Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 27. maí 2013 10:38 KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í fimmtu umferð Pepsi-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Vesturbænum. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eina mark Blika í leiknum og það var Atli Sigurjónsson sem skoraði mark KR. Leikurinn hófst mjög svo rólega og voru liðin í stökustu vandræðum að finna taktinn í leiknum. Ískalt var í veðri og blés mikið á leikmenn og það sást á spilamennsku leikmanna liðanna. Þegar leið á leikinn fóru Blikar að sækja í sig veðrið og sóknarleikur þeirra fór batnandi. Rétt fyrir lok hálfleiksins náðu gestirnir að skora fyrsta mark leiksins þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Sverri Inga Ingasyni. KR-ingar vildu fá dæmt brot á Sverri í aðdraganda marksins en hann virtist brjóta á Óskari Erni Haukssyni, leikmanni KR, en hann hélt áfram og náði fínni sendingu fyrir markið sem endaði með eina marki hálfleiksins. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og ætluðu sér greinilega að jafna strax metin en það gekk eftir á 65. mínútu leiksins þegar Atli Sigurjónsson þrumaði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Markið lá heldur betur í loftinu og fyllilega skilið hjá KR. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn næstu mínútur og reyndi hvað þeir gátu að skora þriðja mark leiksins. Blikar voru einnig skeinuhættir undir lokin og Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk ótrúlegt færi í uppbótartíma þegar hann hafði prjónað sig í gegnum alla vörn KR, leikið á hvern varnarmann á fætur öðrum en skot hann hafnaði í stönginni. Ótrúlegur sprettur hjá Norðmanninum og hefði líklega verið mark sumarsins. Hvorugt liðið náði aftur á móti að skora fleiri mörk og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.Ólafur: Ánægður með vinnusemi drengjanna„Eins og alltaf verður maður einfaldlega að taka þeim úrslitum sem upp koma,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst vinnusemin til fyrirmyndar hjá mínum leikmönnum. Menn sýndu mikinn aga en við lögðum leikinn upp með það að leiðarljósi að leyfa KR-ingum að hafa boltann á ákveðnum svæðum og lokuðum síðan vel á þá, þetta gekk vel stóran hluta af leiknum.“ „Við fengum frábært færi undir lokin til að klára leikinn en boltinn hafnaði í stönginni, þá hefði hljóðið verið betra í mér eftir leik.“ „Ég tek þetta stig og núna skoðum við bara framhaldið. Ég var virkilega ánægður með varnarleik liðsins í kvöld en þegar við fengum á okkur markið hefði ég vilja sjá menn vera miklu ákveðnari á fjarstönginni.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér.Baldur: Tvö töpuð stig„Það er svona frekar svekkjandi að tapa stigum á heimavelli,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Við stjórnuðum leiknum gjörsamlega frá a-ö og þetta voru tvö töpuð stig í kvöld.“ „Mark Blika átti aldrei að standa, klárt brot á Óskari Erni og með ólíkindum að dómarinn hafi ekki dæmt neitt.“ „Við fengum fullt af tækifærum í síðari hálfleiknum og áttum að nýta eitt af þeim, það kostar okkur þennan sigur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Baldur með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira
KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í fimmtu umferð Pepsi-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Vesturbænum. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eina mark Blika í leiknum og það var Atli Sigurjónsson sem skoraði mark KR. Leikurinn hófst mjög svo rólega og voru liðin í stökustu vandræðum að finna taktinn í leiknum. Ískalt var í veðri og blés mikið á leikmenn og það sást á spilamennsku leikmanna liðanna. Þegar leið á leikinn fóru Blikar að sækja í sig veðrið og sóknarleikur þeirra fór batnandi. Rétt fyrir lok hálfleiksins náðu gestirnir að skora fyrsta mark leiksins þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Sverri Inga Ingasyni. KR-ingar vildu fá dæmt brot á Sverri í aðdraganda marksins en hann virtist brjóta á Óskari Erni Haukssyni, leikmanni KR, en hann hélt áfram og náði fínni sendingu fyrir markið sem endaði með eina marki hálfleiksins. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og ætluðu sér greinilega að jafna strax metin en það gekk eftir á 65. mínútu leiksins þegar Atli Sigurjónsson þrumaði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Markið lá heldur betur í loftinu og fyllilega skilið hjá KR. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn næstu mínútur og reyndi hvað þeir gátu að skora þriðja mark leiksins. Blikar voru einnig skeinuhættir undir lokin og Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk ótrúlegt færi í uppbótartíma þegar hann hafði prjónað sig í gegnum alla vörn KR, leikið á hvern varnarmann á fætur öðrum en skot hann hafnaði í stönginni. Ótrúlegur sprettur hjá Norðmanninum og hefði líklega verið mark sumarsins. Hvorugt liðið náði aftur á móti að skora fleiri mörk og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.Ólafur: Ánægður með vinnusemi drengjanna„Eins og alltaf verður maður einfaldlega að taka þeim úrslitum sem upp koma,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst vinnusemin til fyrirmyndar hjá mínum leikmönnum. Menn sýndu mikinn aga en við lögðum leikinn upp með það að leiðarljósi að leyfa KR-ingum að hafa boltann á ákveðnum svæðum og lokuðum síðan vel á þá, þetta gekk vel stóran hluta af leiknum.“ „Við fengum frábært færi undir lokin til að klára leikinn en boltinn hafnaði í stönginni, þá hefði hljóðið verið betra í mér eftir leik.“ „Ég tek þetta stig og núna skoðum við bara framhaldið. Ég var virkilega ánægður með varnarleik liðsins í kvöld en þegar við fengum á okkur markið hefði ég vilja sjá menn vera miklu ákveðnari á fjarstönginni.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér.Baldur: Tvö töpuð stig„Það er svona frekar svekkjandi að tapa stigum á heimavelli,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Við stjórnuðum leiknum gjörsamlega frá a-ö og þetta voru tvö töpuð stig í kvöld.“ „Mark Blika átti aldrei að standa, klárt brot á Óskari Erni og með ólíkindum að dómarinn hafi ekki dæmt neitt.“ „Við fengum fullt af tækifærum í síðari hálfleiknum og áttum að nýta eitt af þeim, það kostar okkur þennan sigur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Baldur með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira