantinum í kvöld þar sem hann var settur til höfuðs Kristni Jónssyni. Skynsamleg ákvörðun í raun og veru þar sem Kristinn vill fara mikið fram og myndast oft mikið pláss fyrir aftan hann. Þannig var það í kvöld en Aron náði ekki að búa sér til mikið úr plássinu í fyrri hálfleik. Elfar Freyr Helgason og Damir Muminovic sáu um það, en þessir frábæru miðverðir halda áfram að spila eins og englar. Damir gerði ein mistök í fyrri hálfleik sem Aron átti að refsa fyrir með marki en Gunnleifur Gunnleifsson varði skot hans maður á móti manni meistaralega. Það er erfitt að koma boltanum í markið hjá Blikaliðinu með gamla manninn svona heitan. Hann, eins og nokkrir aðrir Blikar í kvöld, spilaði mjög vel. Hinum megin voru Bergsveinn Ólafsson og Atli Már Þorbergsson einnig góðir. Atli Már sýndi að hann vildi halda byrjunarliðssætinu eftir að félagaskiptaglugginn verður opnaður. Hann og Bergsveinn náðu vel saman í kvöld. Oliver Sigurjónsson átti flottan leik í kvöld og hann skoraði glæsilegt mark á 38. mínútu, beint úr aukaspyrnu. Oliver var áður búinn að finna Kristinn úti á kantinum með glæsilegum, löngum sendingum. Þessi hárprúði miðjumaður fékk oft mikinn tíma til að athafna sig í kvöld þar sem Guðmundur Karl, sem spilaði fyrir aftan Þóri Guðjónsson í framlínunni í kvöld, átti í vandræðum með að hlaupa með honum.Kristinn Jónsson lagði upp annað mark Breiðabliks.vísir/valliBlikar voru án framherja í kvöld þar sem Ellert Hreinsson var meiddur, en Arnþór Ari Atlason spilaði í framlínunni í hans stað þar sem Arnar Grétarsson á ekki annan framherja. Ekki furða að hann sé að reyna að fá Þorstein Má Ragnarsson frá KR. Það var þó ekkert slæmt að hafa Arnþór Ara frammi þar sem hann er hvort sem er alltaf mátulega líklegur til að skora af miðjunni með góðum hlaupum inn á teiginn. Tvö slík í fyrri hálfleik áttu mögulega að skila marki.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvelli í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Fjölnismenn voru í vandræðum inn á miðjunni, en miðjuspil þeirra var ekki í líkingu við það sem hefur verið í sumar. Enda engin furða þar sem Emil Pálsson er, eins og allir vita, farinn heim í FH og þá var Ólafur Páll Snorrason í leikbanni. Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Gunnar Már Guðmundsson spiluðu inn á miðjunni hjá Fjölni í kvöld og áttu, eins og svo mörg önnur lið, í miklum vandræðum með vel spilandi og snjalla miðju Breiðabliks. Sóknarlotur gestanna fóru flestar í gegnum kantana og þaðan komu sendingarnar á framherjana. Fjölnismenn komu sprækir út í seinni hálfleikinn en náðu aldrei að skapa sér nein dauðafæri. Vörn Breiðabliks áfram sterk. Smám saman komst Breiðablik aftur í takt við leikinn og skoraði annað markið á 72. mínútu. Eitt besta bakvarðapar landsins; Kristinn Jónsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson, skilaði því í hús. Arnór lúrði á fjærstönginni á meðan Kristinn Jónsson fór illa með Fjölnisvörnina og hitti svo kollinn á kollega sínum. Kristinn var góður í kvöld og spilaði sóknarhlutverkið af miklum móð á meðan Arnór hélt sig meira til baka. Mikið jafnvægi í leik þeirra tveggja en í kvöld var það Arnór sem skilaði marki með skynsamlegu hlaupi inn í teiginn. Fjölnismenn vöknuðu almennilega við annað markið og hófu mikla orrahríð að marki Blika. Það var einfaldlega of lítið og of seint. Gunnleifur hélt áfram að sjá um langskot gestanna sem hann hélt öllum í rigningunni. Grafarvogsliðið sýndi ágæta spretti við og við í kvöld en vantar að styrkja sig þegar glugginn opnar og það ætlar liðið að gera. Ekki annað hægt enda liðið búið að tapa þremur leikjum í röð í deildinni. Erlendur miðvörður og kantmaður mæta til leiks þegar glugginn opnar og þá hefur Pape Mamadou Faye verið að æfa með liðinu. Blikar þurftu ekki sinn besta leik til að klára Fjölni í kvöld. Leikjaálag liðsins er ekkert þannig ekki þarf mikið að bæta við sig. Fái liðið öflugan framherja og kannski einn afgerandi leikmann til sem spilar framarlega á vellinum getur Breiðablik tekið þátt í toppbaráttunni fram á haust. Það er alveg klárt.Arnar Grétarsson var ánægður með Arnþór Ara.vísir/valliArnar: Vonumst til að geta kynnt nýjan leikmann á næstu dögum "Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum en við fundum engar glufur á þeim," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við fréttamenn eftir leikinn. "Við réðum gangi mála en við áttum undir högg að sækja í seinni hálfleik og Gulli bjargar okkur þegar Damir hittir ekki boltann undir lok þess fyrri. Svo fengu þeir nokkur færi sem þeir hefðu getað nýtt en við vorum sem betur fer með topp markmann sem stóð sig vel í dag," sagði Arnar. Blikar voru betri í fyrri hálfleik en gekk illa að koma boltanum í netið. Oliver Sigurjónsson braut ísinn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. "Við þurftum á einhverju slíku að halda," sagði Arnar og brosti. "Stundum er þetta þannig að hlutirnir falla aðeins með sér. Það hefur ekki verið þannig í allt sumar, en kannski jafnast þetta aðeins út." Fjölnismenn reyndu mikið af langskotum og skotum yst úr teignum sem Gunnleifur Gunnleifsson, sem verður fertugur á morgun, varði. "Við vorum betri í fyrri hálfleik en Fjölnir setti á okkur pressu í seinni hálfleik. Við áttum skilið að sigra fannst mér en kannski ekki að halda hreinu. Það var gaman fyrir Gulla að spila svona vel þar sem hann heldur upp á afmælið sitt á morgun," sagði Arnar. Arnþór Ari Atlason spilaði sem framherji hjá Breiðabliki í kvöld og hefði getað skorað. Blikum vantar þó klárlega framherja og þeir eru að leita að einum slíkum. "Það er alveg vitað að við erum að leita að styrkingu fram á við. Ég vona við getum kynnt einhvern eftir nokkra daga. Ekkert er þó öruggt og því best að segja sem minnst. Ég vona innilega að það komi einhver inn í glugganum og hjálpar okkur því við þurfum á því að halda," sagði Arnar. "Mér fannst Arnþór Ari samt standa sig vel. Hann fékk dauðafæri í fyrri hálfleik og var að hlaupa og opna. Hann hefði getað skorað eitt eða tvö mörk. Það vantaði bara að skora. Hann leysti hlutverkið mjög vel," sagði Arnar Grétarsson.Gunnar Már Guðmundsson í baráttu við Höskuld Gunnlaugsson.vísir/valliÁgúst: Markvörðurinn þeirra maður leiksins "Það er týpíkst fyrir okkur að halda skipulagi og spila vel en fá mark beint í andlitið," sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leik. "Planið var að halda hreinu í dag en að fá svona mark á sig var erfitt. Við komum samt vel út í seinni hálfleikinn og vorum að skapa okkur fín færi." "Síðan fáum við klaufalegt mark á okkur þegar svona 20 mínútur voru eftir og þá var þetta erfitt fyrir okkur. En við héldum áfram og sköpum okkur fullt af færum. Ég er ósáttur að hafa ekki fengið mark í þetta," sagði Ágúst. Þjálfarinn var ekkert hrifinn af fullyrðingu blaðamanns um að meiri brodd hefði vantaði í teiginn hjá Fjölnismönnum sem reyndu mest skot af 15 metra færi. "Mér fannst við eiga þrjú til fjögur mjög góð færi. Markvörðurinn þeirra var nú kjörinn maður leiksins. Hann varði oft frábærlega," sagði Ágúst. Fjölnir er búinn að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og fjórum í öllum keppnum. Liðið hefur orðið fyrir skakkaföllum og er nú að bæta í hópinn fyrir seinni hluta Íslandsmótsins. "Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Nú koma nýir menn inn sem gefa okkur kraft til að vinna fótboltaleiki," sagði Ágúst. "Tveir menn eru tilbúnir sem koma inn í þetta og styrkja okkur. Þeir bætast við annars góðan hóp. Mótið er hálfnað og við erum með 17 stig sem enginn tekur af okkur. Nú er bara að halda áfram." "Það er hörku hafsent búinn að æfa með okkur og svo kemur Kennie Chopart á miðvikudaginn. Illugi Þór Gunnarsson er að spila sinn fyrsta leik í kvöld þannig við erum að styrkja okkur," sagði Ágúst Þór sem staðfesti einnig að Pape Mamadou Faye, sem hætti hjá Víkingi í maí, hefur æft með liðinu.Oliver fagnar sínu fyrsta marki í efstu deild.vísir/valliOliver: Sagði við Atla að ég myndi skora "Það var ekki mikið um færi framan af þannig það var gott að fá þetta mark. Það skiptir engu máli hvenær markið kemur, það er alltaf gott að skora," sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, við Vísi eftir leik. Oliver braut ísinn í kvöld með fallegu marki beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu. Hann skaut með hægri færi hægra megin við teiginn þar sem Atli Sigurjónsson virtist klár að spyrna með þeim vinstri. "Hann spurði hvort þetta væri ekki sín megin en ég sagði að ég væri að fara að skora. Ég tel mig vera betri þarna megin þannig ég ákvað að smella boltanum á markið og það var gott að sjá boltann í netinu," sagði Oliver sem játti því að Fjölnismenn voru betri í byrjun seinni hálfleiks. "Við ætluðum að koma dýrvitlausir til leiks því við vissum að þeir myndu mæta brjálaðir. Þeir voru sterkir framan af í seinni hálfleik en við erum svo sterkir til baka," sagði Oliver. "Allir erum við grjótharðir þarna í vörninni með Gulla í markinu og mig fyrir framan. Allt liðið í heild verst vel. Ef við erum svona sterkir til baka og höldum hreinu er meiri möguleiki á að við vinnum fótboltaleiki." Blikar eru í þriðja sæti eftir ellefu umferðir aðeins tveimur stigum frá toppliði FH. Oliver segir liðið nógu gott til að taka þátt í toppbaráttunni til enda. "Við erum nógu góðir. Við settum okkur það markmið að vera í einu af þremur efstu sætunum. Við teljum okkur vera með mjög gott lið og ef við erum áfram svona sterkir til baka og klárum færin okkar þá vinnum við fleiri leiki í sumar," sagði Oliver Sigurjónsson.vísir/valli
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Hákon og Mannone hetjurnar Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti