Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Breiðablik 1-0 | Níu Víkingar lögðu Breiðablik að velli Guðmundur Marínó Ingvarsson skrifar 22. júní 2014 00:01 Vísir/Daníel Víkingur vann þriðja leik sinn í röð í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Breiðablik 1-0 á heimavelli sínum í Víkinni. Pape Mamadou Faye skoraði sigurmarkið á 15. mínútu.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér fyrir ofan og neðan. Það var jafnræði með liðunum framan af en fyrri hálfeikurinn endurspeglast af markinu sem Pape skoraði. Breiðablik átti horn og upp úr því fékk Víkingur skyndisókn þar sem Aron Elís Þrándarson stakk vörn Breiðabliks af og fann Pape sem átti mjög gott hlaup inn í teiginn og skoraði af stuttu færi. Breiðabliki gekk ágætlega að halda boltanum úti á velli en þegar komið var í nálægð við vítateig Víkings fór allt í baklás og lítið gekk. Víkingar voru aftur móti alltaf hættulegir í sínum sóknaraðgerðum framan af en það setti strik í reikninginn hjá þeim að bæði Pape og Todor Hristov þurftu að fara meiddir af leikvelli í fyrri hálfleik. Víkingur byrjaði seinni hálfleikinn betur og gestirnir virkuðu aldrei líklegir til að skora fyrr en Garðar Örn Hinriksson góður dómari leiksins fór að tína Víkinga af leikvelli. Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og manni fleiri sóttu Blikar af meiri krafti en áður. Það var þó ekki fyrr en fyrirliðinn Igor Taskovic fékk beint rautt spjald á 89. mínútu að Breiðablik fann leiðina að marki Víkings en markstangirnar og Ingvar Þór Kale sáu til þess að Víkingur héldi út og landaði stigunum þremur. Breiðablik getur nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt þau færi sem liðið skapaði sér en liðið þarf að gera mun betur en liðið gerði þegar bæði lið höfðu ellefu leikmenn inni á vellinum. Þá voru ákvarðanir á síðasta þriðjung vallarins ekki líklegar til árangurs. Víkingur getur vel við unað. Breiðablik náði ágætlega að halda aftur af þeirra hættulegstu leikmönumm, sérstaklega í seinni hálfleik en Víkingur varðist vel og hélt forystunni sem snilli Arons Elísar og Pape skóp. Víkingur er með 16 stig í fimmta sæti deildarinnar eftir 9 leiki en Breiðablik er enn án sigurs, í 10. sæti með 6 stig. Ingvar: Aldrei að vita nema ég bjóði Árna í bíó„Blikarnir sóttu fast á okkur og gáfu okkur erfiðan leik en við héldum út og ég er gríðarlega ánægður með að landa þessum stigum,“ sagði Ingvar Þór Kale markvörður Víkings í leikslok. „Þeir fengu þrjú dauðafæri í lokin og við náðum að henda okkur fyrir það og landa sigrinum. „Það er gríðarlega erfitt að leika manni færri á móti Breiðabliki. Breiðablik er erfiðasta liðið að lenda manni færri á móti. Þeir halda boltanum vel og koma sér í færi. Það var frábært hjá okkur að ná að halda þetta út,“ sagði Ingvar sem náði loksins að leggja Breiðablik að velli eftir að hafa yfirgefið félagið og farið í Víking. „Ég var búinn að spila við þá held ég þrisvar eftir að ég kom yfir aftur og alltaf gengið illa. Það var mjög gott að ná að klára þetta í dag og sætur sigur,“ sagði Ingvar en það vakti óneitanlega athygli þegar Árni Vilhjálmsson fyrrum liðsfélagi Ingvars hljóp að Ingvari eftir að greinilega var brotið á markverðinum og lét hann heyra það. „Það gerist bara í hita leiksins. Ég og Árni eigum eftir að takast í hendur á eftir og það er aldrei að vita nema ég bjóði honum í bíó eða eitthvað,“ sagði Ingvar léttur. Guðmundur: Þurfum menn sem ætla sér að skora mörk„Mér fannst algjör óþarfi að tapa þessum leik hér í Víkinni. Við fengum reyndar á okkur mark sem gerist í fótbolta en það er spurning hvernig þú bregst við þeim,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks. „Mér fannst við spila góðan leik í fyrri hálfleik en það vantaði þessa loka ákvörðun, þessa loka sendingu. Við komum okkur í mjög góðar stöður og boltinn gekk vel hjá okkur hratt en það þarf að skora mörk til að vinna leiki og því miður var það ekki á hjá okkur í dag. „Einum fleiri og um tíma tveimur fleiri þá verður þú að vera með aðeins meiri ís í maganum og hausnum hreinlega til að vera klókari í þeim stöðum sem við fáum hér. Svo getum við litið á það að við setjum hann í tvígang eða þrígang í tréverkið og Kale ver tvisvar ótrúlega. Það er óþarfi að tapa þessum leik,“ sagði Guðmundur. Breiðablik hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu, gert sex jafntefli og tapað þremur leikjum til þessa á tímabilinu. „Við erum minntir trekk í trekk að það séu níu leikir komnir og við erum enn að leita að fyrsta sigrinum. Við getum ekkert verið að spá í því. Við þurfum bara að hugsa um næsta leik og reyna að ná sigri þar. „Við höfum spilað hraðmót síðan ég tók við og ég hef verið ánægður með framlagið og það er kraftur í liðinu en það dugir ekki til. Það þarf líka að vera ákveðin skynsemi í leik liðsins og hana vantaði í dag. „Það þarf menn sem ætlar sér ekkert annað en að skora mörk. Þó ég sé ekkert hrifinn af því að fá á mig mörk þá er allt í lagi að fá á sig eitt mark hér því við áttum að skora fleiri mörk en Víkingur í kvöld. Hvort þessir leikmenn séu innan hópsins eða ekki til hjá okkur, við þurfum að skoða það,“ sagði Guðmundur sagði vildi þó ekki meina að hann væri farinn að horfa til þess að leikmannaglugginn opni til að styrkja liðið þó hann hafi viðurkennt að það þurfi að skoða þau mál verði ekki breyting á gengi liðsins.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Gary Martin skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslandsmeistara KR í Eyjum í kvöld þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar karla. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: Þór - Valur 0-1 | Haukur Páll tryggði Val þrjú stig Haukur Páll tryggði Valsmönnum þrjú stig í bragðdaufum leik fyrir norðan í 9. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Keflavík 2-4 | Arfaslakir Fylkismenn engin fyrirstaða Það er ekkert annað en hörð fallbarátta sem blasir við Árbæingum miðað við frammistöðu kvöldsins. 22. júní 2014 00:01 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Víkingur vann þriðja leik sinn í röð í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Breiðablik 1-0 á heimavelli sínum í Víkinni. Pape Mamadou Faye skoraði sigurmarkið á 15. mínútu.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér fyrir ofan og neðan. Það var jafnræði með liðunum framan af en fyrri hálfeikurinn endurspeglast af markinu sem Pape skoraði. Breiðablik átti horn og upp úr því fékk Víkingur skyndisókn þar sem Aron Elís Þrándarson stakk vörn Breiðabliks af og fann Pape sem átti mjög gott hlaup inn í teiginn og skoraði af stuttu færi. Breiðabliki gekk ágætlega að halda boltanum úti á velli en þegar komið var í nálægð við vítateig Víkings fór allt í baklás og lítið gekk. Víkingar voru aftur móti alltaf hættulegir í sínum sóknaraðgerðum framan af en það setti strik í reikninginn hjá þeim að bæði Pape og Todor Hristov þurftu að fara meiddir af leikvelli í fyrri hálfleik. Víkingur byrjaði seinni hálfleikinn betur og gestirnir virkuðu aldrei líklegir til að skora fyrr en Garðar Örn Hinriksson góður dómari leiksins fór að tína Víkinga af leikvelli. Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og manni fleiri sóttu Blikar af meiri krafti en áður. Það var þó ekki fyrr en fyrirliðinn Igor Taskovic fékk beint rautt spjald á 89. mínútu að Breiðablik fann leiðina að marki Víkings en markstangirnar og Ingvar Þór Kale sáu til þess að Víkingur héldi út og landaði stigunum þremur. Breiðablik getur nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt þau færi sem liðið skapaði sér en liðið þarf að gera mun betur en liðið gerði þegar bæði lið höfðu ellefu leikmenn inni á vellinum. Þá voru ákvarðanir á síðasta þriðjung vallarins ekki líklegar til árangurs. Víkingur getur vel við unað. Breiðablik náði ágætlega að halda aftur af þeirra hættulegstu leikmönumm, sérstaklega í seinni hálfleik en Víkingur varðist vel og hélt forystunni sem snilli Arons Elísar og Pape skóp. Víkingur er með 16 stig í fimmta sæti deildarinnar eftir 9 leiki en Breiðablik er enn án sigurs, í 10. sæti með 6 stig. Ingvar: Aldrei að vita nema ég bjóði Árna í bíó„Blikarnir sóttu fast á okkur og gáfu okkur erfiðan leik en við héldum út og ég er gríðarlega ánægður með að landa þessum stigum,“ sagði Ingvar Þór Kale markvörður Víkings í leikslok. „Þeir fengu þrjú dauðafæri í lokin og við náðum að henda okkur fyrir það og landa sigrinum. „Það er gríðarlega erfitt að leika manni færri á móti Breiðabliki. Breiðablik er erfiðasta liðið að lenda manni færri á móti. Þeir halda boltanum vel og koma sér í færi. Það var frábært hjá okkur að ná að halda þetta út,“ sagði Ingvar sem náði loksins að leggja Breiðablik að velli eftir að hafa yfirgefið félagið og farið í Víking. „Ég var búinn að spila við þá held ég þrisvar eftir að ég kom yfir aftur og alltaf gengið illa. Það var mjög gott að ná að klára þetta í dag og sætur sigur,“ sagði Ingvar en það vakti óneitanlega athygli þegar Árni Vilhjálmsson fyrrum liðsfélagi Ingvars hljóp að Ingvari eftir að greinilega var brotið á markverðinum og lét hann heyra það. „Það gerist bara í hita leiksins. Ég og Árni eigum eftir að takast í hendur á eftir og það er aldrei að vita nema ég bjóði honum í bíó eða eitthvað,“ sagði Ingvar léttur. Guðmundur: Þurfum menn sem ætla sér að skora mörk„Mér fannst algjör óþarfi að tapa þessum leik hér í Víkinni. Við fengum reyndar á okkur mark sem gerist í fótbolta en það er spurning hvernig þú bregst við þeim,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks. „Mér fannst við spila góðan leik í fyrri hálfleik en það vantaði þessa loka ákvörðun, þessa loka sendingu. Við komum okkur í mjög góðar stöður og boltinn gekk vel hjá okkur hratt en það þarf að skora mörk til að vinna leiki og því miður var það ekki á hjá okkur í dag. „Einum fleiri og um tíma tveimur fleiri þá verður þú að vera með aðeins meiri ís í maganum og hausnum hreinlega til að vera klókari í þeim stöðum sem við fáum hér. Svo getum við litið á það að við setjum hann í tvígang eða þrígang í tréverkið og Kale ver tvisvar ótrúlega. Það er óþarfi að tapa þessum leik,“ sagði Guðmundur. Breiðablik hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu, gert sex jafntefli og tapað þremur leikjum til þessa á tímabilinu. „Við erum minntir trekk í trekk að það séu níu leikir komnir og við erum enn að leita að fyrsta sigrinum. Við getum ekkert verið að spá í því. Við þurfum bara að hugsa um næsta leik og reyna að ná sigri þar. „Við höfum spilað hraðmót síðan ég tók við og ég hef verið ánægður með framlagið og það er kraftur í liðinu en það dugir ekki til. Það þarf líka að vera ákveðin skynsemi í leik liðsins og hana vantaði í dag. „Það þarf menn sem ætlar sér ekkert annað en að skora mörk. Þó ég sé ekkert hrifinn af því að fá á mig mörk þá er allt í lagi að fá á sig eitt mark hér því við áttum að skora fleiri mörk en Víkingur í kvöld. Hvort þessir leikmenn séu innan hópsins eða ekki til hjá okkur, við þurfum að skoða það,“ sagði Guðmundur sagði vildi þó ekki meina að hann væri farinn að horfa til þess að leikmannaglugginn opni til að styrkja liðið þó hann hafi viðurkennt að það þurfi að skoða þau mál verði ekki breyting á gengi liðsins.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Gary Martin skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslandsmeistara KR í Eyjum í kvöld þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar karla. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: Þór - Valur 0-1 | Haukur Páll tryggði Val þrjú stig Haukur Páll tryggði Valsmönnum þrjú stig í bragðdaufum leik fyrir norðan í 9. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 22. júní 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Keflavík 2-4 | Arfaslakir Fylkismenn engin fyrirstaða Það er ekkert annað en hörð fallbarátta sem blasir við Árbæingum miðað við frammistöðu kvöldsins. 22. júní 2014 00:01 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-3 | Gary Martin með tvö mörk í endurkomu KR Gary Martin skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslandsmeistara KR í Eyjum í kvöld þegar liðin mættust í 9. umferð Pepsi-deildar karla. 22. júní 2014 00:01
Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: Þór - Valur 0-1 | Haukur Páll tryggði Val þrjú stig Haukur Páll tryggði Valsmönnum þrjú stig í bragðdaufum leik fyrir norðan í 9. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 22. júní 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Keflavík 2-4 | Arfaslakir Fylkismenn engin fyrirstaða Það er ekkert annað en hörð fallbarátta sem blasir við Árbæingum miðað við frammistöðu kvöldsins. 22. júní 2014 00:01