Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 3-0 | Blikar geta andað léttar Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 18. ágúst 2014 16:13 Árni Vilhjálmsson og Tómas Óli Garðarsson, leikmenn Breiðabliks. vísir/daníel Blikar unnu magnaðan sigur á Fram, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu á síðasta stundarfjórðungnum og Blikar í mun betri málum í deildinni eftir leikinn í kvöld. Liðið er allt í einu komið í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig. Framarar sem fyrr í næstneðsta sæti. Heimamenn byrjuðu leikinn virkilega vel og óðu strax í færum alveg frá fyrstu mínútu. Leikmenn liðsins voru vel stemmdir en það vantaði loka höggið til að koma boltanum í netið. Framarar voru ekki mættir fyrsta hálftímann í fyrri hálfleiknum en komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins fékk Haukur Baldvinsson, leikmaður Fram og fyrrum leikmaður Breiðabliks, langbesta færi fyrri hálfleiksins. Hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Viktori Bjarka en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki heimamanna. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur bragðdaufari og það var greinilegt að hvorugt liðið vildi tapa hér í kvöld. Menn voru ekki tilbúnir að taka mikla áhættu og það sást greinilega á leik beggja liða. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum fór allt í gang og rúmlega það. Eitt magnaðasta atvik sumarsins átti eftir að líta dagsins ljós. Framarar áttu aukaspyrnu og Hafsteinn Briem rúllaði boltanum til baka á Denis Cardaklija, markvörð Fram, og ætlaði greinilega að Denis myndi taka spyrnuna. Árni Vilhjálmsson aftur á móti hljóp að boltanum, tók hann og skoraði nánast í autt markið. Framarar urðu alveg brjálaðir en staðan orðin 1-0. Framarar voru heldur betur vankaðir eftir atvikið og aðeins tveim mínútum síðar skoraði Guðjón Pétur Lýðsson mark beint úr aukaspyrnu. Þröngt færi og Denis Cardaklija reiknaði greinilega með fyrirgjöf og boltinn sigldi aftur á móti bara rólega í netið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði síðan Elfar Árni Aðalsteinsson þriðja mark Blika eftir frábæra stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni. Allt í einu var staðan orðin 3-0 en rétt áður leit allt úr fyrir að leiknum myndu ljúka með markalausu jafntefli. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika sem skjótast upp í sjöunda sætið. Bjarni: Full stórt tap„Þetta er kannski fullt stórt tap,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en eigum samt sem áður tvö mjög fín færi til að skora. Síðan komum við ekki alveg nægilega vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn en mér fannst eins og við værum að vinna okkur inn í leikinn en þá gefum við þeim mark.“ Bjarni segir að eftir markið hafi allt opnast hjá liðinu og mörkin komið hvert á eftir öðru. Bjarni var ekki sáttur með fyrsta markið sem liðið fékk á sig. „Þarna kemur inn í leikinn skilningur dómarans. Það var ljóst að minn maður var ekki að taka aukaspyrnuna, ef hann hefði gert það hefði hann sent boltann þéttingsfast til baka. Það hefði enginn sagt neitt ef dómarinn hefði bara látið okkur taka spyrnuna aftur.“ Árni Vil: Þeir voru ekki að skilja hvorn annan„Þetta var algjör bikarúrslitaleikur fyrir okkur,“ segir Árni Vilhjálmsson, framherji Blika, eftir leikinn. Árni skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Við erum gríðarlega sáttir með það að halda hreinu og skora þessi þrjú mörk.“ Árni segir að stigin séu heldur betur kærkomin. „Maður fann það í upphitun hvað það var góð stemmning í hópnum.“ Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem var nokkuð skrautlegt. „Þeir tóku aukaspyrnuna og voru einfaldlega ekki að skilja hvorn annan. Ég var fljótur að átta mig á þessu, náði boltanum og setti hann framhjá markverðinu.“ „Við getum samt sem áður alls ekkert farið að slaka á núna, næsti leikur verður alveg jafn mikilvægur og þessi og menn verða halda áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Blikar unnu magnaðan sigur á Fram, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu á síðasta stundarfjórðungnum og Blikar í mun betri málum í deildinni eftir leikinn í kvöld. Liðið er allt í einu komið í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig. Framarar sem fyrr í næstneðsta sæti. Heimamenn byrjuðu leikinn virkilega vel og óðu strax í færum alveg frá fyrstu mínútu. Leikmenn liðsins voru vel stemmdir en það vantaði loka höggið til að koma boltanum í netið. Framarar voru ekki mættir fyrsta hálftímann í fyrri hálfleiknum en komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins fékk Haukur Baldvinsson, leikmaður Fram og fyrrum leikmaður Breiðabliks, langbesta færi fyrri hálfleiksins. Hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Viktori Bjarka en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki heimamanna. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur bragðdaufari og það var greinilegt að hvorugt liðið vildi tapa hér í kvöld. Menn voru ekki tilbúnir að taka mikla áhættu og það sást greinilega á leik beggja liða. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum fór allt í gang og rúmlega það. Eitt magnaðasta atvik sumarsins átti eftir að líta dagsins ljós. Framarar áttu aukaspyrnu og Hafsteinn Briem rúllaði boltanum til baka á Denis Cardaklija, markvörð Fram, og ætlaði greinilega að Denis myndi taka spyrnuna. Árni Vilhjálmsson aftur á móti hljóp að boltanum, tók hann og skoraði nánast í autt markið. Framarar urðu alveg brjálaðir en staðan orðin 1-0. Framarar voru heldur betur vankaðir eftir atvikið og aðeins tveim mínútum síðar skoraði Guðjón Pétur Lýðsson mark beint úr aukaspyrnu. Þröngt færi og Denis Cardaklija reiknaði greinilega með fyrirgjöf og boltinn sigldi aftur á móti bara rólega í netið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði síðan Elfar Árni Aðalsteinsson þriðja mark Blika eftir frábæra stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni. Allt í einu var staðan orðin 3-0 en rétt áður leit allt úr fyrir að leiknum myndu ljúka með markalausu jafntefli. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika sem skjótast upp í sjöunda sætið. Bjarni: Full stórt tap„Þetta er kannski fullt stórt tap,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en eigum samt sem áður tvö mjög fín færi til að skora. Síðan komum við ekki alveg nægilega vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn en mér fannst eins og við værum að vinna okkur inn í leikinn en þá gefum við þeim mark.“ Bjarni segir að eftir markið hafi allt opnast hjá liðinu og mörkin komið hvert á eftir öðru. Bjarni var ekki sáttur með fyrsta markið sem liðið fékk á sig. „Þarna kemur inn í leikinn skilningur dómarans. Það var ljóst að minn maður var ekki að taka aukaspyrnuna, ef hann hefði gert það hefði hann sent boltann þéttingsfast til baka. Það hefði enginn sagt neitt ef dómarinn hefði bara látið okkur taka spyrnuna aftur.“ Árni Vil: Þeir voru ekki að skilja hvorn annan„Þetta var algjör bikarúrslitaleikur fyrir okkur,“ segir Árni Vilhjálmsson, framherji Blika, eftir leikinn. Árni skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Við erum gríðarlega sáttir með það að halda hreinu og skora þessi þrjú mörk.“ Árni segir að stigin séu heldur betur kærkomin. „Maður fann það í upphitun hvað það var góð stemmning í hópnum.“ Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem var nokkuð skrautlegt. „Þeir tóku aukaspyrnuna og voru einfaldlega ekki að skilja hvorn annan. Ég var fljótur að átta mig á þessu, náði boltanum og setti hann framhjá markverðinu.“ „Við getum samt sem áður alls ekkert farið að slaka á núna, næsti leikur verður alveg jafn mikilvægur og þessi og menn verða halda áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira