Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 3-4 Ari Erlingsson á Vodafone-vellinum skrifar 8. ágúst 2012 00:01 Mynd/Stefán Leikur Vals og Breiðabliks í 14 umferð Pepsídeildar karla fer líklegast í sögubækurnar með þeim ótrúlegri sem spilaðir hafa verið hér á landi á seinni árum. Gestirnir úr Kóparvogi höfðu dramatískan 3-4 sigur eftir að hafa lent manni undir og 3-1 undir. Lið Breiðabliks sem hingað til hefur gengið erfiðlega að skora tóks hið ómögulega og skoraði þrjú mörk á síðustu sjö mínútum leiksins. Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik. Gestirnir úr Kóparvogi þó ívið sterkari. Einar mark fyrri hálfleiksins skoruðu hinsvegar heimamenn í Val, var þar að verki Kolbeinn Kárason sem kom boltanum yfir línuna eftir sókn upp hægri kantinn. Staðan 1-0 þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur var hinsvegar mun fjörugri og skiptust liðin á að sækja. Ákveðin vendipunktur varð í leiknum á 65. mínútu þegar Matthías Guðmundsson slapp einn inn fyrir vörn Breiðabliks eftir stungusendingu Rúnars. Ingvar Kale óð út gegn Matthíasi og virtist fella hann. Magnús Þórisson dæmdi víti og var nauðugur einn sá kostur að vísa Ingvari af velli. Á punktinn steig Rúnar Már Sigurjónsson og brást honum ekki bogalistinn. 2-0 fyrir Valsmenn og staðan dökk hjá Blikunum. Það var því aðeins eitt í stöðunni hjá Blikum, að koma sér strax inn í leikinn. Kristinn Jónsson brást vel við mótlætinu og skoraði mark beint úr hornspyrnu á 70 mínútu, klaufalegt hjá Ólafi í marki Vals en eflaust hefur vindurinn eitthvað tekið í boltann. Við markið efldust Blikarnir og var það því sem blaut tuska í andlit þeirra er Kolbeinn Kárason skoraði glæsilegt skallamark eftir sendingu Rúnars Más á 75 mínútu. Staðan 3-1 fyrir Valsmenn. Þeir einum fleiri og tveimur mörkum undir. Blikarnir gáfust hinsvegar ekki upp og ógnuðu Valsmarkinu talsvert. Það kom því ekki á óvart þegar Þórður Steinar minnkaði muninn í 3-2 á 83 mínútu með hörkuskoti úr teig. Olgeir Sigurgeirsson sem hafði komið inn á skömmu áður dreif menn áfram og jafnaði hann loks leikinn á 85 mínútu, Blikarnir með öll völd og sigurmarkið hlaut að koma. Daninn Rhode virtist ætla að tryggja þeim sigur á 90 mínútu en klúðraði dauðafæri á markteig með ótrúlegum hætti. Ben Everson skoraði svo sigurmark Blika eftir klafs í teig Valsmanna á 91 mínútu. Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmann hlýtur að vera virkilega ósáttur við varnaleik sinna manna síðasta stundarfjórðung leiksins. Kolbeinn Kárason og Rúnar Már á miðjunni voru bestu menn heimamanna auk þess sem Matthías Guðmundsson var ávallt hættulegur er hann fékk boltann í eyður. Af einhverjum ástæðum gáfu leikmenn liðsins alltof mikið eftir síðasta korterið og það má ekki gegn liði eins og Breiðablik. Blikaliðið lítur ágætlega út og náðu þeir betra spili út á velli en Valsmenn. Framherjinn Rhode hefði mátt vera meira inn í leiknum en þó skapaði hann alltaf hættu er hann fékk boltann. Ben Everson var mikið í boltanum og reyndi mikið en oftast án árangurs alveg þangað til í lokin. Besti maður vallarins var þó Þórður Steinar Hreiðarsson sem byraði leikinn í bakvarðastöðunni en færði sig svo framar á völlinn í seinni hálfleik. Þórður tók mikið til sín og skoraði gott mark og hann ásamt Olgeiri voru mennirnir á bakvið ótrúlegan lokakafla. Barátta þeirra og eljusemi hafði sitt að segja og má segja að þeir hafi hlaupið og barist tvöfalt og ekki mátti sjá á Blikaliðinu að þeir væri manni færri. Við þetta tap færast Valsmenn niður í 9 sæti og allir draumar um Evrópusæti virðast fjarlægir. Blikar hinsvegar eru sem endurfæddir með tilkomu nýrra sóknarmanna og með sóknarleik sem þessum ættu þeir að geta velgt hvaða liði sem er undir uggum. Ingvar Þór: Ég skil ekki þetta rauða spjaldIngvar Þór Kale, markvörður Blika, var mjög sáttur í leikslok og vildi ekki meina að um réttan vítaspyrnudóm væri að ræða en var því þeim mun sáttari með karakterinn sem liðið sýndi. „Gríðarlegur karakter hjá strákunum að klára þetta eftir lentum ósanngjarnt manni undir, þetta var aldrei víti en því miður lét dómarinn glepjast í þetta skiptið ég spurði nú Matta eftir leikinn hvern djöfulinn honum gengi til en hann vildi nú ekki svara mér. Ég skil þetta einfaldlega ekki og þetta er ekki fyrsta skiptið sem hann (Magnús Þórisson) rekur mig útaf. Ég er núna búinn að fá tvö fáranleg rauð spjöld hjá honum. Hann er nú kannski ekkert að leggja mig í einelti og dómarinn mat þetta bara svona núna og dómararnir gera nú mistök eins og við leikmennirnir. Liðið lítur vel út með tilkomu nýrra manna og nú erum við til alls líklegir og ég hef fulla trú að við náum einhverjum frá næsta leik gegn FH." Kristján Guðmunds: Bálreiður að missa niður 3-1 forskotMynd/Anton„Maður er bálreiður að missa niður 3-1 forskot því við vorum búnir að vinna vel fyrir því. Svo hættum við að hlaupa eftir að hafa náð þessu forskoti. Ég var ánægður með mestan part leiksins en sendingar voru þó ekki góðar. Við spiluðum góðan varnarleik og unnum návígi en svo hættum við síðasta korterið sérstaklega varnarlínan sem missti allt niður um sig," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmanna. Við tekur erfiður leikur gegn KR í næstu umferð. „Það verður mjög erfiður leikur sérstaklega eftir að hafa lent í þessu. Við verðum að vera jákvæði og horfa á það að við spiluðum vel að hluta til og það kom okkur í 3-1 stöðu." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Leikur Vals og Breiðabliks í 14 umferð Pepsídeildar karla fer líklegast í sögubækurnar með þeim ótrúlegri sem spilaðir hafa verið hér á landi á seinni árum. Gestirnir úr Kóparvogi höfðu dramatískan 3-4 sigur eftir að hafa lent manni undir og 3-1 undir. Lið Breiðabliks sem hingað til hefur gengið erfiðlega að skora tóks hið ómögulega og skoraði þrjú mörk á síðustu sjö mínútum leiksins. Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik. Gestirnir úr Kóparvogi þó ívið sterkari. Einar mark fyrri hálfleiksins skoruðu hinsvegar heimamenn í Val, var þar að verki Kolbeinn Kárason sem kom boltanum yfir línuna eftir sókn upp hægri kantinn. Staðan 1-0 þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur var hinsvegar mun fjörugri og skiptust liðin á að sækja. Ákveðin vendipunktur varð í leiknum á 65. mínútu þegar Matthías Guðmundsson slapp einn inn fyrir vörn Breiðabliks eftir stungusendingu Rúnars. Ingvar Kale óð út gegn Matthíasi og virtist fella hann. Magnús Þórisson dæmdi víti og var nauðugur einn sá kostur að vísa Ingvari af velli. Á punktinn steig Rúnar Már Sigurjónsson og brást honum ekki bogalistinn. 2-0 fyrir Valsmenn og staðan dökk hjá Blikunum. Það var því aðeins eitt í stöðunni hjá Blikum, að koma sér strax inn í leikinn. Kristinn Jónsson brást vel við mótlætinu og skoraði mark beint úr hornspyrnu á 70 mínútu, klaufalegt hjá Ólafi í marki Vals en eflaust hefur vindurinn eitthvað tekið í boltann. Við markið efldust Blikarnir og var það því sem blaut tuska í andlit þeirra er Kolbeinn Kárason skoraði glæsilegt skallamark eftir sendingu Rúnars Más á 75 mínútu. Staðan 3-1 fyrir Valsmenn. Þeir einum fleiri og tveimur mörkum undir. Blikarnir gáfust hinsvegar ekki upp og ógnuðu Valsmarkinu talsvert. Það kom því ekki á óvart þegar Þórður Steinar minnkaði muninn í 3-2 á 83 mínútu með hörkuskoti úr teig. Olgeir Sigurgeirsson sem hafði komið inn á skömmu áður dreif menn áfram og jafnaði hann loks leikinn á 85 mínútu, Blikarnir með öll völd og sigurmarkið hlaut að koma. Daninn Rhode virtist ætla að tryggja þeim sigur á 90 mínútu en klúðraði dauðafæri á markteig með ótrúlegum hætti. Ben Everson skoraði svo sigurmark Blika eftir klafs í teig Valsmanna á 91 mínútu. Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmann hlýtur að vera virkilega ósáttur við varnaleik sinna manna síðasta stundarfjórðung leiksins. Kolbeinn Kárason og Rúnar Már á miðjunni voru bestu menn heimamanna auk þess sem Matthías Guðmundsson var ávallt hættulegur er hann fékk boltann í eyður. Af einhverjum ástæðum gáfu leikmenn liðsins alltof mikið eftir síðasta korterið og það má ekki gegn liði eins og Breiðablik. Blikaliðið lítur ágætlega út og náðu þeir betra spili út á velli en Valsmenn. Framherjinn Rhode hefði mátt vera meira inn í leiknum en þó skapaði hann alltaf hættu er hann fékk boltann. Ben Everson var mikið í boltanum og reyndi mikið en oftast án árangurs alveg þangað til í lokin. Besti maður vallarins var þó Þórður Steinar Hreiðarsson sem byraði leikinn í bakvarðastöðunni en færði sig svo framar á völlinn í seinni hálfleik. Þórður tók mikið til sín og skoraði gott mark og hann ásamt Olgeiri voru mennirnir á bakvið ótrúlegan lokakafla. Barátta þeirra og eljusemi hafði sitt að segja og má segja að þeir hafi hlaupið og barist tvöfalt og ekki mátti sjá á Blikaliðinu að þeir væri manni færri. Við þetta tap færast Valsmenn niður í 9 sæti og allir draumar um Evrópusæti virðast fjarlægir. Blikar hinsvegar eru sem endurfæddir með tilkomu nýrra sóknarmanna og með sóknarleik sem þessum ættu þeir að geta velgt hvaða liði sem er undir uggum. Ingvar Þór: Ég skil ekki þetta rauða spjaldIngvar Þór Kale, markvörður Blika, var mjög sáttur í leikslok og vildi ekki meina að um réttan vítaspyrnudóm væri að ræða en var því þeim mun sáttari með karakterinn sem liðið sýndi. „Gríðarlegur karakter hjá strákunum að klára þetta eftir lentum ósanngjarnt manni undir, þetta var aldrei víti en því miður lét dómarinn glepjast í þetta skiptið ég spurði nú Matta eftir leikinn hvern djöfulinn honum gengi til en hann vildi nú ekki svara mér. Ég skil þetta einfaldlega ekki og þetta er ekki fyrsta skiptið sem hann (Magnús Þórisson) rekur mig útaf. Ég er núna búinn að fá tvö fáranleg rauð spjöld hjá honum. Hann er nú kannski ekkert að leggja mig í einelti og dómarinn mat þetta bara svona núna og dómararnir gera nú mistök eins og við leikmennirnir. Liðið lítur vel út með tilkomu nýrra manna og nú erum við til alls líklegir og ég hef fulla trú að við náum einhverjum frá næsta leik gegn FH." Kristján Guðmunds: Bálreiður að missa niður 3-1 forskotMynd/Anton„Maður er bálreiður að missa niður 3-1 forskot því við vorum búnir að vinna vel fyrir því. Svo hættum við að hlaupa eftir að hafa náð þessu forskoti. Ég var ánægður með mestan part leiksins en sendingar voru þó ekki góðar. Við spiluðum góðan varnarleik og unnum návígi en svo hættum við síðasta korterið sérstaklega varnarlínan sem missti allt niður um sig," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmanna. Við tekur erfiður leikur gegn KR í næstu umferð. „Það verður mjög erfiður leikur sérstaklega eftir að hafa lent í þessu. Við verðum að vera jákvæði og horfa á það að við spiluðum vel að hluta til og það kom okkur í 3-1 stöðu."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira