Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Breiðablik 0-1 | Annar sigur Breiðabliks í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson á Norðurálsvellinum skrifar 26. maí 2015 13:20 Arnar Grétarsson og lærisveinar búnir að innbyrða sex stig í síðustu tveimur leikjum. vísir/ernir Breiðablik lagði ÍA 1-0 á útivelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Arnþór Ari Atlason skoraði eina markið um miðbik seinni hálfleiks. Þetta var leikur tveggja ólíkra hálfleika. Það var fátt um fína drætti og fá færi litu dagsins ljós. Breiðablik átti erfitt með að skapa sér færi en fengu þó eitt upplagt þegar Árni Snær Ólafsson varði frá Kristni Jónssyni. ÍA náði ítrekað að stöðva sóknir Breiðabliks á miðjunni og voru jafnan fljótir að koma boltanum fram án þess þó að nýta góðar stöður og skapa sér góð færi. Markalaust var í hálfleik en seinni hálfleikur var einstefna Breiðabliks. Liðið sótti án afláts og náði að skapa sér fjölda færa en var í vandræðum með að nýta færin allt þar til Arnþór Ari skoraði á 68. mínútu eftir mjög laglega sókn upp hægri kantinn. Það var ekki mikill vindur á Akranesi í kvöld en engu að síður munaði miklu á á sóknarleik liðanna þegar þau voru með vindinn í bakið því ÍA var með goluna í bakið í fyrri hálfleiks.Gunnleifur Gunnleifsson lék sinn 200. leik í efstu deild í kvöld en þurfti aldrei að verja því vörnin var mjög traust fyrir framan hann með Elfar Frey Helgason í frábæru formi og Óliver Sigurjónsson mjög öflugan þar fyrir framan. Breiðablik er nú komið með 9 stig eftir fimm leiki. Liðið hefur unnið tvo leiki í röð eftir jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum. ÍA er í þriðja neðsta sæti með 4 stig en liðið varði fyrir því að missa Garðar Gunnlaugsson af leikvelli í seinni hálfleik en liðið má alls ekki við því að hann sé alvarlega meiddur. Gunnleifur: Þægilegur leikur fyrir mig„Ég er vissi þetta ekki fyrir leikinn og er bara stoltur af þessu,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson við fréttunum að hann hafi verið að leika sinn 200. leik í efstu deild. „Það geta verið hættulegir leikir þegar það er ekkert að gera og svo kemur eitthvað í restina,“ sagði Gunnleifur við því hve náðugan dag hann hafði í markinu. „Við spiluðum þetta mjög vel og buðum þeim ekki upp á neitt. Þetta var þægilegur leikur fyrir mig. „Við áttum í vandræðum með að fá flæði í leikinn hjá okkur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik náðum við að opna þá hvað eftir annað og vorum hættulegir og hefðum getað skorað fleiri mörk.“ Þetta var annar sigur Breiðabliks í röð og virðist liðið vera búið að hrista jafnteflisslenið af sér, í bili að minnsta kosti. „Langt síðan við gerðum jafntefli maður. Það er miklu skemmtilegra að vinna leiki og gott. Sérstaklega að vinna 1-0 eins og tvo síðustu leiki. „Eins og margir hafa sagt þá snúast maí leikirnir um það að safna stigum. Þá er stuttu á milli leikja og aðstæðurnar eins og þær eru. „Aðstæðurnar hér uppi á Skaga voru til fyrirmyndar. Völlurinn var frábær og lítið sem ekkert rok,“ sagði Gunnleifur. Gunnlaugur: Varnarleikurinn sérstaklega vel útfærður í fyrri hálfleik„Ég var að mörgu leiti ánægður með fyrri hálfleik. Varnarplanið sem við lögðum upp með gekk mjög vel. Við unnum boltann ótrúlega oft á góðum stöðum en okkur vantaði kannski smá meiri gæði fram á við, kænsku til að refsa þeim,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA. Seinni hálfleikurinn gekk ekki eins vel hjá ÍA og átti Breiðablik mun auðveldara með að ná upp sínu spili og opna vörn Skagamanna. „Við lentum í þessum eltingaleik sem ég óttaðist fyrir leikinn í seinni hálfleik. Hann var ekki á í fyrri hálfleik og það skilur á milli, því miður. „Mér fannst varnarleikurinn okkar sérstaklega vel útfærður í fyrri hálfleik. Þeir áttu í vandræðum með að koma boltanum í leik, í spil eins og þeir eru mjög góðir í. Ég man ekki eftir að Gunnleifur hafi sparkað eins oft út í einum hálfleik og í fyrri hálfleik en að því sögðu þá náðum við ekki að fylgja þessu eins vel á eftir í seinni hálfleik og misstum þetta út í eltingaleik. „Auðvitað fengu þeir upphlaup á okkur fengu færi í seinni hálfleik en það hefði verið sætt að halda hreinu og svo veit maður aldrei. Það er alltaf möguleiki í lokin,“ sagði Gunnlaugur sem gat ekkert staðfest með alvarleika meiðsla Garðars Gunnlaugssonar. „Þetta er hné meiðsli. Ég veit ekki hve alvarleg þau eru. Ætli það komi ekki í ljós á morgun eða hinn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Enski boltinn Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Fleiri fréttir Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Sjá meira
Breiðablik lagði ÍA 1-0 á útivelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Arnþór Ari Atlason skoraði eina markið um miðbik seinni hálfleiks. Þetta var leikur tveggja ólíkra hálfleika. Það var fátt um fína drætti og fá færi litu dagsins ljós. Breiðablik átti erfitt með að skapa sér færi en fengu þó eitt upplagt þegar Árni Snær Ólafsson varði frá Kristni Jónssyni. ÍA náði ítrekað að stöðva sóknir Breiðabliks á miðjunni og voru jafnan fljótir að koma boltanum fram án þess þó að nýta góðar stöður og skapa sér góð færi. Markalaust var í hálfleik en seinni hálfleikur var einstefna Breiðabliks. Liðið sótti án afláts og náði að skapa sér fjölda færa en var í vandræðum með að nýta færin allt þar til Arnþór Ari skoraði á 68. mínútu eftir mjög laglega sókn upp hægri kantinn. Það var ekki mikill vindur á Akranesi í kvöld en engu að síður munaði miklu á á sóknarleik liðanna þegar þau voru með vindinn í bakið því ÍA var með goluna í bakið í fyrri hálfleiks.Gunnleifur Gunnleifsson lék sinn 200. leik í efstu deild í kvöld en þurfti aldrei að verja því vörnin var mjög traust fyrir framan hann með Elfar Frey Helgason í frábæru formi og Óliver Sigurjónsson mjög öflugan þar fyrir framan. Breiðablik er nú komið með 9 stig eftir fimm leiki. Liðið hefur unnið tvo leiki í röð eftir jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum. ÍA er í þriðja neðsta sæti með 4 stig en liðið varði fyrir því að missa Garðar Gunnlaugsson af leikvelli í seinni hálfleik en liðið má alls ekki við því að hann sé alvarlega meiddur. Gunnleifur: Þægilegur leikur fyrir mig„Ég er vissi þetta ekki fyrir leikinn og er bara stoltur af þessu,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson við fréttunum að hann hafi verið að leika sinn 200. leik í efstu deild. „Það geta verið hættulegir leikir þegar það er ekkert að gera og svo kemur eitthvað í restina,“ sagði Gunnleifur við því hve náðugan dag hann hafði í markinu. „Við spiluðum þetta mjög vel og buðum þeim ekki upp á neitt. Þetta var þægilegur leikur fyrir mig. „Við áttum í vandræðum með að fá flæði í leikinn hjá okkur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik náðum við að opna þá hvað eftir annað og vorum hættulegir og hefðum getað skorað fleiri mörk.“ Þetta var annar sigur Breiðabliks í röð og virðist liðið vera búið að hrista jafnteflisslenið af sér, í bili að minnsta kosti. „Langt síðan við gerðum jafntefli maður. Það er miklu skemmtilegra að vinna leiki og gott. Sérstaklega að vinna 1-0 eins og tvo síðustu leiki. „Eins og margir hafa sagt þá snúast maí leikirnir um það að safna stigum. Þá er stuttu á milli leikja og aðstæðurnar eins og þær eru. „Aðstæðurnar hér uppi á Skaga voru til fyrirmyndar. Völlurinn var frábær og lítið sem ekkert rok,“ sagði Gunnleifur. Gunnlaugur: Varnarleikurinn sérstaklega vel útfærður í fyrri hálfleik„Ég var að mörgu leiti ánægður með fyrri hálfleik. Varnarplanið sem við lögðum upp með gekk mjög vel. Við unnum boltann ótrúlega oft á góðum stöðum en okkur vantaði kannski smá meiri gæði fram á við, kænsku til að refsa þeim,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA. Seinni hálfleikurinn gekk ekki eins vel hjá ÍA og átti Breiðablik mun auðveldara með að ná upp sínu spili og opna vörn Skagamanna. „Við lentum í þessum eltingaleik sem ég óttaðist fyrir leikinn í seinni hálfleik. Hann var ekki á í fyrri hálfleik og það skilur á milli, því miður. „Mér fannst varnarleikurinn okkar sérstaklega vel útfærður í fyrri hálfleik. Þeir áttu í vandræðum með að koma boltanum í leik, í spil eins og þeir eru mjög góðir í. Ég man ekki eftir að Gunnleifur hafi sparkað eins oft út í einum hálfleik og í fyrri hálfleik en að því sögðu þá náðum við ekki að fylgja þessu eins vel á eftir í seinni hálfleik og misstum þetta út í eltingaleik. „Auðvitað fengu þeir upphlaup á okkur fengu færi í seinni hálfleik en það hefði verið sætt að halda hreinu og svo veit maður aldrei. Það er alltaf möguleiki í lokin,“ sagði Gunnlaugur sem gat ekkert staðfest með alvarleika meiðsla Garðars Gunnlaugssonar. „Þetta er hné meiðsli. Ég veit ekki hve alvarleg þau eru. Ætli það komi ekki í ljós á morgun eða hinn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Enski boltinn Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Fleiri fréttir Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Sjá meira