Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | Fyrsti sigur meistaranna Henry Birgir Gunnarsson á Samsung-vellinum skrifar 8. maí 2014 09:46 Vísir/Vilhelm Íslandsmeistarar KR hristu af sér tapið gegn Val í fyrstu umferð í kvöld er þeir sóttu þrjú stig á útivelli gegn Blikum. Það gerðu þeir reyndar á heimavelli Stjörnunnar í Garðabænum. KR-ingar byrjuðu leikinn með miklum látum og strax á 3. mínútu voru þeir komnir yfir. Hröð sókn og sending fyrir hjá Atla. Haukur Heiðar kom mjög grimmur á boltann og setti hann í netið. KR-ingar voru mjög grimmir næstu mínútur og voru ekki fjarri því að bæta við. Smám saman kom ró yfir Blikaliðið. Þeir náðu að loka vörninni og fóru að byggja eitthvað upp. Jöfnunarmarkið kom svo þegar boltinn hrökk til Elfars Árna í teignum eftir klafs. Húsvíkingurinn gerði engin mistök og kláraði færið smekklega. KR-ingar komust í tvígang í mjög álitleg færi eftir jöfnunarmarkið en náðu ekki að gera sér mat úr þeim. Allt jafnt í hálfleik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri. Þeir komust svo yfir með frábæru marki frá Óskari Erni. Fékk boltann í teignum einn gegn varnarmanni. Kom sér í skot og negldi boltann í nærhornið. Smekklega gert. KR-ingar héldu boltanum líkt og áður en gekk illa að opna vörn Blika. Að sama skapi gekk Blikum ekkert að opna KR-vörnina og fékk ekki færi. Blikar náðu upp fínni pressu í lokin og Elfar Freyr fékk algjört dauðafæri í uppbótartíma en skot hans rúllaði framhjá markinu. Það var síðasta færi leiksins og KR-ingar tóku því öll stigin. Þessi leikur hjá Blikum var mun betri en FH-leikurinn. Liðinu gekk betur að halda boltanum en það vantar meiri slagkraft í liðið við teiginn. Vantar einhvern kraft og sjálfstraust. Það kemur örugglega en byrjun liðsins mjög erfið. FH og KR í fyrstu leikjunum. Varnarleikur liðsins hefur lofað góðu og Blikaliðið mun klárlega styrkjast í næstu leikjum. Það var aðeins pressa á KR fyrir þennan leik og liðið stóðst pressuna þó svo það hafi staðið tæpt í lokin. Gary og Óskar komu með mikinn kraft í leik liðsins. Gary sívinnandi og Óskar alltaf ógnandi. Hann skoraði svo markið sem skildi liðin að. Haukur Heiðar einnig að byrja mótið af krafti og átti aftur flottan leik. Baldur Sigurðsson kom mun sterkari til leiks núna en hann þarf að stíga betur upp og draga vagninn hjá KR í sumar. Margir settu spurningamerki við hvort Zato væri nógu góður fyrir KR og hann hefur ekki þaggað niður í þeim gagnrýnisröddum í upphafi móts. Sýndi takta inn á milli en virkar oft mjög óöruggur.Rúnar: Hefðum átt að skora meira "Við máttum ekki tapa í dag. Eitt stig hefði svo sem verið allt í lagi gegn sterku liði Breiðabliks en við erum afar sáttir að fá þrjú stig hérna," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, og brosti. "Við vorum alltaf hættulegri en þeir og hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við náum aðeins að þétta okkur betur í seinni hálfleik og varnarleikurinn í heildina var mun betri í síðari hálfleik. Fyrir vikið var sóknarleikurinn kannski ekki alveg eins hættulegur en við fáum samt fínar skyndisóknir og við skorum sigurmarkið upp úr einni slíkri. Óskar gerði það gríðarlega vel." KR missti Guðmund Reyni úr liðinu rétt fyrir leik og svo varð Atli Sigurjónsson að fara af velli um miðjan fyrri hálfleik. "Ég hef breytt liðinu mikið á undanförnum árum og í vetur. Baldur fór aftur í sömu stöðu og í síðasta leik. Þetta riðlaði okkar leik ekki mikið og ekki ástæðan fyrir því að við fáum þetta mark á okkur. Það var slæmt að missa Atla og hann var góður þessar mínútur sem hann var inn á." Atli sagði við Vísi að hann hefði meitt sig undir fætinum er hann var að hlaupa. Hann vissi ekki hvað nákvæmlega hefði gerst eða væri að sér. Hann var enn haltur eftir leik. Rúnari þjálfara var eðlilega létt að vera kominn með þrjú stig eftir tap í fyrsta leik. Sérstaklega þar sem Blikar voru næstum búnir að jafna í lokin. "Þetta er erfiðisvinna og strákarnir voru búnir að hlaupa úr sér lungun. Blikarnir eru mjög flinkir og sérstaklega á gervigrasinu. Þeir fengu fullmikið pláss í lokin en þetta slapp."Ólafur: Rútan var á öðrum stað Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var að vonum nokkuð svekktur enda hans menn nálægt því að krækja í stig. "Ég er svekktur með það hvernig við byrjum leikinn. Við vorum linir og gáfum eftir. Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla fyrra markið þeirra ódýrt en ég er fúll með það. Við vorum ekki alveg vaknaðir," sagði Ólafur. "Við hefðum auðvitað getað skorað í restina en þetta var barningur hjá báðum liðum. Þetta var opnari leikur hjá okkur en gegn FH. Rútan hjá okkur var annars staðar núna," sagði Ólafur kíminn en Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði að Blikar hefðu lagt tveimur rútum fyrir framan teiginn sinn í síðasta leik. Það var ekki upp á teningnum í kvöld. "KR-ingar áttu sigurinn skilinn alveg eins og við hefðum átt hann skilinn ef við hefðum unnið." Uppskera Blika er eitt stig eftir rimmur við FH og KR. Hvað finnst Ólafi vanta upp á hjá Blikum? "Við megum vera beinskeyttari á síðasta þriðjungi er við eigum færi á að komast í gegn. Við verðum að þora að vera meira með boltann og senda hann upp í stað þess að senda til baka. Við verðum að vera kaldari í því þegar við gerum það þá gerum við það vel."Baldur: Tek stríðnina ekki inn á mig "Okkur er mjög létt. Við vissum að byrjun væri gríðarlega erfið enda leikið gegn Val, Blikum og FH. Draumurinn auðvitað að fá níu stig úr þeim leikjum þá var það kannski hæpið. Eftir lélegan leik gegn Val var léttir að fá þrjú stig í dag," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR. "Okkur hefur gengið illa gegn Blikum síðustu ár og því var þetta kærkomið. Hugarfarið hjá okkur var mun betra núna en síðast. Við náðum tveim alvöru æfingum milli leikja og það var allt annað að sjá menn. "Það var allt annað tempó og grimmd í mönnum. Okkur leið illa eftir tapið í síðasta leik. Það er alltaf tilhlökkun fyrir fyrsta leik og því hræðilega leiðinlegt að tapa honum." Elfar Freyr Helgason var næstum búinn að jafna fyrir Blika í lokin og þá hefði komið í bakið á þeim hversu illa þeim gekk að nýta færin í leiknum. "Þetta var varnarmaður að skjóta þarna þannig að við höfðum engar áhyggjur," sagði Mývetningurinn stríðinn. Talandi um striðni þá hefur Baldur fengið sinn skammt af henni eftir "sólarummælin" í síðasta leik. Nú var engin sól og KR tók öll stigin. "Ég var ekkert að ljúga með sólina í síðasta leik," sagði Baldur og brosti dátt. "Ég tek þessa stríðni ekki inn á mig enda er ég ekki hörundssár maður. Ég er búinn að hlæja að þessu alla vikuna. Það var mjög gott að menn væru frekar að tala um einhver sólarummæli hjá mér en hvað við vorum lélegir. Þetta var bara taktík." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Íslandsmeistarar KR hristu af sér tapið gegn Val í fyrstu umferð í kvöld er þeir sóttu þrjú stig á útivelli gegn Blikum. Það gerðu þeir reyndar á heimavelli Stjörnunnar í Garðabænum. KR-ingar byrjuðu leikinn með miklum látum og strax á 3. mínútu voru þeir komnir yfir. Hröð sókn og sending fyrir hjá Atla. Haukur Heiðar kom mjög grimmur á boltann og setti hann í netið. KR-ingar voru mjög grimmir næstu mínútur og voru ekki fjarri því að bæta við. Smám saman kom ró yfir Blikaliðið. Þeir náðu að loka vörninni og fóru að byggja eitthvað upp. Jöfnunarmarkið kom svo þegar boltinn hrökk til Elfars Árna í teignum eftir klafs. Húsvíkingurinn gerði engin mistök og kláraði færið smekklega. KR-ingar komust í tvígang í mjög álitleg færi eftir jöfnunarmarkið en náðu ekki að gera sér mat úr þeim. Allt jafnt í hálfleik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri. Þeir komust svo yfir með frábæru marki frá Óskari Erni. Fékk boltann í teignum einn gegn varnarmanni. Kom sér í skot og negldi boltann í nærhornið. Smekklega gert. KR-ingar héldu boltanum líkt og áður en gekk illa að opna vörn Blika. Að sama skapi gekk Blikum ekkert að opna KR-vörnina og fékk ekki færi. Blikar náðu upp fínni pressu í lokin og Elfar Freyr fékk algjört dauðafæri í uppbótartíma en skot hans rúllaði framhjá markinu. Það var síðasta færi leiksins og KR-ingar tóku því öll stigin. Þessi leikur hjá Blikum var mun betri en FH-leikurinn. Liðinu gekk betur að halda boltanum en það vantar meiri slagkraft í liðið við teiginn. Vantar einhvern kraft og sjálfstraust. Það kemur örugglega en byrjun liðsins mjög erfið. FH og KR í fyrstu leikjunum. Varnarleikur liðsins hefur lofað góðu og Blikaliðið mun klárlega styrkjast í næstu leikjum. Það var aðeins pressa á KR fyrir þennan leik og liðið stóðst pressuna þó svo það hafi staðið tæpt í lokin. Gary og Óskar komu með mikinn kraft í leik liðsins. Gary sívinnandi og Óskar alltaf ógnandi. Hann skoraði svo markið sem skildi liðin að. Haukur Heiðar einnig að byrja mótið af krafti og átti aftur flottan leik. Baldur Sigurðsson kom mun sterkari til leiks núna en hann þarf að stíga betur upp og draga vagninn hjá KR í sumar. Margir settu spurningamerki við hvort Zato væri nógu góður fyrir KR og hann hefur ekki þaggað niður í þeim gagnrýnisröddum í upphafi móts. Sýndi takta inn á milli en virkar oft mjög óöruggur.Rúnar: Hefðum átt að skora meira "Við máttum ekki tapa í dag. Eitt stig hefði svo sem verið allt í lagi gegn sterku liði Breiðabliks en við erum afar sáttir að fá þrjú stig hérna," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, og brosti. "Við vorum alltaf hættulegri en þeir og hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við náum aðeins að þétta okkur betur í seinni hálfleik og varnarleikurinn í heildina var mun betri í síðari hálfleik. Fyrir vikið var sóknarleikurinn kannski ekki alveg eins hættulegur en við fáum samt fínar skyndisóknir og við skorum sigurmarkið upp úr einni slíkri. Óskar gerði það gríðarlega vel." KR missti Guðmund Reyni úr liðinu rétt fyrir leik og svo varð Atli Sigurjónsson að fara af velli um miðjan fyrri hálfleik. "Ég hef breytt liðinu mikið á undanförnum árum og í vetur. Baldur fór aftur í sömu stöðu og í síðasta leik. Þetta riðlaði okkar leik ekki mikið og ekki ástæðan fyrir því að við fáum þetta mark á okkur. Það var slæmt að missa Atla og hann var góður þessar mínútur sem hann var inn á." Atli sagði við Vísi að hann hefði meitt sig undir fætinum er hann var að hlaupa. Hann vissi ekki hvað nákvæmlega hefði gerst eða væri að sér. Hann var enn haltur eftir leik. Rúnari þjálfara var eðlilega létt að vera kominn með þrjú stig eftir tap í fyrsta leik. Sérstaklega þar sem Blikar voru næstum búnir að jafna í lokin. "Þetta er erfiðisvinna og strákarnir voru búnir að hlaupa úr sér lungun. Blikarnir eru mjög flinkir og sérstaklega á gervigrasinu. Þeir fengu fullmikið pláss í lokin en þetta slapp."Ólafur: Rútan var á öðrum stað Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var að vonum nokkuð svekktur enda hans menn nálægt því að krækja í stig. "Ég er svekktur með það hvernig við byrjum leikinn. Við vorum linir og gáfum eftir. Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla fyrra markið þeirra ódýrt en ég er fúll með það. Við vorum ekki alveg vaknaðir," sagði Ólafur. "Við hefðum auðvitað getað skorað í restina en þetta var barningur hjá báðum liðum. Þetta var opnari leikur hjá okkur en gegn FH. Rútan hjá okkur var annars staðar núna," sagði Ólafur kíminn en Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði að Blikar hefðu lagt tveimur rútum fyrir framan teiginn sinn í síðasta leik. Það var ekki upp á teningnum í kvöld. "KR-ingar áttu sigurinn skilinn alveg eins og við hefðum átt hann skilinn ef við hefðum unnið." Uppskera Blika er eitt stig eftir rimmur við FH og KR. Hvað finnst Ólafi vanta upp á hjá Blikum? "Við megum vera beinskeyttari á síðasta þriðjungi er við eigum færi á að komast í gegn. Við verðum að þora að vera meira með boltann og senda hann upp í stað þess að senda til baka. Við verðum að vera kaldari í því þegar við gerum það þá gerum við það vel."Baldur: Tek stríðnina ekki inn á mig "Okkur er mjög létt. Við vissum að byrjun væri gríðarlega erfið enda leikið gegn Val, Blikum og FH. Draumurinn auðvitað að fá níu stig úr þeim leikjum þá var það kannski hæpið. Eftir lélegan leik gegn Val var léttir að fá þrjú stig í dag," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR. "Okkur hefur gengið illa gegn Blikum síðustu ár og því var þetta kærkomið. Hugarfarið hjá okkur var mun betra núna en síðast. Við náðum tveim alvöru æfingum milli leikja og það var allt annað að sjá menn. "Það var allt annað tempó og grimmd í mönnum. Okkur leið illa eftir tapið í síðasta leik. Það er alltaf tilhlökkun fyrir fyrsta leik og því hræðilega leiðinlegt að tapa honum." Elfar Freyr Helgason var næstum búinn að jafna fyrir Blika í lokin og þá hefði komið í bakið á þeim hversu illa þeim gekk að nýta færin í leiknum. "Þetta var varnarmaður að skjóta þarna þannig að við höfðum engar áhyggjur," sagði Mývetningurinn stríðinn. Talandi um striðni þá hefur Baldur fengið sinn skammt af henni eftir "sólarummælin" í síðasta leik. Nú var engin sól og KR tók öll stigin. "Ég var ekkert að ljúga með sólina í síðasta leik," sagði Baldur og brosti dátt. "Ég tek þessa stríðni ekki inn á mig enda er ég ekki hörundssár maður. Ég er búinn að hlæja að þessu alla vikuna. Það var mjög gott að menn væru frekar að tala um einhver sólarummæli hjá mér en hvað við vorum lélegir. Þetta var bara taktík."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti