Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar 29. ágúst 2013 12:46 Mynd/Daníel Evrópudraumur Breiðabliks lifir enn góðu lífi eftir að liðið vann flottan sigur á Stjörnunni í kvöld. Blikar lentu undir en komu til baka og unnu sanngjarnan sigur. Flott frammistaða hjá þeim í kvöld. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Kópavogsvellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Leikurinn fer heldur rólega af stað. Báðum liðum gekk illa að fóta sig og sendingafeilarnir fjölmargir. Blikarnir þó nokkuð sprækari. Það voru engu að síður gestirnir úr Garðabæ sem tóku forystuna. Garðar virtist brjóta af sér er hann fór í gegn. Ekkert dæmt, sending fyrir og eftir smá klafs kom Halldór Orri boltanum yfir línuna. Það vantaði ekkert upp á að Blikar fengu færi í hálfleiknum. Árni Vilhjálmsson komst einn í gegn en lét Ingvar verja frá sér. Rohde fékk þó besta færið er hann komst fram hjá Ingvari og hafði allan tíma í heiminum til þess að skora. Skotið var aftur á móti ekki nógu fast og Hörður Árnason kom eins og eimreið og bjargaði stórkostlega á línu. Stjarnan leiddi því í hálfleik. Blikar jöfnuðu snemma úr víti. Hendi dæmd í teignum. Guðjón Pétur skoraði af fádæma öryggi úr vítinu. Ekki daglegt brauð í Pepsi-deildinni. Blikar komust svo verðskuldað yfir. Lagleg sókn sem endaði með því að Ellert vippaði inn í teig á Rohde. Hann lék vel á varnarmann og lagði boltann í netið. Virkilega smekklegt mark. Blikar höfðu öll tök á leiknum en eins og gengur og gerist hjá liðum sem leiða þá bökkuðu þeir svolítið mikið í lokin. Stjarnan pressaði nokkuð en þó án þess að skapa sér afgerandi færi. Blikar fögnuðu því sanngjörnum sigri. Liðsheild Blika mun sterkari í dag. Liðið var að skapa mun meira allan tímann á meðan það virtist vanta einhvern neista í Stjörnumenn. Fyrir vikið kyssa þeir baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn nánast bless og hleypa Blikum inn í baráttuna um Evrópusætið.Ólafur: Hafði engar áhyggjur "Ég er mjög ánægður með þennan leik því við vorum að spila mjög vel. Vorum virkilega grimmir og létum finna fyrir okkur. Þegar við fengum takt í boltann þá var ég mjög sáttur við spilið hjá okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn góða í kvöld. "Við vorum ekkert að spila illa í leikjunum gegn ÍA og Víkingi en það vantaði bara þennan herslumun, þessi sentimetra," sagði Ólafur en hans menn fóru illa með færin í fyrri hálfleik. Hafði Ólafur engar áhyggjur af því? "Við töluðum um þetta í hálfleik. Að við yrðum að vera ákveðnari. Ég hafði engar áhyggjur af þessu. Við þurftum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera en bara aðeins betur. "Þetta var bæði og úrslitaleikur í okkar huga. Ef við hefðum tapað þá hefði ég sagt að þetta hefði ekki verið úrslitaleikur. Við hefðum aftur á móti misst Stjörnuna talsvert langt fram úr okkur ef við hefðum tapað. Við lögðum þetta því svolítið þannig upp bæði leynt og ljóst." Ólafur sagði í upphafi tímabilsins að markmiðið væri að gera betur en í fyrra. Þá lenti Breiðablik í öðru sæti. Það gerist ekki í ár að liðið lendi í efsta sæti. "Það má alltaf snúa þessu við og ef við fáum fleiri stig en í fyrra þá má alltaf segja að við höfum gert betur. Við lendum kannski ekki í fyrsta sæti en við vitum samt ekki hvað gerist. Það eru átján stig í boði og við ætlum að reyna að kroppa í eins mörg og við getum."Logi: Barnalegur varnarleikur "Mér fannst við gera ágæta hluti lengstum. Við fengum færi í upphafi síðari hálfleiks til þess að koma okkur í þægilega stöðu en nýttum það ekki. Svo fáum við á okkur víti og mér fannst við vera barnalegir í okkar varnarleik í seinna markinu þeirra," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Hvað fannst honum um vítaspyrnudóminn? Var hann ósáttur við þann dóm? "Ég veit það ekki. Jú, ég var auðvitað ósáttur við hann. Mér finnst þeir alltaf lélegir þessir dómar," sagði Logi léttur en fór svo aftur yfir á alvöruna. "Hönd í bolta og bolti í hönd og allt þetta kjaftæði. Ég held þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvenær eigi að dæma og hvenær ekki." Stjarnan átti lengi vel undir högg að sækja en fannst Loga sitt lið spila nógu vel til þess að vinna leikinn? "Já, að frátöldum þessum síðustu mínútum í lok seinni hálfleiks og þessum varnarleik sem við sýndum er þeir skora seinna markið."Mynd/Daníel Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Evrópudraumur Breiðabliks lifir enn góðu lífi eftir að liðið vann flottan sigur á Stjörnunni í kvöld. Blikar lentu undir en komu til baka og unnu sanngjarnan sigur. Flott frammistaða hjá þeim í kvöld. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Kópavogsvellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Leikurinn fer heldur rólega af stað. Báðum liðum gekk illa að fóta sig og sendingafeilarnir fjölmargir. Blikarnir þó nokkuð sprækari. Það voru engu að síður gestirnir úr Garðabæ sem tóku forystuna. Garðar virtist brjóta af sér er hann fór í gegn. Ekkert dæmt, sending fyrir og eftir smá klafs kom Halldór Orri boltanum yfir línuna. Það vantaði ekkert upp á að Blikar fengu færi í hálfleiknum. Árni Vilhjálmsson komst einn í gegn en lét Ingvar verja frá sér. Rohde fékk þó besta færið er hann komst fram hjá Ingvari og hafði allan tíma í heiminum til þess að skora. Skotið var aftur á móti ekki nógu fast og Hörður Árnason kom eins og eimreið og bjargaði stórkostlega á línu. Stjarnan leiddi því í hálfleik. Blikar jöfnuðu snemma úr víti. Hendi dæmd í teignum. Guðjón Pétur skoraði af fádæma öryggi úr vítinu. Ekki daglegt brauð í Pepsi-deildinni. Blikar komust svo verðskuldað yfir. Lagleg sókn sem endaði með því að Ellert vippaði inn í teig á Rohde. Hann lék vel á varnarmann og lagði boltann í netið. Virkilega smekklegt mark. Blikar höfðu öll tök á leiknum en eins og gengur og gerist hjá liðum sem leiða þá bökkuðu þeir svolítið mikið í lokin. Stjarnan pressaði nokkuð en þó án þess að skapa sér afgerandi færi. Blikar fögnuðu því sanngjörnum sigri. Liðsheild Blika mun sterkari í dag. Liðið var að skapa mun meira allan tímann á meðan það virtist vanta einhvern neista í Stjörnumenn. Fyrir vikið kyssa þeir baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn nánast bless og hleypa Blikum inn í baráttuna um Evrópusætið.Ólafur: Hafði engar áhyggjur "Ég er mjög ánægður með þennan leik því við vorum að spila mjög vel. Vorum virkilega grimmir og létum finna fyrir okkur. Þegar við fengum takt í boltann þá var ég mjög sáttur við spilið hjá okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn góða í kvöld. "Við vorum ekkert að spila illa í leikjunum gegn ÍA og Víkingi en það vantaði bara þennan herslumun, þessi sentimetra," sagði Ólafur en hans menn fóru illa með færin í fyrri hálfleik. Hafði Ólafur engar áhyggjur af því? "Við töluðum um þetta í hálfleik. Að við yrðum að vera ákveðnari. Ég hafði engar áhyggjur af þessu. Við þurftum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera en bara aðeins betur. "Þetta var bæði og úrslitaleikur í okkar huga. Ef við hefðum tapað þá hefði ég sagt að þetta hefði ekki verið úrslitaleikur. Við hefðum aftur á móti misst Stjörnuna talsvert langt fram úr okkur ef við hefðum tapað. Við lögðum þetta því svolítið þannig upp bæði leynt og ljóst." Ólafur sagði í upphafi tímabilsins að markmiðið væri að gera betur en í fyrra. Þá lenti Breiðablik í öðru sæti. Það gerist ekki í ár að liðið lendi í efsta sæti. "Það má alltaf snúa þessu við og ef við fáum fleiri stig en í fyrra þá má alltaf segja að við höfum gert betur. Við lendum kannski ekki í fyrsta sæti en við vitum samt ekki hvað gerist. Það eru átján stig í boði og við ætlum að reyna að kroppa í eins mörg og við getum."Logi: Barnalegur varnarleikur "Mér fannst við gera ágæta hluti lengstum. Við fengum færi í upphafi síðari hálfleiks til þess að koma okkur í þægilega stöðu en nýttum það ekki. Svo fáum við á okkur víti og mér fannst við vera barnalegir í okkar varnarleik í seinna markinu þeirra," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Hvað fannst honum um vítaspyrnudóminn? Var hann ósáttur við þann dóm? "Ég veit það ekki. Jú, ég var auðvitað ósáttur við hann. Mér finnst þeir alltaf lélegir þessir dómar," sagði Logi léttur en fór svo aftur yfir á alvöruna. "Hönd í bolta og bolti í hönd og allt þetta kjaftæði. Ég held þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvenær eigi að dæma og hvenær ekki." Stjarnan átti lengi vel undir högg að sækja en fannst Loga sitt lið spila nógu vel til þess að vinna leikinn? "Já, að frátöldum þessum síðustu mínútum í lok seinni hálfleiks og þessum varnarleik sem við sýndum er þeir skora seinna markið."Mynd/Daníel
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira