Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Stefán Hirst Friðriksson á Kópavogsvelli skrifar 15. maí 2012 13:34 Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði Blikum fyrsta sigur tímabilsins gegn Val í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lítið fyrir augað en það voru þó frekar heimamenn í Breiðablik sem gerðu sig líklega til þess að koma boltanum í netið. Blikar áttu tvö ágætis tækifæri til þess að ná forystunni í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki og staðan því markalaus í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að stýra leiknum og á 58. mínútu tókst þeim loksins að brjóta varnarmúr Valsmanna. Kristinn Jónsson átti þá góða fyrirgjöf sem fór beint á kollinn á Þórði Steinari Hreiðarssyni, sem skallaði hann í átt að markinu. Þar var mættur Húsvíkingurinn, Elfar Árni Aðalsteinsson og náði hann að pota boltanum inn fyrir línuna og skora fyrsta mark Blika í sumar. Breiðablik hélt áfram að stýra leiknum og voru þeir líklegri til þess að bæta við mörkum frekar en Valsmenn að jafna. Rafn Andri Haraldsson, fékk svo dauðafæri undir lok leiks til þess að gulltryggja sigur heimamanna en hann skaut boltanum hátt yfir markið. Þetta kom þó ekki í bakið á heimamönnum því að leikurinn var flautaður af stuttu seinna og fyrsti sigur Breiðabliks á tímabilinu í höfn. Breiðablik geta verið ánægðir með framgöngu sinna manna í leiknum en allt liðið spilaði nokkuð vel. Aðal skömmin liggur þó hjá Valsmönnum en þeir voru hreint út sagt slakir í leiknum og gerðu lítið annað en að verjast djúpt á vellinum og hamra boltanum fram völlinn. Athyglisverður sóknarleikur. Valsmenn eru í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir umferð kvöldsins. Breiðablik er hinsvegar í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig.Ólafur: Réðum við þá allan leikinn „Ég er ánægður með spilamennsku og vinnusemi leikmanna hér í kvöld. Við spiluðum á móti vel skipulögðu Valsliði en við réðum við þá allan tímann og eru úrslitin niðurstaðan úr þeirri vinnu," sagði Ólafur. „Við erum búnir að vera þéttir í ár. Það var vandamál hjá okkur í fyrra að halda hreinu en það hefur gengið vel hjá okkur í ár. Við erum búnir að leggja aðeins upp með að verjast en við viljum að sjálfsögðu sækja líka. Við erum að skapa okkur fleiri færi í leiknum í dag en við höfum gert í fyrstu tveimur leikjunum þannig að við erum sáttir," bætti Ólafur við. „Það er ekkert sjálfgefið að stefna upp á við í komandi leikjum. Það veltur allt á því hvernig við komum til með að standa okkur. Við stefnum hinsvegar að því að bæta okkur frá leik til leiks," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.Kristján: Ekkert í okkar leik að virka í dag „Við vorum bara mjög slakir í dag. Varnarleikurinn var allt í lagi en þó ekki nógu góður þar sem við fengum á okkur mark í leiknum. ÞAð var ekkert í okkar leik var að virka eins og við lögðum upp með fyrir leikinn. Við vorum alltof lengi að athafna okkur í öllum okkar aðgerðum," sagði Kristján. „Það var allt fyrir neðan meðallag hjá okkur í leiknum eins og ég segi. Við stefnum á að bæta það fyrir næsta leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals í leikslok.Elfar Árni: Ég á þetta mark „Ég er mjög sáttur við sigurinn. Við gerðum ekki nægilega vel í fyrstu tveimur umferðunum en sigurinn kom loksins í dag. Við ætluðum okkur allan tímann að vinna þennan leik og erum við ánægðir með þrjú stig gegn sterku Valsliði. Áhorfendur voru í vafa um það hver í rauninni ætti sigurmark Blika en Elfar Árni sagði að markið væri sitt. „Að sjálfsögðu á ég þetta mark. Þórður átti þarna góðan skalla fyrir og ég notaði bara gömlu tánna til þess að moka honum yfir línuna," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, sáttur í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði Blikum fyrsta sigur tímabilsins gegn Val í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lítið fyrir augað en það voru þó frekar heimamenn í Breiðablik sem gerðu sig líklega til þess að koma boltanum í netið. Blikar áttu tvö ágætis tækifæri til þess að ná forystunni í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki og staðan því markalaus í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að stýra leiknum og á 58. mínútu tókst þeim loksins að brjóta varnarmúr Valsmanna. Kristinn Jónsson átti þá góða fyrirgjöf sem fór beint á kollinn á Þórði Steinari Hreiðarssyni, sem skallaði hann í átt að markinu. Þar var mættur Húsvíkingurinn, Elfar Árni Aðalsteinsson og náði hann að pota boltanum inn fyrir línuna og skora fyrsta mark Blika í sumar. Breiðablik hélt áfram að stýra leiknum og voru þeir líklegri til þess að bæta við mörkum frekar en Valsmenn að jafna. Rafn Andri Haraldsson, fékk svo dauðafæri undir lok leiks til þess að gulltryggja sigur heimamanna en hann skaut boltanum hátt yfir markið. Þetta kom þó ekki í bakið á heimamönnum því að leikurinn var flautaður af stuttu seinna og fyrsti sigur Breiðabliks á tímabilinu í höfn. Breiðablik geta verið ánægðir með framgöngu sinna manna í leiknum en allt liðið spilaði nokkuð vel. Aðal skömmin liggur þó hjá Valsmönnum en þeir voru hreint út sagt slakir í leiknum og gerðu lítið annað en að verjast djúpt á vellinum og hamra boltanum fram völlinn. Athyglisverður sóknarleikur. Valsmenn eru í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir umferð kvöldsins. Breiðablik er hinsvegar í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig.Ólafur: Réðum við þá allan leikinn „Ég er ánægður með spilamennsku og vinnusemi leikmanna hér í kvöld. Við spiluðum á móti vel skipulögðu Valsliði en við réðum við þá allan tímann og eru úrslitin niðurstaðan úr þeirri vinnu," sagði Ólafur. „Við erum búnir að vera þéttir í ár. Það var vandamál hjá okkur í fyrra að halda hreinu en það hefur gengið vel hjá okkur í ár. Við erum búnir að leggja aðeins upp með að verjast en við viljum að sjálfsögðu sækja líka. Við erum að skapa okkur fleiri færi í leiknum í dag en við höfum gert í fyrstu tveimur leikjunum þannig að við erum sáttir," bætti Ólafur við. „Það er ekkert sjálfgefið að stefna upp á við í komandi leikjum. Það veltur allt á því hvernig við komum til með að standa okkur. Við stefnum hinsvegar að því að bæta okkur frá leik til leiks," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.Kristján: Ekkert í okkar leik að virka í dag „Við vorum bara mjög slakir í dag. Varnarleikurinn var allt í lagi en þó ekki nógu góður þar sem við fengum á okkur mark í leiknum. ÞAð var ekkert í okkar leik var að virka eins og við lögðum upp með fyrir leikinn. Við vorum alltof lengi að athafna okkur í öllum okkar aðgerðum," sagði Kristján. „Það var allt fyrir neðan meðallag hjá okkur í leiknum eins og ég segi. Við stefnum á að bæta það fyrir næsta leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals í leikslok.Elfar Árni: Ég á þetta mark „Ég er mjög sáttur við sigurinn. Við gerðum ekki nægilega vel í fyrstu tveimur umferðunum en sigurinn kom loksins í dag. Við ætluðum okkur allan tímann að vinna þennan leik og erum við ánægðir með þrjú stig gegn sterku Valsliði. Áhorfendur voru í vafa um það hver í rauninni ætti sigurmark Blika en Elfar Árni sagði að markið væri sitt. „Að sjálfsögðu á ég þetta mark. Þórður átti þarna góðan skalla fyrir og ég notaði bara gömlu tánna til þess að moka honum yfir línuna," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, sáttur í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira