Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Breiðablik 1-1 | Blikar björguðu stigi Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júní 2013 18:11 Fram og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í níundu umferð Pepsi-deildar karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í kvöld. Jordan Halsman gerði mark Fram í leiknum en það var Olgeir Sigurgeirsson sem jafnaði metin fyrir Blika rétt fyrir leikslok. Heimamenn voru mikið mun betri aðilinn til að byrja með og komu ákveðnir til leiks. Strax eftir tíu mínútna leik prjónaði Steven Lennon, leikmaður Fram, sig í gegn og náði góðu skoti að marki en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel. Tíu mínútum síðar var Lennon aftur á ferðinni með skot fyrir utan vítateigs og aftur varði Gunnleifur. Blikar náðu alls ekki að setja mark sitt á leikinn í hálfleiknum og fengu ekki eitt einasta færi. Liðið var hugmyndasnautt í sóknarleik sínum og leikmenn liðsins létu spilamennskuna oft fara vel í taugarnar á sér. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af honum. Hann komst þá einn gegn Gunnleifi, fór laglega framhjá honum en skot hans í hliðarnetið fyrir framan opið markið. Þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum skoruðu þeir bláklæddu fyrsta markið en þar var á ferðinni Skotinn Jordan Halsman. Hann klíndi boltanum í netið með flottu skoti rétt utan vítateigslínunnar. Halsman fékk langan tíma til að athafna sig og nýtti sér það vel. Staðan var 1-0 í hálfleik og Blikar þurftu heldur betur að endurskoða sinn leik, alveg frá a til ö. Breiðabilk kom sterkara til leiks í síðari hálfleik og var greinilega búið að endurskipuleggja sig. Tómas Óli Garðarsson kom inn á af bekknum og setti strax svip sinn á leikinn. Blikar voru samt sem áður í vandræðum að koma boltanum í netið þrátt fyrir frábær færi. Framarar voru skipulagðir og héldu alltaf í sinn leikstíl. Blikar neituðu samt sem áður að gefast upp og náðu að lokum að jafna metin þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Varamaðurinn Olgeir Sigurgeirsson vippaði boltanum í netið eftir frábæra sendingu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Ríkharður: Við áttum að klára leikinn í fyrri hálfleik „Þetta var leikur sem var í raun spilaður á eitt mark í fyrri hálfleiknum,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, eftir jafnteflið í kvöld. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleiknum og stjórnuðum gjörsamlega leiknum. Við hefðum í raun bara átt að gera fleiri mörk þá.“ „Ég er alls ekki sáttur við leik okkar í þeim síðari og það riðlaðist mikið leikskipulag okkur í hálfleiknum þegar við þurftum að gera breytingu á okkar liði.“ Almarr Ormarsson var tekinn af velli í hálfleiknum vegna meiðsla. „Við vorum í raun heppnir að fara með eitt stig frá þessum leik, sérstaklega eins og fyrri hálfleikurinn þróaðist hjá okkur.“ „Ég myndi vilja vera með fleiri stig í deildinni en það er stígandi í okkar leik sem er mikilvægt.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ríkharð hér að ofan. Ólafur: Vorum staðir og hugmyndasnauðir„Við vorum agalegir í fyrri hálfleiknum og ræddum einfaldlega um það að mæta til leiks í hálfleiknum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. „Framarar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum og við gátum hreinlega ekki neitt. Þegar við fengum boltann vorum við staðir og hugmyndasnauðir og það gekk ekkert upp.“ „Í seinni hálfleiknum er allt annar taktur í liðinu og ég var virkilega ánægður með leik okkar síðustu 45 mínútur leiksins.“ Kristinn Jónsson gerði mark undir blálok leiksins sem var dæmt af. „Mér finnst það ekki atvik sem við þurfum að ræða eftir leik. Dómarinn metur að það sé brotið á markverðinu, Framarar sammála honum og við eflaust ósammála. Þetta snýst aldrei um óheppni í fótbolta, oftast er þetta bara skortur á einbeitingu.“Hægt að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Fram og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í níundu umferð Pepsi-deildar karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í kvöld. Jordan Halsman gerði mark Fram í leiknum en það var Olgeir Sigurgeirsson sem jafnaði metin fyrir Blika rétt fyrir leikslok. Heimamenn voru mikið mun betri aðilinn til að byrja með og komu ákveðnir til leiks. Strax eftir tíu mínútna leik prjónaði Steven Lennon, leikmaður Fram, sig í gegn og náði góðu skoti að marki en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel. Tíu mínútum síðar var Lennon aftur á ferðinni með skot fyrir utan vítateigs og aftur varði Gunnleifur. Blikar náðu alls ekki að setja mark sitt á leikinn í hálfleiknum og fengu ekki eitt einasta færi. Liðið var hugmyndasnautt í sóknarleik sínum og leikmenn liðsins létu spilamennskuna oft fara vel í taugarnar á sér. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af honum. Hann komst þá einn gegn Gunnleifi, fór laglega framhjá honum en skot hans í hliðarnetið fyrir framan opið markið. Þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum skoruðu þeir bláklæddu fyrsta markið en þar var á ferðinni Skotinn Jordan Halsman. Hann klíndi boltanum í netið með flottu skoti rétt utan vítateigslínunnar. Halsman fékk langan tíma til að athafna sig og nýtti sér það vel. Staðan var 1-0 í hálfleik og Blikar þurftu heldur betur að endurskoða sinn leik, alveg frá a til ö. Breiðabilk kom sterkara til leiks í síðari hálfleik og var greinilega búið að endurskipuleggja sig. Tómas Óli Garðarsson kom inn á af bekknum og setti strax svip sinn á leikinn. Blikar voru samt sem áður í vandræðum að koma boltanum í netið þrátt fyrir frábær færi. Framarar voru skipulagðir og héldu alltaf í sinn leikstíl. Blikar neituðu samt sem áður að gefast upp og náðu að lokum að jafna metin þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Varamaðurinn Olgeir Sigurgeirsson vippaði boltanum í netið eftir frábæra sendingu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Ríkharður: Við áttum að klára leikinn í fyrri hálfleik „Þetta var leikur sem var í raun spilaður á eitt mark í fyrri hálfleiknum,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, eftir jafnteflið í kvöld. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleiknum og stjórnuðum gjörsamlega leiknum. Við hefðum í raun bara átt að gera fleiri mörk þá.“ „Ég er alls ekki sáttur við leik okkar í þeim síðari og það riðlaðist mikið leikskipulag okkur í hálfleiknum þegar við þurftum að gera breytingu á okkar liði.“ Almarr Ormarsson var tekinn af velli í hálfleiknum vegna meiðsla. „Við vorum í raun heppnir að fara með eitt stig frá þessum leik, sérstaklega eins og fyrri hálfleikurinn þróaðist hjá okkur.“ „Ég myndi vilja vera með fleiri stig í deildinni en það er stígandi í okkar leik sem er mikilvægt.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ríkharð hér að ofan. Ólafur: Vorum staðir og hugmyndasnauðir„Við vorum agalegir í fyrri hálfleiknum og ræddum einfaldlega um það að mæta til leiks í hálfleiknum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. „Framarar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum og við gátum hreinlega ekki neitt. Þegar við fengum boltann vorum við staðir og hugmyndasnauðir og það gekk ekkert upp.“ „Í seinni hálfleiknum er allt annar taktur í liðinu og ég var virkilega ánægður með leik okkar síðustu 45 mínútur leiksins.“ Kristinn Jónsson gerði mark undir blálok leiksins sem var dæmt af. „Mér finnst það ekki atvik sem við þurfum að ræða eftir leik. Dómarinn metur að það sé brotið á markverðinu, Framarar sammála honum og við eflaust ósammála. Þetta snýst aldrei um óheppni í fótbolta, oftast er þetta bara skortur á einbeitingu.“Hægt að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira