Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 1-1 Kristinn Páll Teitsson á Fylkisvelli skrifar 2. júlí 2012 15:02 Mynd/Ernir Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Fylkis og Breiðabliks í Árbænum í kvöld en leiknum lauk 1-1. Bæði lið fengu möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunum en náðu ekki að klára færin og jafntefli því niðurstaðan. Bæði liðin hafa bæði átt ágætis byrjun á mótinu og skildi aðeins eitt stig að liðunum fyrir leik, Breiðablik sat í 6. sæti með 13 stig en Fylkismenn í því 8. með 12 stig. Fyrri hálfleikur var afar dapur af hálfu beggja liða. Bæði lið lágu til baka og reyndu að sækja á skyndisóknum en lélegar sendingar trekk í trekk stöðvuðu allar slíkar hugmyndir og úr varð miðjuhnoð. Eftir hæga byrjun á seinni hálfleik kom fyrsta markið á 53. mínútu og var þar að verki Petar Rnkovic eftir skallasendingu frá Sverri Inga. Fylkismenn voru nálægt því að jafna aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Björgólfur Takefusa komst í gott færi en Sigmar varði vel. Það voru þó mistök hans sem kostuðu Blikana stuttu seinna, þá átti Davíð Þór Ásbjörnsson gott skot þrjátíu metrum frá marki en beint á Sigmar sem missti frákastið beint í hendur Jóhanns Þórhallssonar sem var nýkominn inn á sem varamaður og átti hann ekki í erfiðleikum með að klára færið. Bæði lið fengu góð færi til að stela sigrinum á síðustu mínútum leiksins en náðu ekki að nýta sér þau og var lauk leiknum því með sanngjörnu 1-1 jafntefli. Ásgeir: Pústrar og barningar henta mér ágætlegaMynd/Daníel„Við hefðum getað skorað fleiri hér í kvöld og þeir líka þannig maður verður bara að vera sáttur með stigið," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Við vorum í bullandi færi til að koma okkur vel fyrir í einu af toppsætunum í dag en við náðum ekki að klára leikinn. Eitt stig er þó ekki slæmt og við höldum okkur í baráttunni og núna er það bara næsti leikur." Fylkismenn hafa átt kaflaskipta leiki í sumar, eftir hrikalegt tap gegn FH í deildinni hafa þeir hinsvegar komið stöðugleika á leik sinn og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. „Fyrir utan stórslysið hefur verið fínn stöðugleiki hjá okkur, þéttir varnarlega og að bæta okkur hægt og bítandi sóknarlega séð." Hart var barist á miðjunni í fyrri hálfleik og leiddist Ásgeiri sú stemming ekki. „Oftast eru leikirnir sem er leiðinlegir að horfa á skemmtilegastir að spila. Mikið um pústra og barninga, hentar kannski mér og okkur ágætlega," sagði Ásgeir. Finnur: Hvorugt liðið gengur sátt frá borðiMynd/Daníel„Við vildum auðvitað fá meira, við vorum með forystuna og við erum vonsviknir að fá á okkur klaufalegt jöfnunarmark," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við fáum færi til að taka öll stigin undir lokin en að sama skapi vorum við heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk, ég held að hvorugt liðið gangi sátt frá borði í kvöld." Gott gengi Blika síðustu umferðir má rekja til varnarleiks þeirra, í síðustu 3 leikjum höfðu þeir aðeins fengið á sig eitt mark. „Við vorum að vinna þetta á vörninni, við þurfum að byggja á því. Ef þú heldur hreinu þarftu bara eitt mark og þá eru þrjú stig komin. Við hefðum þurft að pressa Davíð fyrr í markinu, við höfum séð þetta áður í sumar og vitum að hann getur þetta en við vorum bara of seinir." „Núna er bara gamla klisjan, ef maður dettur út úr bikarnum þá einbeitir maður sér bara að deildinni og við þurfum einfaldlega að gera það," sagði Finnur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Sjá meira
Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Fylkis og Breiðabliks í Árbænum í kvöld en leiknum lauk 1-1. Bæði lið fengu möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunum en náðu ekki að klára færin og jafntefli því niðurstaðan. Bæði liðin hafa bæði átt ágætis byrjun á mótinu og skildi aðeins eitt stig að liðunum fyrir leik, Breiðablik sat í 6. sæti með 13 stig en Fylkismenn í því 8. með 12 stig. Fyrri hálfleikur var afar dapur af hálfu beggja liða. Bæði lið lágu til baka og reyndu að sækja á skyndisóknum en lélegar sendingar trekk í trekk stöðvuðu allar slíkar hugmyndir og úr varð miðjuhnoð. Eftir hæga byrjun á seinni hálfleik kom fyrsta markið á 53. mínútu og var þar að verki Petar Rnkovic eftir skallasendingu frá Sverri Inga. Fylkismenn voru nálægt því að jafna aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Björgólfur Takefusa komst í gott færi en Sigmar varði vel. Það voru þó mistök hans sem kostuðu Blikana stuttu seinna, þá átti Davíð Þór Ásbjörnsson gott skot þrjátíu metrum frá marki en beint á Sigmar sem missti frákastið beint í hendur Jóhanns Þórhallssonar sem var nýkominn inn á sem varamaður og átti hann ekki í erfiðleikum með að klára færið. Bæði lið fengu góð færi til að stela sigrinum á síðustu mínútum leiksins en náðu ekki að nýta sér þau og var lauk leiknum því með sanngjörnu 1-1 jafntefli. Ásgeir: Pústrar og barningar henta mér ágætlegaMynd/Daníel„Við hefðum getað skorað fleiri hér í kvöld og þeir líka þannig maður verður bara að vera sáttur með stigið," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Við vorum í bullandi færi til að koma okkur vel fyrir í einu af toppsætunum í dag en við náðum ekki að klára leikinn. Eitt stig er þó ekki slæmt og við höldum okkur í baráttunni og núna er það bara næsti leikur." Fylkismenn hafa átt kaflaskipta leiki í sumar, eftir hrikalegt tap gegn FH í deildinni hafa þeir hinsvegar komið stöðugleika á leik sinn og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. „Fyrir utan stórslysið hefur verið fínn stöðugleiki hjá okkur, þéttir varnarlega og að bæta okkur hægt og bítandi sóknarlega séð." Hart var barist á miðjunni í fyrri hálfleik og leiddist Ásgeiri sú stemming ekki. „Oftast eru leikirnir sem er leiðinlegir að horfa á skemmtilegastir að spila. Mikið um pústra og barninga, hentar kannski mér og okkur ágætlega," sagði Ásgeir. Finnur: Hvorugt liðið gengur sátt frá borðiMynd/Daníel„Við vildum auðvitað fá meira, við vorum með forystuna og við erum vonsviknir að fá á okkur klaufalegt jöfnunarmark," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við fáum færi til að taka öll stigin undir lokin en að sama skapi vorum við heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk, ég held að hvorugt liðið gangi sátt frá borði í kvöld." Gott gengi Blika síðustu umferðir má rekja til varnarleiks þeirra, í síðustu 3 leikjum höfðu þeir aðeins fengið á sig eitt mark. „Við vorum að vinna þetta á vörninni, við þurfum að byggja á því. Ef þú heldur hreinu þarftu bara eitt mark og þá eru þrjú stig komin. Við hefðum þurft að pressa Davíð fyrr í markinu, við höfum séð þetta áður í sumar og vitum að hann getur þetta en við vorum bara of seinir." „Núna er bara gamla klisjan, ef maður dettur út úr bikarnum þá einbeitir maður sér bara að deildinni og við þurfum einfaldlega að gera það," sagði Finnur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki