Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Kristinn Páll Teitsson á Valsvellinum skrifar 15. september 2016 22:45 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Anton Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Valsmönnum á Valsvellinum í kvöld þar sem Árni Vilhjálmsson fór á kostum en hann lagði upp eitt og skoraði tvö mörk í leiknum. Var þetta fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð eftir fimm sigra í röð en með sigrinum lyftu Blikar sér upp fyrir Val í töflunni. Árni kom Blikum yfir á 33. mínútu en undir lok fyrri hálfleiks var Rasmus Christiansen sendur af velli með rautt spjald eftir brot á Árna. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu og sigldu Blikar sigrinum örugglega heim í seinni hálfleik. Árni bætti við öðru marki sínu og lagði upp annað fyrir Gísla Eyjólfsson en Valsmenn áttu þó sínar sóknir.Afhverju vann Breiðablik? Blikar þurftu meira á stigunum að halda og voru Blikar betur stilltir á upphafsmínútunum. Mark Árna undir lok fyrri hálfleiks og rauða spjaldið á Rasmus stuttu síðar gerðu eftirleikinn auðveldan fyrir Blika sem stýrðu umferðinni í seinni hálfleik. Mark Gísla í upphafi seinni hálfleiks var skellur fyrir Valsmenn og Árni gulltryggði sigurinn með öðru marki sínu á 66. mínútu.Þessir stóðu upp úr Árni bar af á vellinum í kvöld en hann hann virðist vera fullur sjálfstrausts þessa dagana með sex mörk í síðustu átta leikjum. Árni kom Blikum yfir í fyrri hálfleik og fiskaði síðar Rasmus réttilega af velli með rautt spjald. Tókst honum að bæta síðan við marki og stoðsendingu í seinni hálfleik. Þá var vinnusemin hjá Gísla Eyjólfssyni á miðjunni til fyrirmyndar og uppskar hann verðskuldað mark í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Valsmanna sem hefur gengið gríðarlega vel undanfarnar vikur náði sér aldrei á strik í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen sem kom inn í byrjunarlið Vals átti góðan sprett í upphafi seinni hálfleiks en náði annars engum takti sem fremsti maður Vals í leiknum. Þá náðu Kristinn Freyr Sigurðsson og Andri Adolphsson sér ekki á strik fyrir aftan Svein Aron en Sigurður Egill Lárusson var eini sóknarmaður Vals með lífsmarki í kvöld. Ólafur reyndi hrókeringar með lið sitt í upphafi seinni hálfleiks þegar Valsmenn voru manni færri en þær skiluðu ekki tilætluðum árangri. Blikar voru fljótir að bæta við og klára leikinn á upphafsmínútum seinni hálfleiks.Hvað gerist næst? Blikar eru nú með smá öndunarrými í baráttunni um Evrópusæti en eftir sigur FH í kvöld er veik von um titilinn nánast úr sögunni. Það hlýtur því að vera markmið Blika að tryggja Evrópusætið fyrir næsta tímabil en sigrar gegn ÍBV og ÍA í næstu tveimur umferðum myndi tryggja það. Valsmenn eiga stórleik gegn FH næst þar sem liðið getur komið í veg fyrir að FH-ingar hampi titlinum á heimavelli. Evrópusæti Valsmanna er í höfn eftir bikarmeistaratitilinn en það er ekki að sjá á Valsmönnum að þeir ætli að slaka á klónni í lokaumferðunum þar sem liðið mætir FH, ÍBV og ÍA. Arnar: Eftir annað markið var sigurinn í höfn„Rauða spjaldið breytti leiknum. Það er algengt að menn verði værukærir þegar þú spilar manni fleiri lengi en við fengum gott mark strax í upphafi seinni hálfleiks,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, aðspurður út í spilamennsku Blika í upphafi seinni hálfleiks í kvöld. „Ég ætla samt að einbeita mér að fyrri hálfleik þegar við spilum gríðarlega vel gegn einu besta liði landsins. Þeir hafa verið að spila gríðarlega vel síðustu vikur en fengu engin færi í fyrri hálfleik.“ Blikar komust 1-0 yfir í fyrri hálfleik en rautt spjald Valsmanna í seinni hálfleik gerði eftirleikinn auðveldan fyrir Blika. „Við gerðum okkur erfitt fyrir en eftir að við skorum annað markið er þetta aldrei í hættu þótt þeir fái einhver 1-2 færi.“ Valsmenn reyndu að breyta til í hálfleik í stað þess að skipta inn varnarmanni og það kom Arnari á óvart. „Ég átti von á að þeir færu í 4-4-1 en þeir tóku séns og fóru í 3-5-1. Það sýnir sig að þeir eru komnir með Evrópusætið og ætla alltaf að sækja til sigurs.“ Arnar segir leikmennina vera einsetta í að ná öðru sæti fyrst að efsta sætið er nánast úr sögunni. „Eftir jafnteflið gegn FH horfðum við á að ná næst-besta sætinu og við ætlum að ná því. Við sýndum það í dag að við ætlum að berjast um það og unnum verðskuldaðan sigur. Það er gríðarlega jákvætt að taka þrjú stig á þessum erfiða útivelli og að ná að skora þrjú mörk sömuleiðis.“ Orri: Auðvelt að dæma rautt í þessari stöðu en ég er ósammála dómnum„Það er auðvelt að dæma rautt í þessari stöðu en ég er ekki nægilega viss hvort hann myndi ná boltanum,“ sagði Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, aðspurður út í skoðun hans á rauða spjaldinu í leiknum í kvöld. „Hann snýr og sparkar boltanum framhjá Rasmusi og hleypur á hann án boltans. Það er hægt að dæma rautt en ég er ósammála þessum dóm.“ Orri sagði leikmenn ekki hafa velt sér mikið upp úr rauða spjaldinu í hálfleik. „Við látum þetta ekkert fara í taugarnar á okkur. Við ætluðum að vera þéttir í seinni hálfleik með þriggja manna vörn og sækja hratt en það gekk ekki,“ sagði Orri sem sagði þriggja manna varnarlínu enga nýjung fyrir þá. „Við spilum þetta oft á æfingum og við vissum alveg hvað við vorum að gera en þeir voru fljótir að opna okkur.“ Orri var óánægður með öll mörk Blika í kvöld. „Í fyrsta markinu veit Anton að hann á að gera betur, Árni gerir vel en úr mjög þröngu færi. Í hinum mörkunum eru þeir klókir og það var lítið hægt að gera við þessu.“ Árni: Þegar við spilum vel erum við með eitt besta lið landsins„Ég er auðvitað mjög ánægður með 3-0 sigur á þessum erfiða útivelli,“ sagði Árni Vilhjálmsson, framherji Blika, sáttur að leikslokum í kvöld. „Við komum inn í leikinn með leikplan og spilum vel í kvöld. Þegar við erum upp á okkar besta erum við með eitt besta lið landsins“ Blikar eru að berjast um annað sætið í Pepsi-deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir en liðið á enn tölfræðilega möguleika á titlinum. „Annað sætið er fínn árangur hjá okkur,“ sagði Árni sem vildi ekki líta til baka á töpuð stig fyrr í sumar. „Við getum ekki horft mikið til baka því við höfum ekkert gott af því.“ Árni hefur verið frábær eftir að hafa komið heim úr atvinnumennskunni fyrr í sumar. „Ég er ánægður með spilamennskuna undanfarið. Ég hef verið að spila vel og kem inn í alla leiki fullur sjálfstraust þessa dagana.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Valsmönnum á Valsvellinum í kvöld þar sem Árni Vilhjálmsson fór á kostum en hann lagði upp eitt og skoraði tvö mörk í leiknum. Var þetta fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð eftir fimm sigra í röð en með sigrinum lyftu Blikar sér upp fyrir Val í töflunni. Árni kom Blikum yfir á 33. mínútu en undir lok fyrri hálfleiks var Rasmus Christiansen sendur af velli með rautt spjald eftir brot á Árna. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu og sigldu Blikar sigrinum örugglega heim í seinni hálfleik. Árni bætti við öðru marki sínu og lagði upp annað fyrir Gísla Eyjólfsson en Valsmenn áttu þó sínar sóknir.Afhverju vann Breiðablik? Blikar þurftu meira á stigunum að halda og voru Blikar betur stilltir á upphafsmínútunum. Mark Árna undir lok fyrri hálfleiks og rauða spjaldið á Rasmus stuttu síðar gerðu eftirleikinn auðveldan fyrir Blika sem stýrðu umferðinni í seinni hálfleik. Mark Gísla í upphafi seinni hálfleiks var skellur fyrir Valsmenn og Árni gulltryggði sigurinn með öðru marki sínu á 66. mínútu.Þessir stóðu upp úr Árni bar af á vellinum í kvöld en hann hann virðist vera fullur sjálfstrausts þessa dagana með sex mörk í síðustu átta leikjum. Árni kom Blikum yfir í fyrri hálfleik og fiskaði síðar Rasmus réttilega af velli með rautt spjald. Tókst honum að bæta síðan við marki og stoðsendingu í seinni hálfleik. Þá var vinnusemin hjá Gísla Eyjólfssyni á miðjunni til fyrirmyndar og uppskar hann verðskuldað mark í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Valsmanna sem hefur gengið gríðarlega vel undanfarnar vikur náði sér aldrei á strik í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen sem kom inn í byrjunarlið Vals átti góðan sprett í upphafi seinni hálfleiks en náði annars engum takti sem fremsti maður Vals í leiknum. Þá náðu Kristinn Freyr Sigurðsson og Andri Adolphsson sér ekki á strik fyrir aftan Svein Aron en Sigurður Egill Lárusson var eini sóknarmaður Vals með lífsmarki í kvöld. Ólafur reyndi hrókeringar með lið sitt í upphafi seinni hálfleiks þegar Valsmenn voru manni færri en þær skiluðu ekki tilætluðum árangri. Blikar voru fljótir að bæta við og klára leikinn á upphafsmínútum seinni hálfleiks.Hvað gerist næst? Blikar eru nú með smá öndunarrými í baráttunni um Evrópusæti en eftir sigur FH í kvöld er veik von um titilinn nánast úr sögunni. Það hlýtur því að vera markmið Blika að tryggja Evrópusætið fyrir næsta tímabil en sigrar gegn ÍBV og ÍA í næstu tveimur umferðum myndi tryggja það. Valsmenn eiga stórleik gegn FH næst þar sem liðið getur komið í veg fyrir að FH-ingar hampi titlinum á heimavelli. Evrópusæti Valsmanna er í höfn eftir bikarmeistaratitilinn en það er ekki að sjá á Valsmönnum að þeir ætli að slaka á klónni í lokaumferðunum þar sem liðið mætir FH, ÍBV og ÍA. Arnar: Eftir annað markið var sigurinn í höfn„Rauða spjaldið breytti leiknum. Það er algengt að menn verði værukærir þegar þú spilar manni fleiri lengi en við fengum gott mark strax í upphafi seinni hálfleiks,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, aðspurður út í spilamennsku Blika í upphafi seinni hálfleiks í kvöld. „Ég ætla samt að einbeita mér að fyrri hálfleik þegar við spilum gríðarlega vel gegn einu besta liði landsins. Þeir hafa verið að spila gríðarlega vel síðustu vikur en fengu engin færi í fyrri hálfleik.“ Blikar komust 1-0 yfir í fyrri hálfleik en rautt spjald Valsmanna í seinni hálfleik gerði eftirleikinn auðveldan fyrir Blika. „Við gerðum okkur erfitt fyrir en eftir að við skorum annað markið er þetta aldrei í hættu þótt þeir fái einhver 1-2 færi.“ Valsmenn reyndu að breyta til í hálfleik í stað þess að skipta inn varnarmanni og það kom Arnari á óvart. „Ég átti von á að þeir færu í 4-4-1 en þeir tóku séns og fóru í 3-5-1. Það sýnir sig að þeir eru komnir með Evrópusætið og ætla alltaf að sækja til sigurs.“ Arnar segir leikmennina vera einsetta í að ná öðru sæti fyrst að efsta sætið er nánast úr sögunni. „Eftir jafnteflið gegn FH horfðum við á að ná næst-besta sætinu og við ætlum að ná því. Við sýndum það í dag að við ætlum að berjast um það og unnum verðskuldaðan sigur. Það er gríðarlega jákvætt að taka þrjú stig á þessum erfiða útivelli og að ná að skora þrjú mörk sömuleiðis.“ Orri: Auðvelt að dæma rautt í þessari stöðu en ég er ósammála dómnum„Það er auðvelt að dæma rautt í þessari stöðu en ég er ekki nægilega viss hvort hann myndi ná boltanum,“ sagði Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, aðspurður út í skoðun hans á rauða spjaldinu í leiknum í kvöld. „Hann snýr og sparkar boltanum framhjá Rasmusi og hleypur á hann án boltans. Það er hægt að dæma rautt en ég er ósammála þessum dóm.“ Orri sagði leikmenn ekki hafa velt sér mikið upp úr rauða spjaldinu í hálfleik. „Við látum þetta ekkert fara í taugarnar á okkur. Við ætluðum að vera þéttir í seinni hálfleik með þriggja manna vörn og sækja hratt en það gekk ekki,“ sagði Orri sem sagði þriggja manna varnarlínu enga nýjung fyrir þá. „Við spilum þetta oft á æfingum og við vissum alveg hvað við vorum að gera en þeir voru fljótir að opna okkur.“ Orri var óánægður með öll mörk Blika í kvöld. „Í fyrsta markinu veit Anton að hann á að gera betur, Árni gerir vel en úr mjög þröngu færi. Í hinum mörkunum eru þeir klókir og það var lítið hægt að gera við þessu.“ Árni: Þegar við spilum vel erum við með eitt besta lið landsins„Ég er auðvitað mjög ánægður með 3-0 sigur á þessum erfiða útivelli,“ sagði Árni Vilhjálmsson, framherji Blika, sáttur að leikslokum í kvöld. „Við komum inn í leikinn með leikplan og spilum vel í kvöld. Þegar við erum upp á okkar besta erum við með eitt besta lið landsins“ Blikar eru að berjast um annað sætið í Pepsi-deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir en liðið á enn tölfræðilega möguleika á titlinum. „Annað sætið er fínn árangur hjá okkur,“ sagði Árni sem vildi ekki líta til baka á töpuð stig fyrr í sumar. „Við getum ekki horft mikið til baka því við höfum ekkert gott af því.“ Árni hefur verið frábær eftir að hafa komið heim úr atvinnumennskunni fyrr í sumar. „Ég er ánægður með spilamennskuna undanfarið. Ég hef verið að spila vel og kem inn í alla leiki fullur sjálfstraust þessa dagana.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira