Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-0 Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. ágúst 2013 12:51 Þrátt fyrir aragrúa af færum náðu Blikar ekki að skora þegar þeir mættu til Ólafsvíkur. Blikar sóttu þungt fyrstu 30 mínútur leiksins en náðu ekki að nýta sér yfirburði sína. Þrátt fyrir að Breiðablik eigi tvo leiki inni skildu sextán stig liðin að fyrir leikinn. Blikar sem gerðu jafntefli í síðustu umferð þurftu á sigri að halda til að halda í við toppliðin. Heimamenn höfðu verið að sanka að sér stigum undanfarið, eitt tap í síðustu átta leikjum en hinsvegar höfðu aðeins komið tveir sigrar. Blikar mættu mun ákafari til leiks og féllu öll færi fyrri hálfleiksins í þeirra skaut. Þar af fékk hægri bakvörðurinn, Þórður Steinar Hreiðarsson tvö bestu færin en setti annað í slánna og var hitt varið á línu af varnarmanni heimamanna. Þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn betri tökum á leiknum og var jafnræði með liðunum seinustu mínútur fyrri hálfleiks en hvorugu liðinu tókst þó að skora. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, Víkingar byrjuðu að spila boltanum betur á milli sín en náðu ekki að skapa sér nein marktæk færi. Blikar áttu í meiri erfiðleikum heldur en í fyrri hálfleik en náðu þó að skapa sér nokkur færi en Einar stóð vakt sína glæsilega í markinu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og geta Víkingar verið sáttari með stigið eftir að hafa naumlega hangið inn í leiknum um tíma í fyrri hálfleik. Víkingar taka stigið úr leiknum og hafa nú aðeins tapað einum leik frá tapi þeirra gegn KR 23. Júní. Þeir hafa hinsvegar aðeins uppskorið 9 stig úr þessum leikjum og mjakast því hægt upp stigatöfluna. Blikar hljóta að fara vonsviknari heim en þeir fengu næg færi til að taka stigin þrjú heim. Eftir tvö jafntefli í röð hafa Blikar hellst örlítið úr lestinni í baráttuni um Íslandsmeistaratitilinn en það eru enn 7 umferðir eftir og nóg af stigum í pottinum. Ólafur: Vorum ekki nægilega skarpir„Ég er að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en ég er ekki ánægður með hvernig við erum í kringum teig andstæðingsins í þessum leik,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Sóknarleikurinn var ekki nógu beittur, við fáum bæði færi og möguleikann á að skapa færi en nýtum það ekki nægilega vel. Þessvegna förum við aðeins með eitt stig héðan í dag,“ Blikar sóttu stíft fyrstu mínútur leiksins og var ótrúlegt að staðan væri enn 0-0 eftir hálftíma. Tvö bestu færin fékk Þórður Steinar, hægri bakvörður Blika. „Einbeiting og skerpa í teignum á þeim tíma var ekki nóg. Þórður er maður sem þorir að heyra að hann hefði átt að gera betur í fyrra færinu. Í seinna færinu ná varnarmenn að kasta sér fyrir og bjarga undir lokin. Við fengum færin en við vorum ekki nógu skarpir,“ Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika átti náðugan fyrri hálfleik, aðeins eitt skot rataði á markið. „Ég er sáttur með varnarleik liðsins, sáttur hvernig við spilum boltanum úr pressu og sköpum möguleika en þegar við fáum færin er eitthvað sem er að klikka. Menn eru að hugsa of mikið í stað þess að treysta eðlishvötinni,“ sagði Ólafur. Ejub: Spiluðum djarft„Maður er auðvitað sáttur með stig gegn jafn vel spilandi lið eins og Breiðablik sem er mjög gott á íslenskan mælikvarða,“ sagði Ejub, þjálfari Víkings Ó. eftir leikinn. „Við erum heppnir að lenda ekki undir í fyrri hálfleik en við spilum miklu betur í seinni hálfleik. Það var allt annað að horfa á seinni hálfleik og með smá heppni hefðum við getað stolið sigrinum þótt Blikar voru alltaf líklegri,“ „Bæði liðin vildu vinna og það sást greinilega í seinni hálfleik, liðin sóttu milli teiganna nánast stanslaust síðustu tuttugu mínútur leiksins,“ Þetta var enn eitt jafntefli hjá Víkingum sem hafa verið að safna jafnteflum upp á síðkastið. „Við verðum að fá þrjú stig, við vildum fá það í dag. Við vissum að þetta yrði erfitt en við þurfum að fara að vinna leiki. Við reyndum okkar besta og spiluðum djarft með 3-5-2 leikkerfið með tvo upp á topp gegn svona sterku liði. Við náðum ekki sigrinum í dag en vonandi kemur það í næsta leik,“ sagði Ejub. Finnur: Ætluðum okkur þrjú stig„Við fengum eitt stig hérna, við ætluðum okkur þrjú en við tökum þetta þótt við séum ekki alveg sáttir,“ sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Það var lagt upp með að byrja leikinn af krafti og fylgja því síðan eftir. Við fengum færi í upphafi leiks sem við hefðum átt að nýta og með því opna leikinn en þau fóru forgörðum,“ Þrátt fyrir stórsókn Blika í upphafi náðu gestirnir ekki að skora mark. „Það kom kafli þar sem við herjuðum hressilega á þá en þeir vörðust vel. Bæði hentu þér sér fyrir boltann og svo varði markmaðurinn vel. Ég hafði fulla trú á því að við myndum ná að setja eitt í leiknum.“ „Við höfðum undirtökin allan leikinn, við vörðumst vel og lokuðum vel á þeirra skyndisóknir. Þeir voru með hættulegar skyndisóknir en þegar þurfti þá vorum við mættir og stöðvuðum það,“ sagði Finnur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Þrátt fyrir aragrúa af færum náðu Blikar ekki að skora þegar þeir mættu til Ólafsvíkur. Blikar sóttu þungt fyrstu 30 mínútur leiksins en náðu ekki að nýta sér yfirburði sína. Þrátt fyrir að Breiðablik eigi tvo leiki inni skildu sextán stig liðin að fyrir leikinn. Blikar sem gerðu jafntefli í síðustu umferð þurftu á sigri að halda til að halda í við toppliðin. Heimamenn höfðu verið að sanka að sér stigum undanfarið, eitt tap í síðustu átta leikjum en hinsvegar höfðu aðeins komið tveir sigrar. Blikar mættu mun ákafari til leiks og féllu öll færi fyrri hálfleiksins í þeirra skaut. Þar af fékk hægri bakvörðurinn, Þórður Steinar Hreiðarsson tvö bestu færin en setti annað í slánna og var hitt varið á línu af varnarmanni heimamanna. Þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn betri tökum á leiknum og var jafnræði með liðunum seinustu mínútur fyrri hálfleiks en hvorugu liðinu tókst þó að skora. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, Víkingar byrjuðu að spila boltanum betur á milli sín en náðu ekki að skapa sér nein marktæk færi. Blikar áttu í meiri erfiðleikum heldur en í fyrri hálfleik en náðu þó að skapa sér nokkur færi en Einar stóð vakt sína glæsilega í markinu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og geta Víkingar verið sáttari með stigið eftir að hafa naumlega hangið inn í leiknum um tíma í fyrri hálfleik. Víkingar taka stigið úr leiknum og hafa nú aðeins tapað einum leik frá tapi þeirra gegn KR 23. Júní. Þeir hafa hinsvegar aðeins uppskorið 9 stig úr þessum leikjum og mjakast því hægt upp stigatöfluna. Blikar hljóta að fara vonsviknari heim en þeir fengu næg færi til að taka stigin þrjú heim. Eftir tvö jafntefli í röð hafa Blikar hellst örlítið úr lestinni í baráttuni um Íslandsmeistaratitilinn en það eru enn 7 umferðir eftir og nóg af stigum í pottinum. Ólafur: Vorum ekki nægilega skarpir„Ég er að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en ég er ekki ánægður með hvernig við erum í kringum teig andstæðingsins í þessum leik,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Sóknarleikurinn var ekki nógu beittur, við fáum bæði færi og möguleikann á að skapa færi en nýtum það ekki nægilega vel. Þessvegna förum við aðeins með eitt stig héðan í dag,“ Blikar sóttu stíft fyrstu mínútur leiksins og var ótrúlegt að staðan væri enn 0-0 eftir hálftíma. Tvö bestu færin fékk Þórður Steinar, hægri bakvörður Blika. „Einbeiting og skerpa í teignum á þeim tíma var ekki nóg. Þórður er maður sem þorir að heyra að hann hefði átt að gera betur í fyrra færinu. Í seinna færinu ná varnarmenn að kasta sér fyrir og bjarga undir lokin. Við fengum færin en við vorum ekki nógu skarpir,“ Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika átti náðugan fyrri hálfleik, aðeins eitt skot rataði á markið. „Ég er sáttur með varnarleik liðsins, sáttur hvernig við spilum boltanum úr pressu og sköpum möguleika en þegar við fáum færin er eitthvað sem er að klikka. Menn eru að hugsa of mikið í stað þess að treysta eðlishvötinni,“ sagði Ólafur. Ejub: Spiluðum djarft„Maður er auðvitað sáttur með stig gegn jafn vel spilandi lið eins og Breiðablik sem er mjög gott á íslenskan mælikvarða,“ sagði Ejub, þjálfari Víkings Ó. eftir leikinn. „Við erum heppnir að lenda ekki undir í fyrri hálfleik en við spilum miklu betur í seinni hálfleik. Það var allt annað að horfa á seinni hálfleik og með smá heppni hefðum við getað stolið sigrinum þótt Blikar voru alltaf líklegri,“ „Bæði liðin vildu vinna og það sást greinilega í seinni hálfleik, liðin sóttu milli teiganna nánast stanslaust síðustu tuttugu mínútur leiksins,“ Þetta var enn eitt jafntefli hjá Víkingum sem hafa verið að safna jafnteflum upp á síðkastið. „Við verðum að fá þrjú stig, við vildum fá það í dag. Við vissum að þetta yrði erfitt en við þurfum að fara að vinna leiki. Við reyndum okkar besta og spiluðum djarft með 3-5-2 leikkerfið með tvo upp á topp gegn svona sterku liði. Við náðum ekki sigrinum í dag en vonandi kemur það í næsta leik,“ sagði Ejub. Finnur: Ætluðum okkur þrjú stig„Við fengum eitt stig hérna, við ætluðum okkur þrjú en við tökum þetta þótt við séum ekki alveg sáttir,“ sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Það var lagt upp með að byrja leikinn af krafti og fylgja því síðan eftir. Við fengum færi í upphafi leiks sem við hefðum átt að nýta og með því opna leikinn en þau fóru forgörðum,“ Þrátt fyrir stórsókn Blika í upphafi náðu gestirnir ekki að skora mark. „Það kom kafli þar sem við herjuðum hressilega á þá en þeir vörðust vel. Bæði hentu þér sér fyrir boltann og svo varði markmaðurinn vel. Ég hafði fulla trú á því að við myndum ná að setja eitt í leiknum.“ „Við höfðum undirtökin allan leikinn, við vörðumst vel og lokuðum vel á þeirra skyndisóknir. Þeir voru með hættulegar skyndisóknir en þegar þurfti þá vorum við mættir og stöðvuðum það,“ sagði Finnur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira