Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Breiðablik 2-4 Stefán Hirst Friðriksson á Grindavíkurvelli skrifar 3. september 2012 15:09 Grindvíkingar eru svo gott sem fallnir úr Pepsi-deildinni eftir enn eitt stórtapið í sumar. Að þessu sinni á heimavelli gegn Breiðablik sem hefur ekkert gengið að skora í sumar. Fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna en spilamennska Grindvíkinga var hrein hörmung og virðist vera sem leikmenn liðsins hafi ekki lengur trú á því að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Breiðablik lék á alls oddi í hálfleiknum og tókst þeim að setja boltann fjórum sinnum í netið í honum. Þar voru að verki Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Tómas Óli Garðarsson og Rafn Andri Haraldsson og leikurinn því í rauninni búinn eftir fyrri hálfleikinn. Einhverja þýðingu hafa orð Guðjóns Þórðarssonar haft á heimamenn í hálfleik því að liðið mætti betur stemmt til leiks í honum og tókst þeim að minnka muninn strax í upphafi hálfleiksins. Þar var að verki Óli Baldur Bjarnason eftir fyrirgjöf Scott Ramsey. Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegur í kjölfarið og það var ekki fyrr en á lokaandartökum leiksins sem Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði annað mark heimamanna með góðum skalla. Lengra komust heimamenn ekki og 4-2 útisigur Breiðabliks því staðreynd. Útlitið er vægast sagt dökk hjá Grindvíkingum en líkurnar á að þeir muni vera í Pepsi-deildinni að ári eru hverfandi.Guðjón: Vinnum ekki ef menn hafa ekki trú á þessu „Ég veit ekki hvað gerist í fyrri hálfleiknum. Það var einhvernveginn ekkert sem gekk upp hjá okkur og því fór sem fór. Seinni hálfleikurinn var ágætur en við vorum búnir að kasta leiknum frá okkur eftir fyrri hálfleikinn," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvað veldur þessari frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Þetta var allt saman hálfandlaust og það virðist vera sem svo að menn hafi ekki lengur trú á verkefninu. Ef menn trúa því ekki fyrirfram að þeir geti unnið fótboltaleiki eru þeir aldrei að fara að vinna þá," bætti Guðjón við. „Þetta lítur ekki vel út. Líkurnar á því að við náum að halda sæti okkar í deildinni fara minnkandi. Leikurinn í kvöld og leikurinn á móti Selfyssingum voru algjörir lykilleikir fyrir okkur en maður veit aldrei hvað getur gerst í þessu," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Ánægður með stigin þrjú „Þetta var flott frammistaða hjá okkur. Við erum búnir að klára þennan leik eftir fyrri hálfleikinn og gáfu menn aðeins eftir í þeim síðari en ég er ánægður með stigin þrjú," sagði Ólafur. „Menn þurfa að vera skynsamir í seinni hálfleiknum og reyndum við það en við höfum kannski ekki alveg reynsluna í það ennþá. Aðalatriðið í þessu er hinsvegar að við náðum í þrjú stig," bætti Ólafur við. „Okkur líst bara vel á framhaldið og stefnum við að sjálfsögðu á að vinna restina af okkar leikjum," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Grindvíkingar eru svo gott sem fallnir úr Pepsi-deildinni eftir enn eitt stórtapið í sumar. Að þessu sinni á heimavelli gegn Breiðablik sem hefur ekkert gengið að skora í sumar. Fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna en spilamennska Grindvíkinga var hrein hörmung og virðist vera sem leikmenn liðsins hafi ekki lengur trú á því að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Breiðablik lék á alls oddi í hálfleiknum og tókst þeim að setja boltann fjórum sinnum í netið í honum. Þar voru að verki Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Tómas Óli Garðarsson og Rafn Andri Haraldsson og leikurinn því í rauninni búinn eftir fyrri hálfleikinn. Einhverja þýðingu hafa orð Guðjóns Þórðarssonar haft á heimamenn í hálfleik því að liðið mætti betur stemmt til leiks í honum og tókst þeim að minnka muninn strax í upphafi hálfleiksins. Þar var að verki Óli Baldur Bjarnason eftir fyrirgjöf Scott Ramsey. Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegur í kjölfarið og það var ekki fyrr en á lokaandartökum leiksins sem Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði annað mark heimamanna með góðum skalla. Lengra komust heimamenn ekki og 4-2 útisigur Breiðabliks því staðreynd. Útlitið er vægast sagt dökk hjá Grindvíkingum en líkurnar á að þeir muni vera í Pepsi-deildinni að ári eru hverfandi.Guðjón: Vinnum ekki ef menn hafa ekki trú á þessu „Ég veit ekki hvað gerist í fyrri hálfleiknum. Það var einhvernveginn ekkert sem gekk upp hjá okkur og því fór sem fór. Seinni hálfleikurinn var ágætur en við vorum búnir að kasta leiknum frá okkur eftir fyrri hálfleikinn," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvað veldur þessari frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Þetta var allt saman hálfandlaust og það virðist vera sem svo að menn hafi ekki lengur trú á verkefninu. Ef menn trúa því ekki fyrirfram að þeir geti unnið fótboltaleiki eru þeir aldrei að fara að vinna þá," bætti Guðjón við. „Þetta lítur ekki vel út. Líkurnar á því að við náum að halda sæti okkar í deildinni fara minnkandi. Leikurinn í kvöld og leikurinn á móti Selfyssingum voru algjörir lykilleikir fyrir okkur en maður veit aldrei hvað getur gerst í þessu," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Ánægður með stigin þrjú „Þetta var flott frammistaða hjá okkur. Við erum búnir að klára þennan leik eftir fyrri hálfleikinn og gáfu menn aðeins eftir í þeim síðari en ég er ánægður með stigin þrjú," sagði Ólafur. „Menn þurfa að vera skynsamir í seinni hálfleiknum og reyndum við það en við höfum kannski ekki alveg reynsluna í það ennþá. Aðalatriðið í þessu er hinsvegar að við náðum í þrjú stig," bætti Ólafur við. „Okkur líst bara vel á framhaldið og stefnum við að sjálfsögðu á að vinna restina af okkar leikjum," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira