Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 0-1 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Skagamenn byrja tímabilið frábærlega en liðið bara sigur úr býtum, 1-0, gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Það var varamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem skoraði eina mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Gary Martin. Leikurinn hófst virkilega rólega og mikil vorbragur á leik beggja liða. Heimamenn voru sprækari og sýndu ágætis tilþrif sóknarlega en á sama tíma voru Skagamenn alveg andlausir og virkilega bragðdaufir. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir skelfilegan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið mun skárri og liðin bæði töluvert hressari. Skagamenn fóru að láta boltann vinna og reyndu eins og þeir gátu að teygja á þéttri vörn Blika. Bætt spilamennska Skagamanna lagði grunninn að fyrsta markið leiksins. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Gary Martin, leikmaður ÍA, fína sendingu upp hægri kantinn. Englendingurinn lék listilega vel á Kristinn Jónsson, leikmann Breiðabliks, og gaf boltann fyrir markið. Þar tók Jón Vilhelm Ákason vel á móti boltanum og lagði knöttinn í markið alveg óverjandi fyrir Sigmar Inga Sigurðarson markvörð Breiðabliks. Fleiri voru mörkin ekki og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild karla í knattspyrnu frá árinu 2008. Fínn byrjun hjá nýliðunum. Þórður: Frábær byrjun„Tilfinningin er gríðarlega góð," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. „Við spiluðum ekki góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum en héldum alltaf vörninni sterkri. Í hálfleik töluðum við um að bæta sóknina og keyra meira í bakið á þeim." „Sóknarleikur okkar varð mun markvissari og betri í síðari hálfleiknum og það skóp þennan sigur." „Það er talað um okkur eins og við höfum verið í deildinni í tíu ár og fólk býst við miklu af liðinu, það er bara af hinu góða og við þurfum að standast pressuna." Hægt er að sjá viðtalið við Þórð í heild sinni hér að ofan. Kári: Manni líður vel á þessum velli„Maður þekkir aðstæður hér vel og frábært fyrir okkur að byrja tímabilið á sigri," sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var barningsleikur og þeir voru mun meira með boltann eins og við var búist. Þeir voru greinilega búnir að kortleggja okkur vel fyrir leikinn en við héldum sjó og unnum sterkan sigur." Gary Martin átti frábæran leik fyrir Skagamenn í kvöld og lagði upp eina mark leiksins. „Þessi strákur á mikið meira inni en hann sýndi í dag. Hann sýndi frábær tilþrif þegar hann lagði upp markið og mun reynast okkur vel í sumar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kára með því að ýta hér. Ólafur: Fínt að vera laus við frumsýningarskrekkinn„Það er fínt að vera komin í gang og frumsýningarskrekkurinn farinn úr manni, en við erum auðvita ekki sáttir með úrslitin," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið í kvöld. „Við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi þrátt fyrir að vera mun meira með boltann, það vantaði gæði í úrslitasendingar." „Við létum lítið reyna á markmanninn þeirra og náðum varla að skapa okkur hættulegt marktækifæri." „Við klikkum á grundvallaratriði þegar þeir skora markið og þurfum að skoða það betur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því ýta hér. Jóhannes Karl: Ég var mjög spenntur fyrir þessum leik„Ég var svakalega spenntur fyrir þessum leik og virkilega gaman að vera komin til baka eftir fjórtán ára fjarveru," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við lékum bara heilt yfir vel og maður er auðvita sáttur með þrjú stig í fyrsta leik. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur af okkar hálfu en við héldum varnarleiknum samt alltaf fínum og Blikar áttu í erfileikum með að opna okkur." „Við ræddum um það í hálfleik að byrja spila boltanum meira á milli okkar og reyna að teygja á vörn Blika. Mér fannst við ná því nokkuð vel og það endaði með marki."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhannes með því að ýta hér.Mynd/Pjetur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Skagamenn byrja tímabilið frábærlega en liðið bara sigur úr býtum, 1-0, gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Það var varamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem skoraði eina mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Gary Martin. Leikurinn hófst virkilega rólega og mikil vorbragur á leik beggja liða. Heimamenn voru sprækari og sýndu ágætis tilþrif sóknarlega en á sama tíma voru Skagamenn alveg andlausir og virkilega bragðdaufir. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir skelfilegan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið mun skárri og liðin bæði töluvert hressari. Skagamenn fóru að láta boltann vinna og reyndu eins og þeir gátu að teygja á þéttri vörn Blika. Bætt spilamennska Skagamanna lagði grunninn að fyrsta markið leiksins. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Gary Martin, leikmaður ÍA, fína sendingu upp hægri kantinn. Englendingurinn lék listilega vel á Kristinn Jónsson, leikmann Breiðabliks, og gaf boltann fyrir markið. Þar tók Jón Vilhelm Ákason vel á móti boltanum og lagði knöttinn í markið alveg óverjandi fyrir Sigmar Inga Sigurðarson markvörð Breiðabliks. Fleiri voru mörkin ekki og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild karla í knattspyrnu frá árinu 2008. Fínn byrjun hjá nýliðunum. Þórður: Frábær byrjun„Tilfinningin er gríðarlega góð," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. „Við spiluðum ekki góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum en héldum alltaf vörninni sterkri. Í hálfleik töluðum við um að bæta sóknina og keyra meira í bakið á þeim." „Sóknarleikur okkar varð mun markvissari og betri í síðari hálfleiknum og það skóp þennan sigur." „Það er talað um okkur eins og við höfum verið í deildinni í tíu ár og fólk býst við miklu af liðinu, það er bara af hinu góða og við þurfum að standast pressuna." Hægt er að sjá viðtalið við Þórð í heild sinni hér að ofan. Kári: Manni líður vel á þessum velli„Maður þekkir aðstæður hér vel og frábært fyrir okkur að byrja tímabilið á sigri," sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var barningsleikur og þeir voru mun meira með boltann eins og við var búist. Þeir voru greinilega búnir að kortleggja okkur vel fyrir leikinn en við héldum sjó og unnum sterkan sigur." Gary Martin átti frábæran leik fyrir Skagamenn í kvöld og lagði upp eina mark leiksins. „Þessi strákur á mikið meira inni en hann sýndi í dag. Hann sýndi frábær tilþrif þegar hann lagði upp markið og mun reynast okkur vel í sumar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kára með því að ýta hér. Ólafur: Fínt að vera laus við frumsýningarskrekkinn„Það er fínt að vera komin í gang og frumsýningarskrekkurinn farinn úr manni, en við erum auðvita ekki sáttir með úrslitin," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið í kvöld. „Við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi þrátt fyrir að vera mun meira með boltann, það vantaði gæði í úrslitasendingar." „Við létum lítið reyna á markmanninn þeirra og náðum varla að skapa okkur hættulegt marktækifæri." „Við klikkum á grundvallaratriði þegar þeir skora markið og þurfum að skoða það betur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því ýta hér. Jóhannes Karl: Ég var mjög spenntur fyrir þessum leik„Ég var svakalega spenntur fyrir þessum leik og virkilega gaman að vera komin til baka eftir fjórtán ára fjarveru," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við lékum bara heilt yfir vel og maður er auðvita sáttur með þrjú stig í fyrsta leik. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur af okkar hálfu en við héldum varnarleiknum samt alltaf fínum og Blikar áttu í erfileikum með að opna okkur." „Við ræddum um það í hálfleik að byrja spila boltanum meira á milli okkar og reyna að teygja á vörn Blika. Mér fannst við ná því nokkuð vel og það endaði með marki."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhannes með því að ýta hér.Mynd/Pjetur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti