Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Stefán Hirst Friðriksson á Kópavogsvelli skrifar 15. maí 2012 13:34 Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði Blikum fyrsta sigur tímabilsins gegn Val í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lítið fyrir augað en það voru þó frekar heimamenn í Breiðablik sem gerðu sig líklega til þess að koma boltanum í netið. Blikar áttu tvö ágætis tækifæri til þess að ná forystunni í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki og staðan því markalaus í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að stýra leiknum og á 58. mínútu tókst þeim loksins að brjóta varnarmúr Valsmanna. Kristinn Jónsson átti þá góða fyrirgjöf sem fór beint á kollinn á Þórði Steinari Hreiðarssyni, sem skallaði hann í átt að markinu. Þar var mættur Húsvíkingurinn, Elfar Árni Aðalsteinsson og náði hann að pota boltanum inn fyrir línuna og skora fyrsta mark Blika í sumar. Breiðablik hélt áfram að stýra leiknum og voru þeir líklegri til þess að bæta við mörkum frekar en Valsmenn að jafna. Rafn Andri Haraldsson, fékk svo dauðafæri undir lok leiks til þess að gulltryggja sigur heimamanna en hann skaut boltanum hátt yfir markið. Þetta kom þó ekki í bakið á heimamönnum því að leikurinn var flautaður af stuttu seinna og fyrsti sigur Breiðabliks á tímabilinu í höfn. Breiðablik geta verið ánægðir með framgöngu sinna manna í leiknum en allt liðið spilaði nokkuð vel. Aðal skömmin liggur þó hjá Valsmönnum en þeir voru hreint út sagt slakir í leiknum og gerðu lítið annað en að verjast djúpt á vellinum og hamra boltanum fram völlinn. Athyglisverður sóknarleikur. Valsmenn eru í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir umferð kvöldsins. Breiðablik er hinsvegar í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig.Ólafur: Réðum við þá allan leikinn „Ég er ánægður með spilamennsku og vinnusemi leikmanna hér í kvöld. Við spiluðum á móti vel skipulögðu Valsliði en við réðum við þá allan tímann og eru úrslitin niðurstaðan úr þeirri vinnu," sagði Ólafur. „Við erum búnir að vera þéttir í ár. Það var vandamál hjá okkur í fyrra að halda hreinu en það hefur gengið vel hjá okkur í ár. Við erum búnir að leggja aðeins upp með að verjast en við viljum að sjálfsögðu sækja líka. Við erum að skapa okkur fleiri færi í leiknum í dag en við höfum gert í fyrstu tveimur leikjunum þannig að við erum sáttir," bætti Ólafur við. „Það er ekkert sjálfgefið að stefna upp á við í komandi leikjum. Það veltur allt á því hvernig við komum til með að standa okkur. Við stefnum hinsvegar að því að bæta okkur frá leik til leiks," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.Kristján: Ekkert í okkar leik að virka í dag „Við vorum bara mjög slakir í dag. Varnarleikurinn var allt í lagi en þó ekki nógu góður þar sem við fengum á okkur mark í leiknum. ÞAð var ekkert í okkar leik var að virka eins og við lögðum upp með fyrir leikinn. Við vorum alltof lengi að athafna okkur í öllum okkar aðgerðum," sagði Kristján. „Það var allt fyrir neðan meðallag hjá okkur í leiknum eins og ég segi. Við stefnum á að bæta það fyrir næsta leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals í leikslok.Elfar Árni: Ég á þetta mark „Ég er mjög sáttur við sigurinn. Við gerðum ekki nægilega vel í fyrstu tveimur umferðunum en sigurinn kom loksins í dag. Við ætluðum okkur allan tímann að vinna þennan leik og erum við ánægðir með þrjú stig gegn sterku Valsliði. Áhorfendur voru í vafa um það hver í rauninni ætti sigurmark Blika en Elfar Árni sagði að markið væri sitt. „Að sjálfsögðu á ég þetta mark. Þórður átti þarna góðan skalla fyrir og ég notaði bara gömlu tánna til þess að moka honum yfir línuna," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, sáttur í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði Blikum fyrsta sigur tímabilsins gegn Val í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lítið fyrir augað en það voru þó frekar heimamenn í Breiðablik sem gerðu sig líklega til þess að koma boltanum í netið. Blikar áttu tvö ágætis tækifæri til þess að ná forystunni í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki og staðan því markalaus í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að stýra leiknum og á 58. mínútu tókst þeim loksins að brjóta varnarmúr Valsmanna. Kristinn Jónsson átti þá góða fyrirgjöf sem fór beint á kollinn á Þórði Steinari Hreiðarssyni, sem skallaði hann í átt að markinu. Þar var mættur Húsvíkingurinn, Elfar Árni Aðalsteinsson og náði hann að pota boltanum inn fyrir línuna og skora fyrsta mark Blika í sumar. Breiðablik hélt áfram að stýra leiknum og voru þeir líklegri til þess að bæta við mörkum frekar en Valsmenn að jafna. Rafn Andri Haraldsson, fékk svo dauðafæri undir lok leiks til þess að gulltryggja sigur heimamanna en hann skaut boltanum hátt yfir markið. Þetta kom þó ekki í bakið á heimamönnum því að leikurinn var flautaður af stuttu seinna og fyrsti sigur Breiðabliks á tímabilinu í höfn. Breiðablik geta verið ánægðir með framgöngu sinna manna í leiknum en allt liðið spilaði nokkuð vel. Aðal skömmin liggur þó hjá Valsmönnum en þeir voru hreint út sagt slakir í leiknum og gerðu lítið annað en að verjast djúpt á vellinum og hamra boltanum fram völlinn. Athyglisverður sóknarleikur. Valsmenn eru í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir umferð kvöldsins. Breiðablik er hinsvegar í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig.Ólafur: Réðum við þá allan leikinn „Ég er ánægður með spilamennsku og vinnusemi leikmanna hér í kvöld. Við spiluðum á móti vel skipulögðu Valsliði en við réðum við þá allan tímann og eru úrslitin niðurstaðan úr þeirri vinnu," sagði Ólafur. „Við erum búnir að vera þéttir í ár. Það var vandamál hjá okkur í fyrra að halda hreinu en það hefur gengið vel hjá okkur í ár. Við erum búnir að leggja aðeins upp með að verjast en við viljum að sjálfsögðu sækja líka. Við erum að skapa okkur fleiri færi í leiknum í dag en við höfum gert í fyrstu tveimur leikjunum þannig að við erum sáttir," bætti Ólafur við. „Það er ekkert sjálfgefið að stefna upp á við í komandi leikjum. Það veltur allt á því hvernig við komum til með að standa okkur. Við stefnum hinsvegar að því að bæta okkur frá leik til leiks," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.Kristján: Ekkert í okkar leik að virka í dag „Við vorum bara mjög slakir í dag. Varnarleikurinn var allt í lagi en þó ekki nógu góður þar sem við fengum á okkur mark í leiknum. ÞAð var ekkert í okkar leik var að virka eins og við lögðum upp með fyrir leikinn. Við vorum alltof lengi að athafna okkur í öllum okkar aðgerðum," sagði Kristján. „Það var allt fyrir neðan meðallag hjá okkur í leiknum eins og ég segi. Við stefnum á að bæta það fyrir næsta leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals í leikslok.Elfar Árni: Ég á þetta mark „Ég er mjög sáttur við sigurinn. Við gerðum ekki nægilega vel í fyrstu tveimur umferðunum en sigurinn kom loksins í dag. Við ætluðum okkur allan tímann að vinna þennan leik og erum við ánægðir með þrjú stig gegn sterku Valsliði. Áhorfendur voru í vafa um það hver í rauninni ætti sigurmark Blika en Elfar Árni sagði að markið væri sitt. „Að sjálfsögðu á ég þetta mark. Þórður átti þarna góðan skalla fyrir og ég notaði bara gömlu tánna til þess að moka honum yfir línuna," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, sáttur í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira