Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Stefán Hirst Friðriksson á Kópavogsvelli skrifar 15. maí 2012 13:34 Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði Blikum fyrsta sigur tímabilsins gegn Val í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lítið fyrir augað en það voru þó frekar heimamenn í Breiðablik sem gerðu sig líklega til þess að koma boltanum í netið. Blikar áttu tvö ágætis tækifæri til þess að ná forystunni í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki og staðan því markalaus í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að stýra leiknum og á 58. mínútu tókst þeim loksins að brjóta varnarmúr Valsmanna. Kristinn Jónsson átti þá góða fyrirgjöf sem fór beint á kollinn á Þórði Steinari Hreiðarssyni, sem skallaði hann í átt að markinu. Þar var mættur Húsvíkingurinn, Elfar Árni Aðalsteinsson og náði hann að pota boltanum inn fyrir línuna og skora fyrsta mark Blika í sumar. Breiðablik hélt áfram að stýra leiknum og voru þeir líklegri til þess að bæta við mörkum frekar en Valsmenn að jafna. Rafn Andri Haraldsson, fékk svo dauðafæri undir lok leiks til þess að gulltryggja sigur heimamanna en hann skaut boltanum hátt yfir markið. Þetta kom þó ekki í bakið á heimamönnum því að leikurinn var flautaður af stuttu seinna og fyrsti sigur Breiðabliks á tímabilinu í höfn. Breiðablik geta verið ánægðir með framgöngu sinna manna í leiknum en allt liðið spilaði nokkuð vel. Aðal skömmin liggur þó hjá Valsmönnum en þeir voru hreint út sagt slakir í leiknum og gerðu lítið annað en að verjast djúpt á vellinum og hamra boltanum fram völlinn. Athyglisverður sóknarleikur. Valsmenn eru í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir umferð kvöldsins. Breiðablik er hinsvegar í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig.Ólafur: Réðum við þá allan leikinn „Ég er ánægður með spilamennsku og vinnusemi leikmanna hér í kvöld. Við spiluðum á móti vel skipulögðu Valsliði en við réðum við þá allan tímann og eru úrslitin niðurstaðan úr þeirri vinnu," sagði Ólafur. „Við erum búnir að vera þéttir í ár. Það var vandamál hjá okkur í fyrra að halda hreinu en það hefur gengið vel hjá okkur í ár. Við erum búnir að leggja aðeins upp með að verjast en við viljum að sjálfsögðu sækja líka. Við erum að skapa okkur fleiri færi í leiknum í dag en við höfum gert í fyrstu tveimur leikjunum þannig að við erum sáttir," bætti Ólafur við. „Það er ekkert sjálfgefið að stefna upp á við í komandi leikjum. Það veltur allt á því hvernig við komum til með að standa okkur. Við stefnum hinsvegar að því að bæta okkur frá leik til leiks," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.Kristján: Ekkert í okkar leik að virka í dag „Við vorum bara mjög slakir í dag. Varnarleikurinn var allt í lagi en þó ekki nógu góður þar sem við fengum á okkur mark í leiknum. ÞAð var ekkert í okkar leik var að virka eins og við lögðum upp með fyrir leikinn. Við vorum alltof lengi að athafna okkur í öllum okkar aðgerðum," sagði Kristján. „Það var allt fyrir neðan meðallag hjá okkur í leiknum eins og ég segi. Við stefnum á að bæta það fyrir næsta leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals í leikslok.Elfar Árni: Ég á þetta mark „Ég er mjög sáttur við sigurinn. Við gerðum ekki nægilega vel í fyrstu tveimur umferðunum en sigurinn kom loksins í dag. Við ætluðum okkur allan tímann að vinna þennan leik og erum við ánægðir með þrjú stig gegn sterku Valsliði. Áhorfendur voru í vafa um það hver í rauninni ætti sigurmark Blika en Elfar Árni sagði að markið væri sitt. „Að sjálfsögðu á ég þetta mark. Þórður átti þarna góðan skalla fyrir og ég notaði bara gömlu tánna til þess að moka honum yfir línuna," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, sáttur í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði Blikum fyrsta sigur tímabilsins gegn Val í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lítið fyrir augað en það voru þó frekar heimamenn í Breiðablik sem gerðu sig líklega til þess að koma boltanum í netið. Blikar áttu tvö ágætis tækifæri til þess að ná forystunni í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki og staðan því markalaus í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að stýra leiknum og á 58. mínútu tókst þeim loksins að brjóta varnarmúr Valsmanna. Kristinn Jónsson átti þá góða fyrirgjöf sem fór beint á kollinn á Þórði Steinari Hreiðarssyni, sem skallaði hann í átt að markinu. Þar var mættur Húsvíkingurinn, Elfar Árni Aðalsteinsson og náði hann að pota boltanum inn fyrir línuna og skora fyrsta mark Blika í sumar. Breiðablik hélt áfram að stýra leiknum og voru þeir líklegri til þess að bæta við mörkum frekar en Valsmenn að jafna. Rafn Andri Haraldsson, fékk svo dauðafæri undir lok leiks til þess að gulltryggja sigur heimamanna en hann skaut boltanum hátt yfir markið. Þetta kom þó ekki í bakið á heimamönnum því að leikurinn var flautaður af stuttu seinna og fyrsti sigur Breiðabliks á tímabilinu í höfn. Breiðablik geta verið ánægðir með framgöngu sinna manna í leiknum en allt liðið spilaði nokkuð vel. Aðal skömmin liggur þó hjá Valsmönnum en þeir voru hreint út sagt slakir í leiknum og gerðu lítið annað en að verjast djúpt á vellinum og hamra boltanum fram völlinn. Athyglisverður sóknarleikur. Valsmenn eru í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir umferð kvöldsins. Breiðablik er hinsvegar í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig.Ólafur: Réðum við þá allan leikinn „Ég er ánægður með spilamennsku og vinnusemi leikmanna hér í kvöld. Við spiluðum á móti vel skipulögðu Valsliði en við réðum við þá allan tímann og eru úrslitin niðurstaðan úr þeirri vinnu," sagði Ólafur. „Við erum búnir að vera þéttir í ár. Það var vandamál hjá okkur í fyrra að halda hreinu en það hefur gengið vel hjá okkur í ár. Við erum búnir að leggja aðeins upp með að verjast en við viljum að sjálfsögðu sækja líka. Við erum að skapa okkur fleiri færi í leiknum í dag en við höfum gert í fyrstu tveimur leikjunum þannig að við erum sáttir," bætti Ólafur við. „Það er ekkert sjálfgefið að stefna upp á við í komandi leikjum. Það veltur allt á því hvernig við komum til með að standa okkur. Við stefnum hinsvegar að því að bæta okkur frá leik til leiks," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.Kristján: Ekkert í okkar leik að virka í dag „Við vorum bara mjög slakir í dag. Varnarleikurinn var allt í lagi en þó ekki nógu góður þar sem við fengum á okkur mark í leiknum. ÞAð var ekkert í okkar leik var að virka eins og við lögðum upp með fyrir leikinn. Við vorum alltof lengi að athafna okkur í öllum okkar aðgerðum," sagði Kristján. „Það var allt fyrir neðan meðallag hjá okkur í leiknum eins og ég segi. Við stefnum á að bæta það fyrir næsta leik," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals í leikslok.Elfar Árni: Ég á þetta mark „Ég er mjög sáttur við sigurinn. Við gerðum ekki nægilega vel í fyrstu tveimur umferðunum en sigurinn kom loksins í dag. Við ætluðum okkur allan tímann að vinna þennan leik og erum við ánægðir með þrjú stig gegn sterku Valsliði. Áhorfendur voru í vafa um það hver í rauninni ætti sigurmark Blika en Elfar Árni sagði að markið væri sitt. „Að sjálfsögðu á ég þetta mark. Þórður átti þarna góðan skalla fyrir og ég notaði bara gömlu tánna til þess að moka honum yfir línuna," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, sáttur í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti