Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 1- 4 Stefán Árni Pálsson í Grindavík skrifar 21. maí 2012 16:23 Stjarnan vann auðveldan sigur á Grindavík, 4-1, í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli. Þriðji leikurinn í röð sem Grindavík fær á sig fjögur mörk og varnarleikur liðsins er gjörsamlega í molum þessa daganna. Það má nú segja að leikurinn hafi hafist með miklum látum en fyrsta markið kom eftir aðeins 27 sekúndur þegar Gavin Morrison, leikmaður Grindavíkur, kom boltanum í netið. Grindvíkingar tóku miðju og brunuðu upp völlinn. Stjarnan átti í vandræðum með að hreinsa boltann út úr þeirra eigin vítateig og það nýtti Morrison sér. Mögnuð byrjun gaf tóninn. Stjörnumenn létu þetta ekki slá sig út af laginu og léku sinni leik næstu mínútur. Það tók ekki langan tíma fyrir gestina að jafna metin en Atli Jóhannsson skallaði boltann í netið nokkrum mínútum eftir mark Grindvíkinga en Atli fékk frábæra sendingu frá Jóhanni Laxdal. Leikurinn róaðist heldur eftir þessa byrjun og var staðan 1-1 í hálfleik. Stjarnan byrjaði síðari hálfleikinn vel og voru mun ákveðnari. Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum komust gestirnir yfir og aftur var það Atli Jóhannsson. Hörður Árnason, leikmaður Stjörnunnar, nýtti sér varnarmistök Grindvíkinga og náði frábærri sendingu á Atla Jóhannsson sem klíndi boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Óskar Pétursson í markinu hjá Grindavík. Aðeins fimm mínútum eftir markið frá Atla skoruðu Stjörnumenn þriðja mark sitt í leiknum eftir frábæra sókn. Garðar Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, fékk boltann á miðjum vellinum og átti frábæra stungusendingu inn fyrir á Kennie Knak Chopart sem þrumaði boltanum í netið, frábær sókn frá upphafi til enda. Kenny Chopart var síðan aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann átti fína sendingu á kollinn á Mads Laudrup sem hafnaði í netinu. Staðan orðin 4-1 fyrir Stjörnuna og tuttugu mínútur eftir af leiknum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Stjörnunnar og þriðji leikurinn í röð sem Grindavík fær á sig fjögur mörk. Varnarleikur liðsins var skelfilegur og Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, á mikið verk óunnið með þétta öftustu línu liðsins. Atli: Við erum komnir í gang„Mér líður mjög vel, aldrei liðið betur," sagði Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum bara ekki vaknaðir í upphafi leikins og þeir refsuðu. Liðið hélt samt haus og náði að svara strax fyrir sig." „Við vorum heilt yfir töluvert betri aðilinn í leiknum og virkilega sanngjarn sigur. Við sýnum hér í kvöld að það er karakter í þessu liði og við erum komnir í gang." „Það er jákvætt að vera fjölga sigurleikjunum, því þessi jafntefli telja svo lítið. Við þurfum að vinna flest alla leiki til að vera í toppbaráttunni." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan. Guðjón: Liðum er refsað strax í þessari deild„Við mættum í leikinn til þess að reyna vinna," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindvíkinga, eftir að lið hans var tekið í kennslustund af Stjörnunni í kvöld. „Þetta byrjaði allt saman nokkuð vel fyrir okkur. Jöfnunarmarkið kom samt allt of snemma í andlitið á okkur og menn áttu heldur betur að verjast því betur." „Í byrjun síðari hálfleiksins benti ekkert til þess að leikurinn myndi þróast svona en svo dundi þetta allt saman yfir okkur." „Í grunninn eru þessi mörk sem við fáum á okkur algjört einbeitingarleysi hjá mínum mönnum og við þurfum að horfa í eigin barm og lagfæra varnarleik okkar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðjón með því að ýta hér. Bjarni: Við vorum mun sterkari aðilinn í þessum leik„Ég er mjög sáttur með mína menn og sérstaklega hvernig við lékum í síðari hálfleik," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við fáum auðvita mark á okkur strax sem var ekkert sérstakt, en það var mikilvægt að jafna strax." „Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari vorum við mun sterkari aðilinn og áttum sigurinn skilið." Bjarni Jóhannsson vann í kvöld sinn 100. leik sem þjálfari í efstu deild karla og var að vonum sáttur með það. „Þetta er mikill áfangi og Grindvíkingar eiga eftir að fyrirgefa mér þetta, ég átti fínan tíma hér sem þjálfari og gaman að ná þessum árangri á þessum velli, hérna líður mér vel."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarna með því ýta hér. Mads Laudrup: Ég er allur að koma til„Við byrjuðum virkilega illa og vorum ekki búnir að snerta boltann þegar þeir skora," sagði Mads Laudrup, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Það var mikilvægt að jafna leikinn strax í kjölfarið. Síðan í síðari hálfleiknum hefðum við getað sett fleiri mörk." „Síðustu tveir útileikir hjá liðinu hafa verið slakir og frábært að ná þessum úrslitum í kvöld." „Ég átti erfitt uppdráttar í fyrstu leikjunum en ég var að koma frá öðru landi þar sem leikstíllinn er aðeins öðruvísi, en ég er búinn að átta mig og líður núna bara vel á vellinum."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Mads með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Stjarnan vann auðveldan sigur á Grindavík, 4-1, í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli. Þriðji leikurinn í röð sem Grindavík fær á sig fjögur mörk og varnarleikur liðsins er gjörsamlega í molum þessa daganna. Það má nú segja að leikurinn hafi hafist með miklum látum en fyrsta markið kom eftir aðeins 27 sekúndur þegar Gavin Morrison, leikmaður Grindavíkur, kom boltanum í netið. Grindvíkingar tóku miðju og brunuðu upp völlinn. Stjarnan átti í vandræðum með að hreinsa boltann út úr þeirra eigin vítateig og það nýtti Morrison sér. Mögnuð byrjun gaf tóninn. Stjörnumenn létu þetta ekki slá sig út af laginu og léku sinni leik næstu mínútur. Það tók ekki langan tíma fyrir gestina að jafna metin en Atli Jóhannsson skallaði boltann í netið nokkrum mínútum eftir mark Grindvíkinga en Atli fékk frábæra sendingu frá Jóhanni Laxdal. Leikurinn róaðist heldur eftir þessa byrjun og var staðan 1-1 í hálfleik. Stjarnan byrjaði síðari hálfleikinn vel og voru mun ákveðnari. Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum komust gestirnir yfir og aftur var það Atli Jóhannsson. Hörður Árnason, leikmaður Stjörnunnar, nýtti sér varnarmistök Grindvíkinga og náði frábærri sendingu á Atla Jóhannsson sem klíndi boltanum í netið, alveg óverjandi fyrir Óskar Pétursson í markinu hjá Grindavík. Aðeins fimm mínútum eftir markið frá Atla skoruðu Stjörnumenn þriðja mark sitt í leiknum eftir frábæra sókn. Garðar Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, fékk boltann á miðjum vellinum og átti frábæra stungusendingu inn fyrir á Kennie Knak Chopart sem þrumaði boltanum í netið, frábær sókn frá upphafi til enda. Kenny Chopart var síðan aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann átti fína sendingu á kollinn á Mads Laudrup sem hafnaði í netinu. Staðan orðin 4-1 fyrir Stjörnuna og tuttugu mínútur eftir af leiknum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Stjörnunnar og þriðji leikurinn í röð sem Grindavík fær á sig fjögur mörk. Varnarleikur liðsins var skelfilegur og Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, á mikið verk óunnið með þétta öftustu línu liðsins. Atli: Við erum komnir í gang„Mér líður mjög vel, aldrei liðið betur," sagði Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum bara ekki vaknaðir í upphafi leikins og þeir refsuðu. Liðið hélt samt haus og náði að svara strax fyrir sig." „Við vorum heilt yfir töluvert betri aðilinn í leiknum og virkilega sanngjarn sigur. Við sýnum hér í kvöld að það er karakter í þessu liði og við erum komnir í gang." „Það er jákvætt að vera fjölga sigurleikjunum, því þessi jafntefli telja svo lítið. Við þurfum að vinna flest alla leiki til að vera í toppbaráttunni." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan. Guðjón: Liðum er refsað strax í þessari deild„Við mættum í leikinn til þess að reyna vinna," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindvíkinga, eftir að lið hans var tekið í kennslustund af Stjörnunni í kvöld. „Þetta byrjaði allt saman nokkuð vel fyrir okkur. Jöfnunarmarkið kom samt allt of snemma í andlitið á okkur og menn áttu heldur betur að verjast því betur." „Í byrjun síðari hálfleiksins benti ekkert til þess að leikurinn myndi þróast svona en svo dundi þetta allt saman yfir okkur." „Í grunninn eru þessi mörk sem við fáum á okkur algjört einbeitingarleysi hjá mínum mönnum og við þurfum að horfa í eigin barm og lagfæra varnarleik okkar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðjón með því að ýta hér. Bjarni: Við vorum mun sterkari aðilinn í þessum leik„Ég er mjög sáttur með mína menn og sérstaklega hvernig við lékum í síðari hálfleik," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við fáum auðvita mark á okkur strax sem var ekkert sérstakt, en það var mikilvægt að jafna strax." „Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari vorum við mun sterkari aðilinn og áttum sigurinn skilið." Bjarni Jóhannsson vann í kvöld sinn 100. leik sem þjálfari í efstu deild karla og var að vonum sáttur með það. „Þetta er mikill áfangi og Grindvíkingar eiga eftir að fyrirgefa mér þetta, ég átti fínan tíma hér sem þjálfari og gaman að ná þessum árangri á þessum velli, hérna líður mér vel."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarna með því ýta hér. Mads Laudrup: Ég er allur að koma til„Við byrjuðum virkilega illa og vorum ekki búnir að snerta boltann þegar þeir skora," sagði Mads Laudrup, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Það var mikilvægt að jafna leikinn strax í kjölfarið. Síðan í síðari hálfleiknum hefðum við getað sett fleiri mörk." „Síðustu tveir útileikir hjá liðinu hafa verið slakir og frábært að ná þessum úrslitum í kvöld." „Ég átti erfitt uppdráttar í fyrstu leikjunum en ég var að koma frá öðru landi þar sem leikstíllinn er aðeins öðruvísi, en ég er búinn að átta mig og líður núna bara vel á vellinum."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Mads með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira