Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-0 Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. ágúst 2013 12:51 Þrátt fyrir aragrúa af færum náðu Blikar ekki að skora þegar þeir mættu til Ólafsvíkur. Blikar sóttu þungt fyrstu 30 mínútur leiksins en náðu ekki að nýta sér yfirburði sína. Þrátt fyrir að Breiðablik eigi tvo leiki inni skildu sextán stig liðin að fyrir leikinn. Blikar sem gerðu jafntefli í síðustu umferð þurftu á sigri að halda til að halda í við toppliðin. Heimamenn höfðu verið að sanka að sér stigum undanfarið, eitt tap í síðustu átta leikjum en hinsvegar höfðu aðeins komið tveir sigrar. Blikar mættu mun ákafari til leiks og féllu öll færi fyrri hálfleiksins í þeirra skaut. Þar af fékk hægri bakvörðurinn, Þórður Steinar Hreiðarsson tvö bestu færin en setti annað í slánna og var hitt varið á línu af varnarmanni heimamanna. Þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn betri tökum á leiknum og var jafnræði með liðunum seinustu mínútur fyrri hálfleiks en hvorugu liðinu tókst þó að skora. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, Víkingar byrjuðu að spila boltanum betur á milli sín en náðu ekki að skapa sér nein marktæk færi. Blikar áttu í meiri erfiðleikum heldur en í fyrri hálfleik en náðu þó að skapa sér nokkur færi en Einar stóð vakt sína glæsilega í markinu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og geta Víkingar verið sáttari með stigið eftir að hafa naumlega hangið inn í leiknum um tíma í fyrri hálfleik. Víkingar taka stigið úr leiknum og hafa nú aðeins tapað einum leik frá tapi þeirra gegn KR 23. Júní. Þeir hafa hinsvegar aðeins uppskorið 9 stig úr þessum leikjum og mjakast því hægt upp stigatöfluna. Blikar hljóta að fara vonsviknari heim en þeir fengu næg færi til að taka stigin þrjú heim. Eftir tvö jafntefli í röð hafa Blikar hellst örlítið úr lestinni í baráttuni um Íslandsmeistaratitilinn en það eru enn 7 umferðir eftir og nóg af stigum í pottinum. Ólafur: Vorum ekki nægilega skarpir„Ég er að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en ég er ekki ánægður með hvernig við erum í kringum teig andstæðingsins í þessum leik,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Sóknarleikurinn var ekki nógu beittur, við fáum bæði færi og möguleikann á að skapa færi en nýtum það ekki nægilega vel. Þessvegna förum við aðeins með eitt stig héðan í dag,“ Blikar sóttu stíft fyrstu mínútur leiksins og var ótrúlegt að staðan væri enn 0-0 eftir hálftíma. Tvö bestu færin fékk Þórður Steinar, hægri bakvörður Blika. „Einbeiting og skerpa í teignum á þeim tíma var ekki nóg. Þórður er maður sem þorir að heyra að hann hefði átt að gera betur í fyrra færinu. Í seinna færinu ná varnarmenn að kasta sér fyrir og bjarga undir lokin. Við fengum færin en við vorum ekki nógu skarpir,“ Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika átti náðugan fyrri hálfleik, aðeins eitt skot rataði á markið. „Ég er sáttur með varnarleik liðsins, sáttur hvernig við spilum boltanum úr pressu og sköpum möguleika en þegar við fáum færin er eitthvað sem er að klikka. Menn eru að hugsa of mikið í stað þess að treysta eðlishvötinni,“ sagði Ólafur. Ejub: Spiluðum djarft„Maður er auðvitað sáttur með stig gegn jafn vel spilandi lið eins og Breiðablik sem er mjög gott á íslenskan mælikvarða,“ sagði Ejub, þjálfari Víkings Ó. eftir leikinn. „Við erum heppnir að lenda ekki undir í fyrri hálfleik en við spilum miklu betur í seinni hálfleik. Það var allt annað að horfa á seinni hálfleik og með smá heppni hefðum við getað stolið sigrinum þótt Blikar voru alltaf líklegri,“ „Bæði liðin vildu vinna og það sást greinilega í seinni hálfleik, liðin sóttu milli teiganna nánast stanslaust síðustu tuttugu mínútur leiksins,“ Þetta var enn eitt jafntefli hjá Víkingum sem hafa verið að safna jafnteflum upp á síðkastið. „Við verðum að fá þrjú stig, við vildum fá það í dag. Við vissum að þetta yrði erfitt en við þurfum að fara að vinna leiki. Við reyndum okkar besta og spiluðum djarft með 3-5-2 leikkerfið með tvo upp á topp gegn svona sterku liði. Við náðum ekki sigrinum í dag en vonandi kemur það í næsta leik,“ sagði Ejub. Finnur: Ætluðum okkur þrjú stig„Við fengum eitt stig hérna, við ætluðum okkur þrjú en við tökum þetta þótt við séum ekki alveg sáttir,“ sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Það var lagt upp með að byrja leikinn af krafti og fylgja því síðan eftir. Við fengum færi í upphafi leiks sem við hefðum átt að nýta og með því opna leikinn en þau fóru forgörðum,“ Þrátt fyrir stórsókn Blika í upphafi náðu gestirnir ekki að skora mark. „Það kom kafli þar sem við herjuðum hressilega á þá en þeir vörðust vel. Bæði hentu þér sér fyrir boltann og svo varði markmaðurinn vel. Ég hafði fulla trú á því að við myndum ná að setja eitt í leiknum.“ „Við höfðum undirtökin allan leikinn, við vörðumst vel og lokuðum vel á þeirra skyndisóknir. Þeir voru með hættulegar skyndisóknir en þegar þurfti þá vorum við mættir og stöðvuðum það,“ sagði Finnur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Þrátt fyrir aragrúa af færum náðu Blikar ekki að skora þegar þeir mættu til Ólafsvíkur. Blikar sóttu þungt fyrstu 30 mínútur leiksins en náðu ekki að nýta sér yfirburði sína. Þrátt fyrir að Breiðablik eigi tvo leiki inni skildu sextán stig liðin að fyrir leikinn. Blikar sem gerðu jafntefli í síðustu umferð þurftu á sigri að halda til að halda í við toppliðin. Heimamenn höfðu verið að sanka að sér stigum undanfarið, eitt tap í síðustu átta leikjum en hinsvegar höfðu aðeins komið tveir sigrar. Blikar mættu mun ákafari til leiks og féllu öll færi fyrri hálfleiksins í þeirra skaut. Þar af fékk hægri bakvörðurinn, Þórður Steinar Hreiðarsson tvö bestu færin en setti annað í slánna og var hitt varið á línu af varnarmanni heimamanna. Þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn betri tökum á leiknum og var jafnræði með liðunum seinustu mínútur fyrri hálfleiks en hvorugu liðinu tókst þó að skora. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, Víkingar byrjuðu að spila boltanum betur á milli sín en náðu ekki að skapa sér nein marktæk færi. Blikar áttu í meiri erfiðleikum heldur en í fyrri hálfleik en náðu þó að skapa sér nokkur færi en Einar stóð vakt sína glæsilega í markinu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og geta Víkingar verið sáttari með stigið eftir að hafa naumlega hangið inn í leiknum um tíma í fyrri hálfleik. Víkingar taka stigið úr leiknum og hafa nú aðeins tapað einum leik frá tapi þeirra gegn KR 23. Júní. Þeir hafa hinsvegar aðeins uppskorið 9 stig úr þessum leikjum og mjakast því hægt upp stigatöfluna. Blikar hljóta að fara vonsviknari heim en þeir fengu næg færi til að taka stigin þrjú heim. Eftir tvö jafntefli í röð hafa Blikar hellst örlítið úr lestinni í baráttuni um Íslandsmeistaratitilinn en það eru enn 7 umferðir eftir og nóg af stigum í pottinum. Ólafur: Vorum ekki nægilega skarpir„Ég er að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en ég er ekki ánægður með hvernig við erum í kringum teig andstæðingsins í þessum leik,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Sóknarleikurinn var ekki nógu beittur, við fáum bæði færi og möguleikann á að skapa færi en nýtum það ekki nægilega vel. Þessvegna förum við aðeins með eitt stig héðan í dag,“ Blikar sóttu stíft fyrstu mínútur leiksins og var ótrúlegt að staðan væri enn 0-0 eftir hálftíma. Tvö bestu færin fékk Þórður Steinar, hægri bakvörður Blika. „Einbeiting og skerpa í teignum á þeim tíma var ekki nóg. Þórður er maður sem þorir að heyra að hann hefði átt að gera betur í fyrra færinu. Í seinna færinu ná varnarmenn að kasta sér fyrir og bjarga undir lokin. Við fengum færin en við vorum ekki nógu skarpir,“ Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika átti náðugan fyrri hálfleik, aðeins eitt skot rataði á markið. „Ég er sáttur með varnarleik liðsins, sáttur hvernig við spilum boltanum úr pressu og sköpum möguleika en þegar við fáum færin er eitthvað sem er að klikka. Menn eru að hugsa of mikið í stað þess að treysta eðlishvötinni,“ sagði Ólafur. Ejub: Spiluðum djarft„Maður er auðvitað sáttur með stig gegn jafn vel spilandi lið eins og Breiðablik sem er mjög gott á íslenskan mælikvarða,“ sagði Ejub, þjálfari Víkings Ó. eftir leikinn. „Við erum heppnir að lenda ekki undir í fyrri hálfleik en við spilum miklu betur í seinni hálfleik. Það var allt annað að horfa á seinni hálfleik og með smá heppni hefðum við getað stolið sigrinum þótt Blikar voru alltaf líklegri,“ „Bæði liðin vildu vinna og það sást greinilega í seinni hálfleik, liðin sóttu milli teiganna nánast stanslaust síðustu tuttugu mínútur leiksins,“ Þetta var enn eitt jafntefli hjá Víkingum sem hafa verið að safna jafnteflum upp á síðkastið. „Við verðum að fá þrjú stig, við vildum fá það í dag. Við vissum að þetta yrði erfitt en við þurfum að fara að vinna leiki. Við reyndum okkar besta og spiluðum djarft með 3-5-2 leikkerfið með tvo upp á topp gegn svona sterku liði. Við náðum ekki sigrinum í dag en vonandi kemur það í næsta leik,“ sagði Ejub. Finnur: Ætluðum okkur þrjú stig„Við fengum eitt stig hérna, við ætluðum okkur þrjú en við tökum þetta þótt við séum ekki alveg sáttir,“ sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Það var lagt upp með að byrja leikinn af krafti og fylgja því síðan eftir. Við fengum færi í upphafi leiks sem við hefðum átt að nýta og með því opna leikinn en þau fóru forgörðum,“ Þrátt fyrir stórsókn Blika í upphafi náðu gestirnir ekki að skora mark. „Það kom kafli þar sem við herjuðum hressilega á þá en þeir vörðust vel. Bæði hentu þér sér fyrir boltann og svo varði markmaðurinn vel. Ég hafði fulla trú á því að við myndum ná að setja eitt í leiknum.“ „Við höfðum undirtökin allan leikinn, við vörðumst vel og lokuðum vel á þeirra skyndisóknir. Þeir voru með hættulegar skyndisóknir en þegar þurfti þá vorum við mættir og stöðvuðum það,“ sagði Finnur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira