Umfjöllun, viðtöl og einkunnir : Stjarnan - Breiðablik 3-2 Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. september 2013 13:20 Stjörnumenn gulltryggðu farseðil í evrópukeppni á næsta ári með 3-2 sigri á Blikum á Samsung vellinum í dag. Mikið fjör var í leiknum og komu fjögur mörk í fyrri hálfleik. Blikar einfaldlega þurftu á stigunum þremur fyrir leikinn, það munaði fjórum stigum á liðunum fyrir leikinn þegar tvær umferðir voru eftir. Jafntefli myndi duga Stjörnumönnum sem fara í Kaplakrikann í lokaumferðinni. Fyrri hálfleikur var af bestu sort, Blikar náðu forskotinu eftir aðeins tæplega tíu mínútur þegar Tómas Óli Garðarsson átti fast skot af fjærstöng sem Ingvar Jónsson réði ekki við. Þetta virtist hinsvegar vekja heimamenn sem svöruðu með þremur mörkum. Veigar Páll skoraði fyrsta markið og Halldór Orri bætti við tveimur mörkum með frábærum afgreiðslum. Blikar fengu sannkallaða draumabyrjun í seinni hálfleik, eftir aðeins rúmlega eina og hálfa mínútu minnkaði Árni Vilhjálmsson metin með góðum skalla. Lengra komust Blikar hins vegar ekki, heimamenn skelltu í lás og fengu hættulegri færi þegar Blikar færðu sig framar á völlinn en hvorugu liðinu tókst þó að bæta við. Sterkur sigur hjá Stjörnumönnum sem gulltryggðu evrópusæti að ári með sigrinum á heimavelli. Halldór Orri var maður leiksins með tvö mörk en Veigar Páll gaf honum ekkert eftir. Veigar skoraði eitt og lagði upp annað ásamt því að vera sívinnandi fyrir aftan Garðar. Með sigrinum geta Stjörnumenn farið rólegir í næsta leik í Kaplakrika þar sem þeir eiga enn möguleika á að ná öðru sætinu af FH. Blikar hljóta hins vegar að vera svekktir, eftir góða byrjun á mótinu kom slakur kafli seinni part móts sem á endanum reyndist dýr. Logi: Þreytist ekki á því að þakka stuðninginn í sumar„Þetta er stórkostlegt, við settum okkur markmið að ná evrópusæti og við náðum því. Við unnum Blika sem Stjarnan hefur verið í basli með undanfarið,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við höfum unnið bug á ýmsum draugagangi sem hefur verið í Garðabæ, bæði hjá okkur og gegn öðrum liðum. Þetta er vonandi búið í bili og það er frábært,“ Þetta var þriðja árið í röð sem liðin mætast undir lok móts upp á evrópusæti. „Ég vill ekki kalla þetta hefndarhug, við förum í alla leiki til að vinna og menn nálguðust þetta af miklum eldmóð. Við héldum þetta út og náðum að skapa nokkur færi sem hefði klárað þetta endanlega. Það skiptir engu máli núna, við unnum og erum ánægðir með það,“ Heimamenn fengu nokkur ágætis færi til að gera út um leikinn en náðu ekki að klára þau. „Við gengum inn í þetta mót að spila góðan varnarleik og það hefur kannski komið niður á því að við höfum ekki skorað eins mörg mörk og áður. Við höfum fengið góð færi, reynum að enda allar sóknir á skotum en hefðum gjarnan mátt skora fleiri mörk bæði í dag og í sumar,“ Blikar voru ekki lengi að svara í seinni hálfleik, eftir aðeins eina og hálfa mínútu var munurinn kominn niður í 1 mark. „Það eru hamskipti í liðinu í fyrri hálfleik þegar við skorum þrjú mörk eftir að hafa lent undir. Svo fáum við pressu á okkur strax í upphafi seinni hálfleiks en aðlöguðum okkur að því. Við þurftum að fara í plan B og leggja meiri áherslu á skipulagið frekar en nokkur sinnum fyrr,“ Þetta var síðasti leikur liðsins á Samsung vellinum í sumar og var Logi þakklátur stuðninginn í sumar. „Það er frábært að klára þetta hérna og ég þreytist ekki á því að þakka þeim fyrir stuðninginn á tímabilinu. Við eigum einn leik eftir í Hafnafirði og ég vona að menn geri sér ferð í þann leik sem verður hreinn og beinn úrslitaleikur um annað sætið í mótinu,“ sagði Logi. Ólafur: Óska Stjörnunni til hamingju„Ég vill bara byrja á að óska Stjörnunni til hamingju með að hafa unnið þennan leik og tryggt sér sæti í Evrópudeildinni. Þetta er skemmtilegt verkefni fyrir öll lið og þeir eru vel að því komnir,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Það eru auðvitað vonbrigði að hafa ekki náð evrópusætinu í ár, við töpuðum þessu ekki hér í dag. Við vorum 3-1 undir í hálfleik og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en vantaði einhverja sentímetra til að jafna þetta,“ Blikar fengu sannkallaða óskabyrjun í báðum hálfleikjum, í fyrri hálfleik skoruðu þeir eftir tæplega tíu mínútur en í þeim seinni eftir aðeins tvær. Þeir náðu hinsvegar ekki að fylgja því eftir. „Fyrsta markið í leiknum vakti þá til lífsins og við það misstum við alveg andann, þeir komast við það í góða stöðu. Markið í seinni hálfleik gaf okkur smá von en þeir náðu að halda út. Ég gef strákunum mínum mikið kredit, þeir héldu áfram alveg fram á lokasekúndur leiksins.“ „Við vorum ringlaðir í fyrri hálfleik þegar þeir skoruðu. Við vorum að tapa mörgum einn á einn einvígjum og ég var óánægður með það. Við vorum einfaldlega ekki að mæta þeim en við mættum þeim í seinni hálfleik,“ Þetta var þriðja árið í röð sem liðin mætast undir lok móts þar sem sæti í Evrópudeildinni liggur undir. „Taflan lýgur ekki, Stjarnan er í þriðja sæti og það er verðskuldað rétt eins og þegar við vorum fyrir ofan þá. Þetta snýst ekki bara um okkar leiki, þetta er staðan eftir heilt mót og við náðum ekki í nægilega mörg stig til að ná í eitt af efstu þremur sætunum.“ „Öll stig sem við misstum kosta og yfir allt sumarið náðum við ekki í nægilega mörg stig. Núna þurfum við að líta á hvernig stendur á því og hvað við hefðum getað gert betur,“ sagði Ólafur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Stjörnumenn gulltryggðu farseðil í evrópukeppni á næsta ári með 3-2 sigri á Blikum á Samsung vellinum í dag. Mikið fjör var í leiknum og komu fjögur mörk í fyrri hálfleik. Blikar einfaldlega þurftu á stigunum þremur fyrir leikinn, það munaði fjórum stigum á liðunum fyrir leikinn þegar tvær umferðir voru eftir. Jafntefli myndi duga Stjörnumönnum sem fara í Kaplakrikann í lokaumferðinni. Fyrri hálfleikur var af bestu sort, Blikar náðu forskotinu eftir aðeins tæplega tíu mínútur þegar Tómas Óli Garðarsson átti fast skot af fjærstöng sem Ingvar Jónsson réði ekki við. Þetta virtist hinsvegar vekja heimamenn sem svöruðu með þremur mörkum. Veigar Páll skoraði fyrsta markið og Halldór Orri bætti við tveimur mörkum með frábærum afgreiðslum. Blikar fengu sannkallaða draumabyrjun í seinni hálfleik, eftir aðeins rúmlega eina og hálfa mínútu minnkaði Árni Vilhjálmsson metin með góðum skalla. Lengra komust Blikar hins vegar ekki, heimamenn skelltu í lás og fengu hættulegri færi þegar Blikar færðu sig framar á völlinn en hvorugu liðinu tókst þó að bæta við. Sterkur sigur hjá Stjörnumönnum sem gulltryggðu evrópusæti að ári með sigrinum á heimavelli. Halldór Orri var maður leiksins með tvö mörk en Veigar Páll gaf honum ekkert eftir. Veigar skoraði eitt og lagði upp annað ásamt því að vera sívinnandi fyrir aftan Garðar. Með sigrinum geta Stjörnumenn farið rólegir í næsta leik í Kaplakrika þar sem þeir eiga enn möguleika á að ná öðru sætinu af FH. Blikar hljóta hins vegar að vera svekktir, eftir góða byrjun á mótinu kom slakur kafli seinni part móts sem á endanum reyndist dýr. Logi: Þreytist ekki á því að þakka stuðninginn í sumar„Þetta er stórkostlegt, við settum okkur markmið að ná evrópusæti og við náðum því. Við unnum Blika sem Stjarnan hefur verið í basli með undanfarið,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við höfum unnið bug á ýmsum draugagangi sem hefur verið í Garðabæ, bæði hjá okkur og gegn öðrum liðum. Þetta er vonandi búið í bili og það er frábært,“ Þetta var þriðja árið í röð sem liðin mætast undir lok móts upp á evrópusæti. „Ég vill ekki kalla þetta hefndarhug, við förum í alla leiki til að vinna og menn nálguðust þetta af miklum eldmóð. Við héldum þetta út og náðum að skapa nokkur færi sem hefði klárað þetta endanlega. Það skiptir engu máli núna, við unnum og erum ánægðir með það,“ Heimamenn fengu nokkur ágætis færi til að gera út um leikinn en náðu ekki að klára þau. „Við gengum inn í þetta mót að spila góðan varnarleik og það hefur kannski komið niður á því að við höfum ekki skorað eins mörg mörk og áður. Við höfum fengið góð færi, reynum að enda allar sóknir á skotum en hefðum gjarnan mátt skora fleiri mörk bæði í dag og í sumar,“ Blikar voru ekki lengi að svara í seinni hálfleik, eftir aðeins eina og hálfa mínútu var munurinn kominn niður í 1 mark. „Það eru hamskipti í liðinu í fyrri hálfleik þegar við skorum þrjú mörk eftir að hafa lent undir. Svo fáum við pressu á okkur strax í upphafi seinni hálfleiks en aðlöguðum okkur að því. Við þurftum að fara í plan B og leggja meiri áherslu á skipulagið frekar en nokkur sinnum fyrr,“ Þetta var síðasti leikur liðsins á Samsung vellinum í sumar og var Logi þakklátur stuðninginn í sumar. „Það er frábært að klára þetta hérna og ég þreytist ekki á því að þakka þeim fyrir stuðninginn á tímabilinu. Við eigum einn leik eftir í Hafnafirði og ég vona að menn geri sér ferð í þann leik sem verður hreinn og beinn úrslitaleikur um annað sætið í mótinu,“ sagði Logi. Ólafur: Óska Stjörnunni til hamingju„Ég vill bara byrja á að óska Stjörnunni til hamingju með að hafa unnið þennan leik og tryggt sér sæti í Evrópudeildinni. Þetta er skemmtilegt verkefni fyrir öll lið og þeir eru vel að því komnir,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Það eru auðvitað vonbrigði að hafa ekki náð evrópusætinu í ár, við töpuðum þessu ekki hér í dag. Við vorum 3-1 undir í hálfleik og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en vantaði einhverja sentímetra til að jafna þetta,“ Blikar fengu sannkallaða óskabyrjun í báðum hálfleikjum, í fyrri hálfleik skoruðu þeir eftir tæplega tíu mínútur en í þeim seinni eftir aðeins tvær. Þeir náðu hinsvegar ekki að fylgja því eftir. „Fyrsta markið í leiknum vakti þá til lífsins og við það misstum við alveg andann, þeir komast við það í góða stöðu. Markið í seinni hálfleik gaf okkur smá von en þeir náðu að halda út. Ég gef strákunum mínum mikið kredit, þeir héldu áfram alveg fram á lokasekúndur leiksins.“ „Við vorum ringlaðir í fyrri hálfleik þegar þeir skoruðu. Við vorum að tapa mörgum einn á einn einvígjum og ég var óánægður með það. Við vorum einfaldlega ekki að mæta þeim en við mættum þeim í seinni hálfleik,“ Þetta var þriðja árið í röð sem liðin mætast undir lok móts þar sem sæti í Evrópudeildinni liggur undir. „Taflan lýgur ekki, Stjarnan er í þriðja sæti og það er verðskuldað rétt eins og þegar við vorum fyrir ofan þá. Þetta snýst ekki bara um okkar leiki, þetta er staðan eftir heilt mót og við náðum ekki í nægilega mörg stig til að ná í eitt af efstu þremur sætunum.“ „Öll stig sem við misstum kosta og yfir allt sumarið náðum við ekki í nægilega mörg stig. Núna þurfum við að líta á hvernig stendur á því og hvað við hefðum getað gert betur,“ sagði Ólafur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira