Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 2-1 | FH-ingar þurfa að bíða Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kópavogsvelli skrifar 20. september 2015 19:00 Damir Muminovic fagnar markinu sem kom Blikum í 2-1. vísir/anton FH tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þar sem að liðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli, 2-1. Blikar tryggðu þar með að liðið á enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum auk þess sem að það er búið að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppninni á næstu leiktíð. FH er á toppnum með 45 stig og Breiðablik er í öðru sæti með 40 stig þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. Aðeins Blikar geta náð FH-ingum úr þessu en Hafnfirðingar, sem höfðu unnið sjö leiki í röð fyrir leik dagsins, þurfa tvö stig til viðbótar til að gulltryggja sér titilinn - eða hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. Eftir rólega viðureign framan af komu öll mörk leiksins á sex mínútna kafla undir lokin. Atli Guðnason kom FH yfir með góðu skoti en Jonathan Glenn og Damir Muminovic tryggðu Breiðabliki sigur. Atli Sigurjónsson lagði upp bæði mörk Blika í leiknum.Rólegur fyrri hálfleikur Eftir fína byrjun þar sem bæði náðu að byggja upp fínar sóknir fór að draga af leikmönnum. Gunnleifur Gunnleifsson varði vel frá þeim Jonathan Hendrickx og Steven Lennon snemma í leiknum en þar fyrir utan gekk liðunum illa að skapa hættu í teig andstæðingsins. Staðan því markalaus í hálfleik en athygli vakti að vinstri vængur Breiðabliks, með þá Kristin Jónsson og Höskuld Gunnlaugsson, hafði óvenjulega hægt um sig framan af leik. Blikar vörðust þar að auki vel og Gunnleifur var vel á verði fyrir aftan þétta varnarlínu heimamanna. Bjarni Þór Viðarsson var nálægt því að skora fyrir FH þegar síðari hálfleikur var nýhafinn en skalli hans fór framhjá markinu af stuttu færi. Breiðablik svaraði með því að setja aðeins meiri kraft í sinn leik en fyrir utan færi Atla Sigurjónssonar á 62. mínútu, er hann rétt svo missti af sendingu Arnórs Sveins Aðalsteinssonar, gekk heimamönnum illa að búa sér til marktækifæri.Stíflan brast FH-ingar voru heldur ekki að skapa sér mörg færi en skot Jeremy Serwy á 68. mínútu var þó ekki langt frá því að hafna í netinu. En Gunnleifur þurfti loksins að játa sig sigraðan er Atli Guðnason skoraði með frábæru skoti á 72. mínútu. Færið kom nánast úr engu en Atli virtist þar með hafa náð að tryggja FH-ingum titilinn endanlega með sínu 60. marki í efstu deild. En annað kom á daginn. Atli Sigurjónsson kom með tvær frábærar fyrirgjafir inn á teiginn með fjögurra mínútna millibili stuttu síðar og báðar enduðu þær sem stoðsendingar. Fyrst skoraði Jonathan Glenn með skalla og svo Damir Muminovic. Bæði lið sóttu eftir þetta en niðurstaðan var sigur Breiðabliks sem Kópavogsbúar fögnuðu mjög. FH-ingar gengu svekktir af velli en vita sem er að það þyrfti stórslys til að missa titilinn frá sér úr þessu, enda forysta liðsins á toppnum enn myndarleg. Atli Sigurjónsson átti frábæran leik fyrir Breiðablik í dag og náði að ógna mikið af hægri kantinum. Varnarleikur Blika var góður en FH-ingar sýndu þó á köflum að þeir hafa gæði til að brjóta hvaða vörn sem er niður. FH getur tryggt sér titilinn á heimavelli um næstu umferð er liðið mætir Fjölni. FH-ingar leika svo gegn Fylki í lokaumferðinni.Davíð Þór: Aulaskapur varð okkur að falli Davíð Þór viðarsson, fyrirliði FH, var svekktur með að hafa tapað leiknum gegn Breiðabliki í dag og þar með mistekist, í bili, að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvað fór úrskeðis. við héldum að þetta væri komið. Við fengum tvö keimlík mörk á okkur,“ sagði Davíð Þór eftir að leiknum lauk. „Að við, með okkar hæð og reynslu, hafi ekki náð að bægja þessari hættu frá er dapurt.“ Hann segir að það hafi verið lagt upp með að vinna leikinn - ekki halda markalausu jafntefli. „Við vorum sterkari aðilinn framan af, þangað til að við skoruðum markið. Þá ósjálfrátt gefum við eftir og við fengum að súpa seyðið af því.“ Breiðablik spilaði þéttan varnarleik í dag en Davíð segir að FH-ingum hafi gengið ágætlega að opna vörn Blikanna. „Við fengum fullt af möguleikum, þó svo að það hafi ekki verið mörg dauðafæri í leiknum. Það var ekkert yfir því að kvarta. Það er bara lélegt hjá jafn miklu reynslumiklu liði og FH að klára ekki málið í stöðunni 1-0.“ „Við getum svekkt okkur á þessu í kvöld en það er svo æfing á morgun og þá verðum við að gíra okkur upp í leikinn á laugardaginn. Það eru tveir leikir eftir og við ætlum að vinna þá báða.“ „Við vildum klára þetta í dag en okkar eigin aulaskapur varð okkur að falli.“Arnar: Langsóttur draumur Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var kampakátur eftir að hans menn unnu góðan sigur á FH á Kópavogsvelli í dag. „Það er alltaf góður dagur þegar manni tekst að vinna FH. Það var svo markmið okkar fyrir mót að ná Evrópusæti og gott að hafa tryggt það í dag,“ sagði Arnar sem segir það góða tilfinningu að vera með fjögurra stiga forystu á næsta lið. „Næsta markmið er að taka þrjú stig í næsta leik og þá tryggjum við annað sætið. Við sjáum svo hvað gerist með FH. Ég á ekki von á því að þeir klúðri sínum málum enda með allt of gott lið til þess.“ „En á meðan það er möguleiki þá höldum við áfram að reyna. En ég held að það sé langsóttur draumur.“ Hann segir að hans leikmenn hafi sýnt mikinn vilja í leiknum í kvöld. „Það var mikil barátta í leiknum og kannski ekki mikið um opin færi. En við fengum vítamínssprautu við það að lenda undir og skoruðum tvö mörk og fannst líklegri að bæta við. Við vorum sterkari aðilinn í seinni hálfleik.“ „Allir töluðu um FH fyrir leikinn og að FH gæti tryggt sér titilinn. En við vorum að keppa að því að tryggja okkur Evrópusæti og virkilega ánægjulegt að það hafi tekist.“ „Ég er sáttur við mannskapinn og stöðuna á liðinu. Við ætlum okkur að klára okkar leiki með stæl og enda með eins mörg stig og við getum.“ Arnar segir að hann hafi viljað fá meiri kraft í leik sinna manna eftir fyrri hálfleikinn. „Þeir áttu að halda áfram og gera meira af því sama og þeir höfðu gert framan af leik. Ég vildi fá meiri pressu á boltamanninn og reyna að komast aftur fyrir þá.“ „Ég vildi sækja á Pétur sem var kominn á gult spjald og fara aftur fyrir hann. En að halda sama skipulagi því þeir voru ekki að opna okkur mikið í fyrri hálfleik.“Heimir: Menn fóru að horfa á klukkuna Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði erfitt að benda á hvað hafi farið úrskeðis eftir að Hafnfirðingar komust yfir gegn Breiðabliki í kvöld. Með tapinu í kvöld mistókst FH-ingum að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Hafnfirðnigar eru þó með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar þegar sex stig eru eftir í pottinum. „Mér fannst við hætta að gera það sem var búið að virka vel fyrir okkur í leiknum þar til að við skoruðum,“ sagði Heimir eftir leikinn. „Við sköpuðum okkur góð færi og komumst sanngjarnt yfir. En svo fóru menn að horfa á klukkuna og biðu eftir því að leikurinn myndi klárast. Blikarnir gengu á lagið.“ Hann segir að mikilvægi leiksins hafi ekki haft áhrif á hans leikmenn. „Við byrjuðum sterkt og spiluðum virkilega vel. Leikplanið hjá Blikum var að liggja til baka og vonast eftir því að við myndum gera mistök og sækja svo hratt á okkur.“ „Við náðum að loka ágætlega á það. Þeir náðu ekki að skapa sér mörg færi. En við eigum að vera með reynslumikið lið sem á að geta klárað leiki eftir að komast yfir. Það á að vera hvetjandi fremur en letjandi að komast yfir.“ Hann segir að FH fái ekki oft á sig mörk eins og Breiðablik skoraði í kvöld. „Við vorum ekki nógu nálægt Atla Sigurjónssyni. Hann er góður spyrnumaður,“ sagði Heimir sem segir að tapið setji ekki meiri pressu á FH-inga fyrir síðustu umferðirnar. „Það er auðvitað þannig að alvöru menn vilja komast sem fyrst í mark. Það gekk ekki í dag en við fáum annan möguleika á laugardaginn gegn Fjölni. Við þurfum að æfa vel í vikunni og klára þá.“ „Við höfum verið í þessari stöðu áður og þekkjum hana vel. Við getum dregið lærdóm af þessum leik - maður er alltaf að læra.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
FH tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þar sem að liðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli, 2-1. Blikar tryggðu þar með að liðið á enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum auk þess sem að það er búið að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppninni á næstu leiktíð. FH er á toppnum með 45 stig og Breiðablik er í öðru sæti með 40 stig þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. Aðeins Blikar geta náð FH-ingum úr þessu en Hafnfirðingar, sem höfðu unnið sjö leiki í röð fyrir leik dagsins, þurfa tvö stig til viðbótar til að gulltryggja sér titilinn - eða hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. Eftir rólega viðureign framan af komu öll mörk leiksins á sex mínútna kafla undir lokin. Atli Guðnason kom FH yfir með góðu skoti en Jonathan Glenn og Damir Muminovic tryggðu Breiðabliki sigur. Atli Sigurjónsson lagði upp bæði mörk Blika í leiknum.Rólegur fyrri hálfleikur Eftir fína byrjun þar sem bæði náðu að byggja upp fínar sóknir fór að draga af leikmönnum. Gunnleifur Gunnleifsson varði vel frá þeim Jonathan Hendrickx og Steven Lennon snemma í leiknum en þar fyrir utan gekk liðunum illa að skapa hættu í teig andstæðingsins. Staðan því markalaus í hálfleik en athygli vakti að vinstri vængur Breiðabliks, með þá Kristin Jónsson og Höskuld Gunnlaugsson, hafði óvenjulega hægt um sig framan af leik. Blikar vörðust þar að auki vel og Gunnleifur var vel á verði fyrir aftan þétta varnarlínu heimamanna. Bjarni Þór Viðarsson var nálægt því að skora fyrir FH þegar síðari hálfleikur var nýhafinn en skalli hans fór framhjá markinu af stuttu færi. Breiðablik svaraði með því að setja aðeins meiri kraft í sinn leik en fyrir utan færi Atla Sigurjónssonar á 62. mínútu, er hann rétt svo missti af sendingu Arnórs Sveins Aðalsteinssonar, gekk heimamönnum illa að búa sér til marktækifæri.Stíflan brast FH-ingar voru heldur ekki að skapa sér mörg færi en skot Jeremy Serwy á 68. mínútu var þó ekki langt frá því að hafna í netinu. En Gunnleifur þurfti loksins að játa sig sigraðan er Atli Guðnason skoraði með frábæru skoti á 72. mínútu. Færið kom nánast úr engu en Atli virtist þar með hafa náð að tryggja FH-ingum titilinn endanlega með sínu 60. marki í efstu deild. En annað kom á daginn. Atli Sigurjónsson kom með tvær frábærar fyrirgjafir inn á teiginn með fjögurra mínútna millibili stuttu síðar og báðar enduðu þær sem stoðsendingar. Fyrst skoraði Jonathan Glenn með skalla og svo Damir Muminovic. Bæði lið sóttu eftir þetta en niðurstaðan var sigur Breiðabliks sem Kópavogsbúar fögnuðu mjög. FH-ingar gengu svekktir af velli en vita sem er að það þyrfti stórslys til að missa titilinn frá sér úr þessu, enda forysta liðsins á toppnum enn myndarleg. Atli Sigurjónsson átti frábæran leik fyrir Breiðablik í dag og náði að ógna mikið af hægri kantinum. Varnarleikur Blika var góður en FH-ingar sýndu þó á köflum að þeir hafa gæði til að brjóta hvaða vörn sem er niður. FH getur tryggt sér titilinn á heimavelli um næstu umferð er liðið mætir Fjölni. FH-ingar leika svo gegn Fylki í lokaumferðinni.Davíð Þór: Aulaskapur varð okkur að falli Davíð Þór viðarsson, fyrirliði FH, var svekktur með að hafa tapað leiknum gegn Breiðabliki í dag og þar með mistekist, í bili, að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvað fór úrskeðis. við héldum að þetta væri komið. Við fengum tvö keimlík mörk á okkur,“ sagði Davíð Þór eftir að leiknum lauk. „Að við, með okkar hæð og reynslu, hafi ekki náð að bægja þessari hættu frá er dapurt.“ Hann segir að það hafi verið lagt upp með að vinna leikinn - ekki halda markalausu jafntefli. „Við vorum sterkari aðilinn framan af, þangað til að við skoruðum markið. Þá ósjálfrátt gefum við eftir og við fengum að súpa seyðið af því.“ Breiðablik spilaði þéttan varnarleik í dag en Davíð segir að FH-ingum hafi gengið ágætlega að opna vörn Blikanna. „Við fengum fullt af möguleikum, þó svo að það hafi ekki verið mörg dauðafæri í leiknum. Það var ekkert yfir því að kvarta. Það er bara lélegt hjá jafn miklu reynslumiklu liði og FH að klára ekki málið í stöðunni 1-0.“ „Við getum svekkt okkur á þessu í kvöld en það er svo æfing á morgun og þá verðum við að gíra okkur upp í leikinn á laugardaginn. Það eru tveir leikir eftir og við ætlum að vinna þá báða.“ „Við vildum klára þetta í dag en okkar eigin aulaskapur varð okkur að falli.“Arnar: Langsóttur draumur Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var kampakátur eftir að hans menn unnu góðan sigur á FH á Kópavogsvelli í dag. „Það er alltaf góður dagur þegar manni tekst að vinna FH. Það var svo markmið okkar fyrir mót að ná Evrópusæti og gott að hafa tryggt það í dag,“ sagði Arnar sem segir það góða tilfinningu að vera með fjögurra stiga forystu á næsta lið. „Næsta markmið er að taka þrjú stig í næsta leik og þá tryggjum við annað sætið. Við sjáum svo hvað gerist með FH. Ég á ekki von á því að þeir klúðri sínum málum enda með allt of gott lið til þess.“ „En á meðan það er möguleiki þá höldum við áfram að reyna. En ég held að það sé langsóttur draumur.“ Hann segir að hans leikmenn hafi sýnt mikinn vilja í leiknum í kvöld. „Það var mikil barátta í leiknum og kannski ekki mikið um opin færi. En við fengum vítamínssprautu við það að lenda undir og skoruðum tvö mörk og fannst líklegri að bæta við. Við vorum sterkari aðilinn í seinni hálfleik.“ „Allir töluðu um FH fyrir leikinn og að FH gæti tryggt sér titilinn. En við vorum að keppa að því að tryggja okkur Evrópusæti og virkilega ánægjulegt að það hafi tekist.“ „Ég er sáttur við mannskapinn og stöðuna á liðinu. Við ætlum okkur að klára okkar leiki með stæl og enda með eins mörg stig og við getum.“ Arnar segir að hann hafi viljað fá meiri kraft í leik sinna manna eftir fyrri hálfleikinn. „Þeir áttu að halda áfram og gera meira af því sama og þeir höfðu gert framan af leik. Ég vildi fá meiri pressu á boltamanninn og reyna að komast aftur fyrir þá.“ „Ég vildi sækja á Pétur sem var kominn á gult spjald og fara aftur fyrir hann. En að halda sama skipulagi því þeir voru ekki að opna okkur mikið í fyrri hálfleik.“Heimir: Menn fóru að horfa á klukkuna Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði erfitt að benda á hvað hafi farið úrskeðis eftir að Hafnfirðingar komust yfir gegn Breiðabliki í kvöld. Með tapinu í kvöld mistókst FH-ingum að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Hafnfirðnigar eru þó með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar þegar sex stig eru eftir í pottinum. „Mér fannst við hætta að gera það sem var búið að virka vel fyrir okkur í leiknum þar til að við skoruðum,“ sagði Heimir eftir leikinn. „Við sköpuðum okkur góð færi og komumst sanngjarnt yfir. En svo fóru menn að horfa á klukkuna og biðu eftir því að leikurinn myndi klárast. Blikarnir gengu á lagið.“ Hann segir að mikilvægi leiksins hafi ekki haft áhrif á hans leikmenn. „Við byrjuðum sterkt og spiluðum virkilega vel. Leikplanið hjá Blikum var að liggja til baka og vonast eftir því að við myndum gera mistök og sækja svo hratt á okkur.“ „Við náðum að loka ágætlega á það. Þeir náðu ekki að skapa sér mörg færi. En við eigum að vera með reynslumikið lið sem á að geta klárað leiki eftir að komast yfir. Það á að vera hvetjandi fremur en letjandi að komast yfir.“ Hann segir að FH fái ekki oft á sig mörk eins og Breiðablik skoraði í kvöld. „Við vorum ekki nógu nálægt Atla Sigurjónssyni. Hann er góður spyrnumaður,“ sagði Heimir sem segir að tapið setji ekki meiri pressu á FH-inga fyrir síðustu umferðirnar. „Það er auðvitað þannig að alvöru menn vilja komast sem fyrst í mark. Það gekk ekki í dag en við fáum annan möguleika á laugardaginn gegn Fjölni. Við þurfum að æfa vel í vikunni og klára þá.“ „Við höfum verið í þessari stöðu áður og þekkjum hana vel. Við getum dregið lærdóm af þessum leik - maður er alltaf að læra.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira