Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Stefán Hirst Friðriksson á Kópavogsvelli skrifar 15. maí 2012 13:34 Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði Blikum fyrsta sigur tímabilsins gegn Val í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lítið fyrir augað en það voru þó frekar heimamenn í Breiðablik sem gerðu sig líklega til þess að koma boltanum í netið. Blikar áttu tvö ágætis tækifæri til þess að ná forystunni í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki og staðan því markalaus í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að stýra leiknum og á 58. mínútu tókst þeim loksins að brjóta varnarmúr Valsmanna. Kristinn Jónsson átti þá góða fyrirgjöf sem fór beint á kollinn á Þórði Steinari Hreiðarssyni, sem skallaði hann í átt að markinu. Þar var mættur Húsvíkingurinn, Elfar Árni Aðalsteinsson og náði hann að pota boltanum inn fyrir línuna og skora fyrsta mark Blika í sumar. Breiðablik hélt áfram að stýra leiknum og voru þeir líklegri til þess að bæta við mörkum frekar en Valsmenn að jafna. Rafn Andri Haraldsson, fékk svo dauðafæri undir lok leiks til þess að gulltryggja sigur heimamanna en hann skaut boltanum hátt yfir markið. Þetta kom þó ekki í bakið á heimamönnum því að leikurinn var flautaður af stuttu seinna og fyrsti sigur Breiðabliks á tímabilinu í höfn. Breiðablik geta verið ánægðir með framgöngu sinna manna í leiknum en allt liðið spilaði nokkuð vel. Aðal skömmin liggur þó hjá Valsmönnum en þeir voru hreint út sagt slakir í leiknum og gerðu lítið annað en að verjast djúpt á vellinum og hamra boltanum fram völlinn. Athyglisverður sóknarleikur. Valsmenn eru í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir umferð kvöldsins. Breiðablik er hinsvegar í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig.Ólafur: Réðum við þá allan leikinn „Ég er ánægður með spilamennsku og vinnusemi leikmanna hér í kvöld. Við spiluðum á móti vel skipulögðu Valsliði en við réðum við þá allan tímann og eru úrslitin niðurstaðan úr þeirri vinnu," sagði Ólafur. „Við erum búnir að vera þéttir í ár. Það var vandamál hjá okkur í fyrra að halda hreinu en það hefur gengið vel hjá okkur í ár. Við erum búnir að leggja aðeins upp með að verjast en við viljum að sjálfsögðu sækja líka. Við erum að skapa okkur fleiri færi í leiknum í dag en við höfum gert í fyrstu tveimur leikjunum þannig að við erum sáttir," bætti Ólafur við. „Það er ekkert sjálfgefið að stefna upp á við í komandi leikjum. Það veltur allt á því hvernig við komum til með að standa okkur. Við stefnum hinsvegar að því að bæta okkur frá leik til leiks," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.Kristján: Ekkert í okkar leik að virka í dag „Við vorum bara mjög slakir í dag. Varnarleikurinn var allt í lagi en þó ekki nógu góður þar sem við fengum á okkur mark í leiknum. ÞAð var ekkert í okkar leik var að virka eins og við lögðum upp með fyrir leikinn. Við vorum alltof lengi að athafna okkur í öllum okkar aðgerðum," sagði Kristján. „Það var allt fyrir neðan meðallag hjá okkur í leiknum eins og ég segi. Við stefnum á að bæta það fyrir næsta leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals í leikslok.Elfar Árni: Ég á þetta mark „Ég er mjög sáttur við sigurinn. Við gerðum ekki nægilega vel í fyrstu tveimur umferðunum en sigurinn kom loksins í dag. Við ætluðum okkur allan tímann að vinna þennan leik og erum við ánægðir með þrjú stig gegn sterku Valsliði. Áhorfendur voru í vafa um það hver í rauninni ætti sigurmark Blika en Elfar Árni sagði að markið væri sitt. „Að sjálfsögðu á ég þetta mark. Þórður átti þarna góðan skalla fyrir og ég notaði bara gömlu tánna til þess að moka honum yfir línuna," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, sáttur í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði Blikum fyrsta sigur tímabilsins gegn Val í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lítið fyrir augað en það voru þó frekar heimamenn í Breiðablik sem gerðu sig líklega til þess að koma boltanum í netið. Blikar áttu tvö ágætis tækifæri til þess að ná forystunni í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki og staðan því markalaus í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að stýra leiknum og á 58. mínútu tókst þeim loksins að brjóta varnarmúr Valsmanna. Kristinn Jónsson átti þá góða fyrirgjöf sem fór beint á kollinn á Þórði Steinari Hreiðarssyni, sem skallaði hann í átt að markinu. Þar var mættur Húsvíkingurinn, Elfar Árni Aðalsteinsson og náði hann að pota boltanum inn fyrir línuna og skora fyrsta mark Blika í sumar. Breiðablik hélt áfram að stýra leiknum og voru þeir líklegri til þess að bæta við mörkum frekar en Valsmenn að jafna. Rafn Andri Haraldsson, fékk svo dauðafæri undir lok leiks til þess að gulltryggja sigur heimamanna en hann skaut boltanum hátt yfir markið. Þetta kom þó ekki í bakið á heimamönnum því að leikurinn var flautaður af stuttu seinna og fyrsti sigur Breiðabliks á tímabilinu í höfn. Breiðablik geta verið ánægðir með framgöngu sinna manna í leiknum en allt liðið spilaði nokkuð vel. Aðal skömmin liggur þó hjá Valsmönnum en þeir voru hreint út sagt slakir í leiknum og gerðu lítið annað en að verjast djúpt á vellinum og hamra boltanum fram völlinn. Athyglisverður sóknarleikur. Valsmenn eru í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir umferð kvöldsins. Breiðablik er hinsvegar í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig.Ólafur: Réðum við þá allan leikinn „Ég er ánægður með spilamennsku og vinnusemi leikmanna hér í kvöld. Við spiluðum á móti vel skipulögðu Valsliði en við réðum við þá allan tímann og eru úrslitin niðurstaðan úr þeirri vinnu," sagði Ólafur. „Við erum búnir að vera þéttir í ár. Það var vandamál hjá okkur í fyrra að halda hreinu en það hefur gengið vel hjá okkur í ár. Við erum búnir að leggja aðeins upp með að verjast en við viljum að sjálfsögðu sækja líka. Við erum að skapa okkur fleiri færi í leiknum í dag en við höfum gert í fyrstu tveimur leikjunum þannig að við erum sáttir," bætti Ólafur við. „Það er ekkert sjálfgefið að stefna upp á við í komandi leikjum. Það veltur allt á því hvernig við komum til með að standa okkur. Við stefnum hinsvegar að því að bæta okkur frá leik til leiks," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.Kristján: Ekkert í okkar leik að virka í dag „Við vorum bara mjög slakir í dag. Varnarleikurinn var allt í lagi en þó ekki nógu góður þar sem við fengum á okkur mark í leiknum. ÞAð var ekkert í okkar leik var að virka eins og við lögðum upp með fyrir leikinn. Við vorum alltof lengi að athafna okkur í öllum okkar aðgerðum," sagði Kristján. „Það var allt fyrir neðan meðallag hjá okkur í leiknum eins og ég segi. Við stefnum á að bæta það fyrir næsta leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals í leikslok.Elfar Árni: Ég á þetta mark „Ég er mjög sáttur við sigurinn. Við gerðum ekki nægilega vel í fyrstu tveimur umferðunum en sigurinn kom loksins í dag. Við ætluðum okkur allan tímann að vinna þennan leik og erum við ánægðir með þrjú stig gegn sterku Valsliði. Áhorfendur voru í vafa um það hver í rauninni ætti sigurmark Blika en Elfar Árni sagði að markið væri sitt. „Að sjálfsögðu á ég þetta mark. Þórður átti þarna góðan skalla fyrir og ég notaði bara gömlu tánna til þess að moka honum yfir línuna," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, sáttur í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira