Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 0-4 Stefán Hirst Friðriksson á KR-velli skrifar 16. september 2012 16:15 Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður. Kristinn Jónsson, Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Blikar eru í bullandi baráttu um Evrópusæti eftir sigurinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og voru Blikar sprækari á upphafsmínútunum en marktækifærin féllu í hendur heimamanna í KR. Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Emil Atlason voru báðir nálægt þvi að koma sínum mönnum yfir en bæði skotin höfnuðu í tréverki andstæðinganna. Það var svo á 22. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur inn í teig og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Gary Martin steig á punktinn en Ingvar Kale greip slaka vítaspyrnu hans. Blikar komust svo yfir á 34. mínútu nokkuð gegn gangi leiksins. Þá skoraði Kristinn Jónsson algjört draumamark úr aukaspyrnu af löngu færi. Lítið gerðist á næstu mínútum og Blikar því með forystu þegar flautað var til hálfleiks. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiksins en síðustu tuttugu mínútur hans voru eign Blika en þeir gerðu þrjú mörk á þessum tíma. Fyrst var það Nichlas Rohde sem kom sínum mönnum í 2-0 áður en að Elfar Árni Aðalsteinsson bætti þriðja markinu við. Tómas Óli Garðarsson innsiglaði svo sigurinn á lokamínútunni með stórkostlegu marki en hann snéri boltann upp í vinkilinn frá vítateigshorninu. Stórsigur Breiðabliks því staðreynd og sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.Rúnar: Erfitt að útskýra þetta slaka gengi „Þetta voru skelfileg úrslit fyrir okkur. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum en þeir skora úr drauma aukaspyrnu og leiddu í hálfleik. Við stjórnuðum svo leiknum í upphafi seinni hálfleiksins en náum ekki að nýta það og ganga þeir svo á lagið og því fór sem fór," sagði Rúnar. Rúnar var ómyrkur í máli í lok leiks og sagði gengi liðsins að undanförnu illskiljanlegt „Það er erfitt að útskýra gengi okkar í undanförnum leikjum. Við höfum lagt leikina upp með því að reyna að vinna þá en það virðist ekkert ganga né falla með okkur," bætti Rúnar við. Við erum bara búnir að ná í átta stig í síðari umferðinni sem er skelfileg uppskera og erum við alls ekki sáttir við það. Við erum bikarmeistarar en erum búnir að missa af titlinum og er það sárt og svekkjandi. Við stefndum á að ná að vinna deildina líka en það gekk ekki eftir," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR að lokum.Ólafur: Ætlum okkur Evrópusæti „Þrjú stig, halda hreinu og skora fjögur mörk, það er virkilega ljúft. Þeir fengu góð færi í fyrri hálfleik til þess að skora mér fannst við vera þrautseigir og unnum við vel úr því sem við fengum í leiknum" sagði Ólafur. „Evrópusætið er inn í myndinni og höfum við ætlað að ná okkur í það sæti í langan tíma. Þessi sigur gefur okkur stuð í bakið í þessari baráttu og voru þetta mjög mikilvæg þrjú stig. Við þurfum að koma vel stemmdir inn í næsta leik og klára þetta mót með sæmd," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður. Kristinn Jónsson, Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Blikar eru í bullandi baráttu um Evrópusæti eftir sigurinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og voru Blikar sprækari á upphafsmínútunum en marktækifærin féllu í hendur heimamanna í KR. Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Emil Atlason voru báðir nálægt þvi að koma sínum mönnum yfir en bæði skotin höfnuðu í tréverki andstæðinganna. Það var svo á 22. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur inn í teig og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Gary Martin steig á punktinn en Ingvar Kale greip slaka vítaspyrnu hans. Blikar komust svo yfir á 34. mínútu nokkuð gegn gangi leiksins. Þá skoraði Kristinn Jónsson algjört draumamark úr aukaspyrnu af löngu færi. Lítið gerðist á næstu mínútum og Blikar því með forystu þegar flautað var til hálfleiks. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiksins en síðustu tuttugu mínútur hans voru eign Blika en þeir gerðu þrjú mörk á þessum tíma. Fyrst var það Nichlas Rohde sem kom sínum mönnum í 2-0 áður en að Elfar Árni Aðalsteinsson bætti þriðja markinu við. Tómas Óli Garðarsson innsiglaði svo sigurinn á lokamínútunni með stórkostlegu marki en hann snéri boltann upp í vinkilinn frá vítateigshorninu. Stórsigur Breiðabliks því staðreynd og sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.Rúnar: Erfitt að útskýra þetta slaka gengi „Þetta voru skelfileg úrslit fyrir okkur. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum en þeir skora úr drauma aukaspyrnu og leiddu í hálfleik. Við stjórnuðum svo leiknum í upphafi seinni hálfleiksins en náum ekki að nýta það og ganga þeir svo á lagið og því fór sem fór," sagði Rúnar. Rúnar var ómyrkur í máli í lok leiks og sagði gengi liðsins að undanförnu illskiljanlegt „Það er erfitt að útskýra gengi okkar í undanförnum leikjum. Við höfum lagt leikina upp með því að reyna að vinna þá en það virðist ekkert ganga né falla með okkur," bætti Rúnar við. Við erum bara búnir að ná í átta stig í síðari umferðinni sem er skelfileg uppskera og erum við alls ekki sáttir við það. Við erum bikarmeistarar en erum búnir að missa af titlinum og er það sárt og svekkjandi. Við stefndum á að ná að vinna deildina líka en það gekk ekki eftir," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR að lokum.Ólafur: Ætlum okkur Evrópusæti „Þrjú stig, halda hreinu og skora fjögur mörk, það er virkilega ljúft. Þeir fengu góð færi í fyrri hálfleik til þess að skora mér fannst við vera þrautseigir og unnum við vel úr því sem við fengum í leiknum" sagði Ólafur. „Evrópusætið er inn í myndinni og höfum við ætlað að ná okkur í það sæti í langan tíma. Þessi sigur gefur okkur stuð í bakið í þessari baráttu og voru þetta mjög mikilvæg þrjú stig. Við þurfum að koma vel stemmdir inn í næsta leik og klára þetta mót með sæmd," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira