Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar 29. ágúst 2013 12:46 Mynd/Daníel Evrópudraumur Breiðabliks lifir enn góðu lífi eftir að liðið vann flottan sigur á Stjörnunni í kvöld. Blikar lentu undir en komu til baka og unnu sanngjarnan sigur. Flott frammistaða hjá þeim í kvöld. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Kópavogsvellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Leikurinn fer heldur rólega af stað. Báðum liðum gekk illa að fóta sig og sendingafeilarnir fjölmargir. Blikarnir þó nokkuð sprækari. Það voru engu að síður gestirnir úr Garðabæ sem tóku forystuna. Garðar virtist brjóta af sér er hann fór í gegn. Ekkert dæmt, sending fyrir og eftir smá klafs kom Halldór Orri boltanum yfir línuna. Það vantaði ekkert upp á að Blikar fengu færi í hálfleiknum. Árni Vilhjálmsson komst einn í gegn en lét Ingvar verja frá sér. Rohde fékk þó besta færið er hann komst fram hjá Ingvari og hafði allan tíma í heiminum til þess að skora. Skotið var aftur á móti ekki nógu fast og Hörður Árnason kom eins og eimreið og bjargaði stórkostlega á línu. Stjarnan leiddi því í hálfleik. Blikar jöfnuðu snemma úr víti. Hendi dæmd í teignum. Guðjón Pétur skoraði af fádæma öryggi úr vítinu. Ekki daglegt brauð í Pepsi-deildinni. Blikar komust svo verðskuldað yfir. Lagleg sókn sem endaði með því að Ellert vippaði inn í teig á Rohde. Hann lék vel á varnarmann og lagði boltann í netið. Virkilega smekklegt mark. Blikar höfðu öll tök á leiknum en eins og gengur og gerist hjá liðum sem leiða þá bökkuðu þeir svolítið mikið í lokin. Stjarnan pressaði nokkuð en þó án þess að skapa sér afgerandi færi. Blikar fögnuðu því sanngjörnum sigri. Liðsheild Blika mun sterkari í dag. Liðið var að skapa mun meira allan tímann á meðan það virtist vanta einhvern neista í Stjörnumenn. Fyrir vikið kyssa þeir baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn nánast bless og hleypa Blikum inn í baráttuna um Evrópusætið.Ólafur: Hafði engar áhyggjur "Ég er mjög ánægður með þennan leik því við vorum að spila mjög vel. Vorum virkilega grimmir og létum finna fyrir okkur. Þegar við fengum takt í boltann þá var ég mjög sáttur við spilið hjá okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn góða í kvöld. "Við vorum ekkert að spila illa í leikjunum gegn ÍA og Víkingi en það vantaði bara þennan herslumun, þessi sentimetra," sagði Ólafur en hans menn fóru illa með færin í fyrri hálfleik. Hafði Ólafur engar áhyggjur af því? "Við töluðum um þetta í hálfleik. Að við yrðum að vera ákveðnari. Ég hafði engar áhyggjur af þessu. Við þurftum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera en bara aðeins betur. "Þetta var bæði og úrslitaleikur í okkar huga. Ef við hefðum tapað þá hefði ég sagt að þetta hefði ekki verið úrslitaleikur. Við hefðum aftur á móti misst Stjörnuna talsvert langt fram úr okkur ef við hefðum tapað. Við lögðum þetta því svolítið þannig upp bæði leynt og ljóst." Ólafur sagði í upphafi tímabilsins að markmiðið væri að gera betur en í fyrra. Þá lenti Breiðablik í öðru sæti. Það gerist ekki í ár að liðið lendi í efsta sæti. "Það má alltaf snúa þessu við og ef við fáum fleiri stig en í fyrra þá má alltaf segja að við höfum gert betur. Við lendum kannski ekki í fyrsta sæti en við vitum samt ekki hvað gerist. Það eru átján stig í boði og við ætlum að reyna að kroppa í eins mörg og við getum."Logi: Barnalegur varnarleikur "Mér fannst við gera ágæta hluti lengstum. Við fengum færi í upphafi síðari hálfleiks til þess að koma okkur í þægilega stöðu en nýttum það ekki. Svo fáum við á okkur víti og mér fannst við vera barnalegir í okkar varnarleik í seinna markinu þeirra," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Hvað fannst honum um vítaspyrnudóminn? Var hann ósáttur við þann dóm? "Ég veit það ekki. Jú, ég var auðvitað ósáttur við hann. Mér finnst þeir alltaf lélegir þessir dómar," sagði Logi léttur en fór svo aftur yfir á alvöruna. "Hönd í bolta og bolti í hönd og allt þetta kjaftæði. Ég held þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvenær eigi að dæma og hvenær ekki." Stjarnan átti lengi vel undir högg að sækja en fannst Loga sitt lið spila nógu vel til þess að vinna leikinn? "Já, að frátöldum þessum síðustu mínútum í lok seinni hálfleiks og þessum varnarleik sem við sýndum er þeir skora seinna markið."Mynd/Daníel Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Evrópudraumur Breiðabliks lifir enn góðu lífi eftir að liðið vann flottan sigur á Stjörnunni í kvöld. Blikar lentu undir en komu til baka og unnu sanngjarnan sigur. Flott frammistaða hjá þeim í kvöld. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Kópavogsvellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Leikurinn fer heldur rólega af stað. Báðum liðum gekk illa að fóta sig og sendingafeilarnir fjölmargir. Blikarnir þó nokkuð sprækari. Það voru engu að síður gestirnir úr Garðabæ sem tóku forystuna. Garðar virtist brjóta af sér er hann fór í gegn. Ekkert dæmt, sending fyrir og eftir smá klafs kom Halldór Orri boltanum yfir línuna. Það vantaði ekkert upp á að Blikar fengu færi í hálfleiknum. Árni Vilhjálmsson komst einn í gegn en lét Ingvar verja frá sér. Rohde fékk þó besta færið er hann komst fram hjá Ingvari og hafði allan tíma í heiminum til þess að skora. Skotið var aftur á móti ekki nógu fast og Hörður Árnason kom eins og eimreið og bjargaði stórkostlega á línu. Stjarnan leiddi því í hálfleik. Blikar jöfnuðu snemma úr víti. Hendi dæmd í teignum. Guðjón Pétur skoraði af fádæma öryggi úr vítinu. Ekki daglegt brauð í Pepsi-deildinni. Blikar komust svo verðskuldað yfir. Lagleg sókn sem endaði með því að Ellert vippaði inn í teig á Rohde. Hann lék vel á varnarmann og lagði boltann í netið. Virkilega smekklegt mark. Blikar höfðu öll tök á leiknum en eins og gengur og gerist hjá liðum sem leiða þá bökkuðu þeir svolítið mikið í lokin. Stjarnan pressaði nokkuð en þó án þess að skapa sér afgerandi færi. Blikar fögnuðu því sanngjörnum sigri. Liðsheild Blika mun sterkari í dag. Liðið var að skapa mun meira allan tímann á meðan það virtist vanta einhvern neista í Stjörnumenn. Fyrir vikið kyssa þeir baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn nánast bless og hleypa Blikum inn í baráttuna um Evrópusætið.Ólafur: Hafði engar áhyggjur "Ég er mjög ánægður með þennan leik því við vorum að spila mjög vel. Vorum virkilega grimmir og létum finna fyrir okkur. Þegar við fengum takt í boltann þá var ég mjög sáttur við spilið hjá okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn góða í kvöld. "Við vorum ekkert að spila illa í leikjunum gegn ÍA og Víkingi en það vantaði bara þennan herslumun, þessi sentimetra," sagði Ólafur en hans menn fóru illa með færin í fyrri hálfleik. Hafði Ólafur engar áhyggjur af því? "Við töluðum um þetta í hálfleik. Að við yrðum að vera ákveðnari. Ég hafði engar áhyggjur af þessu. Við þurftum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera en bara aðeins betur. "Þetta var bæði og úrslitaleikur í okkar huga. Ef við hefðum tapað þá hefði ég sagt að þetta hefði ekki verið úrslitaleikur. Við hefðum aftur á móti misst Stjörnuna talsvert langt fram úr okkur ef við hefðum tapað. Við lögðum þetta því svolítið þannig upp bæði leynt og ljóst." Ólafur sagði í upphafi tímabilsins að markmiðið væri að gera betur en í fyrra. Þá lenti Breiðablik í öðru sæti. Það gerist ekki í ár að liðið lendi í efsta sæti. "Það má alltaf snúa þessu við og ef við fáum fleiri stig en í fyrra þá má alltaf segja að við höfum gert betur. Við lendum kannski ekki í fyrsta sæti en við vitum samt ekki hvað gerist. Það eru átján stig í boði og við ætlum að reyna að kroppa í eins mörg og við getum."Logi: Barnalegur varnarleikur "Mér fannst við gera ágæta hluti lengstum. Við fengum færi í upphafi síðari hálfleiks til þess að koma okkur í þægilega stöðu en nýttum það ekki. Svo fáum við á okkur víti og mér fannst við vera barnalegir í okkar varnarleik í seinna markinu þeirra," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Hvað fannst honum um vítaspyrnudóminn? Var hann ósáttur við þann dóm? "Ég veit það ekki. Jú, ég var auðvitað ósáttur við hann. Mér finnst þeir alltaf lélegir þessir dómar," sagði Logi léttur en fór svo aftur yfir á alvöruna. "Hönd í bolta og bolti í hönd og allt þetta kjaftæði. Ég held þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvenær eigi að dæma og hvenær ekki." Stjarnan átti lengi vel undir högg að sækja en fannst Loga sitt lið spila nógu vel til þess að vinna leikinn? "Já, að frátöldum þessum síðustu mínútum í lok seinni hálfleiks og þessum varnarleik sem við sýndum er þeir skora seinna markið."Mynd/Daníel
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira