Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 0-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Nettóvellinum skrifar 23. júlí 2012 17:34 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Fylkir vann góðan sigur á Keflavík í miklum rok leik í Keflavík í kvöld 2-0 þar sem mörkin komu síðasta stundarfjórðunginn. Staðan í hálfleik var 0-0 en bæði lið fengu fín færi áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góð færi setti rokið mark sitt á leikinn sem aldrei komst á flug. Fylkir fékk eitt frábært færi í fyrri hálfleik þar sem Björgólfur Takefusa átti að skora en Fylkir var mun sterkari framan af hálfleiknum gegn stífum vindinum. Keflavík sótti í sig veðrið er leið á fyrri hálfleik og fékk einu færin sín í leiknum síðasta stundarfjórðunginn. Arnór Ingvi fékk besta færið auk þess sem Jóhann Birnir skaut í slá af löngu færi sem vindurinn hafði mikil áhrif á því Jóhann var að reyna sendingu inni í teiginn. Keflavík fékk ekkert færi í seinni hálfleik. Fylkir var mun meira með boltann og fékk nokkur fín færi áður en varamaðurinn Jóhann Þórhallsson braut ísinn. Keflavíkingar voru sigraðir við markið og Fylkir bætti við marki í takt í við gang leiksins og vann sanngjarnan og að lokum öruggan sigur þó biðin hafi verið löng eftir fyrsta markinu. Fylkir lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum og er nú með 18 stig en Keflavík féll niður í áttunda sæti þar sem liðið situr enn með 16 stig. Ásmundur: Sanngjarnt heilt yfir„Þetta var leikur þar sem vindurinn ræður ferðinni. Mér finnst við höndla þetta þokkalega gegn vindinum, rúmlega hálfan hálfleikinn. Þá fær Finnur á lúðurinn og er vankaður síðasta korterið og hvort það er það eða Keflvíkingar bættu í þá fengu þeir mikið af færum undir lokin en það sem ég er ánægður með er að menn fórnuðu sér virkilega og stigu upp," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum að halda hreinu fram að hálfleik og þá bauð seinni hálfleikurinn upp á okkar tækifæri. Við vorum yfir á öllum sviðum í seinni hálfleik og þetta var sanngjarn sigur heilt yfir. „Mér fannst þeir ekki vera líklegir að koma til baka eftir að við komumst yfir og mér fannst við vera traustir varnarlega þó það væri svolítið um hræringar í varnarleiknum. Menn héldu haus og ég er gríðarlega ánægður með strákana. Zoran: Meiri barátta og gleði hjá þeim„Það eru mikil vonbrigði að tapa heima. Við vorum að spila vel í síðustu leikjum og náum fínum úrslitum en í kvöld vantar allt hjá okkur. Við byrjum illa og vorum ekki með fyrr en þeir fá dauðafæri. Við vöknum þá til lífsins síðustu tíu fimmtán mínútur hálfleiksins og gátum skorað tvö, þrjú mörk en því miður gerðum við ekkert,“ sagði Zoran Daníel Ljubicic þjálfari Keflavíkur vonsvikinn að leiknum loknum. „Það var miklu meiri barátta og gleði í þeirra liði. Það vantaði allan vilja og baráttu í okkar leik í kvöld. Í seinni hálfleik voru þeir miklu tilbúnari og unnu næstum því alla bolta. Við vorum alltaf á eftir þeim og ekkert spil gekk. Sérstaklega á miðjunni,“ sagði Zoran sem vildi lítið tjá sig um hvað væri í deiglunni hjá Keflavík nú þegar félagaskiptaglugginn er opinn. „Ég held að við þurfum að styrkja liðið með einum til tveimur leikmönnum en það gekk vel þegar við vorum ekki með marga meidda leikmenn en við söknuðum Gregor Mohar miðvarðar okkar sem hefur verið mjög góður sem meiddist í síðasta leik.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Fylkir vann góðan sigur á Keflavík í miklum rok leik í Keflavík í kvöld 2-0 þar sem mörkin komu síðasta stundarfjórðunginn. Staðan í hálfleik var 0-0 en bæði lið fengu fín færi áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góð færi setti rokið mark sitt á leikinn sem aldrei komst á flug. Fylkir fékk eitt frábært færi í fyrri hálfleik þar sem Björgólfur Takefusa átti að skora en Fylkir var mun sterkari framan af hálfleiknum gegn stífum vindinum. Keflavík sótti í sig veðrið er leið á fyrri hálfleik og fékk einu færin sín í leiknum síðasta stundarfjórðunginn. Arnór Ingvi fékk besta færið auk þess sem Jóhann Birnir skaut í slá af löngu færi sem vindurinn hafði mikil áhrif á því Jóhann var að reyna sendingu inni í teiginn. Keflavík fékk ekkert færi í seinni hálfleik. Fylkir var mun meira með boltann og fékk nokkur fín færi áður en varamaðurinn Jóhann Þórhallsson braut ísinn. Keflavíkingar voru sigraðir við markið og Fylkir bætti við marki í takt í við gang leiksins og vann sanngjarnan og að lokum öruggan sigur þó biðin hafi verið löng eftir fyrsta markinu. Fylkir lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum og er nú með 18 stig en Keflavík féll niður í áttunda sæti þar sem liðið situr enn með 16 stig. Ásmundur: Sanngjarnt heilt yfir„Þetta var leikur þar sem vindurinn ræður ferðinni. Mér finnst við höndla þetta þokkalega gegn vindinum, rúmlega hálfan hálfleikinn. Þá fær Finnur á lúðurinn og er vankaður síðasta korterið og hvort það er það eða Keflvíkingar bættu í þá fengu þeir mikið af færum undir lokin en það sem ég er ánægður með er að menn fórnuðu sér virkilega og stigu upp," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum að halda hreinu fram að hálfleik og þá bauð seinni hálfleikurinn upp á okkar tækifæri. Við vorum yfir á öllum sviðum í seinni hálfleik og þetta var sanngjarn sigur heilt yfir. „Mér fannst þeir ekki vera líklegir að koma til baka eftir að við komumst yfir og mér fannst við vera traustir varnarlega þó það væri svolítið um hræringar í varnarleiknum. Menn héldu haus og ég er gríðarlega ánægður með strákana. Zoran: Meiri barátta og gleði hjá þeim„Það eru mikil vonbrigði að tapa heima. Við vorum að spila vel í síðustu leikjum og náum fínum úrslitum en í kvöld vantar allt hjá okkur. Við byrjum illa og vorum ekki með fyrr en þeir fá dauðafæri. Við vöknum þá til lífsins síðustu tíu fimmtán mínútur hálfleiksins og gátum skorað tvö, þrjú mörk en því miður gerðum við ekkert,“ sagði Zoran Daníel Ljubicic þjálfari Keflavíkur vonsvikinn að leiknum loknum. „Það var miklu meiri barátta og gleði í þeirra liði. Það vantaði allan vilja og baráttu í okkar leik í kvöld. Í seinni hálfleik voru þeir miklu tilbúnari og unnu næstum því alla bolta. Við vorum alltaf á eftir þeim og ekkert spil gekk. Sérstaklega á miðjunni,“ sagði Zoran sem vildi lítið tjá sig um hvað væri í deiglunni hjá Keflavík nú þegar félagaskiptaglugginn er opinn. „Ég held að við þurfum að styrkja liðið með einum til tveimur leikmönnum en það gekk vel þegar við vorum ekki með marga meidda leikmenn en við söknuðum Gregor Mohar miðvarðar okkar sem hefur verið mjög góður sem meiddist í síðasta leik.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira